Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2021

Frábær stuðningur áhorfenda í kvöld – Jafntefli á móti Njarðvík í fyrsta leik – Myndir

Með | Fréttir

Njarðvík og Þróttur V. gerðu 3-3 jafntefli í fyrstu umferð í 2. deild karla í kvöld.

Þökkum Njarðvíkingum fyrir leikinn og frábært að sjá umgjörðina í kringum knattspyrnudeild UMFN og ástríðu stjórnarmanna í garð félagsins.

Miklar þakkir til stuðningsfólks okkar sem lét vel í sér heyra og skilaði tveimur mörkum í lokin.

Kenneth Hogg kom Njarðvík yfir á 17. mínútu leiksins eftir hornspyrnu. Marc McAusland var nálægt því að bæta við öðru þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en skalli hans fór í stöng.

Zoran Plazonic gerði annað mark fyrir heimamenn á 63. mínútu en hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Rafal Stefán Daníelsson í markinu. Ragnar Þór Gunnarsson minnkaði muninn fyrir Þróttara þegar fimmtán mínútur voru eftir en þeir voru skotnir aftur niður þremur mínútum síðar er Hogg gerði annað mark sitt í leiknum.

Þróttarar neituðu hins vegar að gefast upp. Rubén Lozano Ibancos minnkaði muninn þegar fimm mínútur voru eftir og á 88. mínútu kom jöfnunarmarkið. Sigurður Gísli Snorrason átti aukaspyrnu á Hubert Rafal Kotus sem skallaði boltann í netið.

Lokatölur 3-3 í hörkuleik í Njarðvík.

Njarðvík 3 – 3 Þróttur V.

1-0 Kenneth Hogg (’17 )
2-0 Zoran Plazonic (’63 )
2-1 Ragnar Þór Gunnarsson (’75 )
3-1 Kenneth Hogg (’78 )
3-2 Rubén Lozano Ibancos (’85 )
3-3 Hubert Rafal Kotus (’88 )

Myndir sem fyrr: Guðmann R. Lúðvíksson.

 

Umhverfisdagur Þróttar laugardaginn 8. maí – Þróttur tekur til í nærumhverfi sínu.

Með | Fréttir

Umhverfisdagur Þróttar 2021

Þróttur tekur til í nærumhverfi sínu.

UMHVERFISDAGUR UMF ÞRÓTTAR

Laugardagurinn 8. maí.

Stjórnarmenn, iðkendur, bæjarbúar og aðrir velunnarar félagsins koma saman og taka til í sýnu nærumhverfi.

Við gerum okkur svo glaðan dag og endum þetta með grilli sem hefst klukkan 12:00.

Dagskráin: 10:30 – 11:59

Mæting við Íþróttahúsið okkar fagra þar sem bæjarhjartað slær alla daga klukkan 10:29.

Verkefni dagsins: 

Týna rusl við íþróttamiðstöðina og knattspyrnusvæði. Fara yfir manir við knattspyrnusvæði og önnur tilfallandi verkefni.

Sjáumst hress á laugardaginn !

Marc Wilson leik­ur með Þrótti í sum­ar og verður í þjálf­arat­eym­inu.

Með | Fréttir

Marc Wil­son, fyrr­ver­andi landsliðsmaður Írlands og leikmaður í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu um ára­bil, er kom­inn til liðs við 2. deild­arlið Þrótt­ar í Vog­um, leik­ur með því í sum­ar og verður í þjálf­arat­eym­inu.

Wil­son er 33 ára gam­all og lék með Ports­mouth, Stoke, Bour­nemouth og WBA í úr­vals­deild­inni frá 2008 til 2017, alls 181 leik, og þá lék hann með Yeovil, Lut­on, Sund­erland og Bolt­on. Hann var síðast leikmaður Bolt­on í B-deild­inni tíma­bilið 2018-2019. Wil­son lék 25 A-lands­leiki fyr­ir Írland á ár­un­um 2011 til 2016.

Wil­son var sam­herji Her­manns Hreiðars­son­ar, þjálf­ara Þrótt­ar í Vog­um, á sín­um tíma, hann er með þessu m.a. að afla sér þjálf­ara­rétt­inda og verður með þeim Her­manni og Andy Pew í þjálf­arat­eymi liðsins.

Vogaþrek Þróttar verður í maí – Tökum á því fyrir sumarið !! Mánaðargjald 9.990 kr. – Árshátíð Vogaþreks fer fram 3. júní –

Með | Fréttir

Alhliða líkamsrækt fyrir fólk á besta aldri – Tímarnir fara fram í stóra sal í íþróttamiðstöð. Þjálfari er sem fyrr Daníel Fjeldsted.

Aldur: Fyrir alla!
Hvenær: Þriðjudögum og fimmtudögum kl. 6:15 – 07:00.
Verð: 9.990 KR.

Skráning: throtturvogum.is 


Laugardaginn 29. maí milli klukkan 10:15 til 11:15 verða meðlimir í Vogaþreki með opna æfingu og safnað verður fé til styrktar góðu málefni. „ALLIR VELKOMNIR“ 

Árshátíð Vogaþreks fer fram fimmtudaginn 3. júní.

Vogaþrek fer í sumarfrí 1. júní og hefst aftur 2. september. 

Fallnir úr bikar. Þróttur V. – Grótta Myndir

Með | Fréttir, Knattspyrna

Þróttur Vogum og Grótta áttust við á Vogaídýfuvellinum í dag og úr varð spennandi leikur.

Þróttur V 1-3 Grótta
0-1 Kjartan Kári Halldórsson (’17)
1-1 Ruben Lozano (’44, víti)
1-2 Pétur Theódór Árnason (’61)
1-3 Pétur Theódór Árnason (’87)
Rautt spjald: Andy Pew, Þróttur V. (’75)

Næsti leikur Þróttara verður á Rafholtsvellinum í Njarðvík föstudagskvöldið 6. maí þegar við heimsækjum heimamenn og hefst leikurinn klukkan 19:15. 
 
Allir á völlinn og áfram Þróttur !
Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar