Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2021

Þróttur hafði betur á móti ÍR – Myndaveisla

Með | Fréttir, Knattspyrna

Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar í Þrótti Vogum unnu sinn fyrsta leik í 2. deildinni í sumar þegar þeir fóru í heimsókn til ÍR á Hertzvöllinn í gærkvöldi.

Þróttarar voru á eldi í Breiðholtinu og þeir unnu að lokum 1-5 sigur gegn ÍR-ingum. Þróttarar höfðu gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum. ÍR hafði unnið fyrstu tvo leiki sína fyrir leikinn í kvöld.
Þakkir til ÍR fyrir leikinn og gaman að sjá þessa frábæru umgjörð í kringum leikinn. 
ÍR 1 – 5 Þróttur V.
0-1 Rubén Lozano Ibancos (‘6 , víti)
0-1 Axel Kári Vignisson (’25 , misnotað víti)
0-2 Patrik Hermannsson (’28 , sjálfsmark)
0-3 Viktor Smári Segatta (’65 )
0-4 Sigurður Gísli Snorrason (’68 )
1-4 Bragi Karl Bjarkason (’77 )
1-5 Rubén Lozano Ibancos (’84 )
Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

Þróttur V. – Fjarðabyggð Myndaveisla

Með | Fréttir, Knattspyrna

Myndir úr leik Þróttar og Fjarðabyggðar sem spilaður var 15. maí

Þróttur V. 1 – 1 Fjarðabyggð
1-0 Andrew James Pew(’23)
1-1 Vice Kendes(’79)
Jafntefli og Þrótturum refsað fyrir að nýta ekki tækifærin sem gáfust í leiknum.
Þökkum Fjarðabyggð fyrir leikinn og óskum þeim góðs gengis í sumar 👊
Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

.

Stór dósasöfnun – Sækjum dósir og flöskur heim að dyrum – Þriðjudaginn 25. maí milli klukkan 17:00 til 20:00 – Minnum á dósagám félagsins við íþróttasvæðið.

Með | Fréttir

Kæru bæjarbúar og aðrir velunnarar.

Þeir snillingar Reynir stjórnarliði og foreldri barna og Matti framkvæmdastjóri Þróttar ætla safna dósum þriðjudaginn 25. maí milli 17:00 til 20:00.

Við hvetjum fyrirtæki, bæjarbúa og alla alvöru Þróttara til að styðja við bakið á barnastarfið með þessum hætti.

Hægt að senda okkur tölvupóst á netfangið throttur@throttur.net eða í síma 892-6789 og við pikkum upp flöskurnar frá ykkur.

Yngriflokkarnir eru að fara á dýr sumarmót. Er markmið okkar að peningurinn renni til þeirra sem og önnur ómissandi verkefni hjá félaginu.



Sundnámskeið 24. maí-11.júní – Fyrir börn á leikskólaaldri.

Með | Fréttir

Námskeið frá 24.maí-11.júní.

Punktar: 

Hvað lengi og á hvaða dögum ? – 3 vikur, 2 tímar á viku, þriðjudaga og fimmtudaga = 6 tímar í heildina
– Elsti hópur í leikskóla (2015) kl: 17:00-17:40
– Næst elsti hópur í leikskóla (2016) kl: 17:45-18:15 (30 mín meira en nóg)
– MAX 10-12 í eldri hóp og MAX 8-10 í yngri – 

Okkar stórkostlega Sólrún Ósk Árnadóttir verður sem fyrr þjálfari. 

Skráning hefst á heimasíðu Þróttar 21. maí í gegnum nórakerfið. 

Verð 10.000 kr. 

Jako verður í íþróttamiðstöðinni Vogum 19. maí – Tilboðsdagur sama dag – Klæðum okkur í liti félagsins 2021 !

Með | Fréttir

Jako Sport á Íslandi verður í íþróttamiðstöðinni miðvikudaginn 19. maí.

Milli klukkan 17:00 & 19:00.

Beta og Jói ætla heimsækja frá Jako og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir þessa frábæru þjónustu. Það geta allir iðkendur og stuðningsmenn Þróttar gallað sig upp fyrir sumarið.

Það styttist í sumarmótin, því er tilvalið að nýta tækifærið og kaupa Þróttaravarning á tilboðsverði.

Frábær tilboð sem gilda eingöngu 19. maí.

Sjáumst hress !!!

 





Efldu barnið þitt – Fyrir forráðamenn iðkenda hjá Þrótti Vogum – Miðvikudaginn 19. maí kl. 20:00 Íþróttahús

Með | Fréttir

Miðvikudaginn 19. maí fer fram starfsdagur hjá Þrótti.

Foreldranámskeið „efldu barnið þitt“

Þar fer Bjarni yfir allt sem foreldrar geta gert til að efla börnin sín og mun koma sérstaklega inn á samskiptin og mikilvægi þess að hjálpa börnunum sínum að verða jákvæðir leiðtogar, og svo jákvæða sjálfsmynd, sjálfrækt, sjálfstraust, núvitund, og allt tengt árangri.

UMFÞ í samstarfi við foreldrafélag Þróttar stendur fyrir foreldrafræðslu þann 19. maí nk. Við hvetum alla forráðamenn og foreldra til að fjölmenna.

https://www.bjarnifritz.com/flugir-strkar

Umhverfisdagur Þróttar fór fram 8. maí –

Með | Fréttir

Yfir tíu manns tóku þátt í deginum sem var frábær. Eftir að búið var að fara yfir svæðin á starfssvæði félagsins, huga að gróðri, þrífa veggjakrot, sópa stéttir, hreinsa arfa og týna upp rusl var fólki boðið upp á pizzur að hætti formannsins ásamt gosi.

Það er okkar markmið að vel sé gengið um íþróttahúsið, keppnissvæði og nærumhverfi félagsins, þau séu snyrtileg og okkur til sóma. Viljum við því sýna gott fordæmi með því að vera í farabroddi að halda okkar nærumhverfi hreinu. Ennfremur viljum við beina þeim tilmælum til stuðningsmanna Þróttar og annarra velunnara sem koma og styðja við bakið á iðkendum og brýna jafnframt fyrir þeim að ganga ætíð vel um íþróttasvæðin „Hreint land fagurt land“.

Samstarfsaðilar okkar á Umhverfisdeginum eru: Sveitarfélagið Vogar umhverfisdeild (sá um ruslapoka og að farga því rusli sem safnaðist eftir tiltekt)

Myndir:

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í minningarsjóð Hróars – Tökum á móti umsóknum til 18. maí – Reglur sjóðsins

Með | Fréttir

Minningarsjóður Hróars

Úthlutunarreglur/Reglugerð

  1. grein

Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Hróars. Sjóðurinn er stofnaður í minningu Baldvins Hróars Jónssonar f. 24.apríl 1980, d.  9.júlí 2020.  Sjóðurinn skal að öllu leyti vinna samkvæmt skipulagsskrá sem aðalstjórn Ungmennafélagsins Þróttar, fulltrúi fjölskyldu Hróars og framkvæmdarstjóri Nesbúeggja  ehf. hefur staðfest. 

  1. grein

Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnaminni iðkendur til þátttöku í starfi barna- og unglingastarfs Þróttar. Minningarsjóður Hróars mun, eftir bestu getu, styrkja iðkendur um mótagjöld, ferðakostnað vegna keppnisferða og veita styrki til kaupa á æfingabúnaði, til að mynda á skóm og æfingafatnaði í tengslum við stærri mót.

  1. grein

Stjórn sjóðsins er á hverjum tíma skipuð þremur aðilum. Einn stjórnarmaður skal árlega tilnefndur af fjölskyldu Hróars. Annar skal vera formaður Þróttar  og sá þriðji skal vera starfandi framkvæmdastjóri Þróttar, sbr. Ákvæði 5. gr. skipulagsskrár. Gjaldkeri sjóðsins skal vera fulltrúi fjölskyldunnar.

  1. grein

Foreldrar, forráðamenn iðkenda og þjálfarar innan Þróttar geta sótt um styrk úr sjóðnum. Flokkar, hópar eða einstaklingar innan flokka félagsins geta sótt um styrki vegna stærri móta. Styrkir eru ekki veittir úr sjóðnum til reglubundinna móta (Íslandsmót, bikarkeppni, dagsmóta og þess háttar). Eingöngu til stærri móta og skal hver styrkur ekki vera hærri en 25.000 kr.

Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að meta umsóknir í samræmi við 4. gr. skipulagsskrár.

  1. grein

Veita skal styrki úr sjóðnum a.m.k. einu sinni á ári. Sjóðsstjórn getur þó metið það eftir þörfum og áskilur sér rétt til að veita úr sjóðnum allt að tvisvar sinnum á ári. Umsóknir skulu berast til framkvæmdastjóra UMFÞ í umslagi merktu Minningarsjóður Hróars. Umsóknir og önnur gögn varðandi umsóknir skulu meðhöndluð sem trúnaðarmál. Sjóðsstjórn ber að svara öllum umsóknum með formlegum hætti.

  1. grein

Styrkir til einstaklinga vegna sérstakra aðstæðna geta tekið yfir æfingagjöld og annan kostnað við þátttöku í íþróttinni. Styrkir vegna ferðakostnaðar miðast við almennan kostnað (flugmiða, rútuferðir og gistingu), við þátttöku í móti eða annan kostnað sem til fellur vegna æfinga- eða keppnisferðar.

Styrkir vegna starfsemi yngri flokka eru ekki veittir til launakostnaðar.

 

  1. grein

Styrkir verða greiddir út í síðasta lagi tveimur vikum eftir úthlutun.

  1. grein

Úthlutunarreglur þessar skal endurskoða árlega og vera samþykktar af aðalstjórn UMFÞ.

 

Skipulagsskrá fyrir  Minningarsjóð Hróars

  1. grein.

Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Hróars. Hann er rekinn undir merkjum Ungmennafélagsins Þróttar, heimilsfangið er Hafnargata, 190 Vogum og kennitala félagsins er 640289-2529, sér bók skal stofnuð fyrir sjóðinn og gjaldkeri sjóðsins hafa prókúru á reikninginn og sjá um geiðslur til UMFÞ eftir úthlutanir.  Stofnendur sjóðsins eru Marteinn Ægisson, kt. 200379-3499, Petra Ruth Rúnarsd. og Nesbúegg kt. 711203-2140.

  1. grein.

Stofnfé sjóðsins er sjálfsaflafé frá Nesbúeggjum sem nemur 150.000 kr. Sá afgangur sem árlega kann að standa eftir hverja úthlutun skal vera áfram inná reikningi Minningarsjóðs Hróars.

  1. grein

Tekjur sjóðsins eru fyrst og fremst gjafafé þeirra sem vilja leggja sjóðnum lið á hverju ári. Styrkur frá Nesbúeggjum. (150.000 kr. á ári) sem endurskoðast af framkvæmdastjóra Nesbúeggja efh. árlega. Aðalstjórn UMFÞ leggur til 70.000 kr. af árlegum lottógreiðslum inná reikning sjóðsins á hverju ári. Reikningsár sjóðsins skal vera almanaksár. Fyrsta reikningstímabil sjóðsins er 2021.

  1. grein.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnaminni iðkendur til þátttöku í starfi barna- og unglingastarfs Þróttar. Minningarsjóður Hróars mun, eftir bestu getu, styrkja iðkendur um æfingagjöld, ferðakostnað vegna keppnisferða og veita styrki til kaupa á æfingabúnaði, til að mynda skóm og æfingafatnaði. Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til þess að meta umsóknir eftir þörfum.

  1. grein.

Stjórn sjóðsins er á hverjum tíma skipuð þremur aðilum og skal meirihluti stjórnar ráða um ákvarðanir hennar hverju sinni. Einn stjórnarmaður skal árlega tilnefndur af fjölskyldu Hróars.  Annar stjórnarmaður skal vera formaður UMFÞ.  og sá þriðji skal vera starfandi framkvæmdastjóri UMFÞ. Stjórnarmenn þiggja ekki þóknun fyrir störf sín.

  1. grein.

Stjórn sjóðsins skal skila inn stöðu sjóðsins fyrir aðalfund UMFÞ sem haldin er í febrúar ár hvert ásamt yfirliti til Nesbúeggja ehf.

7.gr.

Verði sjóðurinn lagður niður skal fé hans renna til umgmennastarfs UMFÞ.

 

Vogar, 11. janúar 2021

F.h. UMFÞ

Marteinn Ægisson og Petra. Ruth Rúnarsdóttir. 

Frábær stuðningur áhorfenda í kvöld – Jafntefli á móti Njarðvík í fyrsta leik – Myndir

Með | Fréttir

Njarðvík og Þróttur V. gerðu 3-3 jafntefli í fyrstu umferð í 2. deild karla í kvöld.

Þökkum Njarðvíkingum fyrir leikinn og frábært að sjá umgjörðina í kringum knattspyrnudeild UMFN og ástríðu stjórnarmanna í garð félagsins.

Miklar þakkir til stuðningsfólks okkar sem lét vel í sér heyra og skilaði tveimur mörkum í lokin.

Kenneth Hogg kom Njarðvík yfir á 17. mínútu leiksins eftir hornspyrnu. Marc McAusland var nálægt því að bæta við öðru þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en skalli hans fór í stöng.

Zoran Plazonic gerði annað mark fyrir heimamenn á 63. mínútu en hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Rafal Stefán Daníelsson í markinu. Ragnar Þór Gunnarsson minnkaði muninn fyrir Þróttara þegar fimmtán mínútur voru eftir en þeir voru skotnir aftur niður þremur mínútum síðar er Hogg gerði annað mark sitt í leiknum.

Þróttarar neituðu hins vegar að gefast upp. Rubén Lozano Ibancos minnkaði muninn þegar fimm mínútur voru eftir og á 88. mínútu kom jöfnunarmarkið. Sigurður Gísli Snorrason átti aukaspyrnu á Hubert Rafal Kotus sem skallaði boltann í netið.

Lokatölur 3-3 í hörkuleik í Njarðvík.

Njarðvík 3 – 3 Þróttur V.

1-0 Kenneth Hogg (’17 )
2-0 Zoran Plazonic (’63 )
2-1 Ragnar Þór Gunnarsson (’75 )
3-1 Kenneth Hogg (’78 )
3-2 Rubén Lozano Ibancos (’85 )
3-3 Hubert Rafal Kotus (’88 )

Myndir sem fyrr: Guðmann R. Lúðvíksson.

 

Umhverfisdagur Þróttar laugardaginn 8. maí – Þróttur tekur til í nærumhverfi sínu.

Með | Fréttir

Umhverfisdagur Þróttar 2021

Þróttur tekur til í nærumhverfi sínu.

UMHVERFISDAGUR UMF ÞRÓTTAR

Laugardagurinn 8. maí.

Stjórnarmenn, iðkendur, bæjarbúar og aðrir velunnarar félagsins koma saman og taka til í sýnu nærumhverfi.

Við gerum okkur svo glaðan dag og endum þetta með grilli sem hefst klukkan 12:00.

Dagskráin: 10:30 – 11:59

Mæting við Íþróttahúsið okkar fagra þar sem bæjarhjartað slær alla daga klukkan 10:29.

Verkefni dagsins: 

Týna rusl við íþróttamiðstöðina og knattspyrnusvæði. Fara yfir manir við knattspyrnusvæði og önnur tilfallandi verkefni.

Sjáumst hress á laugardaginn !