Mánaðarlega Skjalasafn

apríl 2021

Viltu hjálpa okkur að fjölga skiltum og styrktaraðilum ?

Með | Fréttir

Kæru bæjarbúar, fyrirtæki á svæðinu og aðrir Þróttarar.

Rekstrarskilyrði íþróttafélaga hefur breyst í miðjum heimsfaraldri. Ef fram heldur sem horfir er hætt við að rekstur þeirra verði mjög þungur á næstu mánuðum.
Erfiðleikarnir skýrast af verulega breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu af völdum heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Því óskum við eftir samstöðu og aðstoð bæjarbúa við að selja skilti á Vogaídýfuvöllinn áður en keppnistímabilið hefst í maí.

Það eykur líkurnar á að börn og ungmenni haldi áfram að sækja skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf, tryggir heilbrigðan lífsstíl þeirra og veitir þeim tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði sín sem og áframhaldandi uppgang meistaraflokks.

ÁFRAM ÞRÓTTUR !! 

Sími skrifstofu er 892-6789 og netfangið throttur@throttur.net fyrir frekari upplýsingar. 

Íþróttastarf hefst aftur á morgun, 15. apríl – Við höfum fylgt reglum – Við sjáum ljósið !

Með | Fréttir

Frábærar fréttir bárust í gær að íþróttastarf geti hafist aftur á fimmtudaginn. Við bjóðum alla okkar iðkendur velkomna aftur og hvetjum jafnframt áhugasama til þess að prófa að mæta á æfingar. Það kostar ekkert að prófa. Það finna allir eitthvað við sitt hæfi hjá Þrótti Vogum. 

Æfingataflan sem var í gildi þann 24. mars sl. tekur því aftur gildi frá og með 15. apríl. 

Vogaþrek Þróttar getur því farið aftur á stað sem og íþróttaskóli barna. 

Stjórnarráðið | COVID-19: Tilslakanir á samkomutakmörkunum og í skólastarfi frá 15. apríl (stjornarradid.is)

Breytingarnar í hnotskurn:

Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns.
Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk annarra skilyrða.
Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi.


Höldum í bjartsýnina, virðum sóttvarnir og stöndum vaktina, eftir sem áður.

ÓGREITT ÆFINGAGJÖLD!!!

Með | Fréttir

Þróttur vill hvetja þá sem eiga eftir að ganga frá æfingagjöldum að ganga frá greiðslu.

Ef einhverjar spurningar vakna er alltaf hægt að hafa samband við framkvæmdastjóra í síma 892-6789 eða senda tölvupóst á throttur@throttur.net.

Greiða þarf elsta greiðsluseðil.

Iðkandi hættir:

Starfsáriðið er eftirfarandi: Knattspyrna: 16. október til 15. september. Sund: 1. september til 31. maí. Júdó: 1. september til 31. maí.

Forráðamaður þarf að láta skrifstofu vita fyrir mánaðarmót að iðkandi hyggist hætta að æfa.

Æfingar í barna og unglingastarfi UMFÞ hefjast í dag fimmtudaginn 8. apríl

Með | Fréttir

Þjálfarar hafa unnið algjört þrekvirki undanfarna tvo daga við að teikna upp starfið til 16. apríl og eiga hrós skilið. Við sama tilefni hafa þjálfarar uppfært allar áætlanir og því biðjum við forráðamenn að fylgjast vel með öllum tilkynningum inná Sportabler og hópsíðum sinna iðkenda.

Athygli er vakin á því að á öllum æfingum til 16. apríl verða ekki fleiri en 10 manns, áhersla verður lögð á 2 metra á milli og ekki verður notaður sameiginlegur búnaður.

Æfingar í barna og unglingastarfi UMFÞ hefjast á morgun fimmtudaginn 8. apríl og verða með eftirfarandi hætti til 16. apríl – Forráðamenn eru beðnir að fylgjast með skilaboðum frá þjálfurum.

Með | Fréttir

Athygli er vakin á því að á öllum æfingum til 16. apríl verða ekki fleiri en 10 manns, áhersla verður lögð á 2 metra á milli og ekki verður notaður sameiginlegur búnaður. 

„Samkvæmt reglugerð nr. 321, 5. grein Íþróttir, þar með taldar æfingar og keppnir, barna og fullorðinna, hvort sem er innan- eða utandyra, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra milli einstaklinga eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar.“Það er því heimilt að vera með æfingar ef þau viðmið eru virt sem fram koma í reglugerðinni, þ.e. fjöldi takmarkast við 10 í sótthólfi, 2 metra reglan virt, enginn sameiginlegur búnaður.“

(Frá ÍSÍ) Æfingar félaga:Á fundi ÍSÍ og sérsambanda fyrr í dag kom fram að miðað við reglugerð heilbrigðisráðherra eru æfingar heimilar svo fremi sem ákvæði um nándarmörk (2m), hámarksfjölda (hámark 10 í hverju sótthólfi) og um engan sameiginleg búnað/snertifleti séu virt. Rétt er að árétta að miðað við svör ráðuneytisins er bolti sameiginlegur búnaður og því er ekki heimilt að nota sameiginlegan bolta eins og staðan er núna.Styrktarþjálfun í eigin sal er heimil ef þau ákvæði sem hér eru nefnd að framan eru virt.

Ungmennafélagið Þróttur sendi Sveitarfélaginu Vogum erindi varðandi aðgengi að íþróttamannvirkjum. Erum að bíða eftir svari, okkur þykir líklegt að heimildin verði fyrst og fremst nýtt fyrir eldri iðkendur.

Af þeim sökum munu æfingar fara fram í Aragerði, Skólalóðinni, Sparkvelli og á öðrum grænum svæðum í Vogum hjá yngri flokkum þangað til annað kemur í ljós.  Eingöngu skráðir iðkendur í Nóra hafa heimild til að mæta á æfingar og ekki verður hægt að prófa æfingar hjá félaginu í apríl.

Við hjá Þrótti búum svo vel að það eru færri en 10 iðkendur í öllum flokkum. Allir flokkar í öllum greinum æfa einu sinni til tvisvar í viku til 16. apríl.

Þjálfarar félagsins senda forráðamönnum skipulagið í kvöld og því biðjum við forráðamenn að fylgjast vel með öllum tilkynningum inná Sportabler. Verklagið verður endurskoðað í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda þann 15. apríl.  Þar sem foreldrar þurfa fylgja iðkendum í íþróttaskóla barna á laugardögum verður ekki hægt að byrja með íþróttaskólann. Vogaþrek Þróttar verður áfram í hléi.

Æfingatímar verða 40 til 50 mín langir, búningsklefar eru bannaðir og því verða iðkendur að mæta tilbúnir til leiks. Iðkendur í sundi og júdó eru að fara mæta í almenna hreyfingu hjá sínum þjálfurum. Þjálfarar taka á móti iðkendum við anddyri íþróttamiðstöðvar þar sem æfingar fara fram utandyra. Muna klæða sig eftir veðri.

 

Félagsgjald fyrir 2021 – Stöndum nú saman öll sem eitt og eflum félagið okkar-því án stuðnings bæjarbúa getur félagið ekki vaxið.

Með | Fréttir

Nú hefur félagsmönnum UMFÞ borist greiðsluseðill vegna félagsgjalda fyrir árið 2021 í heimabanka og í samræmi við ákvörðun aðalfundar sem fram fór í febrúar verður félagsgjaldið 2000 kr.  og er VALGREIÐSLA!!

Þeir Þróttarar sem eru ekki skráðir í félagið og vilja engu að síður styrkja félagið með þessum hætti er bent á reikningsnúmer félagsins 157-05-410050 og kennitala er 640289-2529.

Það eru í kringum hundrað félagsmenn sem greiða gjaldið á hverju ári og er það ómetanlegt fyrir lítið félag eins og Ungmennafélagið Þrótt Vogum.

 

Tilkynning. Starfsdagur í dag hjá UMFÞ – ÍSÍ hefur staðfest að það sé reglugerðin sem gildir og því er heimilt að æfa með þeim viðmiðunum sem gilda.

Með | Fréttir

Ágætu viðtakendur.

Varðandi æfingar barna á leik- og grunnskólaaldri og í framhaldi af auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins sem birtist í síðustu viku, fimmtudag um skólastarf eftir páska.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/03/31/COVID-19-Skolastarf-eftir-paska/

ÍSÍ hefur staðfest að það sé reglugerðin sem gildir og því er heimilt að æfa með þeim viðmiðunum sem þar eru, þ.e. hámarksfjöldi í hóp er 10 manns, 2 metra reglan gildir (æfingar án snertinga) og að ekki sé heimilt að nota sameiginlegan búnað (bolta eða annað).

Í auglýsingunni sem birtist kom fram:

„Áréttað er að íþróttir barna á leik- og grunnskólaaldri utan skóla eru óheimilar samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum.“

Það er starfsdagur hjá UMFÞ í dag. Stjórn og þjálfarar munu í kvöld eða snemm í fyrramálið birta með hvaða hætti starfið verður til 15. apríl nk. 

Biðjum forráðamenn að fylgjast vel með öllum tilkynningum varðandi framhaldið.

 

 

Skóflustunga tekin í dag að nýju félagsheimili Þróttar og flóðlýstum gervigrasvelli – ATH: Aprílgabb

Með | Fréttir

Ungir iðkendur Þróttar munu taka  skóflustungu að nýrri félagsaðstöðu og gervigrasvelli í fullri stærð á félagssvæði Þróttar í dag klukkan 11:00.

Félagsaðstaðan mun hýsa búningsklefa fyrir knattspyrnusvæði, aðstöðu fyrir vallargesti, skrifstofur og veislusali.

Þá mun nýr knattspyrnuvöllur, lagður gervigrasi og í fullri stærð, einnig rísa á svæði Þróttara. Gengið hefur verið frá samningi við Íslenska aðalverktaka hf. um byggingu hússins og knattspyrnuvallarins. Stefnt er að því að húsið verði tilbúið til notkunar í byrjun næst árs en knattspyrnuvöllurinn strax í haust.

Á fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga þann 7. október sl. var erindi Þróttar um bætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar tekið fyrir og sent til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar.

Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er áætlaður undir hálfum milljarði króna og hefur Sveitarfélagið Vogar fengið úthlutað styrk úr Mannvirkjasjóði KSÍ auk þess að Ríkissjóður mun kosta hluta framkvæmdanna sem lið í atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum í kjölfar þess aukna atvinnuleysis sem ríkir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins.

Þróttur býður öllum Þrótturum og öðrum bæjarbúum að vera viðstaddir athöfnina sem hefst stundvíslega kl. 11:00. Búið er að útbúa fimmtán sóttvarnarhólf við knattspyrnusvæðið og eru allir gestir beðnir að halda sig í sínum hólfum.

Að athöfn lokinni verður boðið upp á léttar veitingar í öllum sóttvarnarhólfum.

Gestir frá Sveitarfélaginu Vogum, UMFÍ og KSÍ verða á svæðinu.