Mánaðarlega Skjalasafn

mars 2021

Vinningshafar í páskaeggjahappdrætti Þróttar 2021 – Þökkum öllum bæjarbúum fyrir stuðninginn og frábært kvöld.

Með | Fréttir

Árlegt páskabingó Þróttar fór fram í kvöld. Vegna heimsfaraldar þurfti að skipta yfir í páskaeggjahappdrætti.

Stjórn Þróttar þakkar öllu því frábæra fólki sem styrkti félagið með þessum hætti og tók þátt í gleðinni. Hægt verður að nálgast vinninga til klukkan 22:00 í kvöld. Einnig verður hægt að sækja vinninga fimmtudaginn 1. apríl milli klukkan 11:30-12:00. 

 

 1. 97
 2. 40
 3. 403
 4. 302
 5. 293
 6. 86
 7. 261
 8. 151
 9. 361
 10. 36
 11. 352
 12. 66
 13. 408
 14. 78
 15. 11
 16. 517
 17. 298
 18. 306
 19. 392 „Síðasta egg fyrir hlé“
 20. 355
 21. 58
 22. 2
 23. 190
 24. 325
 25. 169
 26. 146
 27. 500
 28. 522
 29. 171
 30. 387
 31. 458
 32. 359
 33. 321
 34. 370
 35. 409
 36. 155
 37. 191
 38. 240
 39. 516

Páskabingó Þróttar verður með rafrænum hætti þetta árið ! ALVÖRU FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Í BEINNI!

Með | Fréttir

Eins og allir vita þá er páskabingó Þróttar mikilvægasta fjáröflun félagsins á hverju ári og árleg hefð fjölskyldum í Vogum.

Þar sem félagið festi kaup á fjölmörgum eggjum og til að koma í veg fyrir fjárhagslegt tjón þá ætlum við að vera með 40 til 60 mín skemmtun miðvikudagskvöldið 31. mars.

Páskabingó Þróttar verður með rafrænum hætti þetta árið !
ALVÖRU FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Í BEINNI!

• Páskaeggjahappdrætti Þróttar fer fram miðvikudaginn 31. mars í beinni útsendingu á facebooksíðu Þróttar og hefst klukkan 20:00
• Bæjarbúar sem eru ekki með facebooksíðu geta líka tekið þátt með því að fara inná heimasíðu UMFÞ
• Frábær fjölskylduskemmtun og fjölmargir vinningar
• Stjórnarliðar ganga í hús og selja miða mánudaginn 29. mars
• www.throtturvogum.is ALLAR UPPLÝSINGAR!

Tökum þátt og styrkjum gott málefni! #fyrirVoga


Æfinga- og keppnisbann næstu þrjár vikur – Sama gildir um aðra félagslega viðburði á vegum UMFÞ.

Með | Fréttir

Tilkynnt hefur verið um hertar sóttvarnarreglur sem taka gildi á miðnætti 24. mars og gilda í 3 vikur. Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar.

Allar skipulagðar æfingar hjá Ungmennafélagi Þróttar munu því liggja niðri næstu þrjár vikurnar eða þar til annað kemur í ljós.

Af vef Stjórnarráðsins:

Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin. Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað þar til páskafrí tekur við. Margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan reglu um 10 manna fjöldatakmörkun verður stöðvuð. Ákvörðun heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir byggist á tillögum sóttvarnalæknis um að grípa tafarlaust til ráðstafana vegna hópsýkinga innanlands að undanförnu til að sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Hertar reglur munu gilda í 3 vikur.

Nándarregla verður áfram 2 metrar og reglur um grímuskyldu óbreyttar. Sem fyrr verða börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu en falla undir fjölda- og nálægðartakmarkanir. Börn í leikskólum eru undanþegin 2 metra reglunni og fjöldatakmörkunum.

Á meðal reglna sem taka gildi á miðnætti 24. mars (af vef Stjórnarráðsins):

Almennar fjöldatakmarkanir 10 manns og ná til allra sem fæddir eru 2014 eða fyrr.
Sund- og baðstaðir lokaðir.
Heilsu- og líkamsræktarstöðvar lokaðar.
Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/03/24/COVID-19-Storhertar-sottvarnaadgerdir-taka-gildi-a-midnaetti-fjoldatakmork-10-manns/

Iðkendur Þróttar eru í fjáröflun fyrir komandi mót – Flatbökur – Ruslapokar – Páskaegg – Hvetjum alla Vogabúa og fyrirtæki til að taka þátt í söfnun og styðja við bakið á þeim fyrir komandi sumar.

Með | Fréttir

Foreldrafélag Þróttar stendur fyrir söfnun og verður gengið í hús á fimmtudaginn. Þar geta bæjarbúar pantað vörur af okkar iðkendum og um leið styrkt iðkendur til þátttöku á mótum ársins.

Tótu flatkökur 10 stk í pakka 1500 kr. 

Sorppokar 3000 kr. 

Smá rísegg frá Freyju 12 í pakka 2500 kr. 

Pokapakki 3000 kr. 

Þetta er gríðarlega mikilvæg fjáröflun til að auðvelda okkar iðkendum þátttöku kostnaðarsömum mótum. Fyrirtækjum er velkomið að setja sig í samband við foreldrafélagið til að kaupa vörur og við komum vörunum á leiðarenda.

THROTTUR@THROTTUR.NET

Foreldrafélagið verður með kleinusölu í apríl og ekki má gleyma EUROVISION 2021 PARTY PAKKANUM SEM FER Í SÖLU Í MAÍ!!!