Mánaðarlega Skjalasafn

október 2020

Íþróttastarf leggst af- í bili

Með | Fréttir
Allt íþróttastarf Ungmennafélags Þróttar mun leggjast af næstu 2-3 vikurnar eða til 17. nóvember, samkvæmt nýjum hertum sóttvarnaráðstöfunum sem tóku gildi á miðnætti. Til viðbótar þrengjast fjöldatakmarkanir úr 20 manns í 10. Einungis börn fædd 2015 og yngri eru undanþegin 2 metra reglu og grímuskyldu.
Samkvæmt hertum aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem tilkynnt var í gær verður gert hlé á öllu íþróttastarfi frá og með 31. október og til 17.nóvember. Félagið og þjálfarar félagsins munu svo gefa út frekari upplýsingar til sinna iðkenda um fjaræfingar í næstu viku sem við getum haldið úti. Okkur finnst mikilvægt að hjálpast að við að vera jákvæð og að iðkendur haldi áfram að æfa sig á  fjarformi og komi sterkir til leiks þegar æfingar geta hafist aftur.

Þetta er mikið högg fyrir okkar iðkendur að komast ekki á æfingar en líkt og í vor ætlar félagið að reyna að senda heimaæfingar til okkar iðkenda til að halda við efnið næstu vikurnar.

Við skorum á alla að hjálpast að og huga vel að sér bæði líkamlega og andlega, hugsa vel um persónulegar sóttvarnir og fara eftir tilmælum.

Áfram Þróttur.

Starf UMFÞ í dag – Tökum á móti ábendingum – Félagskaffi – Getraunakaffi – Vogaþrek – Unglingahreysti – Íþróttaskóli barna – Boltaskóli Þróttar – Knattspyrna – Júdó – Sund – Blak – Körfubolti – Hreyfivika Sveitarfélagsins Voga – Viðburðir – Skrifstofa UMFÞ. 

Með | Fréttir

Staðan 30. október 

Þessi upplýsingapóstur ætti að svara spurningum félagsmanna

Félagið fer eftir öllum þeim tilmælum og reglugerðum sem koma frá heilbrigðisyfirvöldum og íþróttayfirvöldum. Einnig hafa sérsambönd innan ÍSÍ búið til aðgerðaáætlanir sem hægt er að kynna sér á heimasíðu viðeigandi sérsambands, sem fyrr hvetjum við alla til að fylgast vel með heimasíðum ÍSÍ og UMFÍ sem halda vel utan um þær reglur sem eru í gildi hverju sinni. Einnig hvetjum við alla félagsmenn til að fylgjast vel með heimasíðu Þróttar þar sem hlutirnir geta breyst með skömmum fyrirvara og haft áhrif á viðburði/æfingar. 

Von er á harðari aðgerðum frá heilbrigðisyfirvöldum í dag „föstudag 30 okt.“. Við munum reyna eftir fremsta megni að að halda okkar fólki vel upplýstu, því það er nokkuð ljóst að þær aðgerðir hafa áhrif á starfsemi félagsins næstu tvær vikurnar. 

Stjórn félagsins fundar eftir helgi. Tökum fagnandi á móti öllum ábendingum sem geta mögulega bætt lýðheilsu bæjarbúa. throttur@throttur.net

Félagskaffi – Getraunakaffi – Vogaþrek – Unglingahreysti – Íþróttaskóli barna – Boltaskóli Þróttar – Knattspyrna – Júdó – Sund – Blak – Körfubolti – Hreyfivika Sveitarfélagsins Voga – Viðburðir á vegum félagsins – Skrifstofa UMFÞ í íþróttamiðstöð. 

Barna og unglingastarf Þróttar: Öll starfsemi og aðrar íþróttagreinar fyrir börn og unglinga sem fædd eru 2005 og síðar er óbreytt með þó áherslu á smitvarnir. Foreldrar, vinsamlegast ekki koma inn í Vogabæjarhöllina þegar verið er að skutla eða sækja börn á æfingar. Æfingar í Knattspyrnu sundi, unglingahreysti og júdó hafa haldið sér síðustu vikurnar. 

Boltaskóli Þróttar fyrir börn á leikskólaaldri fór ekki á stað í október eins og til stóð vegna Covid þar sem foreldrar þurfa fylgja börnunum með á æfingar. Íþróttaskóli barna fyrir börn á leikskólaaldri fór í hlé 7. október sl. að beiðni aðgerðastjórnar Voga. Þegar æfingar geta hafist að nýju fyrir leikskólabörnin þá er mikiðvægt að foreldra kynni sér þær reglur sem verða í gildi. Aðeins eitt foreldri með hverju barni og fullorðnir beri grími í íþróttasal ásamt þjálfara. 

Vogaþrek Þróttar hefur ekki farið fram frá því um síðustu mánaðarmót vegna hertra aðgerða. Daníel þjálfari hefur engu að síður verið að senda iðkndum heimaæfingar af og til. 

Meistaraflokkur Þróttar í knattspyrnu: Æfingar hafa verið í gangi í samræmi við reglur og tilmæli yfirvalda. ÍSÍ og KSÍ hafa sent leiðarvísi hvernig æfingum skal háttað í miðjum kórónufaraldri og hefur félagið farið eftir því í hvívetna. 

Meistaraflokkar í blaki: Þrátt fyrir að heimilt hafi verið að æfa utan höfuðborgarsvæðis og æfingar meistaraflokka heimilaðar yfir allt landið frá og með 21. október sl. Þá hafa engar æfingar farið fram hjá meistaraflokki Þróttar í blaki vegna harðari aðgerða aðgerðastjórnar Voga. Þegar æfingar geta hafist að nýju þá verður félagið reiðbúið til að æfa í samræmi við reglur og tilmæli yfirvalda. ÍSÍ og Blaksamband Íslands hafa sent leiðarvísi hvernig æfingum skal háttað í miðjum kórónufaraldri. 

Meistaraflokkur í körfubolta: Þrátt fyrir að heimilt hafi verið að æfa utan höfuðborgarsvæðis og æfingar meistaraflokka heimilaðar yfir allt landið frá og með 21. október sl. Þá hafa engar æfingar farið fram hjá meistaraflokki Þróttar í körfubolta vegna hertra aðgerða aðgerðastjórnar Voga. Þegar æfingar geta hafist að nýju þá verður félagið reiðbúið til að æfa í samræmi við reglur og tilmæli yfirvalda. ÍSÍ og KKÍ hafa sent leiðarvísi hvernig æfingum skal háttað í miðjum kórónufaraldri.

Hreyfivika Sveitarfélagsins Voga sem átti að fara fram í byrjun október var frestað ásamt æfingum oldboys í knattspyrnu. 

Þar sem að 40 manns taka þátt í félagskaffi Þróttar hefur verið gert tímabundið hlé. Getraunastarfið fer fram með breyttum áherslum, þátttakendur senda raðirnar til tippstjóra. 

Skrifstofan félagsins er opin félagsmönnum í síma alla daga. Ef það þarf að hitta framkvæmdastjóra Þróttar á skrifstofutíma þarf að hringja og panta viðtal í síma 892-6789 milli klukkan 9:00 og 17:00. 

Stjórn, þjálfarar og sjálfboðaliðar félagsins sem sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið er heimilt að sinna sínum störfum í félagsaðstöðu og æfingaaðstöðu svo framarlega sem farið er eftir öllum sóttvarnarreglum sem eru í gildi. 

Félagið hefur verið að skipuleggja eftirfarandi viðburði sl. vikurnar lokahóf meistaraflokks í knattspyrnu, lokahóf getraunadeildar, kótilettukvöld Skyggnis og Þróttar, sjálfboðaliðadaginn 5. desember, hreyfiviku Sveitarfélagsins Voga, heimaleiki meistaraflokka og margt fleira. Það er allt óljóst hvað er framundan og hvort viðburðir fari fram yfir höfuð. 

Reglugerðin sem kveður á um íþróttastarf í dag – Hvernig er æfingum háttað hjá Þrótti til 27. okt nk. „UPPFÆRT 27. OKT“

Með | Fréttir

(Aðgerðastjórn Voga fundaði í gær og ákvað á fundi sínum „26. okt“ ÓBREYTT STAÐA til 29. OKT“)

Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist til Þróttar varðandi æfingar næstu daga. Þessi upplýsingapóstur ætti að svara spurningum iðkenda og forráðamanna.

Félagið hefur fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi æfingahald og til að reyna koma í veg fyrir rugling/misskilning þá tókum við saman helstu þætti. Vogar er hluti af svæðinu utan höfuðborgarsvæðis.

Félagið fer eftir öllum þeim tilmælum og reglugerðum sem koma frá heilbrigðisyfirvöldum og íþróttayfirvöldum.

Einnig er starfandi aðgerðastjórn í Vogum sem tekur ákvarðanir og ber félaginu skylda að fara eftir þeim ákvörðunum sem aðgerðastjórn tekur hverju sinni. Þær áherslur geta verið aðrar en þau tilmæli/reglur sem eru í gildi hjá heilbrigðisyfirvöldum.

Því er mikiðvægt að iðkendur og forráðamenn kynni sér vel þær reglur sem eru í gildi hverju sinni.

Í yfirlýsingu frá Íþróttamiðstöðinni Vogum í gærkvöld kom eftirfarandi fram „Ákveðið hefur verið að viðhafa áfram óbreytt ástand, þ.m.t. að íþróttamiðstöðin verði áfram lokuð nema fyrir skipulagða starfsemi barna fædd 2005 eða síðar“, ákvörðunin verði endurmetin eftir viku, mánudaginn 26. október.

Reglugerðin sem kveður á um íþróttastarf er eftirfarandi:

Íþróttir og keppnir utan höfuðborgarsvæðis:

  • Þrátt fyrir 2 metra nálægðartakmörk eru snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en virða skal 2 metra regluna í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Þrátt fyrir 20 manna fjöldatakmörk er allt að 50 einstaklingum heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ. Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum.
  • Íþrótta og heilsuræktarstarfsemi: Heimilt er með skilyrðum að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil.

Börn fædd 2005 og síðar:

  • Íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og tómstundir barna sem eru fædd 2005 og síðar er  heimil.

Nánar

Reglugerðir Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir voru birtar í Stjórnartíðindum. Annars vegar er ný reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og hins vegar breyting á reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna farsóttar. Reglugerðirnar eru meðfylgjandi.

Heilbrigðisráðuneytið birti tilkynningu síðastliðinn föstudag þar sem gerð var grein fyrir meginefni áformaðra breytinga á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi næstkomandi þriðjudag en með þeim fyrirvara að nákvæm útfærsla einstakra þátta yrði skýrð með reglugerð. Við smíði reglugerðarinnar voru höfð að leiðarljósi þau meginsjónarmið sóttvarnaráðstafana að gætt sé því að fólk haldi fjarlægð sín á milli, komi ekki saman í stórum hópum og deili ekki sameiginlegum snertiflötum nema þeir séu sótthreinsaðir á milli einstaklinga. Jafnframt eru lýðheilsusjónarmið lögð til grundvallar með áherslu á að sem flestir geti stundað íþróttir og heilsurækt í einhverjum mæli.

Vakin er athygli á 5. gr. meðfylgjandi reglugerðar um takmarkanir á samkomum varðandi útfærslu á nálægðartakmörkun í íþróttum o.fl. og bráðabirgðaákvæði reglugerðarinnar sem kveður á um strangari takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en gilda á landsvísu.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar inná heimasíðum UMFÍ og ÍSÍ!

 

Starfsemi Þróttar næstu tvær vikur – Verður endurskoðað mánudaginn 27. október.

Öll starfsemi og aðrar íþróttagreinar fyrir börn og unglinga sem fædd eru 2005 og síðar verður óbreytt með þó áherslu á smitvarnir. Foreldrar, vinsamlegast ekki koma inn í Vogabæjarhöllina/íþróttamiðstöð þegar verið er að skutla eða sækja börn á æfingar.

Það liggur fyrir að sameiginleg æfing hjá UMFÞ & UMFN í jódó á föstudögum falla niður og verður endurskoðað 10. nóvember.

Knattspyrna, sund og júdó í barna og unglingastarfinu verður með eðlilegum hætti. Unglingahreysti verður áfram með eðlilegum hætti. 

Íþróttaskóli barna á laugardögum. Erum að bíða frekari tilmæla frá aðgerðastjórn Voga vegna yfirlýsingar íþróttamiðstöðvar frá því í gærkvöldi þar sem fram kemur að allt sé lokað nema fyrir skipulagða starfsemi barna fædd 2005 eða síðar.

Félagskaffi Þróttar á laugardögum. Anna og Guðrún tippstjórar taka á móti röðunum í gegnum 1×2@throttur.net. Einnig hægt að hringja í Guðrúnu 868-9548.

Meistaraflokkar Þróttar í boltagreinunum: Er heimilt að halda áfram að æfa samkvæmt tilmælum yfirvalda.

Oldboys í knattspyrnu er ekki heimilt að halda áfram. Endurskoðað 3. nóv.

Vogaþrek Þróttar er ekki heimilt að halda áfram. Endurskoðað 27. okt.

Orðsending frá stjórn félagsins: Förum varlega, förum eftir öllum þeim tilmælum sem yfirvöld setja okkur. Biðlað hefur verið til þjálfara að hvetja iðkendur til handþvottar fyrir og eftir æfingar. Halda foreldrum upplýstum varðandi æfingatíma.

Félagið hefur lagt ríka áherslu á að farið sé eftir öllum þeim tilmælum heilbrigðisyfirvalda sem hafa verið sett hverju sinni og allir sem koma að starfsemi félagsins fylgi þeim tilmælum. Hlutirnir eru fljótir að breytast og við biðjum alla iðkendur/forráðamenn að sýna biðlund næstu vikurnar í ljósi aðstæðna og fylgjast vel með heimasíðu félagsins.

Hermann áfram í Vogum

Með | Fréttir, UMFÞ

Hermann áfram í Vogum

• Frágengið að Hermann Hreiðarsson verður áfram við stjórnvölinn hjá Þrótti Vogum 2021.

Hermann Hreiðarsson verður áfram þjálfari Þróttar Vogum í knattspyrnu á næstu leiktíð. Hermann tók við þjálfun Þróttar í sumar og fyrir lokaumferðirnar, er Þróttur Vogum í þriðja sæti 2. deildar.

Þróttur hefur unnið 11 af 16 deildarleikjum undir hans stjórn, tapað aðeins 2 leikjum og eru í harðri toppbaráttu þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu.

#fyrirVoga

Æfingar fara fram í skóla­vetr­ar­fríi…

Með | Fréttir

Sem fyrr fara fram skipulagðar æfingar hjá Þrótti vikuna 19. – 23. október .

Við biðjum foreldra/forráðamenn um að fylgjast vel með inná hópsíðum á FB. Einnig hvetjum við forráðamenn til að fylgjast vel með heimasíðu Þróttar ef breytingar verða á æfingum vegna Covid-19 faraldar.

Íþróttastarf hjá Þrótti til 20. okt nk. – Með hvaða hætti verður íþróttastarfið ?? YFIRFERÐ „uppfært“

Með | Fréttir

Í ljósi reglugerðar 957/2020:

Öll starfsemi og aðrar íþróttagreinar fyrir börn og unglinga sem fædd eru 2005 og síðar verður óbreytt með þó áherslu á smitvarnir. Foreldrar, vinsamlegast ekki koma inn í Vogabæjarhöllina þegar verið er að skutla eða sækja börn á æfingar. 

Þó liggur fyrir að sameiginlega æfingin hjá UMFÞ & UMFN í jódó á föstudögum fellur niður næstu tvær vikurnar. 

Knattspyrna, sund og júdó í barna og unglingastarfinu verður með eðlilegum hætti. Unglingahreysti verður áfram með eðlilegum hætti. 

Íþróttaskóli barna á laugardögum, tveggja vikna hlé. „uppfært 9. okt“

Félagskaffi Þróttar á laugardögum, tveggja vikna hlé. „uppfært 9. okt“ 


Meistaraflokkar Þróttar í boltagreinunum er heimilt að halda áfram að æfa samkvæmt tilmælum yfirvalda. Þratt fyrir það hefur verið ákveðið að stöðva æfingar næstu daga og taka stöðuna í kjölfarið. 

Oldboys í knattspyrnu er komið í tveggja vikna hlé.

Vogaþrek Þróttar er komið í tveggja vikna hlé.


Orðsending frá stjórn félagsins: Förum varlega, förum eftir öllum þeim tilmælum sem yfirvöld setja okkur. Biðlað hefur verið til þjálfara að hvetja iðkendur til handþvottar fyrir og eftir æfingar. 

Félagið hefur lagt ríka áherslu á að farið sé eftir öllum þeim tilmælum heilbrigðisyfirvalda sem hafa verið sett hverju sinni og allir sem koma að starfsemi félagsins fylgi þeim tilmælum. Hlutirnir eru fljótir að breytast og við biðjum alla iðkendur/forráðamenn að sýna biðlund næstu vikurnar í ljósi aðstæðna. 

Heilsu- og forvarnarviku Sveitarfélagsins Voga hefur verið frestað. Einnig hefur kótilettukvöldi skyggnis & Þróttar verið slegið á frest. 

 

Myndir: Jafntefli á Ólafsfirði

Með | Fréttir, Knattspyrna, UMFÞ
Vogamenn heimsótti KF á Ólafsfirði í gær. Mikið jafnræði og lítið færi í fyrri hálfleik. Heimamenn þó meira með boltann án þess þó að skapa sér hættulegri færi. Þróttur komst yfir á 61. mínútu þegar Alexander Helgason fékk boltann á miðjum teig heimamanna og fylgdi eftir misheppnaðri hreinsun heimamanna eftir hornspyrnu. 
KF jafnaði leikinn rúmum þremur mínútum síðar þegar leikmaður KF snéri baki í Ethan og lét sig falla. Afar umdeildur dómur að okkar mati. Oumar Diouck tók spyrnuna og fylgdi eftir þar sem Rafal varði spyrnuna. 
 

Fyrir vikið komst Selfoss tveimur stigum upp fyrir Þrótt þegar tvær umferðir eru eftir. Þróttur á eftir að leika við ÍR og Víði í síðustu umferðunum á meðan Selfoss mætir Víði og Dalvík/Reyni.

Við þökkum Ólafsfirðingum fyrir leikinn og heimamenn eiga hrós skilið fyrir frábæra mætingu á völlinn ! 

 
Örn Rúnar spilaði sinn hundraðasta leik fyrir Þrótt Vogum og við óskum honum innilega til hamingju með áfangann. 
Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

Heilsu- og forvarnarvika í Vogum 5. – 11. okt. Dagskrá heilsu- og forvarnarviku í Vogum hefur aldrei verið glæsilegri. Hvetjum alla bæjarbúa til að taka þátt!

Með | Fréttir

Heilsu- og forvarnarvika Sveitarfélagsins Voga.

Sveitarfélagið Vogar heldur heilsu- og forvarnarviku 5. til 11. okt nk. í samstarfi UMFÞ.

Við hvetjum alla bæjarbúa til að nýta sér þá fræðslu sem verður í boði og auk annara viðburða.

Dagskrá heilsu- og forvarnarviku í Vogum hefur aldrei verið glæsilegri. Hvetjum alla bæjarbúa til að taka þátt í þessu. 

Mánudagurinn 5. okt

Bryndís Jóna Jónsdóttir verður með fyrirlestur í íþróttamiðstöðinni klukkan 19:00. Bryndís gaf út bókina „Núvitund í dagsins önn“ á síðasta ári. Bryndís kennir hjá HÍ og auk þess er hún núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu.

Þriðjudagurinn 6. okt

Vogaþrek Þróttar 06:15 til 07:00. Öllum bæjarbúum er velkomið að koma og prófa. Alhliða líkamsrækt fyrir fólk á besta aldri. Tímarnir fara fram í stóra sal í íþróttamiðstöð. Þjálfari Daníel Fjeldsted.

Fyrirlestur með Pálmari Ragnarsyni í Tjarnarsal klukkan 19:30 til 20:30.

Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti. Fyrirlesturinn hefur hann flutt fyrir marga af stærstu vinnustöðum landsins, ýmis ráðuneyti og fleiri. Í fyrirlestrinum fjallar hann á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á vinnustaðinn auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands.

Miðvikudagurinn 7. okt

Einkaþjálfari á vegum Gymheilsu verður í tækjasal milli 16:00 til 19:00. Hvetjum bæjarbúa til að koma og prófa ræktina undir handleiðslu kennara.

Fimmtudagurinn 8. okt

Vogaþrek Þróttar 06:15 til 07:00. Öllum bæjarbúum er velkomið að koma og prófa.

Alhliða líkamsrækt fyrir fólk á besta aldri. Tímarnir fara fram í stóra sal í íþróttamiðstöð. Þjálfari Daníel Fjeldsted.


Föstudagurinn 9. okt

Helga Arnarsdóttir heldur fyrirlestur í Álfagerði um jákvæða sálfræði og andlega líðan. Fyrirlesturinn hefst klukkan 10:00. Helga hefur starfað frá árinu 2015 við andlega heilsu og leiðir til að hlúa að henni m.a. í Bataskóla Íslands.

Laugardagurinn 10. okt


Félagsleg farsæld er mikilvæg og þátttaka íbúa í sínu samfélagi er enn mikilvægari. Allir íbúar eru velkomnir í félagskaffi Þróttar milli 11:00 og 13:00. Anna og Guðrún taka vel á móti ykkur.

Tilefni forvarnarviku Sveitarfélagsins verður sundlaug íþróttamiðstöðvar opin almenningi til 23:00.

Meistaraflokkur Þróttar tekur á móti ÍR frá Breiðholti klukkan 14:00. Frítt inn fyrir 18. ára og yngri. Aðgangseyrir þessa leiks rennur til styrktar fjölskyldu fyrrum formanns Baldvins Hróars Jónssona sem lést 9. júlí sl. Einnig ætlar Björgunarsveitin Skyggnir að keyra upp stemmninguna fyrir leikinn og grilla hamborgara. Að sjálfssögðu mun allur hagnaður af grillsölu renna til fjölskyldu Baldvins Hróars.

Minjafélagið mun standa fyrir göngu í samstarfi við Sveitarfélagið Voga. Gengið verður gamla þjóðleiðin „Stapagata“ frá Njarðvík og yfir Vogastapa. Auglýst þegar nær dregur.


Sunnudagurinn 11. okt

Hvetjum börn og unglinga 10 til 15 ára að mæta á kynningu hjá meistaraflokki Þróttar í blaki. Þar verður farið yfir grunnatriðin í blaki. Mæting klukkan 11:00 og muna taka góða skapið með sér.

Tilefni Forvarnarviku Sveitarfélagsins Voga:

Jakosport.is verður með Þróttaraföt á sérstöku tilboðsverði.
Verslunin Vogar er með kjúklingasalat á tilboðsverði alla forvarnarvikuna.
Við hvetjum íbúa Sveitarfélagsins Voga til að nota sundlaugina sér til heilsubótar. Það er frítt í sund fyrir bæjarbúa. Laugin er opin til klukkan 23:00 laugardaginn 10. október.