(Aðgerðastjórn Voga fundaði í gær og ákvað á fundi sínum „26. okt“ ÓBREYTT STAÐA til 29. OKT“)
Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist til Þróttar varðandi æfingar næstu daga. Þessi upplýsingapóstur ætti að svara spurningum iðkenda og forráðamanna.
Félagið hefur fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi æfingahald og til að reyna koma í veg fyrir rugling/misskilning þá tókum við saman helstu þætti. Vogar er hluti af svæðinu utan höfuðborgarsvæðis.
Félagið fer eftir öllum þeim tilmælum og reglugerðum sem koma frá heilbrigðisyfirvöldum og íþróttayfirvöldum.
Einnig er starfandi aðgerðastjórn í Vogum sem tekur ákvarðanir og ber félaginu skylda að fara eftir þeim ákvörðunum sem aðgerðastjórn tekur hverju sinni. Þær áherslur geta verið aðrar en þau tilmæli/reglur sem eru í gildi hjá heilbrigðisyfirvöldum.
Því er mikiðvægt að iðkendur og forráðamenn kynni sér vel þær reglur sem eru í gildi hverju sinni.
Í yfirlýsingu frá Íþróttamiðstöðinni Vogum í gærkvöld kom eftirfarandi fram „Ákveðið hefur verið að viðhafa áfram óbreytt ástand, þ.m.t. að íþróttamiðstöðin verði áfram lokuð nema fyrir skipulagða starfsemi barna fædd 2005 eða síðar“, ákvörðunin verði endurmetin eftir viku, mánudaginn 26. október.
Reglugerðin sem kveður á um íþróttastarf er eftirfarandi:
Íþróttir og keppnir utan höfuðborgarsvæðis:
- Þrátt fyrir 2 metra nálægðartakmörk eru snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en virða skal 2 metra regluna í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Þrátt fyrir 20 manna fjöldatakmörk er allt að 50 einstaklingum heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ. Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum.
- Íþrótta og heilsuræktarstarfsemi: Heimilt er með skilyrðum að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil.
Börn fædd 2005 og síðar:
- Íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og tómstundir barna sem eru fædd 2005 og síðar er heimil.
Nánar
Reglugerðir Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir voru birtar í Stjórnartíðindum. Annars vegar er ný reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og hins vegar breyting á reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna farsóttar. Reglugerðirnar eru meðfylgjandi.
Heilbrigðisráðuneytið birti tilkynningu síðastliðinn föstudag þar sem gerð var grein fyrir meginefni áformaðra breytinga á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi næstkomandi þriðjudag en með þeim fyrirvara að nákvæm útfærsla einstakra þátta yrði skýrð með reglugerð. Við smíði reglugerðarinnar voru höfð að leiðarljósi þau meginsjónarmið sóttvarnaráðstafana að gætt sé því að fólk haldi fjarlægð sín á milli, komi ekki saman í stórum hópum og deili ekki sameiginlegum snertiflötum nema þeir séu sótthreinsaðir á milli einstaklinga. Jafnframt eru lýðheilsusjónarmið lögð til grundvallar með áherslu á að sem flestir geti stundað íþróttir og heilsurækt í einhverjum mæli.
Vakin er athygli á 5. gr. meðfylgjandi reglugerðar um takmarkanir á samkomum varðandi útfærslu á nálægðartakmörkun í íþróttum o.fl. og bráðabirgðaákvæði reglugerðarinnar sem kveður á um strangari takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en gilda á landsvísu.
Hægt er að nálgast allar upplýsingar inná heimasíðum UMFÍ og ÍSÍ!
Starfsemi Þróttar næstu tvær vikur – Verður endurskoðað mánudaginn 27. október.
Öll starfsemi og aðrar íþróttagreinar fyrir börn og unglinga sem fædd eru 2005 og síðar verður óbreytt með þó áherslu á smitvarnir. Foreldrar, vinsamlegast ekki koma inn í Vogabæjarhöllina/íþróttamiðstöð þegar verið er að skutla eða sækja börn á æfingar.
Það liggur fyrir að sameiginleg æfing hjá UMFÞ & UMFN í jódó á föstudögum falla niður og verður endurskoðað 10. nóvember.
Knattspyrna, sund og júdó í barna og unglingastarfinu verður með eðlilegum hætti. Unglingahreysti verður áfram með eðlilegum hætti.
Íþróttaskóli barna á laugardögum. Erum að bíða frekari tilmæla frá aðgerðastjórn Voga vegna yfirlýsingar íþróttamiðstöðvar frá því í gærkvöldi þar sem fram kemur að allt sé lokað nema fyrir skipulagða starfsemi barna fædd 2005 eða síðar.
Félagskaffi Þróttar á laugardögum. Anna og Guðrún tippstjórar taka á móti röðunum í gegnum 1×2@throttur.net. Einnig hægt að hringja í Guðrúnu 868-9548.
Meistaraflokkar Þróttar í boltagreinunum: Er heimilt að halda áfram að æfa samkvæmt tilmælum yfirvalda.
Oldboys í knattspyrnu er ekki heimilt að halda áfram. Endurskoðað 3. nóv.
Vogaþrek Þróttar er ekki heimilt að halda áfram. Endurskoðað 27. okt.
Orðsending frá stjórn félagsins: Förum varlega, förum eftir öllum þeim tilmælum sem yfirvöld setja okkur. Biðlað hefur verið til þjálfara að hvetja iðkendur til handþvottar fyrir og eftir æfingar. Halda foreldrum upplýstum varðandi æfingatíma.
Félagið hefur lagt ríka áherslu á að farið sé eftir öllum þeim tilmælum heilbrigðisyfirvalda sem hafa verið sett hverju sinni og allir sem koma að starfsemi félagsins fylgi þeim tilmælum. Hlutirnir eru fljótir að breytast og við biðjum alla iðkendur/forráðamenn að sýna biðlund næstu vikurnar í ljósi aðstæðna og fylgjast vel með heimasíðu félagsins.
Nýlegar athugasemdir