Mánaðarlega Skjalasafn

september 2020

Komnar 234 miðapantanir – Höldum áfram að taka niður pantanir – Víðir hefur beðið okkur um að hinkra eitt augnablik!

Með | Fréttir

Kótilettukvöld Skyggnis og Þróttar sem átti að fara fram laugardaginn 31. okt nk. hefur verið frestað í ljósi aðstæðna. 

Skyggnir og Þróttur munu taka stöðuna jafnóðum og við stefnum að sjálfssögðu á að halda viðburðinn.

Það þarf ekki að ganga frá greiðslu þegar miðar eru teknir frá, þetta auðveldar okkur að senda tölvupósta á miðahafa og upplýsa stöðu mála!!! 

Með því að smella á linkinn er hægt að panta miða:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfwdQregQS6W-bZCoeZMs0CQhLxYeKo4kBWGN5Ol_z38kT0Pg/viewform

Hvetjum alla bæjarbúa og aðra Þróttara að taka þátt í sínu samfélagi. Skyggnir og Þróttur hafa unnið hörðum höndum undanfarna mánuði við að skipuleggja viðburðinn. Liðsheildin mun sjá til þess að allir muni skemmta sér vel.

 

Myndir: Þróttur v. – Kórdrengir

Með | Fréttir, Knattspyrna

Þróttur Vogum hafði betur gegn toppliði Kórdrengja í 19. umferð 2. deildar karla. Lokatölur 1-0 í Vogunum. Fyrsta og eina mark leiksins kom á 57. mínútu er Andri Jónasson skoraði eina mark leiksins.

Miklar þakkir til Vogabúa, brottfluttra Voga og annara Þróttara fyrir frábæra mætingu á völlinn 🧡🧡🧡

Næsti leikur er 3. október þar sem Þróttarar ferðast norður og heimsækja KF.

#fyrirvoga

 

Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

Stofnfiskur er mikilvægur bakhjarl ! 

Með | Fréttir

Stofnfiskur er mikilvægur bakhjarl ! 

Á dögunum hittust fulltrúar Stofnfisks og Þróttar til að fara yfir næstu verkefni í tengslum við eflingu forvarnar og íþróttarstarfs í Vogum. Við sama tilefni var endurnýjaður samstarfssamningur fyrir 2020. Það eru spennandi tímar í vændum og við hvetjum alla Þróttara til að fylgjast vel með þróun mála.

Á myndinni eru Jónas Jónasson framkvæmdastjóri Stofnfisks og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar kátari sem aldrei fyrr með varabúning Þróttar á milli sín.

#fyrirVoga

Íþróttaskóli barna í umsjón Bryndísar hefst laugardaginn 3. okt

Með | Fréttir

Fjórða árið í röð fer fram íþróttaskóli fyrir börn á leikskólaaldri (3. ára og eldri í fylgd með foreldri) Íþróttaskólinn var vel sóttur á síðasta ári. Bryndís er 29 ára og stundaði sjálf fimleika á sínum yngri árum. Þá hefur Bryndís einnig verið að þjálfa síðustu ár með hléum á milli. Natalía er henni til aðstoðar. Tímarnir fara fram á laugardögum klukkan 11:20 til 12:10.

Hefst 3. október og lýkur 17. apríl. Síðasta laugardag í mánuði er ekki æfing í íþróttaskólanum.

Skráning fer fram á Nórakerfinu og hægt er að ganga frá skráningu á heimasíðu Þróttar.

„Uppfært“ Æfingatafla fyrir 20/21.

Með | Fréttir

Unnið er að uppfærslu allra flokka á Sportabler þessa stundina vegna flokkaskipta og nýtt starfsár er hafið.

Eingöngu iðkendur sem búnir eru að ganga frá greiðslu/greiðsludreifingu í NÓRA, skráningar- og greiðslukerfi Umf Þróttar í gegnum throttur.felog.is uppfærast inn í Sportabler á nýju tímabili.

Hvetjum fólk til að nýta frístundastyrk sveitafélagsins Voga.

Hér fyrir neðan má sjá æfingatíma allra flokka/greina, en búast má við að dagskrá komi inn hjá öllum á næstu dögum. 

Æfingataflan hefur tekið smávægilegum breytingum. Biðjum foreldra og aðra að kynna sér vel. 

Selfoss – Þróttur V. 19. sept „Myndaveisla“

Með | Fréttir

Þróttarar með sannfærandi sigur á Selfyssingum.
Fyrir vikið eru Þróttarar nú komnir í bullandi toppbaráttu.

Selfoss 1 – 4 Þróttur V

0-1 Örn Rúnar Magnússon (‘4 )
0-2 Andri Jónasson (’10 )
0-3 Ethan James Alexander Patterson (’12 )
0-4 Hubert Rafal Kotus (’17 )
1-4 Hrvoje Tokic (’49 )

Með sigrinum er Þróttur nú komið í þriðja sæti 2. deildar, aðeins þremur stigum á eftir Selfossi. Enn eru fimm umferðir eftir í deildinni og fimmtán stig í boði svo það er allt galopið í deildinni. Kórdrengir eru á toppnum með 40 stig, Selfoss 37, Þróttur 34.

Þrátt fyrir vitlaust veður þá fengum við alvöru stuðning. Okkar besta fólk öskraði okkur áfram.

Miklar þakkir til ykkar allra. Algjörlega ómetanlegt.

Myndir frá Hrefnu Morthens og kunnum við henni bestu þakkir fyrir að fá að birta þær.

Fótboltaæfingar byrja aftur 30. september nk.

Með | Fréttir

Fótboltaæfingar hjá UMFÞ hefjast á nýjan leik þann 30. september. Grasvöllurinn verður opinn næstu daga fram á kvöld fyrir þá iðkendur sem stunda aukaæfingar.

Nýtt æfingatímabil er handan við hornið og hlökkum við til að taka á móti nýjum og gömlum iðkendum hjá félaginu.

Kveðja, Viktor, Jóna, Marko, Guðmann, Baddi og Matti.

 

 

Tökum þátt í okkar samfélagi (Félagskaffi Þróttar 2020-2021) Hefst 26. sept.

Með | Fréttir

Þróttur Vogum auglýsir opið alla laugardaga í vetur milli 11-13 í Vogabæjarhöllinni/Íþróttahúsi.

Við hjá Þrótti Vogum ætlum að efla félagsstarfið enn frekar hjá okkur í vetur og verðum með opið hús í Íþróttamiðstöðinni Vogum alla laugardaga í vetur milli kl. 11 og 13. Þangað geta allir komið í kaffi, hitt gamla félaga og kynnst nýjum úr okkar skemmtilega hópi.

Við byrjum formlega næsta laugardag 26. september. Enn fremur geta allir tekið þátt í innanfélagsleik okkar í getraunum og sýnt snilli sína á því sviði. Kunnir þú ekki að tippa þá eru sérfræðingar okkar boðnir og búnir að aðstoða þig. Hafir þú ekki áhuga á að tippa er það líka í góðu lagi svo framarlega sem þú mætir með góða skapið. Hlökkum til að sjá þig.
Einnig bjóðum við uppá innanfélagsleik hjá okkur fyrir þá sem vilja.

Hlökkum til að sjá ykkur !!!!

Kveðja, Anna og Guðrún.

Vegna Covid þurfti að fella niður lokahófið sl. vor. Við munum halda lokahófið í samstarfi við knattspyrnudeild félagsins eftir síðasta leik meistaraflokks í 2. deild. 

Myndir: Þróttur – Víðir þann 14. ágúst sl.

Með | Fréttir, Knattspyrna

Þróttur V. lagði Víði í dramatískum nágrannaslag þann 14. ágúst sl. þar sem gestirnir frá Garði komust í tveggja marka forystu á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. Þetta var fyrsti leikur eftir Covid hlé. 

 

Þróttur V. 3 – 2 Víðir

0-1 Hólmar Örn Rúnarsson (‘8)
0-2 Guðmundur Marinó Jónsson (’13)
1-2 Alexander Helgason (’18)
2-2 Stefan Spasic (’77, sjálfsmark)
3-2 Alexander Helgason (’89)

 

Þróttarar taka á móti KF á morgun í Vogum og hefst leikurinn klukkan 15. 

Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

Myndir: Þróttur – Völsungur

Með | Fréttir, Knattspyrna

Þróttarar mættu Völsungi frá Húsavík á laugardaginn í 2. deild karla. Með sigrinum eru Þróttarar enn nálægt toppi deildarinnar, sitja í fjórða sæti aðeins sex stigum frá Kórdrengjum og Selfossi.

Þrótti gekk erfiðlega að brjóta niður vörn Völsungs og var fyrri hálfleikur markalaus. Á 57. mínútu skoraði Alexander Helgason fyrsta mark Þróttar og Alexander var aftur á ferðinni tæpum tíu mínútum síðar (66′) þegar hann kom Þrótti í 2:0. Skömmu fyrir leikslok innsiglaði Hubert Rafal Kotus sigurinn þegar hann skoraði þriðja og síðasta mark heimamanna (88′).

Þróttarar heimsækja lið ÍR-inga í kvöld og hefst leikurinn klukkan 17:15.

Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar