Mánaðarlega Skjalasafn

ágúst 2020

Moli kom í heimsókn – Stelpurnar fengu bolta að gjöf 💯♥️👌 Takk KSÍ 🙌

Með | Fréttir

Moli kom í heimsókn ❗❗

Alltaf gott að fá Mola í heimsókn sem tók samtal við þjálfara, spilaði fótbolta við krakkana og var með stelpunum í liði. Fékk frábæra kynningu á Vogum.

Jóna K. Stefánsdóttir hefur blásið lífi í kvennaboltann hjá Þrótti og tók við boltagjöf frá KSÍ sem fara í kvennastarfið 🙌🙌🙌

Við hvetjum alla krakka að prófa æfingar til 20. sept 👊👌🙌

 

 

Yfirflokkaþjálfari hjá Þrótti tekur til starfa – Kemur að stefnumótun félagsins og verður með flokka samhliða þeim störfum.

Með | Fréttir

Viktor Ingi Sigurjónsson er nýr yfirþjálfari yngri flokka Þróttar Vogum í knattspyrnu.

Viktor er 32 ára fjölskyldufaðir frá Hafnarfirði. Hann er með UEFA B í þjálfarafræðum og menntaður íþróttafræðingur frá HÍ. Viktor er einnig að taka masterinn í kennslufræðum.

Hann mun verða aðalþjálfari nokkra flokka, samhliða því mun hann koma að stefnumótun félagsins, aðstoða aðra þjálfara við sín störf og koma að öðrum stefnumótandi verkefnum hjá félaginu. Viktor hefur þjálfað hjá yngriflokkum Hauka við góðan orðstýr síðustu árin. 


Við minnum á að æfingar í barna og unglingastarfinu eru til 17. september. Viktor mun hefja störf 2. september. 

Starfsárið 2020-21 – Hvað verður í boði ?

Með | Fréttir

Nú er að hefjast nýtt starfsár hjá UMF Þrótti.

Í vetur verður margt á boðstólum fyrir iðkendur Þróttar; Knattspyrna, íþróttaskóli, sund, júdó, Vogaþrek og Unglingahreysti svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Skráningar fara fram á https://throttur.felog.is/

Stjórn UMFÞ þakkar íbúum Voga fyrir góðar viðtökur á liðnum árum. Samstarf okkar og samvinna heldur nú áfram og það er ósk okkar að nú geti enn fleiri verið með. 

Vetrarstarf 2020-21 V3

Sigurgangan hélt áfram í dag

Með | Fréttir, Knattspyrna

Þrótt­ur vann sann­fær­andi 3:0-sig­ur á Dal­vík/​Reyni. Vikt­or Smári Segatta skoraði tvennu fyr­ir Þrótt og eitt markið var sjálfs­mark. Þrótt­ur er í öðru sæti með 22 stig og betri marka­tölu en Sel­foss.

Þökkum öllum sem horfðu á VogaTV og sjálfboðaliðum fyrir aðstoð við framkvæmd leiksins.

Ljósmyndir: Jóna og Guðmann.


 

Loksins! Íslandsmótið fer aftur af stað í kvöld – Nágrannaslagur (Þróttur – Víðir)

Með | Fréttir

Leikurinn hefst kl 19:00 í kvöld og verður án áhorfenda. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá VogaTV..

Við biðlum til allra stuðningsmanna að virða þetta og mæta ekki á völlinn!!


Þróttur óskar eftir sjálfboðaliðum á heimaleiki Þróttar vegna hertra aðgerða Sóttvarnalæknis og KSÍ.

Þeir sem hafa áhuga á að aðstoða félagið geta sent okkur línu throttur@throttur.net eða heyrt í Marteini framkvæmdastjóra. 

Vonandi taka Vogabúar vel í þetta verkefni.

Stöndum saman í gegnum þennan faraldur og styðjum okkar lið á einn eða annan hátt.

Áfram Þróttur!