Mánaðarlega Skjalasafn

júlí 2020

Myndaveisla – Þróttur – Fjarðabyggð sem fram fór 22. júlí sl.

Með | Fréttir

 

Þróttarar fengu Fjarðabyggð í heimsókn á dögunum og endaði leikurinn með markalausu jafntefli.

Ekki mikið um færi, Fjarðabyggð skoraði mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Þróttarar áttu tvívegis skot í markstangir þannig að úrslitin voru sanngjörn.

Miklar þakkir til allra sjálfboðaliða sem störfuðu við leikinn. Skyggnir og allir aðrir sem komu að framkvæmd leiksins. Algjörlega til fyrirmyndar.

Her­mann fer vel af stað – óvæntur gestur á bekkn­um – Frábær sigur !!

Með | Fréttir
Her­mann Hreiðars­son fer vel af stað sem þjálf­ari Þrótt­ar en liðið komst í gærkvöld í fjórða sætið í 2. deild karla í knatt­spyrnu með því að sigra Sel­fyss­inga, 1:0, á heima­velli.

Andri Jónas­son skoraði sig­ur­markið í byrj­un síðari hálfleiks en Sel­foss missti Ken­an Turudija af velli með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik. Örn Rún­ar Magnús­son úr Þrótti fór sömu leið þegar kort­er var eft­ir af leikn­um.

Her­mann tók við Þrótt­arliðinu í síðustu viku og það hef­ur unnið tvo fyrstu leik­ina und­ir hans stjórn. Ekki nóg með það, hans gamli fé­lagi Dav­id James, fyrr­ver­andi landsliðsmarkvörður Eng­lands sem lék und­ir stjórn Her­manns hjá ÍBV fyr­ir nokkr­um árum, var aðstoðarmaður Her­manns í leikn­um í kvöld.

Sjálfboðaliðar voru fjölmargir og kunnum við ykkur öllum miklar þakkir fyrir alla ykkar aðstoð. Skyggnir sá um gæslu og eins og vallargestur urðu vitni af þá reyndi heldur betur á þeirra reynslu.

Gunnar var ljósmyndari félagsins í gærkvöld og þarna var vanur maður að verki. Miklar þakkir.

Þrátt fyrir skíta veður þá komu fjölmargir stuðningsmenn Þróttar á leikinn og það var ómetanlegt. Einstaklega ánægjulegt að sjá bæjarbúa fjölmenna á leikinn.

Næsti leikur fer fram á miðvikudag þegar Fjarðabyggð mæta á Vogaídýfuvöllinn.

Bæði lið báru sorgarbönd til minningar um Baldvin Hróar Jónsson sem féll frá 9. júlí sl. og hans var minnst með einnar mínútu þögn fyrir leikinn.

 

 

 

Kveðja frá Ungmennafélaginu Þrótti.

Með | Fréttir

Baldvin Hróar Jónsson fyrrum formaður UMFÞ lést langt fyrir aldur fram þann 9. júlí sl. fertugur að aldri. Hróar sat í aðalstjórn Þróttar samfleytt 2016 til 2020, Hróar var formaður UMFÞ 2017 til 2019.

Missirinn og sorgin er mikil. Við hjá Ungmennafélaginu erum harmi slegin yfir fráfalli félaga okkar og góðs vinar. Baldvin Hróar var traustur og ábyrgur leiðtogi, hæfileikaríkur og með sýn sem gekk út á að gera veg íþrótta, iðkenda félagsins og félagsstarfs sem mestan í sveitarfélaginu. Sérstaklega var Hróari annt um yngri iðkendur félagsins í barna og unglingastarfinu. Hann fór ekki dult með skoðanir sínar og var óhræddur við að koma þeim á framfæri en á hógværan hátt. Hróar fór tvívegis til DGI (systrafélag UMFÍ) í Dammörku til að taka þátt í stefnumótandi vinnu varðandi framtíð landsmót UMFÍ og til að kynna sér nýjar íþróttagreinar. Einnig hafði hann frumkvæði að nýrri heimasíðu Þróttar sem tekin var í notkun á síðasta ári. Ungmennafélagið Þróttur þakkar Hróari gott og gæfuríkt samstarf sem mun geymast en aldrei gleymast. Við syrgjum góðan félaga og vin. Minningin um hann mun lifa með okkur áfram.

Þróttur Vogum sendir eiginkonu, börnum, öðrum ástvinum og samstarfsfólki innilegar samúðarkveðjur.

Fyrir hönd Þróttar, Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri.

Baldvin Hróar verður jarðsettur frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 17. júlí kl. 13

 

Stórleikur föstudaginn 17. júlí þegar Selfoss mætir á Vogaídýfuvöllinn #FyrirVoga –

Með | Fréttir

Meistaraflokkur Þróttar heimsótti Húsavík á laugardaginn og sigraði þar heimamenn í Völsung 1-2 í jöfnum og spennandi leik. Þrótarar eru um miðja deild með átta stig eftir fimm umferðir. 

Á föstudaginn fer fram fyrsti heimaleikur Hemma Hreiðars í Vogum þegar stórveldið Selfoss mætir á svæðið. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Hvetjum við alla sanna Þróttara til að fjölmenna á leikinn og styðja sitt lið til sigurs.

Þróttur – Selfoss föstudaginn 17. júlí klukkan 19:15 á Vogaídýfuvelli.

Hermann Hreiðarsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og fyrrverandi þjálfari ÍBV og Fylkis hefur tekið við liði Þróttar sem hefur sent út fréttatilkynningu þess efnis og má lesa hana hér að neðan.

Með | Fréttir

                                                                                                                                                                                                                       Mynd: Guðmann Rúnar Lúðvíksson

 

Hermann Hreiðarsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og fyrrverandi þjálfari ÍBV og Fylkis hefur tekið við liði Þróttar sem hefur sent út fréttatilkynningu þess efnis og má lesa hana hér að neðan.



Fréttatilkynning knattspyrnudeildar Þróttar Vogum.



Knattspyrnudeild Þróttar gerði fyrr í dag samning við Hermann Hreiðarsson um að taka við þjálfun meistaraflokk Þróttar. Hermann á langan feril að baki sem leikmaður og spilaði á sínum tíma tæplega 500 leiki fyrir lið á Englandi, á að baki 89 leiki fyrir A landslið Íslands og var hann fyrirliði í 16 þeirra. Síðustu ár hefur hann komið að þjálfun, fyrst hjá ÍBV og nú síðast aðstoðarþjálfari Southend United.



Þá verður Andy Pew áfram spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks, hefur Andy stýrt liðinu í síðustu tveimur leikjum.



„Við erum mjög ánægð með þessa ráðningu. Það fer gott orð af Hermanni sem er góður þjálfari. Stemmning, reynsla og gæði er eitt af því sem hann er þekktur fyrir, það mun hjálpa okkur í því verkefni að festa okkur í sessi í 2. deildinni og byggja upp lið til framtíðar.“ segir Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar.



„Þetta verður krefjandi verkefni en jafnframt spennandi og skemmtilegt. Ég er þakklátur fyrir tækifærið sem Þróttur Vogum er að veita mér. Ég er að taka við góðu búi frá Brynjari Gestssyni og núna er það mitt að halda áfram á sömu braut, byggja ofan á það sem hefur verið gert í vetur og síðustu leikjum. Leikmannahópurinn er gríðarlega spennandi og mikil gæði í hópnum. Eftir að hafa tekið fundi með Marteini og öðrum sem starfa fyrir félagið, þessi brennandi ástríða sem fólkið hefur fyrir félaginu þá varð ég að fá að vera þátttakandi. Nú er bara að vona að allir bæjarbúar snúi bökum saman og geri allt til að mynda stemmningu til að hjálpa liðinu í sumar.“ segir Hermann Hreiðarsson nýr þjálfari Þróttar Vogum.

Naumt tap á móti Haukum – Myndaveisla

Með | Fréttir

Þróttarar fengu Hauka í heimsókn á föstudagskvöldið. Þrátt fyrir algjöra draumabyrjun þá dugði það ekki til því Haukar fóru með sigur að hólmi 1-2 í spennandi leik.

Við þökkum bæði Vogabúum og Hafnfirðingum fyrir góða mætingu á völlinn.

Næsti leikur: Njarðvík – Þróttur V, á Rafholtsvelli þriðjudaginn 7. júlí.