Mánaðarlega Skjalasafn

júní 2020

Ethan og Eysteinn ganga til liðs við Þrótt Vogum #FYRIRVOGA

Með | Fréttir

Þróttarar styrkja sig fyrir komandi átök. 

Þróttarar hafa fengið Norður Írska varnar og miðjumanninn Ethan Patterson í sínar raðir fyrir átökin í 2. deildinni í sumar.
Ethan er 19 ára gamall en hann á að baki leiki með U19 ára landsliði Norður-Íra. Ethan var í U18 og U21 liði Aston Villa að auki spilað Ethan með Plunkett í heimalandi sínu.  

Að auki hefur Eysteinn Þorri Björgvinsson gengið til liðs við Þrótt á láni frá Fjölni út tímabilið. Eysteinn sem getur spilað margar stöður á vellinum spilaði með Fjarðarbyggð á síðasta ári auk þess að hafa spilað fyrir Fjölni í 1. deild. 
Þróttarar bjóða Ethan og Eystein velkomna í Þróttarafjölskylduna. 

Körfuboltanámskeið hefst 6. júlí nk.

Með | Fréttir

Við hvetjum ykkur til að bregðast skjótt við og ganga frá skráningu fyrir 4. júlí „lágmarksþátttaka er 18 iðkendur“

Hvetjum alla til að skrá sig til leiks og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Þjálfarar koma frá körfaboltabænum Keflavík!

Myndaveisla Þróttur – Kári 27. júní á Vogaídýfuvelli.

Með | Fréttir

Þróttarar tóku á móti Kára um helgina í 2. deild karla. Lokatölur urðu 1-1 í spennandi og skemmtilegum leik.

Ljósmyndari félagsins var á svæðinu og smellti af nokkrum.

Minnum á næsta leik þegar Haukar koma í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er nk. föstudag á okkar heimavelli.

 

Bakhjarlakort Þróttar komið í sölu – Gildir á alla heimaleiki meistaraflokks og styrkir barnastarfið á sama tíma – Áfram

Með | Fréttir

Aðgangseyrir sumarsins mun skiptast á milli barnastarfs og knattspyrnudeildar í sumar.

Í fyrsta sinn verður boðið upp á sérstök bakhjarlakort fyrir stuðningsfólk og velunnara félagsins. Er þetta samstarfsverkefni aðalstjórnar og knattspyrnudeildar. 

Árskort á völlinn er fyrir alla bæjarbúa og aðra Þróttara.

Verð: 10.000kr.

Kortið gildir á alla heimaleiki í 2. deild í sumar og stuðningsmannakvöldi Þróttar. 

Kortin verða seld á skrifstofu félagsins og heimaleikjum í sumar.

 

Myndaveisla 13. júní Þróttur – Víkingur Ólafsvík

Með | Fréttir

Hetjuleg frammistaða dugði ekki til á móti 1. deildarliði Víkinga.

Ólsarar áttu sigurinn skilið.

Gonzales með bæði mörk Ólsara. Staðan jöfn 1-1 um miðjan seinni hálfleik. Mark dæmt af Þrótti andartaki áður en Víkingar skora sigurmark korter fyrir leikslok. Það skal tekið fram að dómurinn var réttur.

Strákarnir okkar voru flottir í dag.

Ljósmyndari UMFÞ tók myndir í bullandi yfirvinnu.

Miklar þakkir til okkar frábæru sjálfboðaliða sem voru klár í að taka á móti 300 manns, það fór vel um þessa 100 áhorfendur sem skemmtu sér vel á leiknum.

Takk fyrir komuna vallargestir !

 

Víkingur frá Ólafsvík í alvöru bikarslag – Laugardaginn 13. júní klukkan 16

Með | Fréttir

Þróttarar taka á móti stórliði Víkinga frá Ólafsvík næsta laugardag í annari umferð bikarkeppni KSÍ. Hefst leikurinn klukkan 16:00. 

Við hvetjum alla sanna Þróttara og aðra gesti til að fjölmenna á leikinn.

Það verða tvö áhorfendahólf á leiknum og tekur hvert hólf 200 manns. Víkingar hafa gert gott í boltanum síðustu árin og fóru alla leið í undanúrslit árið 2018 auk þess að spila í efstu deild.

 

 

Myndaveisla – Þróttur komnir áfram í Mjólkurbikar

Með | Fréttir

Þróttarar tóku á móti Ægir frà Þorlákshöfn í fyrstu umferð bikarsins.

Þróttur V. 2 – 1 Ægir
Úrslit af úrslit.net 

Viktor Segatta með bæði mörk Þróttara í jöfnum og spennandi leik. Það verða því Víkingar frá Ólafsvík sem koma í heimsókn næstu helgi.

Myndirnar tók ljósmyndari Þróttar, Guðmann R. Lúðvíksson.

Sundnámskeið hefst 8. júní nk.

Með | Fréttir

Sundnámskeið fyrir börn fædd 2014!

Hámark (10 börn)

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:45 til 17:30 – 8. júní til 26. júní. (6.000 kr)
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:45 til 17:30 – 17. ágúst til 28. ágúst. (6.000 kr)

Skráning á bæði námskeið 9.000 kr.

Skráning fer fram á throttur@throttur.net og hefst 15. maí og lýkur 6. júní. Nafn og kennitala iðkanda sem og kennitala greiðanda þarf að fylgja í tölvupósti.

 

 

Þróttarahúfa og Þróttaratrefill saman í pakka 4000kr.

Með | Fréttir

VILTU STYRKJA UMFÞ ?

Með kaupum á alvöru Þróttaradóti ! 

Við biðlum til allra bæjarbúa og annara Þróttara að styrkja félagið með þessum hætti.

Verð: 

Húfa: 2500kr.

Trefill:2500kr.

Saman í pakka: 4000kr.

Hægt að panta á skrifstofu félagsins throttur@throttur.net eða í síma 892-6789 milli kl. 09 – 17.

Einnig er hægt að panta hjá Matta, Petru og Hauk.

Frí heimsending – 640289-2529 – 157-05-410050 v/styrkur