Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2020

Skógfellavegur laugardaginn 30. maí 2020 (Myndaveisla)

Með | Fréttir

Ungmennafélagið Þróttur tók þátt í Hreyfiviku UMFÍ í vikunni sem leið og stóð fyrir fjölbreyttri dagskrá.

Það var frábær þátttaka þegar 27 sveitungar og vinir þeirra skelltu sér Skógfellaveg (18 km) í gærkvöldi. Gangan var samstarfsverkefni Minjafélagsins og Þróttar, kunnum við Minjafélaginu miklar þakkir fyrir þeirra framlag.

Félagið leitaði einnig til Sveitarfélagsins Voga um að hafa sundlaugina opna til miðnættis fyrir göngugarpa og aðra íbúa sveitarfélagsins. Kunnum við þeim hjá íþróttamiðstöðinni/Vogabæjarhöllinni miklar þakkir fyrir að svara kallinu og lyfta þessu á hærri stall. Fjölmargir nýttu sér tækifærið og skelltu sér í pottinn á laugardagskvöld sem segir okkur að við verðum að endurtaka leikinn.

Hópurinn fór hratt yfir í gærkvöldi og skiptist í tvennt á miðri leið. Allir skemmtu sér vel og komust heil heim eftir velheppnaða göngu í frábærum félagsskap.

Það var skemmtilegt að hlusta á sögurnar hans Helga Guðmundssonar um herinn. Einnig fór með okkur menningarfulltrúi Sveitarfélagsins Voga, Daníel Arason, virkilega skemmtilegt að fá að kynnast Daníel enn betur við þessar aðstæður og heiður að hafa hann með í för. En hann hóf störf hjá sveitarfélaginu fyrir rúmu ári síðan.

Við hvetjum ykkur sem tóku þátt í göngunni með okkur að senda okkur punkta, því við ætlum að endurtaka leikinn. Það er alltaf hægt að leita til Helgu Ragnarsdóttur hjá Minjafélaginu, Matta Ægis framkvæmdastjóra UMFÞ eða Petru Ruth Rúnarsdóttur formann félagsins og koma hugmyndum á framfæri.

 

Myndirnar tóku ljósmyndarar UMFÞ Guðmann Lúðvíksson og Jóna Stefánsdóttir á Canon E-Turbo230 árgerð 2013. 

 

 

Skógfellavegur – ganga úr Grindavík í Voga á laugardaginn!

Með | Fréttir

Skógfellavegur – ganga úr Grindavík í Voga.

Hreyfivika UMFÍ laugardaginn 30. maí. Gangan hefst klukkan 16:30. Göngugarpar geta nýtt sér heita pottinn og farið í sundlaugina eftir göngu.

Skógfellavegur er hluti gamallar þjóðleiðar milli Voga og Grindavíkur og dregur nafn sitt af litla og stóra Skógfelli sem standa stutt frá veginum. Á leiðinni, nærri Grindavík skiptist vegurinn og liggur annar í austurátt og nefnist Sandakravegur.
Skógfellavegur er auðfundinn. Hann er varðaður og sumstaðar má sjá djúp hófför í klöppum. Það tíðkaðist einnig áður fyrr að grjóti væri kastað úr vegstæði þegar farið var um leiðina. Úrkast má sjá víða á leiðinni. Vegurinn er stikaður og hver stika gps merkt og skráð hjá neyðarlínunni.
Leiðin einkennist af hraunbreiðum, bæði úfnum og sléttum, mosagrónum og gróðursnauðum. Leiðin er skemmtilega fjölbreytt og gaman að ímynda sér alla ferðalangana sem þar hafa farið um síðustu 700 árin eða svo.

Leiðin er um 17 km. og tekur um 5 tíma í göngu. Gangan hentar flestum en þó ekki ungum börnum. Öll börn undir 14 ára verða að vera í fylgd fullorðinna.

Ekið er til Grindavíkur. Beygt til vinstri, fyrstu íbúagötuna og ekið áfram að öðru hringtorgi. Þar er beygt til vinstri og er upphaf Skógfellavegar við enda götunnar.
Ekki er hægt að geyma bíla við upphafsstað. Mælt er með að fólk sameinist í bíla og/eða láti skutla sér.

Þeir sem vilja lesa nánar um Skógfellaveg, örnefni á leiðinni og söguna er bent á bók Sesselju Guðmundsdóttur, Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi sem Lionsklúbburinn Keilir gaf út.

Helgi, Hjálmar og Sölvi Tryggva á fyrirlestrakvöldi í Vogum !

Með | Fréttir

Fyrirlestrar í boði UMFÞ fara fram miðvikudagskvöldið 27. maí klukkan 19:30 til 21:00.

Sölvi, Helgi og Hjálmar hafa allir getið sér gott orð fyrir frábæra fyrirlestra. Sölvi hefur slegið öll met með bók sinni „Leið til betra lífs“ sem hefur hjálpað fjölmörgum að hlúa betur að sjálfum sér.

Helgi og Hjálmar halda árlega fyrir fullu húsi í Hörpu fyrirlesturinn „Ánægja og Tækifæri“ Þeir fá fólk til að brosa, við lofum því.

Leið til betri heilsu „Sölvi Tryggvason“
Ánægja & Tækifæri „Hjálmar Jóhannsson og Helgi Jean“

Hvetjum alla sanna Þróttara og bæjarbúa til að fjölmenna.

Auka-aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar

Með | Fréttir

Auka-aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar verður haldinn fimmtudaginn 4. júní klukkan 18:00 og fer fram í Vogabæjarhöllinni.

 

Dagskrá fundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Kosið í stórn.

Ekki tókst að manna stjórn knattspyrnudeildar í febrúar né aukafundi 10. mars sl. Núna hafa nokkrir vaskir gefið kost sér í verkefnið og eru nú þegar byrjaðir að láta gott að sér leiða í starfinu.

Þrátt fyrir það hvetjum alla áhugasama til að hafa samband við skrifstofu eða formann knattspyrnudeildar og bjóða fram krafta sína!

Áfram Þróttur.

Viktor Segatta í Þrótt Vogum

Með | Fréttir

Það er með stolti sem Þróttarar bjóða Viktor Segatta velkominn í Þróttarafjölskylduna.

Viktor þekkir vel til hjá Þrótti, hann spilaði 19 leiki í deild og bikar árið 2018 og skoraði 9 mörk í þeim leikjum. Viktor hefur verið síðustu tvö árin hjá Stord í 3. deildinni í Noregi við góðan orðstír.
Viktor, sem er fæddur 1992, er uppalinn FH-ingur, en hann hefur einnig leikið með Gróttu, Haukum og ÍR á sínum ferli, ásamt Stord í Noregi.

Á myndinni eru Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar, Viktor Segatta og Brynjar Gestsson þjálfari Þróttar Vogum.

Ný æfingatafla tók gildi 4. maí hjá yngriflokkum í fótbolta. Sjá æfingatíma í öllum greinum!

Með | Fréttir
Tími Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud.
14:00 1-3 b sund 1-3 b sund   1-3 b sund      
14:45 4-6 b sund til 15:45

4-6 b sund til 15:45

 

  4-6 b sund til 15:45      
15:45 Unglingaþrek Unglingaþrek   Unglingaþrek      
17:00 5, 6, 7, flokkur yngriflokkar. 5, 6, 7, flokkur yngriflokkar.

Júdó 1-3 b

 

5, 6, 7, flokkur yngriflokkar. Júdó 1-3 b.    
18:00

4. flokkur karla

 

  Júdó 4-10 b. 4. Flokkur. 4. flokkur karla.

Júdó 4-10 b.

 

   

Æfingatafla tekur gildi 4. maí.
:Stóri salur í Vogum : Júdósalur : Sundlaug : Grasvöllur.

Barna og unglingastarf:

Sund (Síðasta æfing fer fram þriðjudaginn 19. júní)
Mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar

1 – 3 bekkur 14:00-14:50
4 – 7 bekkur 14:45-15:45
Þjálfari: Rebekka Magnúsdóttir.

Júdó (Síðasta æfing fer fram miðvikudaginn 20. júní)
Miðvikudagar og föstudagar.
1 – 3 bekkur 17:00-18:00
4 – eldri bekkur 18:00 – 19:30
Þjálfari: Guðmundur Stefán.

Knattspyrna
23. júlí til 2. ágúst verða engar æfingar né keppni í yngriflokkum Þróttar.. Allir flokkar fara í frí á sama tíma.

4. flokkur karla (7-8 bekkur)
Mánudagar kl. 18
Miðvikudagar kl. 18
Fimmtudagar kl. 18
Þjálfari: Eysteinn Sindri.
5. flokkur karla (5-6 bekkur)
Mánudagar kl. 17
Þriðjudagar kl. 17
Fimmtudagar kl. 17
Þjálfarar: Marteinn og Marko.
6. flokkur karla (3-4 bekkur)
Mánudagar kl. 17
Þriðjudagar kl. 17
Fimmtudagar klukkan 17
Þjálfari: Baldvin Baldvinsson.
7. flokkur blandað (1-2 bekkur)
Mánudagar kl. 17
Þriðjudagar kl. 17
Fimmtudagar kl. 17
Þjálfarar: Baddi og Jón Gestur.
5. flokkur kvenna (5-6 bekkur)
Mánudagar kl. 17
Þriðjudagar kl. 17
Fimmtudagar kl. 17
Þjálfarar: Jóna og Guðmann.
6. flokkur kvenna (3-4 bekkur)
Mánudagar kl. 17
Þriðjudagar kl. 17
Fimmtudagar kl. 17
Þjálfari: Sólrún.
Meistaraflokkur æfir alla virka daga frá 17:45 til 19:15.
Þjálfari Brynjar Gestsson.

Boltaskóli Þróttar 8. flokkur (Börn á elsta ári í leikskóla) Fer aftur í gang í byrjun júní.
Unglingaþrek Þróttar verður til 14. maí og auglýst síðar.
Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 16:00 til 17:00.

Hefur þú séð grunsamlegar mannaferðir við dósagáminn að undanförnu ?

Með | Fréttir

Sumarið 2015 setti félagið dósagám til styrktar barna og unglingastarfi félagsins. Er gámurinn við íþróttamiðstöð.

Fjöldi fólks er að styrkja starfið með þessum hætti og kunnum við öllum þeim aðilum bestu þakkir fyrir.

Hefur þetta verkefni skilað öruggum tekjum í barna og unglingastarfið.

Núna um helgina var gámurinn tæmdur eftir að fyrirtæki hér í bæ fylltu gáminn á fimmtudaginn. Okkur reiknast það til að í kringum 120.000kr. hafa horfið að undanförnu. Það er mikið áfall fyrir lítið íþróttafélag eins og okkur.

Því miður er verið að taka dósapoka úr gámnum og biðjum við bæjarbúa um að fylgjast vel með gámnum, láta okkur vita ef það sér eitthvað grunsamlegt. Nú þegar hefur þetta verið tilkynnt til lögreglu.

Síminn hjá Þrótti er: 892-6789.

ÁFRAM ÞRÓTTUR Í BLÍÐU OG STRÍÐU!