Mánaðarlega Skjalasafn

apríl 2020

Íþróttastarf hjá Þrótti hefst 4. maí og 17 ára og eldri hefja líka æfingar þó svo að þær séu samt háðar takmörkunum – Æfingatafla yngriflokka

Með | Fréttir

Íþróttastarf hjá Þrótti hefst 4.maí – 17 ára og eldri geta líka hafið æfingar þó svo að þær séu samt háðar takmörkunum.

 • Æfingar yngriflokka í knattspyrnu fara fram utandyra á grasvellinum. Þó í einstaka tilfellum hjá þeim allra yngstu er möguleiki á að æfingar vegna veðurs verði færðar inn í íþróttamiðstöð með skömmum fyrirvara. Iðkendur koma tilbúnir til leiks og nota enga klefa í knattspyrnu fyrst um sinn. Iðkendur geta notað salerni í íþróttamiðstöð.
 • Júdó, unglingahreysti og sundæfingar fara fram með hefðbundu sniði.
 • Meistaraflokkur Þróttar í knattspyrnu. Leikmenn mæta tilbúnir til leiks og fá ekki aðgang að búningsklefum. Þjálfarateymi getur fundað með liðinu sé farið eftir tveggjametra nándarreglunni í húsinu.

Aflétting samkomubanns og minnispunktar sóttvarnalæknis í stuttu máli:  

Íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi:
Engar fjöldatakmarkanir verða settar á iðkendur.
Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, verði leyfð.
Skíðasvæði verði opin fyrir æfingar barna og unglinga.
Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða verði opin fyrir sundæfingar barna og unglinga.
Keppni í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi verði heimil án áhorfenda.
Hvatt verði til sérstaks hreinlætis og handþvottar.

Íþróttastarf fullorðinna:Mest verði sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll.

Mest verði fjórir einstaklingar með þjálfara á innisvæði sem miðast við handboltavöll.
Notkun búningsaðstöðu innanhúss verði óheimil.
Hvatt verði til að tveggjametra nándarreglan verði virt.
Keppni í íþróttum fullorðinna verði óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um tveggja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda.
Sundæfingar fyrir fullorðna verði að hámarki fyrir sjö einstaklinga. Notkun búnings- og sturtuaðstöðu verði leyfð.
Áfram verði hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.
Sundlaugar verði lokaðar almenningi.

Æfingataflan. Við minnum á fyrri pósta og yfirlýsingar á heimasíðu félagsins.

Tími Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud.
14:00 1-3 b sund 1-3 b sund 1-3 b sund
14:45 4-6 b sund til 15:45

4-6 b sund til 15:45

 

4-6 b sund til 15:45
15:45 Unglingaþrek Unglingaþrek Unglingaþrek
17:00 5, 6, 7, flokkur yngriflokkar. 5, 6, 7, flokkur yngriflokkar.

Júdó 1-3 b

 

5, 6, 7, flokkur yngriflokkar. Júdó 1-3 b.
18:00

4. flokkur karla

 

Júdó 4-10 b.
4. Flokkur.
4. flokkur karla.

Júdó 4-10 b.

 

 

Æfingatafla tekur gildi 4. maí.

:Stóri salur í Vogum : Júdósalur : Sundlaug : Grasvöllur

 

Barna og unglingastarf:

Sund (Síðasta æfing fer fram þriðjudaginn 19. júní)

Mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar

1 – 3 bekkur 14:00-14:50

4 – 7 bekkur 14:45-15:45

Þjálfari: Rebekka Magnúsdóttir.

Júdó (Síðasta æfing fer fram miðvikudaginn 20. júní)

Miðvikudagar og föstudagar.

1 – 3 bekkur 17:00-18:00

4 – eldri bekkur 18:00 – 19:30

Þjálfari: Guðmundur Stefán.

 

Knattspyrna

 1. júlí til 2. ágúst verða engar æfingar né keppni í yngriflokkum Þróttar.. Allir flokkar fara í frí á sama tíma. 
 1. flokkur karla (7-8 bekkur)

Mánudagar kl. 18

Miðvikudagar kl. 18

Fimmtudagar kl. 18

Þjálfari: Eysteinn Sindri.

 1. flokkur karla (5-6 bekkur)

Mánudagar kl. 17

Þriðjudagar kl. 17

Fimmtudagar kl. 17

Þjálfarar: Marteinn og Marko.

 1. flokkur karla (3-4 bekkur)

Mánudagar kl. 17

Þriðjudagar kl. 17

Fimmtudagar klukkan 17

Þjálfari: Baldvin Baldvinsson.

 1. flokkur blandað (1-2 bekkur)

Mánudagar kl. 17

Þriðjudagar kl. 17

Fimmtudagar kl. 17

Þjálfarar:  Baddi og Jón Gestur.

 1. flokkur kvenna (5-6 bekkur)

Mánudagar kl. 17

Þriðjudagar kl. 17

Fimmtudagar kl. 17

Þjálfarar: Jóna og Guðmann.

 1. flokkur kvenna (3-4 bekkur)

Mánudagar kl. 17

Þriðjudagar kl. 17

Fimmtudagar kl. 17

Þjálfari: Sólrún.

Meistaraflokkur æfir alla virka daga frá 17:45 til 19:15.

Þjálfari Brynjar Gestsson.

 

Boltaskóli Þróttar 8. flokkur (Börn á elsta ári í leikskóla)  Fer aftur í gang í byrjun júní.

Unglingaþrek Þróttar verður til 14. maí og auglýst síðar.

Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 16:00 til 17:00.

40 manns styrktu félagið í leik á Facebook.

Með | Fréttir

Kæru Þróttarar nær og fjær.

Ungmennafélagið þakkar fyrir frábær viðbrögð við styrktarleik á Facebook sem fyrirliði meistaraflokks í knattspyrnu fór á stað með á dögunum og er enn í gangi.

Margt smátt gerir eitt stórt. Þegar þetta er skrifað  hafa safnast 140.000 krónur sem er algerlega stórkostlegt og þakkarvert.

Það eru 40 manns sem hafa tekið þátt í leiknum. Fyrrum formenn, brottfluttir Vogabúar sem voru samferða félaginu og fyrrum bæjarstjórinn Róbert Ragnarsson tók áskorun herra Þróttar og lagði sitt af mörkum. Fyrrum leikmenn, fyrirliðar, framkvæmdastjórar og miklu fleiri.

Við þökkum enn og aftur fyrir okkur og hvetjum fólk til að fara varlega og hlýða Víði.

Áfram Þróttur.

Aðgerðir vegna COVID 19 hjá UMFÞ – Starfið hefst 4. maí – Námskeið í sumar.

Með | Fréttir

Þróttur hefur ekki farið varhluta af því ástandi sem nú varir frekar en aðrir í samfélaginu okkar.

Þróttur hefur hins vegar ekki komist hjá því frekar en önnur félög að grípa til varúðarráðstafana m.a. vegna þess tekjufalls sem nú þegar er orðið auk þess sem allt starf hefur legið niðri undanfarnar vikur. Tekjufallið snýr fyrst og fremst að því að fjáraflanir falla niður og auk þess sem einhverjir styrktaraðilar hafa eðlilega haldið að sér höndum meðan þetta ástand varir. Þá er enn óljóst með ýmis fjáröflunarverkefni sem fyrirhugaðar eru í haust sem og styrktarkvöldið sem halda átti auk mótahalds ofl. hjá einstökum deildum félagsins.

 

Þá hefur verið leitað til starfsfólks, þjálfara og annara innan félagsins um að taka á sig tímabundnar skerðingar. Það er ekki sjálfsagður hlutur en alls staðar hefur þessum aðgerðum verið mætt með skilningi og ber sérstaklega að þakka fyrir það.

 

Þá hefur einnig verið aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig þjálfarar félagsins hafa tæklað samkomubannið og haldið m.a. úti heimaæfingum fyrir sína iðkendur og haldið þannig öllum við efnið við þessar aðstæður. Einnig hafa stjórnarliðar og aðrir verið að hvetja til hreyfingar með ýmsum hætti.
En það er nú yfirlett þannig að það birtir alltaf að lokum og með hækkandi sól munum við komast í gegnum þetta saman. Þá bárust gleðilegar fréttir á dögunum að hægt verði að hefja æfingar hjá Þrótti 4. maí n.k. en með takmörkunum þó.

Við munum hins vegar gera okkar besta að láta þetta ganga upp og fara að öllu með gát í samstarfi við sveitarfélagið sem er yfir íþróttamannvirkjum.

Það eru spennandi tímar framundan og við hjá félaginu stefnum á að árið 2020 verði árið okkar á sviði íþróttanna og félagslegrar farsældar.

Stjórn félagsins hefur í samstarfi við þjálfara verið að skipuleggja komandi starfsemi.

Sund og júdó átti að ljúka 30. maí hefur verið framlengt til 20. júní.
Knattspyrnan er til 30. ágúst og hefur verið framlengt til 30. september. Þó með færri æfingum á hvern flokk.
Einnig hefur verið framlengt í Unglingahreystinu til tveggja vikna og verður lokið 14. maí.
Námskeið: Ævintýra og Sportskóli Þróttar, boltaskóli, körfuboltanámskeið og blaknámskeið. Allir iðkendur félagsins sem urðu fyrir barðinu á Covid vegna samkomubanns fá 60% afslátt. Aðrir greiða fullt gjald. Sumarnámskeiðin verða auglýst í næstu viku, verður opnað fyrir skráningar á sama tíma.

Félagsgjald 2020 !

Með | Fréttir

Nú hefur félagsmönnum UMFÞ borist greiðsluseðlar vegna félagsgjalda fyrir árið 2020 og í samræmi við ákvörðun aðalfundar sem fram fór í febrúar verður félagsgjaldið 2000kr OG BIRTIST SEM VALGREIÐSLA í heimabanka.

Er þetta fimmta árið í röð sem félagsmenn greiða félagsgjöld. Á síðasta ári fengu allir borgandi félagsmenn gjöf frá félaginu.

Lög UMFÞ 13. gr.

Allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri hafa kjörgengi til stjórnarstarfa, tillögurétt, atkvæðisrétt og málfrelsi á aðalfundi félagsins.

Þeir Þróttarar sem eru ekki skráðir í félagið og vilja engu að síður styrkja félagið með þessum hætti er bent á reikningsnúmer félagsins 157-05-410050 og kennitala 640289-2529.

íþróttastarf barna getur hafist 4.maí og 17 ára og eldri geta líka hafið æfingar þó svo að þær séu samt háðar takmörkunum.

Með | Fréttir

Frábærar fréttir komnar í hús – íþróttastarf barna getur hafist 4.maí og 17 ára og eldri geta líka hafið æfingar þó svo að þær séu samt háðar takmörkunum.

Þjálfarar Þróttar halda áfram að senda iðkendum heimaæfingar og það er heimakeppni í gangi.

Stjórn félagsins og aðrir sem starfa fyrir félagið vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa sig fyrir komandi verktíð. Við látum í okkur heyra þegar nær dregur.

Miklar þakkir til allra forráðamanna og annara hjá félaginu fyrir að sýna jákvæðni, skilning og þolinmæði á þessum óvissutímum.

Aflétting samkomubanns og minnispunktar sóttvarnalæknis í stuttu máli:

Íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi:
Engar fjöldatakmarkanir verða settar á iðkendur.
Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, verði leyfð.
Skíðasvæði verði opin fyrir æfingar barna og unglinga.
Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða verði opin fyrir sundæfingar barna og unglinga.
Keppni í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi verði heimil án áhorfenda.
Hvatt verði til sérstaks hreinlætis og handþvottar.

Íþróttastarf fullorðinna:

Mest verði sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll.
Mest verði fjórir einstaklingar með þjálfara á innisvæði sem miðast við handboltavöll.
Notkun búningsaðstöðu innanhúss verði óheimil.
Hvatt verði til að tveggjametra nándarreglan verði virt.
Keppni í íþróttum fullorðinna verði óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um tveggja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda.
Sundæfingar fyrir fullorðna verði að hámarki fyrir sjö einstaklinga. Notkun búnings- og sturtuaðstöðu verði leyfð.
Áfram verði hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.
Sundlaugar verði lokaðar almenningi.

Heimaæfingar – Glæsilegir vinningar – Keppni hefst 20. apríl

Með | Fréttir

Við ætlum að henda í keppni og þau sem verða með bestu mætinguna eiga möguleika á vinningi. Þjálfarar setja inn 3x í viku heimaæfingar fyrir sína flokka á FB-hóp og Sportabler.

Reglur:

 • Forráðamenn setja inn staðfestingu með athugasemd eða mynd á Sportabler eða facebookhóp að iðkandi hafi tekið æfingu dagsins.
 • Þjálfarar halda utan um mætingu allra iðkenda. Þriðjudaginn 5. maí verða úrslitin kynnt og þjálfari kemur vinningi til skila.
 • Keppni hefst mánudaginn 20. apríl og stendur til 3. maí.

Hvað er í verðlaun og keppni í hvaða flokkum ?

7. flokkur: Þjálfarar, Jón Gestur og Sólrún.

Verðlaun. Erreabolti, Þróttarabuff og pizzaveisla fyrir fjölskylduna.

6. flokkur: Þjálfarar. Baddi og Sólrún.

Verðlaun. Erreabolti, Þróttarabuff og pizzaveisla fyrir fjölskylduna.

5. flokkur: Þjálfarar. Jóna, Guðmann, Matti og Markó.

Verðlaun. Erreabolti, Þróttarabuff og pizzaveisla fyrir fjölskylduna.

4. flokkur: Þjálfari. Eysteinn.

Verðlaun. Erreabolti, Þróttarabuff og pizzaveisla fyrir alla fjölskylduna.

Sund: Þjálfari. Rebekka.

Eldri: Verðlaun. Þróttarabolur merktur nafni iðkenda og pizzaveisla handa fjölskyldunni.

Yngri: Verðlaun. Þróttarabolur merktur nafni iðkenda og pizzaveisla handa fjölskyldunni.

Júdó: Þjálfari. Gummi júdó.

Eldri: Verðlaun. Þróttarabolur merktur nafni iðkenda og pizzaveisla handa fjölskyldunni.

Yngri: Verðlaun. Þróttarabolur merktur nafni iðkenda og pizzaveisla handa fjölskyldunni.

Unglingahreysti: Þjálfari. Petra.

Verðlaun. Þróttarabolur merktur nafni iðkenda og pizzaveisla handa fjölskyldunni.

Ungmennafélagið minnir á mikilvægi þess að hreyfa sig á hverjum degi. Hreyfispil Þróttar kom út á dögunum og einnig hefur félagið sent frá sér hugmyndir að gönguferðum. 

Við munum tilkynna sigurveigara frá öllum flokkum þegar úrslit liggja fyrir.

 

Aðalfundur aðalstjórnar fór fram 27. febrúar „Petra endurkjörin formaður og breytingar á lögum“

Með | Fréttir

Fimm konur sitja í stjórn Þróttar Vogum

Petra Ruth Rúnarsdóttir var endurkjörin formaður Þróttar í Vogum en aðalfundur félagsins fór fram 27. febrúar. Fram kom í máli Petru að hennar fyrsta ár sem formaður félagsins hefði verið gefandi og lærdómsríkt. Kvenfólk er í meirihluta í stjórn og varastjórn. Félagið ætlar sér stærri hluti á næstu árum og meðalannars sækja um landsmót UMFÍ 50+ árið 2022. 
Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga kom inná í ræðu sinni að Ungmennafélagið Þróttur skiptir samfélagið miklu máli í Vogum, félagið væri að standa sig vel í sínum störfum. Samstarfið milli bæjaryfirvalda og stjórnenda UMFÞ væri gott þar sem allir eru að gera sitt besta. 
Tap varð á rekstri félagsins 1,8 milljón. Félagið hagnaðist 2018 á þátttöku Íslands í knattspyrnu og voru peningarnir notaðir til kaupa á nýrri heimasíðu auk annara styrkingar á innviðum félagsins í tengslum við skráningarkerfi. Auk þess var stöðugildi framkvæmdastjóra á skrifstofu hækkað frá og með 1. júlí sl. 
Auk Petru í stjórn Þróttar er stjórnin eftirfarandi. 
Katrín Lára Lárusdóttir, Reynir Emilsson, Jóna K. Stefánsdóttir, Davíð Hanssen. Varamenn eru, Sólrún Ósk Árnadóttir og Birgitta Ösp Einarsdóttir.