Mánaðarlega Skjalasafn

mars 2020

Leggjum áherslu á að halda iðkendum virkum og mikilvægt að standa saman.

Með | Fréttir
Orð frá formanni Þróttar…..

Þróttur þarf að fella niður 30 til 35 skipulagðar æfingar í hverri viku og það hefur áhrif á um 200 iðkendur í skipulögðu starfi félagsins. Þetta hefur mikil áhrif á iðkendur, þjálfara, foreldra og aðra hjá Þrótti. Hlutverk félagsins er að halda iðkendum við efnið og hlúa að þeim á meðan þetta ástand varir.

Stjórnendur og þjálfarar Þróttar eru í sömu sporum og öll önnur íþróttafélög í landinu en allt íþróttastarf hefur legið niðri síðan samkomubann tók gildi.
Þróttur leggur áherslu á mikilvægi þess að félagið sýni samfélagslega ábyrgð, fylgi tilmælum heilbrigðisyfirvalda og leggi sitt af mörkum til að sporna við útbreiðslu veirunnar.

Í þessu ástandi er það áskorun fyrir Þrótt og önnur íþróttafélög að halda uppi skipulögðu starfi með öðrum hætti þó æfingar falli niður. Hefur stjórn félagsins unnið að verklýsingu þar sem settar eru kröfur á alla þjálfara að senda iðkendum sínum heimaæfingar og aðstoða þá af bestu getu ef eitthvað er. Við erum að gera okkar besta í þessari stöðu til að halda úti æfingum og okkar iðkendum virkum. Langar mig að hrósa foreldrum fyrir að taka virkan þátt í þessu með okkur og hvetja börnin til þess að gera æfingar heima. Það er mikilvægt að halda í alla þá rútínu sem við getum og það er til dæmis hægt með að stunda reglulega, skipulagða hreyfingu.

Á meðan þetta ástand varir hefur tíminn verið nýtur til að horfa til framtíðar þannig að hægt sé að koma starfi aftur í eðlilegt horf um leið og hægt er. En þangað til verðum við að horfa á jákvæðu hliðarnar og njóta aukna samverustunda með fjölskyldunni, hreyfa okkur og hafa gaman.

Eins og flestir í samfélaginu þá tökum við hjá Þrótti reglulega stöðuna og högum starfsemi í samræmi við nýjustu ráðleggingar stjórnvalda. Viljum við biðja alla um að halda áfram að sína okkur og stöðunni skilning en við erum öll í sama liði og okkar lið er að standa sig glæsilega.

Áfram Þróttur!!

Kveðja, Petra R. Rúnarsdóttir formaður Ungmennafélagsins Þróttar frá Vogum.

Viltu páskaegg ??? – Eitt egg á hvert heimili !

Með | Fréttir

Þar sem fresta þurfti páskabingó Þróttar síðustu helgi vegna samkomubanns á félagið 54 páskaegg sem liggja undir skemmdum. Er bæjarbúum velkomið að sækja sér egg að kostnaðarlausu! 

Það er öllum bæjarbúum velkomið að koma og sækja sér eitt páskaegg á heimili klukkan 11:00 til 12:00 og aftur klukkan 17:00 til 18:00 við anddyri íþróttamiðstöðvar í dag „miðvikudag“. Munið að hafa tvo til þrjá metra á milli ykkar ef það skyldi verða röð.

Munum að sýna kurteisi og eitt egg á hvert heimili. Við byrjum á minnstu eggjunum „nr.4“ og færum okkur ofar eftir því sem eggjunum fækkar.

 

 

Páskabingó Þróttar fer fram í júní – Með bros á vör og sól í hjarta – Þakkir til foreldra

Með | Fréttir

Páskabingó Þróttar frestað !

Á fundi aðalstjórnar í kvöld var ákveðið að fresta páskabingó félagsins til júní. Kom ekki til greina að fella viðburðinn niður sem hefur farið fram samfleytt frá árinu 1980 & eitthvað 🤔🥴

Stjórn bókaði eftirfarandi í kvöld.

Páskabingó Þróttar hefur verið aflýst vegna fordæmalausra tíma. Þetta er ein helsta fjáröflun aðalstjórnar. Stjórn ákveður að halda páskabingó þegar birtir til í vor. Einnig hefur verið ákveðið að halda tvær dósasafnanir, hefja sölu á Þróttaratreflum og Þróttarahúfum. Hefja sölu á árskortum á meistaraflokksleiki, hagnaður myndi renna til allra deilda innan félagsins. Huga að haustfagnaði Þróttar í október, einnig er í skoðun að fá allar deildir til að halda viðburði í sameiningu félaginu til heilla.

Önnur bókun vegna Covid 19

Aðalstjórn þakkar öllum forráðamönnum og öðrum hjá félaginu fyrir að sýna jákvæðni og þolinmæði á þessum óvissutímum. Engar æfingar eru í gangi. Næstu vikur verða með þeim hætti að þjálfarar félagsins setja inn heimaæfingar á sama tíma og æfingar eiga fara fram. Þjálfarar hafa fengið verklýsingu með hvaða hætti skal vinna verkefnið. Aðalstjórn minnir á mikilvægi þess að iðkendur og aðrir haldi áfram að hreyfa sig þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf sé ekki til staðar næstu vikurnar. Þróttur mun leggja áherslu á mikilvægi þess að félagið sýni samfélagslega ábyrgð, fylgi tilmælum heilbrigðisyfirvalda og leggi sitt af mörkum til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Æfingar falla líka niður hjá meistaraflokki Þróttar og Vogaþreki Þróttar.

Mynd:

Stjórnarliðar fóru í símann til að sækja sér fylgiskjal. Ekki dæma kæru Þróttarar 😅😅😅

 

 

 

 

Lokahófi 1×2 frestað – SPURNING MEÐ SIGURVEIGARA ?

Með | Fréttir

Það er með sorg í hjarta sem við tilkynnum að fresta þarf lokahófi 1×2 sem fram átti að fara laugardaginn 28. mars í Lions-húsinu.

Þetta á að vera hátíð kossa, faðmlaga og gleði. Því munum við blása til almennrar gleði þegar yfirvöld gefa grænt ljós. 

Einnig hefur verið ákveðið að verði Enska úrvalsdeildin ekki kláruð og dæmd ógild, mun það sama gilda um Getraunadeild Þróttar 2020.

Við munum samt alltaf gefa verðlaun fyrir mesta rjómann.

Sjáumst hress Á PALLINUM VIÐ LIONS þegar Víðir Reynis segir GO og munum að þvo okkur um hendur.

Við þökkum ykkur öllum fyrir frábæra samveru í vetur og frábærar móttökur.

Áfram Þróttur.

Fjar- og heimaæfingar ❗️❗️❗️ Tökum þátt í þessu verkefni – Forráðamenn, iðkendur og aðrir ❗️

Með | Fréttir

Það verða fjar- og heimaæfingar næstu vikur hjá Þrótti.

Miklar þakkir til allra forráðamanna og annara hjá félaginu fyrir að sýna jákvæðni og þolinmæði á þessum óvissutímum. Næstu vikur verða með þeim hætti að þjálfarar setja inn heimaæfingar á sama tíma og æfingar eiga fara fram hjá ykkar barni inná SP og FB-hópum. Foreldrar munum að hvetja ykkar iðkanda til þátttöku. Staðfesta þátttöku á Sportabler eða inná FB-hóp. Það má setja inn myndir.

Við viljum minna á mikilvægi þess að iðkendur okkar haldi áfram að hreyfa sig þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf sé ekki til staðar næstu vikurnar. Þróttur mun leggja áherslu á mikilvægi þess að félagið sýni samfélagslega ábyrgð, fylgi tilmælum heilbrigðisyfirvalda og leggi sitt af mörkum til að sporna við útbreiðslu veirunnar.

Þróttur er með þjálfara sem hafa getu og þekkingu til að útfæra æfingar með hliðsjón af þeim tilmælum sem ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöld leggja fram. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda starfinu gangandi innan fyrrgreindra tilmæla og í góðu samstarfi við alla. Foreldrar, ekki hika við að vera í góðu sambandi við þjálfara ykkar barna. Við erum öll í sama liðinu.

Félagið mun vera duglegt að nýta sér áfram Ísland verkefnið sem KSÍ er að standa fyrir, einnig ætlum við að taka fleiri punkta frá ÍSÍ og UMFÍ sem hvetja til hreyfingar. Foreldrar og félagsmenn, ef þið eruð með eitthvað. Ekki hika við að senda okkur !

Allar greinar hjá félaginu falla niður næstu daga, líka hjá fullorðnum enda var yfirlýsing yfirvalda afdráttarlaus sl. föstudag.

Við hvetjum félagsmenn sem þurfa á þjónustu frá skrifstofu UMF. Þróttar að hringja eða senda tölvupóst þar sem skrifstofan er lokað fyrir heimsóknir.

Áfram Þróttur !

Kveðja, aðalstjórn Þróttar.

 

Allt íþróttastarf fellur niður –

Með | Fréttir

20.03.2020

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna.

Hvað varðar íþróttastarf barna og ungmenna er eftirfarandi beint til íþróttahreyfingarinnar:

„…að virtum þeim sjónarmiðum og skýringum sem fram hafa komið af hálfu ÍSÍ og ýmissa annarra samtaka sem sinna íþrótta- og æskulýðsstarfi mælast heilbrigðisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneyti til þess að hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna, sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun skólastarfs lýkur.“

Hvað varðar íþróttaiðkun fullorðinna þá er eftirfarandi beint til til íþróttahreyfingarinnar:

„…er þeim tilmælum beint til ábyrgðaraðila og skipuleggjenda annars íþrótta- og æskulýðsstarfs að með sama hætti verði gert hlé á starfi sem felur í sér snertingu eða nálægð milli iðkenda sem er minni en 2 metrar, í samræmi við þær meginreglur sem fram koma í auglýsingu um takmörkun á samkomum og á meðan þær takmarkanir eru í gildi.“

Jafnframt hvetja ráðuneytin  skipuleggjendur íþróttastarfs til að halda uppi félagsstarfi með því að nýta sér tæknina til að halda utan um sína hópa og vera í sambandi við iðkendur og hvetja þá til virkni og hreyfingar eftir því sem við á.

Eftirfarandi árétting barst frá sóttvarnalækni í dag í tilefni útgáfu leiðbeinandi viðmiða frá heilbrigðisráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti:

„Sóttvarnalæknir vill árétta að í auglýsingum heilbrigðisráðherra um samkomubann og um takmarkanir á skólastarfi er fjallað um að nálægð einstaklinga verði ekki minni en tveir metrar ef því er við komið. Einnig er ljóst að með vísan í leiðbeiningar um almennar sóttvarnaráðstafanir t.d. varðandi hreinlæti og smitleiðir að sameiginleg notkun á hverskonar búnaði til íþróttaiðkunar boltum, dýnum, rimlum, handlóðum, skíðalyftum og margs fleira án góðrar sótthreinsunar á milli notkunar einstaklinga er mjög varasöm og ekki í anda fyrirmæla um sóttvarnir.
Því er augljóst að í flestum íþróttum er nánast ómögulegt að æfa eða keppa.
Sóttvarnalæknir vill beina því til Íþrótta- og ólympíusambands Íslands að, líkt og gert hefur varðandi börn og ungmenni, að tekið verði hlé í æfingum og keppnum á vegum sambandsins og aðildarfélaga þeirra á meðan samkomubann varir.“ (birt á Facebook síðu Almannavarna).

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og UMFÍ treysta því að öll íþróttahreyfingin muni fara að þessum afgerandi tilmælum og að allt íþróttastarf falli tímabundið niður. Það er augljóslega ekki auðvelt fyrir íþróttahreyfinguna en við þessar aðstæður er mjög mikilvægt að þjóðin standi saman sem einn maður og að íþróttahreyfingin sýni fulla samstöðu og ábyrgð.

Við viljum jafnframt minna á mikilvægi þess að landsmenn haldi áfram að hreyfa sig þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf sé ekki til staðar. Þá er mikilvægt að félög haldi áfram að þjónusta sína iðkendur með þeim hætti sem mögulegt er, með fjar- og heimaæfingum.

Frekari upplýsingar eru að finna à heimasíðum UMFÍ og ÍSÍ.

http://umfi.is/utgafa/frettasafn/allt-ithrottastarf-fellur-nidur/

Tilmæli fyrir æfingar og keppni íþróttafélaga verða birt í dag.

Með | Fréttir

Heilbrigðisyfirvöld og ÍSÍ hafa upplýst að birt verði frekari tilmæli fyrir æfingar og keppni íþróttafélaga í dag.

Þróttur mun leggja áherslu á mikilvægi þess að félagið sýni samfélagslega ábyrgð, fylgi tilmælum heilbrigðisyfirvalda og leggi sitt af mörkum til að sporna við útbreiðslu veirunnar.

Þróttur er með þjálfara sem hafa getu og þekkingu til að útfæra æfingar með hliðsjón af þeim tilmælum sem ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöld munu leggja fram. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda starfinu gangandi innan fyrrgreindra tilmæla og í góðu samstarfi við alla.

Miklar þakkir til allra forráðamanna og annara hjá félaginu fyrir að sýna jákvæðni og þolinmæði á þessum óvissutímum.

Nú þegar liggur fyrir frá yfirvöldum að engar æfingar fari fram til 23. mars.

Vogaþrek hefst aftur í fyrramálið – Kynnið ykkur reglurnar !

Með | Fréttir

Vogaþrek hefst á morgun !

Það er undir hverjum og einum komið að mæta á æfingar. Förum öll eftir tilmælum Almannavarna og munum handþvottinn.

Framvegis verða áhöld geymd í íþróttasal þar sem Vogaþrekið fer fram. Spritt, pappír og sótthreinsandi verður á staðnum. Pappír fyrir alla til að þrífa eftir sig. Munum engar snertingar á milli fólks og tveir metrar á milli í öllum æfingum.

Búningsklefar eru háðir öðrum skilyrðum þessa daganna. Hvetjum alla til að mæta í íþróttagallanum og sleppa búningsklefa. 

Hámarksfjöldi fólks:

Pottur (3)
Vaðlaug (4)
Sundlaug (8)

Danni þjálfari fer yfir þetta með ykkur í fyrramálið.

Sjáumst hress.