Mánaðarlega Skjalasafn

janúar 2020

Foreldrafélag UMF. Þróttar !

Með | Fréttir

Þann 3. desember sl. fór fram aðalfundur foreldrafélags UMFÞ í Vogabæjarhöllinni.

Foreldrafélagið stóð fyrir ýmsum verkefnum á árinu félagi og iðkendum til mikilla heilla.

Jóladagatöl, aðstoð við fjáröflun á íþróttagöllum, páskabingó og ýmislegt fleira.

Heiða Hrólfsdóttir og Hildigunnur Jónasdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa. Félagið sendir þeim þakkir fyrir fórnfýsina síðustu árin.

Kristín Thorarensen, Linda Ösp Sigurjónsdóttir, Hildur B. Einarsdóttir og Ingvar Rúnar Jóhannesson eru í stjórn foreldrafélags Þróttar í dag. Það eru allir velkomnir að taka þátt í starfinu og margar hendur vinna létt verk. Áhugasömum er bent á að hafa samband við kris.erla84@hotmail.com

#FyrirVoga

Hrólfur Sveinsson áfram í Vogum

Með | Fréttir

Það er með stolti að tilkynna að Hrólfur Sveinsson verður áfram í Vogum til næstu tveggja ára.

Hrólfur sem er 22 ára kom til okkar árið 2017 eftir að hafa spilað upp yngriflokka hjá FH. Hann hefur spilað 80 leiki fyrir félagið í mótum KSÍ og verið einn af burðarásum liðsins síðustu árin. Hrólfur var kosinn efnilegasti leikmaður félagsins haustið 2017 þegar félagið fór upp um deild sama ár.

Hrólfur gat ekki spilað í gærkvöldi á móti Keflavík vegna smávægilegra meiðsla. Hann verður klár í slaginn þegar Þróttarar mæta Vestra á sunnudaginn í fótboltanet-mótinu.

 

 

 

Stelpur í fótbolta, gleði og félagsskapur – Strákar í 1 – 2 bekk ❗️❗️ VANTAR FLEIRI

Með | Fréttir

Hjá félaginu er lögð mikil áhersla á jafnan aðgang kynjanna að fjölda æfinga og faglegri þjálfun. Félagið hefur á að stúlkum og strákum sem eru dugleg að æfa, en betur má ef duga skal og viljum við bæta enn í og fá fleiri í starfið.

Það vantar tvo til þrjá iðkendur í eftirfarandi flokka: 6, flokk kvenna (3 – 4 bekkur) 6, flokk strákar (3 – 4 bekkur) 7, flokkur strákar (1 – 2 bekkur) (5. flokk kvenna) 5 – 6 bekkur.

6. flokkur karla (3-4 bekkur)

Mánudagar kl. 17
Þriðjudagar kl. 17
Föstudagar klukkan 16
Þjálfari: Baldvin Baldvinsson.

7. flokkur blandað (1-2 bekkur)

Mánudagar kl. 16
Þriðjudagar kl. 16
Fimmtudagar kl. 16
Þjálfarar: Jón Gestur.

5. flokkur kvenna (5-6 bekkur)

Mánudagar kl. 18
Fimmtudagar kl. 17
Föstudagar kl. 17

Þjálfarar: Jóna og Guðmann.

6. flokkur kvenna (3-4 bekkur)

Mánudagar kl. 18
Miðvikudagar kl. 16
Föstudagar kl. 14:30

Þjálfari: Sólrún.

 

Getraunastarf Þróttar hefst aftur laugardaginn 1. febrúar (Félagskaffi)

Með | Fréttir

Þróttur Vogum auglýsir opið alla laugardaga í vetur milli 11-13 í Vogabæjarhöllinni/Íþróttahúsi. Hefst 1. febrúar!

Við hjá Þrótti Vogum ætlum að efla félagsstarfið enn frekar hjá okkur í vetur og verðum með opið hús í Íþróttamiðstöðinni Vogum alla laugardaga í vetur milli kl. 11 og 13. Þangað geta allir komið í kaffi, hitt gamla félaga og kynnst nýjum úr okkar skemmtilega hópi.

Við byrjum formlega næsta laugardag 1. febrúar. Enn fremur geta allir tekið þátt í innanfélagsleik okkar í getraunum og sýnt snilli sína á því sviði. Kunnir þú ekki að tippa þá eru sérfræðingar okkar boðnir og búnir að aðstoða þig. Hafir þú ekki áhuga á að tippa er það líka í góðu lagi svo framarlega sem þú mætir með góða skapið. Hlökkum til að sjá þig.
Einnig bjóðum við uppá innanfélagsleik hjá okkur fyrir þá sem vilja.

Hlökkum til að sjá ykkur !!!!

 

Össi áfram í Vogum !

Með | Fréttir

Örn Rúnar Magnússon hefur framlengt samning sinn til tveggja ára og spilar með Þrótti Vogum næstu tvö árin.

Örn Rúnar er uppalinn FH-ingur, hóf sinn feril hjá Þrótti haustið 2016. Áður hafði hann spilað með ÍH og Hamar í 2. deild. Örn verður þrítugur á þessu ári er með leikjahærri leikmönnum í sögu Þróttar og vinsæll hjà stuðningsfólki Þróttar.

Þróttarar munu leggja niður vinnu í dag á milli 15:30 – 16:00 til að fagna áframhaldandi samstarfi ! 

 

 

Íþróttaskóli barna hefst laugardaginn 25. janúar – (Boltaskóli 8. flokks hefst í febrúar og auglýst þegar nær dregur)

Með | Fréttir

Íþróttaskóli barna vinsæll í Vogum

Þriðja árið í röð verður Bryndís Björk Jónsdóttir með íþróttaskóla fyrir börn á leikskólaaldri á laugardögum. Íþróttaskólinn var vel sóttur af vonarstjörnum félagsins félagsins á síðasta ári. Bryndís er 28 ára og stundaði sjálf fimleika á sínum yngri árum. Þá hefur Bryndís einnig verið að þjálfa síðustu ár með hléum á milli.

Alla laugardaga í vetur klukkan 11:20 til 12:00.

Skráningar fara fram á heimasíðu UMFÞ.

Verð:

Eftir áramót 12000kr

Ársgjald 19900kr

Fyrir 2 – 5 ára

 

KNATTSPYRNUNÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN Á LEIKSKÓLAALDRI. Verður auglýst þegar nær dregur og hefst í febrúar!

Nýr leikmaður kynntur til leiks ⚽👊❗👈

Með | Fréttir

Með stolti kynnum við til leiks hinn bráðefnilega Júlíus Óla Stefánsson.

Júlíus Óli Stefánsson, sem er fæddur árið 1998, spilaði upp alla yngri flokka hjá Blikum. Hann spilaði sex leiki í 2. deildinni á síðasta tímabili en hann lék fjóra með Selfoss og tvo með Fjarðabyggð.
Júlíus Óli hefur nú samið við Þrótt til tveggja ára og lék sinn fyrsta leik á móti Haukum á föstudagskvöldið.

Ungur og efnilegur kvittar undir tveggja ára samning. (Jón Gestur)

Með | Fréttir

Ungur og efnilegur kvittar undir tveggja ára samning. (Jón Gestur)

Jón Gestur (2001) kom til Þróttar á miðju sumri síðasta árs. Þrátt fyrir unga aldur þá spilaði Jón tvo leiki fyrir Þróttara í 2. deildinni.
Jón fór í gegnum 7, 6, 5, flokka hjá Þrótti og hefur verið í Njarðvík síðustu ár. Jón á að baki nokkra æfingaleiki með meistaraflokki Njarðvíkur og var í æfingahóp meistaraflokks Njarðvíkur þegar hann vildi koma aftur heim til Voga. 

Logi Friðriksson valinn í Hæfileikamótun KSÍ.

Með | Fréttir

Logi Friðriksson markvörður 4. flokks Þróttar hefur verið valinn í verkefnið Hæfileikamótun KSÍ fyrir 2006  árganginn á Íslandi.

Tilgangur markmið verkefnisins er að fjölga þeim leikmönnum sem fylgst er með.

Fylgjast með yngri leikmönnum en áður og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar.

Koma til móts við minni staði á landsbyggðinni og mæta þeirra þörfum.

Koma til móts við leikmenn stærri félaga á höfuðborgarsvæðinu sem að öllu jöfnu væru ekki valdir á landsliðið.

Bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim stefnu KSÍ í landsliðsmálum.

Undirbúa leikmenn enn betur til þess að mæta á landsliðsæfingar seinna með fræðslu.