Mánaðarlega Skjalasafn

desember 2019

Jólapakkaþjónusta … Viltu heimsókn ⁉️⁉️

Með | Fréttir

Líkt og síðustu ár þá verður jólapakkaþjónusta í Vogum og mun jólasveinn á vegum Þróttar fara á kreik & dreifa gjöfum á þorláksmessukvöldi milli klukkan 18:30 – 20:30.

Þjónustan virkar svona:

Þú finnur gjöf handa þínu barni/barnabarni/frænku/frænda eða vini og pakkar henni inn.
Þú kemur með gjöfina merkta og í poka merktu með heimilisfangi. Muna setja 1500kr í pokann!
Við sjáum til þess að pakkarnir komi í hús á þorláksmessu og allir fá mynd af sér með jólasveinunum.
Þessi þjónusta kostar aðeins 1500 kr á heimili óháð fjölda barna.

Tekið verður á móti gjöfum föstudaginn 20. dessember frá 10:30 til 19:00 á skrifstofu UMFÞ.

Neyðarsími vegna jólapakkaþjónustu 846-0759 !!!

Þróttarar tóku þátt í Keflavíkurmótunum – Mikill kraftur í starfinu.

Með | Fréttir

Yngriflokkar Þróttar í knattspyrnu.

Mikill kraftur hefur verið í yngriflokkum Þróttar í knattspyrnu frá því að starfið hófst 1. október.

Mikil fjölgun hefur átt sér stað hjá stelpunum. Félagslegt í Vogabæjarhöllinni, pizzakvöld og Keflavíkurmótið. Æfingasókn hefur verið frábær og yfirleitt 100% mæting. Þjálfarar: Jóna og Guðmann.

Fjórði flokkur karla hefur spilað fjóra leiki í Faxaflóamótinu. Einnig hefur flokkurinn verið duglegur að gera félagslegt. Eysteinn þjálfari hefur bætt við fjórðu æfingunni sem er aukaæfing. Þjálfari: Eysteinn.

Fimmti flokkur karla hefur spilað þrjá leiki í Faxaflóamótinu, pizzakvöld eftir æfingu, gisting í Vogabæjarhöllinni, flokkurinn tók þátt í Keflavíkurmótinu. Á næstu dögum mun fimmti flokkur taka þátt í Kjörísbikarnum í Hveragerði. Þjálfarar: Matti og Marko.

Sjötti flokkur tók þátt í Keflavíkurmótinu og Kjörísbikarnum. Einnig var haldið spilakvöld heima hjá þjálfara og endað í pizzaveislu. Þjálfari: Baddi.

Sjöundi flokkur tók þátt í Keflavíkurmótinu um helgina. Einnig var haldið pizzakvöld eftir æfingu í haust. Þjálfarar: Jón Gestur og Sólrún.

Áttunda flokki er haldið út með námskeiði og heppnaðist námskeiðið fullkomlega. Stefnan er sett á að endurtaka leikinn aftur í vor.

Þriðjudaginn 17. desember fer fram innanfélagsmót hjá yngriflokkum Þróttar. Það verður fjör !

Mynd frá David Harðarson.Mynd frá Þróttur Vogum.Mynd frá Þróttur Vogum.Mynd frá Þróttur Vogum.

Mynd frá Þróttur Vogum.

Mynd frá Steinunn Björk Jónatansdóttir.