Mánaðarlega Skjalasafn

desember 2019

Jólafrí innan Þróttar verður sem hér segir:

Með | Fréttir

👉 Knattspyrna: Jólafrí frá æfingum yngri flokka (3-7 flokkur) innan deilda Þróttar verður sem hér segir: Síðustu æfingar fyrir jólafrí verða þriðjudaginn 17. desember og fyrstu æfingar eftir jólafrí verða föstudaginn 3. janúar.

👉 Sund: Síðustu æfingar fyrir jólafrí verða mánudaginn 16. desember og fyrstu æfingar eftir jólafrí verða föstudaginn 3. janúar.

👉Júdó: Síðustu æfingar fyrir jólafrí verða föstudaginn 13. desember og fyrstu æfingar eftir jólafrí verða föstudaginn 3. janúar.

👉 Unglingahreysti og Vogaþrek: Síðustu æfingar þriðjudaginn 16. desember og fyrstu æfingar eftir jólafrí verða: Vogaþrek, fimmtudaginn 2. janúar og Unglingahreysti, fimmtudaginn 9. janúar.

Íþróttaskóli barna á laugardögum byrjar 18. janúar.

Opnunartími skrifstofu um jól og áramót verður sem hér segir:

🔴 Lokað frá 19. desember – 3.janúar 🔴Fyrsti opnunardagur eftir áramót verður því mánudaginn 6. janúar.

Allar upplýsingar eru að finna á heimasíðu Þróttar www.throtturvogum.is og hægt að senda tölvupóst á netfangið throttur@throttur.net.

Þróttarar buðu í lamb og bernese annað àrið í röð !

Með | Fréttir

Takk fyrir fràbært kvöld 🧡🤗

Innan Þróttar eru ástæður þess að fólk tekur að sér sjálfboðaliðastörf m.a. þær að með þeim hætti getur fólk kynnst öðrum foreldrum, þjálfurum, stjórnarfólki í félaginu og þannig fullnægt félagslegum þörfum sínum ásamt því að hjálpa sínu félagi að ná settum markmiðum.

Jafnframt er það að sinna sjálfboðaliðastarfi, tækifæri fyrir fólk að læra leikreglur, hvernig rekstur félagsins gengur fyrir sig og almenn félagsstörf.

Þátttaka og stuðningur foreldra er börnum og ungmennum mikilvægur og eykur líkur á að barnið haldi áfram að stunda íþróttir.

Dagur sjálfboðaliða í dag hjá Þrótti ❗🧡❗🎈

Dagur sjálfboðaliða hjà Þrótti 🙌🏻❗🙌🏻

Innan Þróttar starfar fjöldi sjálfboðaliða sem leggja á sig ómælda vinnu til hagsbóta fyrir félagið. Án þessarar mikillar vinnu sem sjálfboðaliðar leggja af mörkum ætti það góða og viðamikla starf innan Þróttar sér ekki stað. Störf sjálfboðaliða eru því ekki aðeins ómetanleg fyrir Þrótt, heldur eru þau ómetanleg fyrir samfélagið í Vogum.

Rúnar Amin Vigfússon var kokkur kvöldsins og sjàlfboðaliði. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir 💪❗🧡

#FyrirVoga #ViðerumÞróttur

Jólapakkaþjónusta … Viltu heimsókn ⁉️⁉️

Með | Fréttir

Líkt og síðustu ár þá verður jólapakkaþjónusta í Vogum og mun jólasveinn á vegum Þróttar fara á kreik & dreifa gjöfum á þorláksmessukvöldi milli klukkan 18:30 – 20:30.

Þjónustan virkar svona:

Þú finnur gjöf handa þínu barni/barnabarni/frænku/frænda eða vini og pakkar henni inn.
Þú kemur með gjöfina merkta og í poka merktu með heimilisfangi. Muna setja 1500kr í pokann!
Við sjáum til þess að pakkarnir komi í hús á þorláksmessu og allir fá mynd af sér með jólasveinunum.
Þessi þjónusta kostar aðeins 1500 kr á heimili óháð fjölda barna.

Tekið verður á móti gjöfum föstudaginn 20. dessember frá 10:30 til 19:00 á skrifstofu UMFÞ.

Neyðarsími vegna jólapakkaþjónustu 846-0759 !!!

Þróttarar tóku þátt í Keflavíkurmótunum – Mikill kraftur í starfinu.

Með | Fréttir

Yngriflokkar Þróttar í knattspyrnu.

Mikill kraftur hefur verið í yngriflokkum Þróttar í knattspyrnu frá því að starfið hófst 1. október.

Mikil fjölgun hefur átt sér stað hjá stelpunum. Félagslegt í Vogabæjarhöllinni, pizzakvöld og Keflavíkurmótið. Æfingasókn hefur verið frábær og yfirleitt 100% mæting. Þjálfarar: Jóna og Guðmann.

Fjórði flokkur karla hefur spilað fjóra leiki í Faxaflóamótinu. Einnig hefur flokkurinn verið duglegur að gera félagslegt. Eysteinn þjálfari hefur bætt við fjórðu æfingunni sem er aukaæfing. Þjálfari: Eysteinn.

Fimmti flokkur karla hefur spilað þrjá leiki í Faxaflóamótinu, pizzakvöld eftir æfingu, gisting í Vogabæjarhöllinni, flokkurinn tók þátt í Keflavíkurmótinu. Á næstu dögum mun fimmti flokkur taka þátt í Kjörísbikarnum í Hveragerði. Þjálfarar: Matti og Marko.

Sjötti flokkur tók þátt í Keflavíkurmótinu og Kjörísbikarnum. Einnig var haldið spilakvöld heima hjá þjálfara og endað í pizzaveislu. Þjálfari: Baddi.

Sjöundi flokkur tók þátt í Keflavíkurmótinu um helgina. Einnig var haldið pizzakvöld eftir æfingu í haust. Þjálfarar: Jón Gestur og Sólrún.

Áttunda flokki er haldið út með námskeiði og heppnaðist námskeiðið fullkomlega. Stefnan er sett á að endurtaka leikinn aftur í vor.

Þriðjudaginn 17. desember fer fram innanfélagsmót hjá yngriflokkum Þróttar. Það verður fjör !

Mynd frá David Harðarson.Mynd frá Þróttur Vogum.Mynd frá Þróttur Vogum.Mynd frá Þróttur Vogum.

Mynd frá Þróttur Vogum.

Mynd frá Steinunn Björk Jónatansdóttir.