Mánaðarlega Skjalasafn

nóvember 2019

Æfingagjöld í vanskilum ? Skráningar iðkenda.

Með | Fréttir

Þróttur vill hvetja þá sem eiga eftir að ganga frá æfingagjöldum fyrir september, október eða nóvember að ganga frá greiðslu æfingagjalda strax. 

Ef einhverjar spurningar vakna er alltaf hægt að hafa samband við framkvæmdastjóra í síma 892-6789 eða senda tölvupóst á throttur@throttur.net.

Skráningar fara eingöngu fram í nórakerfinu sem er að finna á throttur.felog.is

 

Ertu alvöru Vogabúi/Þróttari ⁉️⁉️

Með | Fréttir

Viltu styrkja barna og unglingastarf Þróttar

(Aðeins 60 eintök) Fyrstur kemur fyrstur fær!

 

Tilvalið í jólapakkann !

Verð: 
  • Húfa 3000kr.
  • Trefill 3000kr.
  • Húfa og trefill saman í pakka TILBOÐ 5000kr.

Hægt að nálgast á skrifstofu félagsins í Vogabæjarhöllinni og erum með posa. Brottfluttir Vogabúar geta sent okkur tölvupóst á throttur@throttur.net

 

Salan hefst 3. des nk.

 

Árlegt jólahappdrætti meistaraflokks Þróttar. Strákarnir ganga í hús !!!

Með | Fréttir

Takk kærlega fyrir stuðninginn !!!

Verð á miða/miðum: 1x 1500kr 3x 3500kr 5×5000.

Kennitala 640212-0390 Reikningsnúmer 142-05-071070. Muna setja sem skýringu heimilisfang!

Stjórn og leikmenn ætla ganga í hús í kvöld. Hlökkum til að sjá ykkur og verðum með posa. Milli klukkan 18:00 – 21:00. 

https://www.facebook.com/events/1728350860630634/

ATH:

Vinningaskrá:

1. Retro leikjatalva frá Omnis Reykjanesbæ.
2. Hágæða Audio wifi hátalari, hleðslubankar og spil frá Orkusölunni.
3. Gjafabréf frá Hótel Keflavík.
4. Canon Pixma prentari frá Omnis.
5. Gjafabréf á Tapaz barinn.
6. Panna frá Ormsson Reykjanesbær.
7. Þróttaratrefill og Þróttara-húfa beint af býli.
8. Gisting fyrir tvo á Fosshótel í Reykjavík.
9. Glaðningur frá Bláalóninu.
10. Glaðningur frá Bláalóninu
11. Bíómiðar fyrir tvo frá Sambíóum Keflavík.
12. Bíómiðar fyrir tvo frá Sambíóum Keflavík.
13. Bíómiðar fyrir tvo frá Sambíóum Keflavík.
14. Bíómiðar fyrir tvo frá Sambíóum Keflavík.
15. Bíómiðar fyrir tvo frá Sambíóum Keflavík.
16. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
17. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
18. Sundkort frá Vogabæjarhöllinni.
19. Sundkort frá Vogabæjarhöllinni.
20. Gjafakarfa frá Kerfi fyrirtækjaþjónusta.
21. Gjafakarfa frá Kerfi fyrirtækjaþjónusta.
22. Kaffikarfa frá Kaffitár.
23. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
24. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
25. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
26. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
27. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
28. Suðurbæjarlaug 10. Skipti.
29. Suðurbæjarlaug 10. Skipti.
30. Suðurbæjarlaug 10. Skipti.
31. Suðurbæjarlaug 10. Skipti.
32. Karfa frá Bláalóninu.
33. Marsipanterta frá vini okkar Hérastubb í Grindavík
34. Glaðningur frá Markó Merki Hafnarfirði
35. Vinningur frá Undra.
36. Vinningur frá Undra.
37. Vinningur frá Undra.
38. Vinningur frá Undra.
39. Vinningur frá Undra.
40. Vinningur frá Undra.
41. Vinningur frá Undra.
42. Gjafabréf frá Skyggni 10000kr (Hvetjum alla Vogabúa og Þróttara að kaupa flugelda heima um áramótin)
43. Gjafabréf frá Skyggni 10000kr (Hvetjum alla Vogabúa og Þróttara að kaupa flugelda heima um áramótin)
44. Gjafabréf frá Skyggni 10000kr (Hvetjum alla Vogabúa og Þróttara að kaupa flugelda heima um áramótin)
45. Fjölskyldutilboð frá Verslunin Vogar.
46. Golfklúbbur GVS fimm skipta kort á fallegasta velli landsins .

47. Golfklúbbur GVS fimm skipta kort á fallegasta velli landsins.

48. Golfklúbbur GVS fimm skipta kort á fallegasta velli landsins.
49. Hundafóður frá Fóðurblöndunni.
50. Gjafabréf í Keiluhöllina.
51. Gjafabréf í Keiluhöllina.
52. Marsipanterta frá vini okkar Hérastubb í Grindavík.
53. Marsipanterta frá vini okkar Hérastubb í Grindavík.

Allir sem framvísa happdrættismiða á fyrsta heimaleik næsta vor fá frítt á völlinn. Mikið rétt, það fá allir vinning.

 

#FyrirVoga

 

Daníel Fjeldsted tekur að sér fleiri verkefni. Nýr styrktarþjálfari meistaraflokks !

Með | Fréttir

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna Daníel Fjeldsted í þjálfarateymi meistaraflokks Þróttar.

Samhliða sínum störfum mun Danni halda áfram með Vogaþrek Þróttar sem er lýðheilsuverkefni á vegum félagsins. Danni starfar í Hreyfingu í Glæsibæ.

Danni hefur mikla reynslu í boltanum og var styrktarþjálfari ÍR á þessu ári.

Danni, farðu að finna þér hús í Vogum því hér er gott að búa !

Mynd frá Þróttur Vogum.

Aðalfundur foreldrafélags Þróttar 2019.

Með | Fréttir

Þriðjudaginn 3. desember klukkan 19 í Vogabæjarhöllinni

Dagskrá fundar:

1. Kosning fundarstjóra.
2. Reikningar lagðir fram.
3. Kosning stjórnar.

Önnur mál.

Foreldrafélag Þróttar hvetjur alla foreldra til að fjölmenna.
Heitt á könnunni !

Processed with VSCO with preset

Leikmannafréttir og fréttir af þjálfarateymi meistaraflokks Þróttar.

Með | Fréttir

Á dögunum tók Brynjar Gestsson við meistaraflokki Þróttar Vogum. Brynjar er þessa daganna að vinna hörðum höndum að því að móta nýtt lið í Vogum sem verður byggt upp á kjarna þeirra leikmanna sem fyrir eru hjá félaginu í samstarfi við stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar.

Á næstu dögum verða kynntir til leiks aðstoðarþjálfari og styrktarþjálfari meistaraflokks Þróttar.

Það liggur fyrir að Pape Mamadou Faye, Ólafur Hrannar Kristjánsson, Miroslaw Babic, Nemanja Ratkovic, Lassana Drame, Alexandrenne Alexis verði ekki áfram og Guðmundur Marteinn Hannesson lagði skóna á hilluna í haust.

Kann félagið þessum miklu heiðursmönnum þakkir fyrir skemmtilegt sumar þegar Þróttur náði sínum besta árangri í sögu Þróttar! 

Ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir varðandi framtíð Ivaylo Yanachkov og Gilles Ondo.