Mánaðarlega Skjalasafn

nóvember 2019

Bræðurnir mættir í Voga.

Með | Fréttir

Andri Jónasson er genginn í raðir Þróttar Vogum.

Brynjar í Vogana

Þróttarar hafa samið við Brynjar Jónasson til tveggja ára. Brynjar sem er 25 ára hefur spilað síðustu þrjú árin með liði HK.

Brynjar hóf sinn meistaraflokksferil hjá Fjarðarbyggð á sínum tíma og spilaði þar undir stjórn Brynjars Gestssonar sem tók við Þrótti á dögunum.

Andri Jónasson er genginn í raðir Þróttar Vogum.

Andri, sem er 25 ára, lék með ÍR 2015 til 2018. Andri var hjá HK í sumar.

Fyrir hjá Þrótti er tvíburabróðir Andra, sóknarmaðurinn Brynjar Jónasson. Þeir léku saman með Fjarðabyggð á fyrsta tímabili sínu í meistaraflokki 2014.

Fjármagn frá KSÍ og UEFA til íslenskra félagsliða.

Með | Fréttir

Þróttur Vogum fær 1.450.000kr.

Framlag KSÍ til eflingar knattspyrnu barna og unglinga að upphæð um 57 milljónum króna rennur til félaga í 1. deild, 2. deild, 3. deild, 4. deild og aðildarfélaga KSÍ utan deilda 2019. Hvert félag í 1. deild fær kr. 2.300.000, félag í 2. deild fær kr. 1.450.000 og önnur félög og félög utan deildarkeppni kr. 950.000. Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum beggja kynja og halda úti meistaraflokki.

Greiðslan til félaganna skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna.

Dæmi um kostnaðarliði í þessu starfi eru laun þjálfara, ferðakostnaður vegna þátttöku í keppni, aðstöðuleiga, kaup á tækjum og áhöldum.