Mánaðarlega Skjalasafn

október 2019

Þróttur 23. okt 1932 – 2019

Með | Fréttir

Þróttur Vogum 87 ára í dag 🎂🎉

Ungmennafélagið Þróttur var stofnað 23. október 1932 en um aldamótin 1900 hafði verið starfandi ungmennafélag í Vatnsleysustrandar-hreppi en það hafði lagst af 1920.

Á öðru starfsári félagsins var ráðist í að byggja félagsheimili í samstarfi við Kvenfélagið Fjólu. Um jólin 1933 var nýja húsið vígt og fékk nafnið Kirkjuhvoll og stendur það húsið uppi enn í dag á Vatnsleysuströnd. Tuttugu árum síðar keypti UMFÞ, Kvenfélagið Fjóla og Vatnsleysustrandarhreppur samkomuhúsið Glaðheima í Vogum sem stóð við Vogagerði 21-23.

Þróttur er ekki stórt félag þrátt fyrir 782 skráða félagsmenn.

Það eru margir aðilar sem eiga hlut í Þrótti. Sjálfboðaliðar, foreldrar, iðkendur, og aðrir velunnarar. Það er mikilvægt að hlúa vel að félaginu. Án ykkar væri félagið ekki til.

#FyrirVoga #Íþróttirskiptamáli #umfí

Þrátt fyrir vetrarfrí í skóla og Frístund þá verða æfingar á fullu hjá Þrótti og við eigum afmæli!! Hvað er um að vera hjá Þrótti ?

Með | Fréttir

Kæru foreldrar og iðkendur hjá Þrótti Vogum.

Stöndum saman öll sem eitt og hvetjum krakkana okkar til að mæta á æfingar í vetrarfríi. Það jafnast ekkert á við skipulagt íþróttastarf þegar skólinn er í fríi.

Ungmennafélagið verður 87 ára á miðvikudaginn og verður stór kaka í anddyri handa öllum iðkendum sem eru á æfingu hjá Þrótti sama dag. (Ein sneið á mann) Einnig fyrir aðra gesti íþróttamiðstöðvar og starfsfólks sem starfar á staðnum. Verða vera fullorðnir í fylgd með börnum fyrir utan krakkana sem eru að mæta á æfingar sama dag og sjálfsafgreiðsla á staðnum ! 

Æfingar fara fram samkvæmt æfingatöflu í vetrarfríi. https://throtturvogum.is/aefingatoflur/

Annað í boði:

Mánudaginn 21. okt: Körfuboltamót fyrir 8 til 10 bekk. 

Þriðjudaginn 22. okt: Fótboltaæfing hjá 1 – 2 bekk, strákar og stelpur. Það geta allir komið í heimsókn og prófað. Jón Gestur og Sólrún þjálfarar ætla bjóða í pizzu-partý eftir æfingu. Þó þú æfir ekki fótbolta, komdu og taktu þátt þessa einu æfingu! Við erum öll í sama félaginu.

Miðvikudaginn 23. okt: Aukaæfing klukkan 10 í Vogabæjarhöllinni fyrir 5. & 4. flokk í knattspyrnu.

Miðvikudaginn 23. okt: Æfingar byrja hjá 8. flokki í fótbolta. Krakkar á leikskólaaldri.

Miðvikudaginn 23. okt: Ungmennafélagið okkar allra á afmæli og það geta allir komið og fengið sér kökusneið milli klukkan 16:00 til 20:00. 

Laugardaginn 26. okt: Æfing í íþróttaskóla barna fellur niður og látið berast!

Það hefur sýnt sig að meirihluti barna í Vogum eru á svæðinu þegar vetrarleyfi í skóla verður í gangi. Foreldrar, hvetjum krakkana okkar til að mæta á allar æfingar hjá UMFÞ.

Vinavika í fótbolta 21. – 25. okt og það geta allir komið og prófað æfingar. Hvetjum iðkendur til að taka með sér vin/vinkonu á æfingu !