Mánaðarlega Skjalasafn

september 2019

Fundargerð 140

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur nr.140 fimmtudaginn 14. febrúar  á skrifstofu Þróttar.

Mættir: Hróar, Nökkvi,  Petra,  Gunnar, Davíð og Marteinn.

 

Fundurinn hófst kl. 17:31.

 

  1. Aðalfundur Þróttur 2019

Farið yfir undirbúning komandi aðalfundar. Farið yfir ársreikning og almenn ánægja og tilhlökkun fyrir komandi aðalfund.

 

  1. Viðurkenningar og heiðursverðlaun (Íþróttamaður ársins)

Kynning á verkefni sem tekið var fyrir á síðasta stjórnarfundi. Ákveðið að vinna málið áfram.

 

  1. Samningur við framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri vék af fundi.

Formanni og gjaldkera í samstarfi við framkvæmdastjóra falið að klára samning við núverandi framkvæmdastjóra.

 

  1. Búningamál.

Nýr samningur og  samstarf við Jakósport til kynningar og samþykktar.

 

  1. Þróttaraverslun

Þróttur fagnar framtakinu og framkvæmdastjóra er falið að vinna málið áfram fyrir næsta stjórnarfund.

 

 

Önnur mál.

Málin rædd.

 

Fótboltaæfingar yngriflokka að hefjast ! 4. flokkur karla byrjar í kvöld.

Með | Fréttir

Knattspyrna yngri flokka 19-20

Æfingar hjá fjórða flokki karla hefjast í kvöld klukkan 16 þegar fyrsta æfing vetrarins fer fram í Vogabæjarhöllinni. Stelpurnar hófu göngu sína í síðustu viku og hefur verið góð þátttaka.

7. flokkur blandað byrjar 30. sept

6. flokkur karla byrjar 30. sept

5. flokkur karla byrjar 1. okt

Æfingatímar eru að finna inná heimasíðu og einnig þegar skráning liggur fyrir þá þá fá foreldrar aðgang inná fb-hópum viðkomandi flokka.

Þjálfarar hafa verið að vinna áætlun fyrir komandi ár og núna hefur öllum flokkum verið úthlutað tíma í Vogabæjarhöllinni til að efla liðsheildina og gera eitthvað skemmtilegt tilefni þess að vera Þróttari.

Brussur í fótbolta !

Með | Fréttir

Brussur í fótbolta á miðvikudögum kl. 21

HEFST 2. OKT !

Stelpur spila líka fotbolta. Þarna eru að finna stelpur nálægt fertugu og þær yngstu um tvítugt. Allar velkomnar, byrjum miðvikudaginn 2. október og síðasti tíminn fer fram miðvikudaginn 24. apríl.

Við ætlum að prófa þetta og verði næg fer skráning fram í kjölfarið.

Ath, stóð til að byrja í kvöld en því miður er það ekki að ganga upp. 

 

Stelpur í fótbolta !

Með | Fréttir

Frítt verður fyrir stelpur að æfa fótbolta í september. Þróttur hefur fengið styrk til að efla kvennaknattspyrnu og notar féð í þetta verkefni. Æfingar fyrir 5. og 6. flokk kvenna verða sem hér segir:

 

Fim 19. sept kl. 17

Fö 20. sept kl. 17

Mán 23. sept kl. 18

Fim 26. sept kl. 17

Fö27. sept kl. 17

Mán 30. sept kl. 18

Það verður pizzaveisla föstudaginn 27. sept eftir æfingu.

Athugið: Aðrir yngriflokkar í knattspyrnu eru í fríi og æfingar fara í gang 30. september nk.

Á næstu dögum verða allir knattspyrnuþjálfarar kynntir til leiks á heimasíðu félagsins og verið er að vinna í komandi starfsári allra knattspyrnuflokka hjá UMFÞ.

Íþróttaskóli barna hefst á laugardaginn ! VELKOMIÐ AÐ PRÓFA

Með | Fréttir

Íþróttaskóli barna í umsjón Bryndísar fyrir börn á leikskólaaldri. 

Þriðja árið í röð verður Bryndís Björk Jónsdóttir með íþróttaskóla fyrir börn á leikskólaaldri á laugardögum. Íþróttaskólinn var vel sóttur af vonarstjörnum félagsins félagsins á síðasta ári. Bryndís er 28 ára og stundaði sjálf fimleika á sínum yngri árum. Þá hefur Bryndís einnig verið að þjálfa síðustu ár með hléum á milli.

Alla laugardaga í vetur klukkan 11:20 til 12:00.

Skráningar fara fram á heimasíðu UMFÞ.

Verð:

Fyrir áramót 12000kr

Eftir áramót 12000kr

Ársgjald 19900kr

Fyrir 2 – 5 ára

Þekkir þú þitt merki? LEIKUR!!

Með | Fréttir

Við ætlum að vera með skemmtilegan leik í tilefni þess að vetrarstarfið okkar er byrjað.

Til að eiga möguleika á að vinna þurfið þið að svara öllum spurningunum, skrifa svörin á blað og skila inn. Skila þarf svörum í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar. MUNA AÐ MERKJA BLAÐ MEÐ NAFNI OG SÍMANÚMERI.

Mánudaginn 14.október munum við svo draga úr réttum svörum. Sigurvegarinn vinnur út að borða á Shake and pizza fyrir 4 og Þróttaratreyju.

Fyrir hvað stendur merki félagsins?

  1. Keilir?______________________________________________
  2. Opin bók?______________________________________________
  3. Vitinn?______________________________________________
  4. Sundmaðurinn?______________________________________________
  5. Hver hannaði merki UMFÞ?______________________________________________

Tap á heimavelli (Myndir)

Með | Fréttir

Þróttarar tóku á móti liði Selfoss í dag.

Selfyssingar byrjuðu leikinn gegn Þrótturum illa en Örn Rúnar Magnússon skoraði mark sumarsins snemma leiks áður en Kenan Turudija jafnaði undir lok fyrri hálfleiks.

Hrvoje Tokic gerði sér svo lítið fyrir og skoraði þrennu í þeim síðari og Þróttarar sitja í fimmta sæti 2. deildar.

 

Breytingar hjá meistaraflokk Þróttar.

Með | Fréttir

Opið hús fellur niður í kvöld.

Með | Fréttir

Því miður þarf að fella niður opið hús í kvöld.

Skráningar hafa farið vel á stað. Á næstu dögum mun félagið heimsækja skóla og kynna starfsemi félagsins.

Allar upplýsingar fyrir komandi starfsár eru að finna í vetrarbækling sem kom út á dögunum.

Við auglýsum nýja dagsetningu í vikunni.