
Þróttarar fóru í heimsókn til ÍR – inga sem fögnuðu 40 ára afmæli Seljaskóla og mikið um dýrðir að því tilefni.
Það var ákveðið sjokk að fá mark á strax á fyrstu mínútu leiksins. ÍR fékk víti á 33. mín en Choki Bogie varði meistaralega. ÍR- ingar misstu mann af velli í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Ondo fór útaf meiddur í hálfleik og það var bölvað vesen í gangi. Strákarnir tóku yfir leikinn í seinni hálfleik og Alexander Helgason jafnaði með glæsilegu skallamarki á 62. mín. Mikið jafnræði í kjölfarið, við fengum hættulegri færi. Niðurstaðan 1-1 jafntefli á Hertz-vellinum.
Þróttur er í 5. sæti með 30. stig eftir 19. umferðir.
Með frétt fylgja myndir frá leik Þróttar við ÍR og heimaleik Þróttar við Tindastól þar sem lokatölur voru 2-0 fyrir Þrótti.
Nýlegar athugasemdir