Mánaðarlega Skjalasafn

ágúst 2019

Þróttur í fimmta sæti 2. deildar eftir jafntefli í Breiðholti. Myndir!

Með | Fréttir

Þróttarar fóru í heimsókn til ÍR – inga sem fögnuðu 40 ára afmæli Seljaskóla og mikið um dýrðir að því tilefni.

Það var ákveðið sjokk að fá mark á strax á fyrstu mínútu leiksins. ÍR fékk víti á 33. mín en Choki Bogie varði meistaralega. ÍR- ingar misstu mann af velli í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Ondo fór útaf meiddur í hálfleik og það var bölvað vesen í gangi. Strákarnir tóku yfir leikinn í seinni hálfleik og Alexander Helgason jafnaði með glæsilegu skallamarki á 62. mín. Mikið jafnræði í kjölfarið, við fengum hættulegri færi. Niðurstaðan 1-1 jafntefli á Hertz-vellinum.

Þróttur er í 5. sæti með 30. stig eftir 19. umferðir.

Með frétt fylgja myndir frá leik Þróttar við ÍR og heimaleik Þróttar við Tindastól þar sem lokatölur voru 2-0 fyrir Þrótti.

Moli kom í heimsókn

Með | Fréttir

Það þekkja allir Mola sem spilaði til fjölda ára með Þór Akureyri í efstu deild á sínum yngri árum.

Hann Siguróli sinnir útbreiðsluverkefni KSÍ og hefur verið að heimsækja minni sveitarfélög. Hann kom í Voga á dögunum og gaf Þrótti tíu bolta að gjöf, einnig færði hann yngri iðkendum glaðninga.

  • Þökkum Mola kærlega fyrir heimsóknina, megi hann koma sem oftast eins og ein ung fótboltastelpa orðaði svo skemmtilega
  • Moli þjálfaði lið ÞÓR/KA sem varð Íslandsmeistari árið 2012 og hans skilaboð eru til iðkenda „það má gera mistök og hafið gaman að þessu“

Takk fyrir okkur Moli og KSÍ!

Mynd frá Þróttur Vogum.

Unglingahreysti Þróttar klárlega fyrir þig.- 7. til 10. bekk

Með | Fréttir

Ert þú í 7. til 10. bekk og langar að komast í hörkuform, bæta úthald og styrkja líkamann? (Nýtt)

Þá er Unglingahreysti Þróttar klárlega fyrir þig!

Unglingahreysti er fyrir alla unglinga sem vilja ná  góðum tökum á almennri líkamsrækt, fræðast um hollt mataræði, æfingar og heilsu. Tímarnir eru fjölbreyttir og skemmtilega uppbyggðir með æfingum fyrir alla helstu vöðvahópa líkamans. Tekið er á styrk, þol og grunntækni í æfingum.

  • Innifalið í Unglingahreysti:
  • Þrír tímar á viku.
  • Heimsóknir á ýmsa staði.
  • Sund og gufa eftir hvern tíma.
  • Verð: Fyrir áramót 30.000 kr. Eftir áramót 30.000 kr. Hægt að skipta niður í fjórar greiðslur hverju tímabili.
  • Fyrir áramót: Hefst 2. Sept og lýkur 16. des
  • Eftir áramót: Hefst 9. janúar og lýkur 30. apríl

Þjálfari Petra R. Rúnarsdóttir og ekki nóg með að hún sé formaður Ungmennafélagsins Þróttar. Petra er með brennandi ástríðu fyrir félaginu og ætlar að virkja fleiri aldurshópa innan sveitarfélagsins Voga.

Petra er ÍAK einkaþjálfari og með B.Sc  í sálfræði.

Hvetjum alla unglinga í Vogum til að skrá sig til leiks og fyrsti tíminn fer fram 2. september 

Sund: Rebekka Magnúsdóttir verður aðalþjálfari í vetur

Með | Fréttir

Rebekka Magnúsdóttir verður aðalþjálfari í vetur. Skipað verður í foreldraráð í október vegna Akranesleika sem fram fara vorið 2020.

Æfingatímar fara fram á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum.

  • 1 – 3 bekkur klukkan 14:00-14:50
  • 4 – 6 bekkur og eldri 15:00 – 16:00
  • Sundæfingar fyrir alla aldurshópa hefjast þann 2. september og þeim lýkur 30. maí 2020.

Hún Rebekka okkar ætlar að taka sundstarfið og lyfta því á hærri stall í vetur. Það gerir hún svo fjarri því ein, foreldrar og aðrir sem starfa fyrir félagið, það muna allir þegar gullaldarár sunddeildar Þróttar stóðu sem hæst yfir, og Þróttarar áttu pleisið á helstu sundmótum landsins. Við þangað „aftur“

Það geta allir prófað sund hjá Rebekku fyrstu vikuna í september

Rebekka er eldhress eins og sjá má á myndinni þegar þjálfarar UMFÞ hittust á dögunum :=)

Nýr þjálfari í júdó: Gummi er mættur á heimaslóðir !

Með | Fréttir

Guðmundur Stefán Gunnarsson hóf sinn júdóferil í Vogum hjá Magga Hauks á sínum tíma, upplifði alla þá gleði, stemmningu og glæsta sigra þegar Maggi skilaði mörgum meistaratitlum heim.

Gummi er einnig þjálfari hjá júdódeild UMFN og á mikinn þátt í þeim uppgangi sem hefur verið hjá UMFN síðustu árin.

Þegar starfið er farið almennilega gang er stefnan sett á foreldrafund og á þeim fundi verður farið yfir komandi starfsár og Gummi mun kynna sig.

Æfingatímar fara fram á miðvikudögum og föstudögum í vetur.

  • 1 – 4 bekkur klukkan 17:00-18:00
  • 5 – 8 bekkur og eldri 18:00 – 19:30
  • Júdó fyrir alla aldurshópa hefst þann 4. september og lýkur 30. maí. Æfingar fara fram tvisvar í viku, miðvikudaga og föstudaga.

Það eru allir velkomnir að prófa júdóæfingar hjá Gumma næstu tvær vikurnar og hvetjum við alla til að mæta. 

Á myndinni eru Gummi þjálfari og Petra formaður eiturhress við undirskrift samninga fyrir komandi starfsár

Vogaþrek Þróttar hefst 3. september

Með | Fréttir

Vogaþrek Þróttar fyrir alvöru Vogabúa

Alhliða líkamsrækt fyrir fólk á besta aldri. Tímarnir fara fram í stóra sal í íþróttamiðstöð.

  • Aldur: Fyrir alla !
  • Þriðjudögum og fimmtudögum kl. 6:15 – 7:00
  • Þjálfari verður sem fyrr Daníel Fjeldsted.
  • Verð: Þrjár leiðir í boði
  • Mánaðargjald 6.990 kr.
  • Árskort 45.990 kr.
  • Tíu skipti 10.990 kr.
  • (aðgangur í pott og gufu eftir tíma innifalinn)

Allir sem kaupa árskort fá vatnsbrúsa í kaupbæti.

Laugardaginn 7. desember klukkan 12:00 til 13:00 verða meðlimir í Vogaþreki með opna æfingu og safnað verður fé til styrktar góðu málefni. Sama kvöld verður jólaglögg Vogaþreks.

Danni og Petra á góðri stundu að kvitta undir samninga um áframhaldandi samstarf  Vogaþrek Þróttar.

Árshátíð Vogaþreks fer fram föstudaginn 20. mars. Auglýst þegar nær dregur.

Vogaídýfubikar 6.flokks kvenna

Með | Fréttir, Knattspyrna
Það er hugur í okkur Þrótturum þessa daganna og í dag fór fram Vogaídýfubikar 6.flokks kvenna. Þróttur Vogum, Reynir/Víðir, Grindavík, Hamar og Njarðvík mættu til leiks. Þrátt fyrir smá vind þá var mikil gleði á svæðinu og stóð Hamar uppi sem sigurvegari. Okkar stelpur stóðu sig feiki vel og höfnuðu í öðru sæti. Þróttur þakkar öllum þessum flottu stelpum kærlega fyrir komuna. Við ætlum að gera þetta aftur á næsta ári.

Read More

Vogaídýfubikar 4.flokks karla

Með | Fréttir, Knattspyrna
Það er hugur í okkur Þrótturum þessa daganna og í gær fór fram Vogaídýfubikar 4.flokks karla. Þróttur Vogum, Reynir/Víðir, Grindavík og Njarðvík mættu til leiks. Þrátt fyrir smá vind þá var mikil gleði á svæðinu og stóðu Reynir/Víðir uppi sem sigurvegarar. Okkar drengir stóðu sig feiki vel og glæsileg tilþrif sáust oft á tíðum.

Read More