Mánaðarlega Skjalasafn

febrúar 2019

Þarftu nýja búninginn fyrir sumarið eða viltu kaupa Þróttarapeysu ?

Með | Fréttir

Þarftu nýja búninginn fyrir sumarið eða viltu kaupa Þróttarapeysu ?

Tilefni þess að Þróttarar eru komnir í Jakó þá verður hægt að mæta í mátun og kaupa nýja búninginn í Íþróttamiðstöðinni Vogum, föstudaginn 1. mars milli klukkan 16:00 til 19:00.

Hvetjum alla foreldra að spara sér sporin og nýta sér þessa frábæru þjónustu í boði Jakó ! ⚽️???

Það eru allir velkomnir.

Ný heimasíða !!!

Með | Fréttir

Við leitum að einum til tveimur Þróttara-fréttamönnum til að skrifa inn fréttir á nýja heimasíðu félagsins og halda henni lifandi í hverri viku.

Ein til þrjár fréttir á viku.

Æskilegt er að viðkomandi hafi áhuga á Þrótti, sé duglegur að vera í sambandi við alla þá aðila sem sinna verkefnum fyrir félagið. Þá er auðvitað nauðsynlegt að hafa gott vald á íslensku máli.

Nánari upplýsingar veitir Marteinn, í síma 892-6789 eða í tölvupósti marteinn@throttur.net

Afmælismót JSÍ fór fram á dögunum

Með | Fréttir

Afmælismót JSÍ fór fram á dögunum og Þróttarar voru grjótharðir eins og alltaf.

Úrslit:

Dr. U13 -34 (3) 
2. Gabríel Reynisson

Dr. U13 -38 (3)
2. Bragi Hilmarsson

Dr. U13 -42 (6)
1. Keeghan Kristinsson
3. Alex Skúlason

Dr. U13 -46 (5)
4. Alexander Guðmundsson

Dr. U15 -55 (3)
2. Patrekur Unnarsson

Dr. U15 -81 (2)
2. Jóhann Jakobsson

Þakkir til ykkar sem hafið styrkt félagið

Með | Fréttir

Fyrirtæki og einstaklingar. Miklar þakkir til ykkar sem hafið styrkt félagið með þessum hætti

Þróttarar tæmdu gáminn á dögunum og er nóg pláss í honum. Fyrir ykkur sem eruð að taka til í geymslum þessa helgina þá minnum við ykkur á gáminn sem er til þágu barna og unglingastarfs hjá UMFÞ.

Góðu helgi.

Við erum að safna liði fyrir næsta sumar

Með | Fréttir

Við erum að safna liði fyrir næsta sumar ???

Leitum að hressum aðila (karl eða kona) til að taka að sér að vera búningastjóri meistaraflokks Þróttar næsta sumar.

Lýsing: Að gera keppnisbúninga tilbúna og búningsklefa klára fyrir alla leiki liðsins áður en leikmenn mæta á svæðið og vera hluti af þjálfarateyminu á meðan leik stendur.

Það er gefandi að taka þátt í svona starfi og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að hafa samband við okkur.

haukur@throttur.net
marteinn@throttur.net

Stjórnarfundur nr. 140

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur nr. 140 fimmtudaginn 14. febrúar  á skrifstofu Þróttar 2019

Mættir: Hróar, Nökkvi,  Petra,  Gunnar, Davíð og Marteinn.

Fundurinn hófst kl. 17:31.

  1. Aðalfundur Þróttur 2019

Farið yfir undirbúning komandi aðalfundar. Farið yfir ársreikning og almenn ánægja og tilhlökkun fyrir komandi aðalfund.

  1. Viðurkenningar og heiðursverðlaun (Íþróttamaður ársins)

Kynning á verkefni sem tekið var fyrir á síðasta stjórnarfundi. Ákveðið að vinna málið áfram.

  1. Samningur við framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri vék af fundi.

Formanni og gjaldkera í samstarfi við framkvæmdastjóra falið að klára samning við núverandi framkvæmdastjóra.

  1. Búningamál.

Nýr samningur og  samstarf við Jakósport til kynningar og samþykktar.

  1. Þróttaraverslun

Þróttur fagnar framtakinu og framkvæmdastjóra er falið að vinna málið áfram fyrir næsta stjórnarfund.

Önnur mál.

Málin rædd.

Aðalfundur Þróttar

Með | UMFÞ

Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar verður haldinn miðvikudaginn 27. febrúar í Álfagerði kl.18:30

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

-Formaður félagsins setur fundinn
-Kosnir eru fundarstjóri og fundarritari
-Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram.
-Skýrsla stjórnar
-Ársreikningur 2018 lagður fram til samþykktar
-Kosning formanns og stjórnarmeðlima
-Önnur mál

Látum íþróttamál í Sveitarfélaginu Vogum okkur varða. Sýnum samstöðu og höldum áfram að efla gott starf, það getum við gert í sameiningu. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að starfa í stjórn að senda póst á throttur@throttur.net Allir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald fyrir árið 2018 eru með atkvæðisrétt á fundinum.
Stefnan er sett á að vígja nýja heimasíðu Þróttar sama dag.

Kveðja, stjórn UMFÞ.

Aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar verður haldinn Þriðjudaginn 26. febrúar klukkan 20:00 og fer fram á Skrifstofu UMFÞ.

Með | UMFÞ

Aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar verður haldinn Þriðjudaginn 26. febrúar klukkan 20:00 og fer fram á Skrifstofu UMFÞ.

Knattspyrnudeild Þróttar rekur meistaraflokk félagsins í knattspyrnu, Getraunadeild félagsins og kemur að hinum ýmsu verkefnum í samstarfi við aðalstjórn félagsins.

Dagskrá fundar:

1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Kosið í stórn.
5. Önnur mál.

Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn er bent á að hafa samband við starfsmann Þróttar í síma 892-6789 eða formann deildarinnar, Hauk Harðarson í síma 777-0491 eða tölvupóst haukur@throttur.net fyrir aðalfund deildarinnar.

Þrír eru í stjórn deildarinnar og einn varamaður.
Vonumst til að sjá sem flesta !!!

Kveðja, stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar.