Mánaðarlega Skjalasafn

janúar 2019

Ósóttir vinningar hjá Þrótti ? Jólahappdrætti 2018

Með | UMFÞ

Þið sem eigið inni vinninga hjá félaginu frá jólahappdrætti meistaraflokks.

Hægt að nálgast vinninga á skrifstofu félagsins fimmtudaginn 10 janúar milli 19:15-20 og aftur laugardaginn 12 janúar milli klukkan 11-13.

Eftir það verður hægt að nálgast vinninga á skrifstofutíma til 10 febrúar. Eftir það renna allir vinningar til félagsins í önnur verkefni.

Við þökkum öllum sem styrktu okkar starf með kaupum á miðum og einnig bakhjörlum sem gáfu vinninga.

Við erum geggjað félag !

Með | UMFÞ

2018 var frábært ár ???

Barna og unglingastarfið hefst aftur mánudaginn 7 janúar samkvæmt tímatöflu 

Þróttarar tókust á við mörg krefjandi og skemmtileg verkefni árinu sem var að líða. Starfið í félaginu var að venju gott og öflugt.

Þróttur eignaðist íslandsmeistara á árinu í júdó.

Sundið er komið til að vera. Foreldrafélagið og aðrir foreldrar tóku á sig mikla vinnu sem skilaði sér í betra starfi.

Fjórði flokkur karla sendi lið til leiks í 11-manna bolta. Þróttur sendi lið til leiks í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu. Meistaraflokkur Þróttur í karla náði sínum besta árangri frá upphafi.

Félagskaffið á laugardögum hefur verið samfleytt í sex ár og er fyrir alla bæjarbúa. Þetta eflir bæjarhjartað í samfélaginu.

Vogaþrek Þróttar fyrir fólk á öllum aldri, það var góð hugmynd og heppnaðist vel.Við viljum taka þátt í heilsueflandi samfélagi.

Strandarhlaupið var á sínum stað og er frábær auglýsing fyrir félagið og sveitarfélagið.

Það er hægt að telja svo miklu meira upp … það fer í ársskýrslu ?

Unnið hefur verið undanfarin misseri að undirbúa framtíð Þróttar og máta félagið við þær breytingar sem eru að verða á umhverfi félagsins og vegna fjölgun íbúa í Vogum mun hafa í för með sér, við teljum að félagið eigi mikla möguleika til að vaxa og eflast, sennilegast meiri en nokkru sinni. Til þess að þetta gerist verðum við þó öll sem eitt að vera óþreytandi að berjast fyrir hagsmunum félagsins og við þurfum að láta rödd okkar hljóma hátt og snjallt árið 2019 

Starfið í félaginu var að venju bæði gott og öflugt árið 2018. Að venju hefur mikið mætt á starfsfólki félagsins, stjórnarfólki í öllum deildum og öðrum sjálfboðaliðum.

Eitt af aðalmarkmiðum Þróttar á næstu árum verður að ná fram nauðsynlegum umbótum á aðstöðumálum félagsins, nú er svo komið að þau mál þola enga bið.

Á næstu mánuðum tökum við í gagnið nýja heimasíðu, við sama tilefni tökum við í gagnið Nora-kerfið. Þar geta foreldrar og iðkendur skráð sig rafrænt til leiks. Foreldrar og aðrir félagsmenn eiga eftir að finna fyrir breytingum til hins betra. Verður þetta mikið framfaraskref fyrir félagið.

Af þeim sökum biðjum við félagsmenn og aðra að sýna okkur biðlund og þolinmæði fyrstu tvo mánuði ársins þar sem mesta vinnan lendir á framkvæmdastjóra félagsins við verkefnið. Á sama tíma verða önnur verkefni sett í bið.

Gleðilegt ár Þróttarar nær og fjær.

Framtíðin er björt og áfram Þróttur !

Mynd frá Ungmennafélagið Þróttur Vogum.

Ekki seint að skrá sig ?

Með | UMFÞ

Okkar vinsæla Vogaþrek í íþróttahúsinu byrjar formlega í fyrramálið, þriðjudaginn 8 janúar kl.06:15

Stefnir í frábæra þátttöku eftir góða þátttöku í prufutímum ??

Byrjaðu árið í frábærum félagsskap og náum markmiðum okkar saman!
Kv. Danni

 

Mynd frá Ungmennafélagið Þróttur Vogum.

Stjórnarfundur nr. 139

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur nr.139 mánudaginn 7. janúar á skrifstofu Þróttar.

Fundur settur kl. 18:30.

Mættir: Nökkvi, Davíð, Petra, Veigar, Gunnar og Marteinn framkvæmdastjóri UMFÞ sat einnig fundinn.

Balvin Hróar afboðaði sig vegna flensu.

 1. Aðalfundur Þróttur 2019.
  Stjórn UMFÞ ákveður að aðalfundur félagsins fari fram miðvikudaginn 27. febrúar. Sama bókhaldsþjónusta og undanfarin árin heldur utan um ársreikning.
 2. Þróttari ársins.
  Marteinn og Petru falið að skila tillögum til stjórnar og stefnt að því að velja Þróttara ársins við næstu áramót í samræmi við lög félagsins.
 3. Samningur við framkvæmdastjóra.
  Stjórn UMFÞ ákveður að formaður og gjaldkeri fari yfir samning framkvæmdastjóra og komi með tillögur á næsta stjórnarfundi.
 4. Utanyfirgallar til yngri iðkenda.
  Stjórn Þróttar lýsir yfir miklu þakklæti til allra þeirra sem komu að þessu verkefni.
 5. Nóra kerfið og heimasíða félagsins.
  Kynning á nóra kerfinu sem Þróttur ætlar að taka í notkun. Ákveðið að lén nýju heimasíðunnar verði www.throtturv.is. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
 6. Meistaraflokkur kvenna.
  Þróttur mun senda sameiginlegt lið með Víði Garði í bikarkeppni ksí. Verður þetta annað árið í röð sem félögin senda lið til leiks.
 7. Önnur mál

Rætt um umsóknir í sjóði og einnig farið yfir möguleika á hinum ýmsu fjáröflunum.

Fundi slitið 19:44