Mánaðarlega Skjalasafn

ágúst 2018

Stjórnarfundur nr. 137

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur nr.137 fimmtudaginn 23. ágúst á skrifstofu Þróttar.

Fundur hófst kl. 18:30.

Mættir: Hróar, Davíð, Nökkvi, Petra, Gunnar, Veigar og Marteinn.

 1. Yfirferð fjölskylduhátíðar.
  Strandarhlaupið fór fram viku fyrir fjölskyldudaga.  Þróttarar héldu Strandarhlaup Þróttar fjórða árið í röð. Hverfaleikar Þróttar voru einnig á vegum félagsins. Þróttar þakkar sveitarfélaginu, sjálfboðaliðum og öðrum félögum hér í bæ fyrir samstarfið.
 2. Gjöf til UMFÞ.
  Ungmennafélagi Þróttur barst veislutjald að gjöf frá Guðrúnu Lovísu Magnúsdóttir og fjölskyldu. Mun þetta koma sér vel fyrir félagið og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
 3. Vetrarstarf 2018-19.
  Þjálfararáðningar ganga vel fyrir komandi starfsár. Starfið verður með hefðbundu sniði og undanfarin árin. Kynningarbæklingur fyrir vetrarstarfið kemur út á næstu dögum.
  Vegna aukins kostnaðar hefur stjórn UMFÞ ákveðið að hækka æfingagjöld um 4%.
 4. Úrsögn úr stjórn UMFÞ.
  Sigurður Vignisson segir sig úr stjórn UMFÞ vegna anna í öðrum verkefnum. Stjórn Þróttar þakkar Sigurði fyrir samstarfið og óskar honum góðs gengis í sínum störfum.
 5. Sjálfboðaliðar hjá Þrótti.
  Þróttur fór yfir störf sjálfboðaliða. Petra og Marteinn munu vinna málið áfram.
 6. Ársþing UMFÍ fer fram á Ísafirði 20. Október
  Til kynningar.
 7. Önnur mál.

Fundi slitið 20:05