Stjórnarfundur nr.137 fimmtudaginn 23. ágúst á skrifstofu Þróttar.
Fundur hófst kl. 18:30.
Mættir: Hróar, Davíð, Nökkvi, Petra, Gunnar, Veigar og Marteinn.
- Yfirferð fjölskylduhátíðar.
Strandarhlaupið fór fram viku fyrir fjölskyldudaga. Þróttarar héldu Strandarhlaup Þróttar fjórða árið í röð. Hverfaleikar Þróttar voru einnig á vegum félagsins. Þróttar þakkar sveitarfélaginu, sjálfboðaliðum og öðrum félögum hér í bæ fyrir samstarfið. - Gjöf til UMFÞ.
Ungmennafélagi Þróttur barst veislutjald að gjöf frá Guðrúnu Lovísu Magnúsdóttir og fjölskyldu. Mun þetta koma sér vel fyrir félagið og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. - Vetrarstarf 2018-19.
Þjálfararáðningar ganga vel fyrir komandi starfsár. Starfið verður með hefðbundu sniði og undanfarin árin. Kynningarbæklingur fyrir vetrarstarfið kemur út á næstu dögum.
Vegna aukins kostnaðar hefur stjórn UMFÞ ákveðið að hækka æfingagjöld um 4%. - Úrsögn úr stjórn UMFÞ.
Sigurður Vignisson segir sig úr stjórn UMFÞ vegna anna í öðrum verkefnum. Stjórn Þróttar þakkar Sigurði fyrir samstarfið og óskar honum góðs gengis í sínum störfum. - Sjálfboðaliðar hjá Þrótti.
Þróttur fór yfir störf sjálfboðaliða. Petra og Marteinn munu vinna málið áfram. - Ársþing UMFÍ fer fram á Ísafirði 20. Október
Til kynningar. - Önnur mál.
Fundi slitið 20:05
Nýlegar athugasemdir