Mánaðarlega Skjalasafn

júní 2018

Stjórnarfundur nr. 138

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur nr.138 þriðjudaginn 16. október á skrifstofu Þróttar  klukkan 18:30.

Mættir: Nökkvi, Petra, Gunnar, Hróar, Davíð og Marteinn.

  1. Yfirferð barnastarfs.

Farið yfir upphaf barna og unglingastarfið í byrjun starfsárs.

  1. Sambandsráðsfundur UMFÍ 2018.

Farið yfir dagskrá fundar. Marteinn og Petra fara á fundinn fyrir hönd UMFÞ.

  1. Aðstöðuleysi.

Starfsemi félagsins hefur stækkað ört síðustu árin hefur félagið fundið fyrir aðstöðuleysi í sínum störfum. Stjórn samþykkir að leita eftir fundi við Sveitarfélagið Voga varðandi aðstöðuleysi.

Önnur mál.

Fundi slitið 19:39

Sjálfboðaliðar hjá Þrótti „Ómetanlegt“

Með | UMFÞ

Núna eru fjölskyldur í Vogum á fullu að undirbúa sig fyrir komandi fótboltamót barna sinna og mikil tilhlökkun í gangi. Foreldrar eru að taka mikla vinnu á sig og allt í sjálfboðaliða starfi. Stjórn félagsins langar að þakka öllu þessu frábæra fólki fyrir að gera upplifun okkar þátttakanda sem besta.

Við hvetjum foreldra til að vera dugleg að senda okkur myndir á throttur@throttur.net frá eftirfarandi mótum. ( Norðurálsmótið, Símamótið, Orkumótið og N1-mótið )

Það er mikil gleði í gangi þessa daganna. Ísland er á HM og meistaraflokkur Þróttar eru að stimpla sig inn með eftirminnilegum hætti í 2. deildinni. Þróttarar og bæjarbúar fylgja sér á bakvið sín lið.

Við erum með frábæra knattspyrnuaðstöðu og bjart fram á kvöld. Hvetjum krakkana okkar til að leika sér í bolta og herma eftir Ronaldo eða Gylfa.

Það er Þróttur í okkur öllum

Boltaskóli fyrir 1 -6 bekk-inga 14 – 16 júní

Með | UMFÞ

Ísland verður á HM í Rússlandi og Þróttur verður með HM gleði fyrir alla í þrjá daga ️??️

Markmið okkar er að krakkarnir fái að upplifa HM stemmninguna beint í æð og bæti sig í fótbolta á sama tíma ??️

Horfum saman á Ísland – Argentínu og andlitsmálning fyrir leik️ PIZZAVEISLA fyrir leik️??️

Þjálfari frá KSÍ mætir og ætlar að bjóða uppá knattstöðvar fyrir alla ️??️

Leikmaður úr Pepsídeildinni og leikmenn meistaraflokks Þróttar mæta í heimsókn ??️

️Glaðningur fyrir alla️ í fánalitunum??️

Skráningar hafa farið vel á stað og tökum við á móti skráningum til 13. júní ️

 

HM namskeid