Stjórnarfundur nr.135 mánudaginn 16. apríl á skrifstofu Þróttar.
Mættir: Veigar, Hróar, Gunnar, Nökkvi, Davíð. Sigurður og Petra afboðuðu sig.
Marteinn framkvæmdastjóri sat fundinn og ritaði fundargerð.
Fundur hófst kl. 19:00.
- Heimasíða.
Ákveðið að nútíma-væna heimasíðu félagsins sem er komin til ára sinna. Ákveðið að nota hluta EM-framlagsins í verkefnið.
Framkvæmdastjóra og Davíð Hansen falið að vinna málið áfram í sameiningu.
- Dósagámur.
Ákveðið að halda áfram með dósagám þar sem viðeigandi tilboð barst frá eiganda gámsins og verða gerðar smávægilegar breytingar á honum fyrir komandi ár með betri merkingum til að koma í veg fyrir að ferðamenn losi sig við rusl í gáminn.
- Vorþing UMFÍ 2018.
Þingið fer fram 4.-5.maí á Sauðárkróki og fulltrúar Þróttar verða á svæðinu.
- Sumarstarf.
Málið rætt og verður sumarið með hefðbundu sniði.
Önnur mál.
Patrekur Unnarsson varð Íslandsmeistari á dögunum í júdó og stjórn Þróttar óskar honum og Arnari þjálfara innilega til hamingju.
Fjölgun greina vegna fjölgun íbúa. Málið rætt
Fundi slitið 19:53.
Stjórnarfundur nr.134 miðvikudaginn 28. febrúar á skrifstofu Þróttar.
Fundurinn hófst kl. 19:00.
Mættir: Baldvin Hróar, Nökkvi, Siggi, Gunnar og Petra.
- Stjórn skiptir með sér verkum.
Formaður: Baldvin Hróar Jónsson.
Varaformaður: Veigar Guðbjörnsson.
Aðrir stjórnarmeðlimir: Sigurður Margrétarson meðstjórnandi, Gunnar Helgason gjaldkeri og Nökkvi Bergsson ritari.
Varamenn: Petra Ruth Rúnarsdóttir og Davíð Hansen.
- Dósagámur.
Málinu frestað til næsta fundar.
- Barna og unglingastarfið í sundi.
Stjórn UMFÞ samþykkir að veita Sunddeild heimild til að lengja í sundári vegna tíðra bilana í sundlaug.
- Knattspyrnusumar yngriflokka.
Stjórn hefur áhyggjur af fækkun iðkenda í knattspyrnu kvenna og hyggst bregðast við með átaki þegar nær dregur vori.
- Átak í betri mætingu (Yfirferð)
Allir þjálfarar hjá félaginu fengu mætingarlista til að skrá mætingar iðkenda í byrjun árs. Á næstu dögum verða verðlaun veitt fyrir góða ástundun.
Önnur mál.
Formanni falið að kanna tilboða vegna heimasíðu félagsins og lén-mála.
Fundi slitið 19:51.
Stjórnarfundur nr:133 fimmtudaginn 15. febrúar á skrifstofu Þróttar.
Fundurinn hófst kl. 19:00.
Mættir: Petra, Hróar, Gunnar, Nökkvi og Veigar.
Marteinn situr einnig fundinn.
- Aðalfundur Þróttar 2017.
Farið yfir ársreikning og undirbúning aðalfundar eftir viku.
- Yfirferð mála.
Vogaþrek Þróttar fór vel á stað og komið til að vera. Samningar tókust um áframhaldandi samstarf við þjálfara og fjölga á tímum.
Aðrar umræður.
- Strandarhlaup 2018.
Ákveðið að Strandarhlaupið fari fram laugardaginn 11. ágúst. Hafist handa við að skipuleggja hlaupið.
Önnur mál.
Málefni tengd dósagám.
Fundi slitið kl. 20:09
Stjórnarfundur nr: 132
Þriðjudaginn 12. desember 2017 kl. 18:30 á skrifstofu Þróttar.
Mættir: Hróar, Veigar, Petra, Gunnar, Nökki og Marteinn framkvæmdastjóri.
Í upphafi fundar leitar framkvæmdastjóri afbrigða að bæta við máli nr.4 Aðild íþróttabandalaga að UMFÍ.
- Aðalfundur Þróttar 2017.
Ákveðið að aðalfundur UMFÞ fari fram 22. febrúar og bókhaldið fer til sama fagaðila og sl. árin.
- Yfirferð mála. (Knattspyrna, sund, júdó, leiklist, íþróttaskóli og badminton)
Starfið fór vel á stað í haust og 110. iðkendur skráðir í barna og unglingastarf Þróttar starfsárið 2017/18. Ákveðið að setja meiri kraft í badminton og auglýsa betur.
- flokkur karla í knattspyrnu.
Ákveðið var að halda út fjórða flokk í vetur og hefur verkefnið farið vel á stað. Sparkhöllin á Ásbrú er að skila sér og eru í kringum 20. krakka sem mæta í hverri viku.
- Aðild íþróttabandalaga að UMFÍ.
Stjórn UMFÞ samþykkir að fela formanni Þróttar að óska eftir við ÍS (íþróttabandalag Suðurnesja)að að draga umsókn ÍS til baka. Stjórn UMFÞ telur það ekki þjóna hagsmunum félagsins að ÍS óski eftir aðild að UMFÍ.
Önnur mál.
Stjórn UMFÞ óskar félagsmönnum gleðilegra jóla og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Ekki fleira rætt og fundi slitið kl. 19:28.
Stjórnarfundur 131 fer fram mánudagskvöldið 2. okt á skrifstofu Þróttar. Vinsamlegast tilkynnið forföll og staðfestið þátttöku.
Mættir: Gunnar, Nökkvi og Hróar. Aðrir tilkynntu forföll.
Fundur hefst kl. 18:30.
- ára afmæli.
Allir iðkendur fá glaðning tilefni dagsins frá félaginu og ákveðið að minna félagsmenn á afmælið með fréttum á samfélagsmiðlum.
- RKV samstarf (Sjá fylgigögn)
Þar sem ekki er næg þátttaka frá Vogum hefur verið ákveðið framlengja ekki samstarfið við RKV starfsárið 2017/18.
- Yngriflokkar í knattspyrnu.
Álftanes 4. fl karla og Njarðvík kvenna,óformlegar viðræður í gangi varðandi frekara samstarf í framtíðinni.
Önnur mál.
Fjallað um foreldrahandbók UMFÞ og endurnýjun foreldrafélags.
Fundi slitið 19:29
Stjórnarfundar nr. 130, mánudaginn 14. ágúst kl.19:00 á skrifstofu Þróttar.
Mættir: Baldvin Hróar, Gunnar, Nökkvi, Hannes, Veigar.
Starfsmaður UMFÞ situr einnig fundinn.
Fundarmál.
- Yfirferð mála.
- Starfsárið 17/18.
Undirbúningur komandi starfsárs og framkvæmdastjóri segir frá vetrarbækling og foreldrahandbók.
- Þjálfaramál.
Þjálfararáðningar hafa gengið vel og eru í vinnslu.
- Fjölskyldudagar í Vogum „Verkefni Þróttar“
Farið yfir verkefni UMFÞ.
Önnur mál.
Fundi slitið kl. 19:39.
Stjórnarfundar nr. 129, fimmtudaginn 1. júní kl.20:00 á skrifstofu Þróttar.
Mættir:
Baldvin Hróar, Nökkvi, Gunnar.
Petra, Hannes, Irma, Veigar afboðuðu sig.
Fundarmál.
1. Yfirferð mála og sumarið.
Jóna Helena Bjarnadóttur hefur hætt störfum hjá Þrótti og langar UMFÞ að þakka henni fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.
- Fjölskyldudagar í Vogum.
Strandarhlaupið fer fram viku fyrir fjölskyldudaga vegna Reykjavíkurmaraþons. Farið yfir verkefni tengdum fjölskylduhátíð.
- Bréf frá Knattspyrnudeild Þróttar. Framhald frá síðasta stjórnarfundi.
Formenn aðalstjórnar og knattspyrnudeildar Þróttar hittust á fundi á dögunum vegna EM framlags KSÍ. Stjórn UMFÞ samþykkir að knattspyrnudeild fái helminginn af EM framlaginu.
- Bókun fulltrúa Sjálfsstæðisflokksins frá árinu 2016.
Stjórn Þróttar hefur ítrekað leitað eftir útskýringum og rökstuðningi á bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks á fundi frístunda og menningarnefndar 26. maí 2016. Núna 12. mánuðum seinna hafa engin svör borist.
Stjórn Þróttar fordæmir þessi vinnubrögð fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. En telur málinu lokið af sinni hálfu.
Önnur mál.
Komið við í ýmsu málum og fundi slitið 21:01
Stjórnarfundar nr. 128, fimmtudaginn 27. apríl kl.19:00 á skrifstofu Þróttar.
Mættir:
Baldvin Hróar, Gunnar, Petra, Nökkvi, Veigar.
Irma og Hannes boðuðu forföll.
Marteinn framkvæmdastjóri situr einnig fundinn ritaði fundargerð.
Fundarmál.
- Yfirferð mála:
Páskabingóið heppnaðist vel og fullt hús. Sunddeildin tók þátt í sundmóti í febrúar og var með innanfélagsfjör tilefni páskana. Sama var í gangi hjá Júdódeildinni þar sem farið var á Íslandsmót og Vormót. Einnig var júdódeild með innanfélags júdómót.
Yngriflokkarnir hafa verið fyrirferðarmiklir í knattspyrnu og helstu mótin eru Freyjumótin, Njarðvíkurmótin og núna eru TM mótin í fullum gangi. Undirbúningur vegna stærri sumarmótana ganga vel.
Framkvæmdastjóri sagði frá styrk til UMFÞ úr verkefna og fræðslusjóð UMFÍ til eflingar á leiklistarstarfi félagsins.
Stjórn UMFÞ óskar Júdódeild UMFÞ til hamingju með Íslandsmeistarabikarinn í -66 kg flokki 16 ára og yngri sem og aðra titla.
- Dósagámur:
Vegna þjófnaðar úr dósagám hefur verið ákveðið að setja myndavélaeftirlit.
- Ferð á Landsmót DGI:
UMFÍ fer með reglulegu millibili á Landsmót DGI í Danmörku sér til fróðleiks og kynningar. Með í för eru fulltrúar Ungmennafélaganna á Íslandi, starfsfólk og stjórn UMFÍ. Árið 2015 ætlaði UMFÞ að senda tvo fulltrúa en varð frá að hverfa vegna bágrar fjárhagsstöðu. Því telur stjórn UMFÞ ennþá mikið vægara að fulltrúar UMFÞ verði með í för félaginu til heilla. Ákveðið að formaður og framkvæmdastjóri verði fulltrúar UMFÞ í Danmörku.
- Fjármál.
Fjármálin eru í góðu jafnvægi, engar skuldir eru á félaginu. Æfingagjöldin eru að skila sér og einnig gengur vel að endurnýja samstarfs samninga við samstarfsaðila.
- Bréf frá Knattspyrnudeild Þróttar.
Bréfið kynnt stjórn UMFÞ og formanni falið að afla nánari upplýsinga.
Önnur mál:
Fundi slitið 20:06
Stjórnarfundar nr. 127, fimmtudaginn 16. mars kl.19:00 á skrifstofu Þróttar.
Mættir: Hróar, Gunnar, Nökkvi, Irma, Veigar.
Petra og Hannes tilkynntu forföll.
Fundarmál.
- Stjórn skiptir með sér verkum : Veigar Guðbjörnsson varaformaður, Gunnar Helgason gjaldkeri, Nökkvi Bergsson ritari, Irma Þorsteinsdóttir meðstjórnandi.
2. Yfirferð mála:Stjórn UMFÞ er sammála að óskað sé eftir svari við bréfi sem sent var Frístundastunda- og menningarnefnd dagsett 2. júni 2016 varðandi bókun fulltrúa D-lista á 61. fundi frístunda- og menningarnefndar. Framkvæmdastjóri fór yfir starf félagsins og hvað væri í vændum.
- Páskabingó:
Árlegt páskabingó UMFÞ fer fram síðasta sunnudag fyrir páska eins og hefð hefur verið síðustu árin.
Önnur mál:
Fundi slitið 19:49
Aðalfundur Þróttar 23. febrúar 2017 haldinn í Álfagerði.
Fundarstjóri: Jóngeir Hjörvar Hlinason
Skýrsla aðalstjórnar. Hún lá frammi fjölrituð ásamt ársreikningi. Gunnar Helgason formaður les hana. Ítarleg og góð skýrsla.
Skýrslan samþykkt með lófataki. Engar athugasemdir gerðar.
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram í fjölrituðu hefti.
Kristján kynnir reikninginn, spurningar úr sal varðandi laun framkvæmdastjóra-kostnaður annarra deilda-ýmis kostnaður tengdum mótum-ferðakostnaður, Gunnar og Kristján svara spurningum.
Kristján talar um góðan rekstur á árinu 2016, og hvað stjórninni hefur tekist að snúa við rekstri félagsins.
Gunnar talar um í lið 1 í skýringum um aðrar tekjur sem er 6.524,974 eru tekjur frá sveitarfélaginu sem fer svo aftur út í húsaleigu í lið rekstur húsnæðis.
Ársreikningur samþykktur samhljóða.
Engar lagabreytingar lagðar fram, þarf að leggja fram þremur vikum fyrir aðalfund, þarf að breyta fundarboði þarf að vera þá boðaður með meiri fyrirvara.
Framboð til formanns:
Gunna Helgason gefur ekki kost á sér, en Baldvin Hróar Jónsson gefur kost á sér til formanns en hann var varaformaður,
Rósa hættir sem varamaður í stjórn.
Helga Ágústsdóttir hættir sem aðalmaður í stjórn.
Kristján Árnason hættir sem aðalmaður í stjórn.
Ný stjórn er því skipuð
formaður Baldvin Hróar Jónsson
Gunnar Helgason
Irma Þöll Þorsteinsdóttir
Veigar Guðbjörnsson
Nökkvi Bergsson
Varamenn
Hannes Smárason
Petra Rúnarsdóttir
Félagsgjald: Stjórnin leggur fram að félagsgjald verði áfram sama upphæð kr 1.500 samþykkt
Önnur Mál
Gunnar Helgason tekur til máls og ræðir tillögu um að deildarskipta deildum í félaginu, vill taka næsta ár í að skoða þetta betur, tillaga að hafa þriggja manna stjórn í hverri deild. Fá fleira fólk í störf, ársreikningar koma þá frá hverri deild, og þá koma líka fleiri foreldrar að starfinu, skoða vel lög félagsins, komu spurningar úr sal vegna þessarar tillögu og var meirihluti sammála að skoða þetta.
Samþykkt með 14 gegn 1 atkvæði. Tillagan hljóðar svo.
„Aðalfundur UMFÞ haldinn 23. febrúar 2017 samþykkir að nýkjörinn aðaslstjórn hefji vinnu við að deildarskipta félaginu og leggi fram lagabreytingar þess efnis á aðalfundi 2018.“
Gunnar Helgason segist ganga sáttur frá borði eftir gott starf, segir að það þurfi að halda í ungmennafélagsandann, og einnig hvað við séum með góða þjálfara alls séu um 2,4 stöðugildi starfandi hjá UMFÞ. Styrkur frá bænum fer í laun framkvæmdastjóra.
Arnar Júdóþjálfari kom upp í pontu og þakkaði fráfarandi stjórn fyrir góð störf og óskaði nýrri stjórn velfarnaðar.
Jón Geir þakkar fyrir sig og býður Baldvin Hróar í pontu, þakkar Kristjáni fyrir gott starf í gegnum árin.
Góð stjórn og ánægja, kraftur, aukning í félaginu, efla starfið og líka fyrir eldra fólkið.
Fundarmenn voru 15 talsins.
Fundi slitið 20:40
Stjórnarfundar nr. 126, miðvikudaginn 8. febrúar kl.19:00 á skrifstofu Þróttar.
Mættir : Irma, Gunnar, Kristján situr fundinn í gegnum skype, Hróar, Helga og Rósa.
Fundarmál.
- Ársreikningur félagsins .
Ársreikningurinn fyrir 2016 var kynntur fyrir stjórn UMFÞ og lagður fram til samþykktar. samþykkt einróma.
- Aðalfundur UMFÞ 2017.
Aðalfundur Þróttar fer fram 23. febrúar. Framkvæmdastjóra falið að undirbúa verkefnið.
- Málefni v/Sund hjá UMFÞ.
Laugarásbíó gefur öllum iðkendum Sunddeildar Þróttar sundhettu að gjöf og stjórn Þróttar kann þeim bestu þakkir fyrir sitt framlag til eflingar á starfinu.
Önnur mál.
Almennar og góðar umræður á síðasta fundi þessarar stjórnar.
Stjórnarfundar nr. 125, fimmtudaginn 29. desember kl.19:00 á skrifstofu Þróttar.
Mættir eru: Gunnar, Kristján, Irma, Rósa, Hannes.
Helga og Hróar tilkynntu forföll.
Fundarmál.
- Ársreikningur 2016.
Yfirferð fjárhagsársins 2016.
- Uppgjör vegna styrkja.
Uppgjörsblað lagt fram og samþykkt.
- Aðalfundur 2017.
Umfjöllun og undirbúningsvinna vegna aðalfundar hafin.
Önnur mál.
Stjórn UMFÞ lýsir yfir ánægju hve margir greittu félagsgjaldið árið 2016.
Fundi slitið 20:02
Stjórnarfundur nr. 124, fimmtudaginn 10. nóvember kl.19:30 á skrifstofu Þróttar.
Mættir: Hróar, Gunnar, Hannes og Irma.
Marteinn framkvæmdastjóri situr fundinn.
Rósa, Kristján og Helga tilkynntu forföll.
Fundarmál.
Í upphafi fundar leitar formaður afbrigða til þess að bæta við máli 5 (erindi frá Sæunni Margeirsdóttir) Miðað við fundarboð. (Samþykkt)
- Yfirferð vetrarstarfs: Marteinn fór yfir helstu mál. Iðkendur UMFÞ hafa aldrei verið fleiri frá stofnun félagsins. Mikil kraftur í öllum greinum. Leiklistin sló í gegn og lauk námskeiðinu með sýningu fyrir fullu húsi á dögunum.
- Kynning á verkefni velunnara Þróttar: Formaður fór yfir verkefni velunnara Þróttar um framtíðarsýn að félagsheimili Þróttar. Stjórn Þróttar lýsir yfir mikilli gleði og hvetur velunnara til áframhaldandi góðra verka.
- Fjármál félagsins: Umræður fóru fram um fjárhagsstöðu félagsins. Fjárhagsstaðan er góð.
- Samstarf við RKV og Reyni/Víði í yngriflokkum: Kynning á samstarfi við eftirfarandi félög vegna samstarfs við RKV Í 3. Flokki kvk og Reyni/Víði í 4. fl karla.
- Sæunn Margeirsdóttir sendir erindi fyrir hönd foreldra barna sem æfa sund hjá Þrótti Vogum, með ósk um að stjórn Þróttar kaupi sundhettur fyrir iðkendur Þróttar.
Stjórn UMFÞ telur það ekki við hæfi að UMFÞ útvegi iðkendum persónulegan æfingarbúnað, það tíðkist ekki í öðrum greinum. Stjórnin felur framkvæmdarstjóra að leita eftir styrktaraðilum sem gætu tekið þátt í kaupum á sundhettum. Jafnframt vill stjórn UMFÞ lýsa yfir ánægju með þann kraft sem er í sundinu, og hvetja fólk áfram til góðra verka.
Önnur mál.
Fundi slitið kl. 20:53
Stjórnarfundar nr. 123, mánudaginn 3. október kl.19:30 á skrifstofu Þróttar.
Mættir: Gunnar, Kristján, Hróar og Rósa.
Fjarverandi. Irma, Hannes og Helga.
Fundarmál.
- Nýráðinn yfirflokkaþjálfari yfir knattspyrnumálum félagsins mætir á svæðið og kynnir sig.
Binni kom og kynnti sig og stjórn hlakkar til samstarfsins.
- Skráningar starfssárið 2016 – 2017.
Farið yfir þær og hefur gengið vel.
- Verklagsreglur – greiðslur og yfirferð reikninga.
UMFÞ vill setja skýrar skriflegar reglur um þessi mál. Framkvæmdastjóra falið að afla upplýsingar um hvernig önnur nágrannafélög standa að málum.
- Hrekkjavaka.
Stjórn UMFÞ ákveður að halda hrekkjavöku eins og foreldrafélagið sá um og viðhalda þeirri skemmtilegu hefð.
- Önnur mál.
Sambandsþing UMFÍ er á næstunni – Þróttur sendir tvo fulltrúa.
Fleira ekki rætt og fundi slitið 20:30.
Stjórnarfundar nr. 122, miðvikudaginn 21. september kl.19:00 á skrifstofu Þróttar.
Mættir: Gunnar, Kristján, Hróar, Irma, Rósa, Helga.
Marteinn Ægisson situr jafnframt fundinn sem starfsmaður félagsins.
Dagskrá fundar.
- Þjálfarasamningur vegna þjálfara og yfirþjálfarastarfs.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Þróttur Vogum hefur undanfarið leitað leiða til styrkja og efla starfsemi yngri flokka félagsins. Yfirþjálfari mun sinna þjálfun og skipulagi yngri flokkanna ásamt þjálfun meistaraflokks karla. Helstu verkefni Yfirþjálfara verður að móta starfið til framtíðar. Efla uppeldis og afreksstarfið hjá yngriflokkunum. Uppbygging yngri flokkanna er fjöregg félagsins og ráðning þessi staðfestir að félagið ætlar sér stærri hluti á komandi árum. Þróttur býður yfirþjálfara hjartanlega velkominn til starfa og hlakkar til samstarfsins.
Stjórnarfundar nr. 121, þriðjudaginn 16. ágúst kl. 19:30 á skrifstofu Þróttar.
Mættir: Gunnar, Hróar, Irma, Kristján, Helga og Rósa.
Fundarmál.
- Yfirferð mála.
Framkvæmdastjóri fór yfir starfsemi félagsins sl. mánuði.
2. Fjölskyldudagar.
Fjölgun var í Strandarhlaupi Þróttar í ár og framkvæmd mótsins heppnaðist vel. Þróttur hélt hverfaleikana í ár og var mikil og góð þátttaka. Sjoppan skilaði hagnaði. Önnur smærri verkefni á vegum UMFÞ gengu vel fyrir sig.
3. Þjálfaramál.
Ákveðið var að framlengja umsókarfrestinn um yfirflokkaþjálfarastarfið til 30. ágúst. Helstu verkefni yfirþjálfara verður að móta starfið til framtíðar. Efla uppeldis og afreksstarfið hjá yngriflokkunum. Þjálfararáðningar fyrir haustið eru í góðum farvegi.
Vetrarstarfið. Starfsemin verður með svipuðu sniði þrátt fyrir nokkrar áherslubreytingar. Fjölgun æfinga verður í sundinu fyrir 3, bekk og eldri. Einnig á að finna leiðir til að fjölga unglingum í júdó.
Stefnt er að því að vera með 7. manna lið í 5. fl til 8. fl fyrir stelpur og stráka.
Undirbúningur í fullum gangi. Ákveðið hefur verið að kanna hvort áhugi sé hjá bæjarbúum á leiklist og stofnun skokkhóps. Framkvæmdastjóra falið að kanna málið.
4. Æfingagjöld.
Verður breytt þ.a. aðeins (ársgjald), hægt verður að skipta greiðslu árgjaldsins niður á jafn marga mánuði og greinin stendur yfir. Greiða þarf fyrirfram hvern mánuð.
Tillaga kom um að hækka æfingagjöldin um 3{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4} en var felld.
5. Viðræður vegna yngriflokkasamstarfs.
Viðræður hafa staðið yfir við Reynir/Víðir með samstarf í 4. flokki karla næsta sumar í 11. manna bolta. Samstarfið hefst 1. október. Stjórnin lýsir mikilli ánægju og hlakkar til samstarfsins. Stjórn Reynis/Víðir hefur þegar samþykkt samstarfið á stjórnarfundi.
Einnig hafa óformlegar viðræður staðið yfir um samstarf í 3. flokki kvenna við RVK. Stjórn RVK kemur saman í september og tekur málið fyrir. Framkvæmdastjóra Þróttar falið að sjá um málið fyrir hönd Þróttar.
Stjórn Þróttar lýsir yfir mikilli ánægju með þróun mála og vonar að lausnin sé í sjónmáli þegar yngri iðkendur ganga uppúr 7. mannaboltanum hjá félaginu.
6. Bréf frá Knattspyrnusambandi Íslands.
Í bréfi beinir stjórn KSÍ eftirfarandi tilmælum til Þróttar:
Fjármunum sem nú er veitt til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna. Þeir fjármunir sem nú skila sér til knattspyrnufélaga á Íslandi skipta félögin verulegu máli. Þess er vænst að þeim verði ráðstafað til verkefna sem skili bættu starfi til lengri tíma. Þannig gefst tækifæri til að byggja betur undir framtíðarlandsliðsfólk Íslands og stuðla þannig að enn betri líkum á þátttöku Íslands í úrslitakeppnum karla og kvenna á komandi árum hvort heldur er heimsmeistaramótum eða Evrópumótum.
Stjórn Þróttar fagnar þessari styrkveitingu enda er þetta mikil innspýting í starfið. Mælikvarði styrksins er árangur meistaraflokksins sl. 3. ár. Stjórn Þróttar ætlar að nota peningana til þágu knattspyrnunnar hjá félaginu rétt eins og KSÍ leggur til. Markmið félagsins með þessum peningum verður að efla uppeldis og afreksstarfið. Stjórn Þróttar er einhuga um að ekki verði haggað við styrknum næstu mánuði, ekki fyrr en áætlun liggi fyrir í hvaða verkefni styrkurinn eigi að fara í.
Önnur mál.
Stjórn Þróttar ákveður að halda skal fata og skiptimarkað á Þróttaravarning með haustinu. Fjölmargir iðkendur stækki hratt á skömmu tíma og með því geti sparast töluverður peningur fyrir iðkendur og foreldra. Einnig telur stjórn að eftir 20. ára júdóstarfsemi þá hljóti að vera til júdógallar í geymslum bæjarbúa sem hægt sé að nýta aftur.
Fundi slitið 21:00
Stjórnarfundar nr. 120, miðvikudaginn 1. júní kl.19:00 á skrifstofu Þróttar.
Mættir eru: Kristján, Gunnar, Irma, Helga og Baldvin.
Marteinn framkvæmdastjóri situr fundinn.
Fundarmál.
- Bókun fulltrúa D lista á 61. fundi frístunda og menningarnefndar 26. maí sl.
Stjórn Þróttar bókar eftirfarandi:
Stjórn Þróttar fordæmir bókun fulltrúa D-lista á 61. fundi frístundar- og menningarnefndar þann 26. maí sl. Bókunin er full af rangfærslum og enginn gögn lögð fram sem styðja bókunina. Stjórn Þróttar mun senda bréf á frístunda og menningarnefnd og svara þessum rangfærslum. Svona rangfærslur geta skaðað orðspor, ímynd og afkomu félagsins og er engum til sóma.
Fundi slitið 19:45
Stjórnarfundar nr. 119, fimmtudaginn 12. maí kl.19:30 á skrifstofu Þróttar.
Mættir: Hróar, Helga, Gunnar, Kristján og Rósa situr sem aðalmaður.
Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri situr einnig fundinn.
Fundarmál.
- Almenn yfirferð.
- Styrktarmál
- Þjálfarar
- Sumarstarf
- Félagsgjald
Framkvæmdastjóri fór yfir helstu mál og komandi tíð.
2. Bréf frá félagsmanni vegna leiklistar.
Framkvæmdastjóra falið að heyra í skólayfirvöldum og öðrum aðilum hér í bæ með væntanlegt samstarf í huga.
3. Samstarf við RVK v/Rey-Cup.
Stjórn samþykkir samstarfið einróma.
4. Dósagámur.
Stjórn UMFÞ þakkar Vogabúum fyrir stuðninginn sl. mánuði. Margt smátt gerir eitt stórt og það hefur sýnt sig í þessu verkefni. Stjórn UMFÞ felur framkvæmdastjóra að merkja gáminn betur.
5. Endurnýjun samnings við framkvæmdastjóra.
Lagt fyrir stjórn og samþykkt einróma. Helsta breyting er stöðugildi framkvæmdastjóra hækkar í 60{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}.
Önnur mál. Rætt um möguleika á að bjóða uppá fleiri íþróttar greinar. Einnig var farið yfir verkefni Þróttar á komandi fjölskylduhátíð. Ekki fleiri rætt og fundi slitið.
Stjórnarfundur nr. 118, fimmtudaginn 7. apríl kl.19:30 á skrifstofu Þróttar.
Mættir:
Gunnar Helgason, Kristján Árnason, Irma Þöll Þorsteinsdóttir, Helga Ágústdóttir
Rósa, Hróar og Hannes boðuðu forföll.
Einnig sat Marteinn Ægisson fundinn. Vék af fundi áður en mál nr. 4 var sett á dagskrá.
Fundarmál.
- Almenn yfirferð.
- Stofnun almenningsdeildar í Felix. Framkvæmdastjóra falið að stofna almenningsdeild innan Felix í samráði við ÍSÍ. Samþykkt samhljóða.
- Yfirferð vegna barnastarfs sund/júdó. Stjórn UMFÞ ákveður að lengja önnina í júdóinu út maí. Stjórn UMFÞ vill hrósa júdó – og sunddeild Þróttar og ekki síst þjálfurum og virkum foreldrum fyrir frábært starf.
- Samningur við framkvæmdastjóra. Gjaldkera falið að útfæra tillögur og ræða við frkvstj.
- Bréf frá stjórn Knattspyrnudeildar. Helga víkur af fundi.
Dagsett 4.3.2016. Þess farið á leit að þær tekjur af getraunastarfi sem berast til aðalstjórnar frá ÍS renni til KND. Þróttar f. Árið 2015. Kr. 124.000. Um er að ræða tekjur af sölu getrauna (1×2). Samþykkt með tveimur atkvæðum, einn sat hjá.
- Önnur mál.
Tjarnarsalur – kynnt breytt reglugerð um notkun Tjarnarsalar, samþykkt að frkvstj. Og formaður verði ábyrgðarmenn f.h. UMFÞ.
Fundi slitið 20:50
Stjórnarfundur nr. 117
Fimmtudaginn 3. Mars 2016.
Mættir: Gunnar, Irma, Balvin Hróar, Helga, Rósa.
Fundarmál.
- Stjórn skiptir með sér verkum:
- Formaður leggur fram tillögu um að Baldvin Hróar verði varaformaður, Kristján gjaldkeri, Irma ritari og Helga meðstjórnandi.
- .Yfirferð mála.
- Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála hjá félaginu og svaraði spurningum.
- Önnur mál.
- Ekki fleira rætt og fundi slitið 20:20.
- Yfirferð yfir mót sumarsins. Tekið upp síðar.
- Ákveðið að hafa páskabingó sunnudaginn 13. mars.
Aðalfundur Þróttar 25. febr. 2015
Fundarstjóri: Magnús Jón Björgvinsson.
Skýrsla aðalstjórnar. Hún lá frammi fjölrituð ásamt ársreikningi. Gunnar Helgason formaður les hana. Ítarleg og góð skýrsla, liggur fyrir á netinu.
Helgi Gunnarsson frá UMFÍ flytur kveðjur þaðan. Fulltrúi þeirra kemur venjulega á aðalfundi félaganna. Þakkar fyrir ágætt starf Þróttar, sem gerist ekki af sjálfu sér. Lagt er upp úr barna- og unglingastarfi, sem er mannbætandi og skemmtilegt félagsstarf. Stjórn félagsins er rammi um starfið, stundum vanþakklátt, ekkert peningalegt endurgjald, en á að vera gaman. Hann bendir á bæklinga og rit UMF’I, Skinnfaxa, sem liggja hér frammi. Bendir á sjóð UMF’I sem hægt er að sækja í fyrir þjálfara. Hvetur fólk til að líta við á skrifstofu UMFÍ.
Helgi heiðrar félagsmann Þróttar, Magnús Hersi Hauksson, sem var þjálfari í júdó í 17 ár og skilaði mörgum titlum sem eykur áhuga í starafi félagsins. Kallar Magnús upp og hann tekur við merki sem Helgi nælir í hann. Magnús er annar félagsmaður Þróttar sem hlýtur þessa viðurkenningu, en Símon Rafnsson var heiðraður 1974.
Skýrslan samþykkt með lófataki. Engar athugasemdir gerðar.
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram í fjölrituðu hefti.
Kristján kynnir reikninginn. Tekjur og gjöld og hagnaður svipað og í fyrra.
U.þ.b. 6 í tekjur og gjöld vegna notkunar húsnæðis eru peningar sem félagið sér aldrei.
Kristinn Ben. Spyr hvers vegna laun og launatengd gjöld hafi hækkað. Svar Kristjáns og Gunnars formanns: Á árinu 2014 var hluti launa framkvæmdastjóra undir liðnum Námskeið, kynning og fræðsla.
Íris fylgir spurningunni eftir og Kristján svarar. Snýst um liðinn Námskeið, kynning og fræðsla þar sem greiðslur til þjálfara eru undir, og laun framkvæmdadstjóra 2014 hins vegar.
Hlöðver spyr hvers vegna skrifað er undir í Grindavík. Svar: bókarinn er þar.
Íris spyr um liðinn ýmsan kostnað bls. 2, hvað fellur undir slíkan lið, en sá liður hefur hækkað nokkuð. Svar Kristjáns: Skýringin gæti legið í því að nú er annar bókari.
Sæunn spyr út í styrk til annarar deildar. Svar Gunnars: Það er styrkur sem skiptist á meistaraflokk og aðalstjórn.
Sæunn spyr hvort svartir peningar séu í gangi í Þrótti? Formaður svarar: Þá væru þeir peningar ekki í reikningi, en allir peningar eru uppi á borðum.
Reikningarnir samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.
Inntaka nýrra félaga og úrsagnir, skv. lögum félagsins. Eyðublöð liggja frammi, stjórnin skrárir í félagið
Lagabreytingar; Engar tillögur.
Kosning til stjórnar, formaður kosinn sér. Kosnir tveir stjórnarmenn og formaður árlega.
Endurskoðandi: Bergur gengur út og gefur kost á sér áfram, sjálfkjörinn.
Kosning nefnda: Engar nefndir eru starfandi.
Félagsgjald: Stjórnin leggur til að gjaldið verði áfram 1500 kr. á ári. Samþykkt.
Önnur mál:
Fundargerð síðasta aðalfundar hefur legið frammi. Enginn gerir athugasemd. Samþykkt.
Spurt um ævifélagsgjald. Svar: Það er ekki til lengur hjá félaginu.
Þorvaldur stingur upp á að Þróttur bjóði upp á leiklist, einkum fyrir unglinga á framhaldsskólaaldri.
Íris spyr um fjölda iðkenda í yngri flokkum. Svarið er að þeir eru um 110 sem er fjölgun frá fyrra ári. Spurt hvernig talið er, börn sem stunda tvær eða fleiri greinar eru tví- eða þrítalin.
Gunnar formaður vekur athygli á þeim atburði að Magnús Hersir Hauksson er heiðraður, en slíkt gerist ekki oft.
Gunnar bendir á að leiklist rúmast í 3. grein félagsins og á sjálfur minningar um um þáttöku í leiklist á vegum Þróttar.
Umf Þróttur er beinn aðili að UMF’I, ekki í gegnum Írþóttabandalag Suðurnesja, en þar var haldinn aðalfundur í gær. Helsta hlutverk þess félags í dag er að taka við 6 1/2 milljón frá lottóinu á ári, skiptir þar máli fjöldi skráðra félaglsmanna, Þróttur fær af þessu 600.000 á ári en Grindvíkingar 3 milljónir.
Ekki fleiri athugasemdir eða tillögur.
Gunnar formaður þakkar fundarmönnum og Magnúsi fundarstjóra og slítur fundi.
Fundarmenn voru 30 talsins. Fundur var settur kl. 20:00 og slitið kl. 21:05.
Hún verður aðgengileg á vef Þróttar.
Stjórnarfundur UMFÞ nr. 116 Haldinn haldinn 15.02.2016. kl:19:30
Mættir.
Gunnar Helgason, formaður, Guðmundur Kristinn Sveinsson, Ingimar Jón Kristjánsson
Irma Þöll Þorsteinsdóttir, Kristján Árnason.
Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri situr einnig fundinn
Fjarverandi varamenn:Harpa Bjarnadóttir og Hannes Smárason
Formaður setur fundinn og leitar afbrigða til þess að setja mál foreldrafélagsins á dagskrá og það samþykkt.
Dagskrá:
- Yfirferð framkvæmdarstjóra
- Fjárhagsstaða félagsins mun betri en á sama tíma í fyrra. Skráningar gengið vel og yfir 100 ungmenni sem stunda íþróttir hjá Þrótti. Meistaraflokkurinn hélt aðalfund í liðinni viku og skilaði hagnaði.
- Foreldrafélag
- Búið er að leggja foreldrafélagið niður ákveðið á aukafundi 09.02.2016 . Eignir þess um 300 þúsund krónur lagðar inn á reikning félagsins.
Guðmundur Kristinn bókar. Ég harma að ekki hafi náðst að manna stjórn foreldrafélagsins og þurft að leggja niður félagið. Ég legg til að fjármunir sem foreldrafélagið skilar til Þróttar verði haldið til haga á sér reikningi innan UMFÞ, merktur foreldrafélag. Komi til þess að foreldrafélag fyrir allar deildir félagsins verði stofnað á ný á næstu árum myndu þessir fjármunir nýtast vel og starfið gæti hafist af fullum krafti.
Stjórn félagsins tekur undir bókun Guðmundar Kristins.
- Aðalfundur
- Aðalfundur verður haldinn 25.02.2016 í Álfagerði kl:20:00 og hefur þegar verið auglýstur.
- Badminton
- Kynning var haldin í skólanum á Badminton. Stjórn Þróttar skorar á næstkomandi stjórn til að skoða málið áfram.
- Þjálfarasamningar lagðir fram til samþykktar
- Stjórn samþykkir samninga með öllum atkvæðum nema einu
- Uppgjör við framkvæmdarstjóra v. 2015. Marteinn víkur af fundi
- Minnisblað lagt fram v. Uppgjörs 2015 og það samþykkt.
- Önnur mál
Fundi slitið 20:00
Stjórnarfundur UMFÞ nr. 115 13.01.2016
Mættir.
Gunnar Helgason, formaður, Guðmundur Kristinn Sveinsson, Ingimar Jón Kristjánsson og
Kristján Árnason.
Irma Þöll mætir kl. 19:55.
Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri situr einnig fundinn
Fjarverandi. Varamenn. Harpa Bjarnadóttir og Hannes Smárason
- Yfirferð framkvæmdastjóra um stöðu mála. Skráningar fara vel af stað.
- Strandarhlaupið 2016. Samþykkt á fundinum að veita 50 þús kr. fjárheimild frá UMFÞ til að standa undir hluta kostnaðar og verður það kynnt fljótlega.
- Uppgjör við framkvæmdastjóra 2015. Frestað til næsta fundar
- Samstarf við Grindavík gert upp. Ánægja með samstarfið. Framkvæmdastjóri gerir upp með foreldrum síðasta ár.
- Ársreikningur 2015 er í vinnslu og verður sendur á löggildan bókara í vikunni.
- Deildarskipting félagsins. Umræður um deildarskiptingu félagsins.
- Önnur mál. Ákveðið að færa fundartíma stjórnar til 19:30 hér eftir.
Stjórnarfundur UMFÞ nr. 114 Haldinn haldinn 30.12.2015.
Mættir.
Gunnar Helgason, formaður
Guðmundur Kristinn Sveinsson
Ingimar Jón Kristjánsson
Irma Þöll
Kristján Árnason
Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri situr einnig fundinn
Fjarverandi varamenn
Harpa Bjarnadóttir og Hannes Smárason
Léttur fundur um starfsmemi Þróttar á árinu 2015. Ýmis mál rædd.
Stjórnarfundur UMFÞ nr. 113 haldinn 3.11.2015.
Í kjölfar aukaaðalfundar UMFÞ þar sem kosin var á ný til stjórnar mætti ný stjórn til starfa
Mættir.
Gunnar Helgason, formaður
Guðmundur Kristinn Sveinsson
Ingimar Jón Kristjánsson
Irma Þöll
Kristján Árnason
Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri situr einnig fundinn
Fjarverandi varamenn
Harpa Bjarnadóttir og Hannes Smárason
Stjórn metur sem svo að á aukaaðalfundi Þróttar 22.10.2015 hafi Ingimar og Kristján endurnýjað umboð sitt í setu í stjórn til aðalfundar 2017.
- Stjórn skiptir með sér verkum
- Ingimar áfram varaformaður
- Kristján verður gjaldkeri
- Irma verður ritari
- Kristinn meðstjórnandi
- Kynning á starfemi félagsins fyrir nýjum stjórnarmeðlimum
- Sagt frá sambandsþingi UMFÍ. Marteinn og Kristján fóru yfir málefni sem voru tekin fyrir á þinginu
- Önnur mál
- Stjórn ákveður að skipuð verði mótanefnd fyrir árið 2016 og frkvstj. falið að manna nefndina og verður hann jafnframt starfsmaður nefndar og tengiliður við stjórn. Hlutverk nefndarinnar verður að skipuleggja og fylgja eftir mótum barna og unglinga árið 2016.
- Fyrirspurn foreldra vegna æfingagjalda í sundi. Marteinn svarar erindi.
- Irma yfirgefur fundinn.
- Bréf frá foreldri vegna 7 fl. kk – lagt fram. Bréfið tekið til umfjöllunar og formanni falið að svara bréfinu í anda þess sem rætt var undir þessum lið.
Auka-aðalfundur Þróttar í Tjarnarsal 22. okt. 2015. Fundargerð.
Fundarstjóri Valdimar Leó Friðriksson, Ungmennasamband Kjalarnesþings.
Ritari kosinn: Þorvaldur Örn (skrifar þessa fundargerð)
Kjörnefnd: Oktavía J. Ragnarsdóttir, Kristinn Björgvinsson og Baldvin Hróar
Vel var mætt á fundinn, á að giska 100 manns.
Dagskrá fundarins var auglýst þannig: -Fundarsetning -Kosning fundarstjóra -Kosning ritara -Inntaka nýrra félaga og úrsagnir -Kosning formanns -Kosning 4 annara stjórnarmanna -Kosning 2 varamanna -Kosning 2 endurskoðenda -Önnur mál
Kristinn Benediktsson bað um dagskrárbreytingu. Var dagskrá breytt þannig að niðurstaða kærunefndar er tekin fram fyrir.
Gunnar Helgason, formaður: Við ráðningu framkvæmdastjóra í vor voru tveir umsækjendur, annar var ráðinn. Málið fór í kæruferli, niðurstaðan er sú að meirhluti stjórnar gerðist brotleg við lög að mati kærunefndar.
Gísli biður um að lesin verði upp niðurstaða kærunefndar og svör Umfþ til kærunefndar.
Oddur Ragnar Þórðarsson kemur í pontu og heldur ræðu (meðan formaður leitar að gögnum): Hann sem foreldri sendi bréf til stjórnar Þróttar í vor og bað um formlega afgreiðslu þess, að erindið næði inn á stjórnarfund og fái málsnúmer. Í bréfinu bað hann um að boðað verði til fundar um samskipti við fyrirtæki í eigu Gunnars vegna stúkubyggingar og um kæru þar að lútandi.
Hann nenni ekki að fara mörgum orðum um byggingu stúkunnar en vandræðalegt hafi verið að færa peninga inn í byssuskáp og leiðinlegt að sjá hvernig vinskapur allra sem að málinu komu slitnaði, það má yfir alla ganga báðum megin borðsins. Best hefði verið að um svo alvarlegar ásakanir hefði verið haldinn opinn fundur og málin fljótlega kláruð frekar en að slá skollaeyrum við þessu erindi hans.
Stjórn Þróttar hafi nú verið dæmd. Formaður svaraði kærunni án þess að bera undir stjórn og án samráðs við aðra í stjórn fyrr en kærufrestur var liðinn. Formaður hafi ekki umboð til þess og séu þetta forkastanleg vinnubrögð. Oddur spyr hvort öðrum stjórnarmönnum sé sama.
Hann hafi verið stjórnandi í almennu félagi og í bæjarstjórn og viti um hvað er að ræða.Það verði að taka svona ráðningu faglega. Undir lok ræðunnar segir Oddur að undir núverand stjórn hafi náðst frábær árangur, betri en við höfum séð áður og telur hann upp mörg atriði þar að lútandi svo sem starf með yngri flokkum og árangur meistaraflokksins. Allt þetta beri að hafa í heiðri og eigi viðkomandi hrós skilið. Hann efist ekki um ágæti stjórnar og framkvæmdastjórans að flestu leyti. Áfram Þróttur, takk fyrir mig.
Gunnar Helgason segir Odd hafa komið víða við, en telur að þetta heyri undir lið á eftir, um önnur mál. Hann telur ekki ástæðu til að lesa allt plaggið frá kærunefnd, enda sé það ekki enn komið á vefinn, en les þó niðurstöðuna þar sem fram kemur að kærði braut gegn jafnréttislögum.
Kæran verður inni á vef velferðarráðuneytisins, kemur þangað.
Íris Pétursdóttir biður um að rökstuðningur Þróttar verði einnig lesinn upp, hún sé með hann í höndunum. Gunnar biður hana um að lesa hann sem hún gerir, úr sæti sínu. (Ritari náði ekki innihaldinu).
Gunnar heldur áfram og telur að mati stjórnar Þróttar hafi báðir umsækjendur haft þá hæfileika og uppfyllt þær kröfur sem gerðar voru en Marteinn hafi búið yfir mikilli reynslu af íþróttastarfi og þekkingu á íþróttahreyfingunni. Háskólamenntun var ekki skilyrði í auglýsingunni.
Þá hafi verið talið mikilvægt að framkvæmdastjórinn geti helgað sig þessu sem aðalstarfi en ekki með öðru 80{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4} starfi. Gangstætt því sem Oddur sagði telur Gunnar sig hafa haft umboð stjórnar til að svara kærunefndinni, þetta hafi verið á sumarfrístíma, en viðurkennir þó að það hefði mátt kalla saman stjórnarfund. Einnig hefði mátt kalla saman opinn fund, en við klárum málið fyrst, vildum ekki fjalla um það opinberlega meðan það var í gangi. Þau hafi ekki þekkt vel þetta kæruferli. Aðrir sem kærunefnd hafi verið að fjalla um séu miklu öflugri aðilar en þetta áhugamannafélag. Þarna hafi Þróttur verið í hópi með ráðuneytum, ríkistofnunum og Landspíatalanum. En nú sé hér með kominn á fundurinn sem Oddur bað um. Okkar niðurstaða að boða þennan fund, ræða málin þar opið.
Kristján Árnason, stjórnarmaður rifjar upp aðdraganda síðasta aðalfundar, þar sem mættu 120 manns vegna ólgu vegna fyrrverandi stjórnar, en árin áður hafi örfáir sótt aðalfundina. Svo hefði verið eðlilegt að ný stjórn fengi andrými til að láta verkin tala, en sú hafi ekki orðið raunin. Bað Kristján fundarmenn um að sýna með klappi hvort þeir mætu starf stjórnarinnar og framkvæmdastjóra og uppskar gott klapp. Mótmælti hann því sem hann kallaði frekju og yfirgang á fésbók og bendir á að börnin lesa hana líka.
Álfþór Bergsson bendir á að Oddur hafi talað um dóm, en spyr hvort það sé ekki úrskurður.
Íris Pétursdóttir les úrskurðarorðin þar sem kemur fram að fleira en kynferði hafi legið til grundvallar og þar hafi verið brotið gegn tilteknum lagagreinum, ekki hafi bara verið kært vegna kynferðis og því séu það ekki góð rök að Marteinn sé fyrsti karlmaðurinn sem gegnt hafa starfi framkvæmdastjóra Þróttar til þessa.
Svava spyr um hvaða ólgu Kristján hafi verið að tala um.
Kristján nefnir nokkur atriði, m.a. að júdóþjálfarinn Magnús, sem hafði starfað í 17 ár og komið mörgum íslandsmeisturum á stall, var rekinn, en samt leystur út með gjafabréfi. Þeir sem byggðu stúkuna í sjálfboðavinnu hafi verið bornir þungum sökum, en jafnframt hafi átt að verðlauna þá á síðasta aðalfundi af fyrri stjórn.
Gunnar Helgason svarar Álfþóri að það sé rétt að um úrskurð sé að ræða. Við erum núna að leggja þetta í dóm félagsmanna. Þeirra að taka ákörðun.
Júlía spyr hvort það sé einsdæmi að ungmennafélag sé kært til jafnréttisnefndar? Við séum lítið sjálfboðaliðafélag, getum rekist á vegg og gert mistök, en aðalatriðið sé að gæta hófstillingar.
Fundarstjóri man ekki eftir slíkri jafnréttiskæru á hendur ungmennafélagi sl. 20 ár eða svo.
Oddur Ragnar bendir á að kærunefnd fari ekki bara eftir jafnræði vegna kyns. Þetta sé alvarlegur dómur sem þarf að taka alvarlerga. Eigum að gera þetta á faglegum forsendum, að báðir umækjendur séu metnir á faglegum forsendum.
Ívan leiðréttir Odd, að þetta hafi verið úrskurður, ekki dómur.
Svava fyrrv. Formaður telur að Magnús júdóþjálfari hafi ekki verið rekinn, honum hafi verið sagt upp því ekki samdist við hann. Annar fundarmaður grípur orðið, bendir á að Magnús sé í salnum og spyr hann um hans álit, hvort hann hafi verið rekinn. Já, ég var rekinn, svaraði Magnús.
Íris (ekki Pétursdóttir), undrast að Matti hafi haft meðmæli í sambandi við rekstur á íþróttafélagi. Hann hefði verið með rekstur á félagi og hún hafi séð rekstrarreikning þess fyrir síðasta ár, og sé það ódýrasta opinbera plagg sem hún hafi séð. Ef Þróttur verður rekinn á þennan hátt hafi hún áhyggjur.
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, hrósar félaginu fyrir kraftmikið starf og vonar að takist að hreinsa málin hér í kvöld og fara heim sátt. Fær klapp.
Gunnar Helgason svarar Írisi og segir að bókhald í meistaraflokki einfalt, þurfi ekki að vera flókið.
Þegar stjórn Þróttar tók við í sumar hafi vantað umtalsverða fjármuni til næstu tveggja mánuða, en meistaraflokkurinn var þá búinn að fjármagn allt árið strax um vorið.
Magnús Björgvinsson les af símanum sínum upp úr úrskurðinum sem reynist vera kominn á vefinn, þar kemur fram að kært hafi verið að ráðinn var karlmaður.
Kristján Árnason svarar gagnrýni á bókhald meistaraflokks með því að sá rekstur sé einfaldur og meistaraflokkur ráði ekki endurskoðanda. Stjórnin hafi gert átak til að rétta af rekstur Þróttar, lækkað laun margra, hækkað æfingagjöld o.fl. Marteinn sé að standa sig vel í starfi.
Íris gagnrýnir aftur rekstrarreikning meistaraflokksins.
Kristján. Margir þættir eru skoðaðir þegar ráðinn er framkvæmdarstjóri. Ef aðeins hefði verið horft á pappíra hefði mátt ráða að hinn umsækjandinn var sterkur rekstrarlega. En þegar horft er á reynslu og tengsl í íþróttahreyfingunni var Marteinn tekinn fram yfir. Einnig skipti máli að hann ætlaði að vinna í fullu starfi á daginn.
Magga Lena segir að hinn umsækjandinn hafi tekið fram að hún ætlaði að vinna starfið á daginn að einhverju leyti.
Gunnar svarar að það hafi verið kjörin nefnd sem tók viðtöl við báða umsækjendur og skilaði til sjórnar. Þar hafi þetta um vinnutímann komið fram.
Kristján átelur Írisi Pétursdóttur fyrir að vera með búktalara á fésbók í gengum sinn mann, og einnig fyrir að koma nú með hluti, sem voru ræddir í stjórn í trúnaði, inn á opinn fund hér.
Íris mótmælir að hún sé með búktalara og telur að öll mál í ungmennafélagi eigi að vera uppi á borðinu.
Fundarhlé í 10 mín.
Kosning.
Formaður: Ein tillaga til formanns. Gunnar Helgason.
Skoðast sjálfkjörinn. Klapp.
Aðrir: Irma Þöll, Guðmundur Kristinn Sveinsson, Kristján Árnason og Ingimar Jón Kristjánsson.
Varamenn Harpa Bjarnadóttir og Hannes Smárason.
Tillaga um sömu skoðunarmenn reikninga, Berg Álfþórsson og Friðrik Valdimar Árnason.
Klappað fyrir öllum, allir sjálfkjörnir.
Önnur mál.
Agnar segir sig ekki skilja hvernig við gátum orðið af styrk frá KSÍ.
Gunnar svarar að KSÍ úthluti fjárstyrk sem kemur frá UEFA í Evrópu fyrir sýningarrétt. Félagið þarf að vera með yngri flokka starf hjá drengjum, stúlkum til að fá kr. 250.000 á ári. Sé það með meistaraflokk bætast 550.000 kr. við
Síðan 2008 höfum við fengið um 800.000 á ári nema í fyrra misstum við af 550.000 kr. vegna þess að félagið sendi ekki keppendur á Íslandsmót yngri flokka.
Af því meistaraflokkurinn fór upp um deild fáum við 400.000 kr. meira á næsta ári.
Þessir peningar eru eyrnamerktir yngri flokkum.
Magnús Björgvinsson segist vera undrandi á miklum látum fyrir þennan fund og svo verður stjórnin sjálfkjörin. Hefði viljað sjá atkvæðagreiðslu um Gunnar, sjá hve mörg atkvæði hann fengi.
Spyr hví fundargerðir stjórnar Þróttar séu ekki lengur á vefnum? Duttu út fyrir 2 árum. Telur að allt eigi að vera opið. Hvetur til uppbyggjandi gagnrýni og samstöðu. Fær gott klapp.
Kristján. Þetta snýst um börnin okkar. Takk fyrir að kjósa mig aftur. Hann lýsir hvar fundargerðirnar sé að finna á vefnum. Hann segir okkur vera með lítinn fjárhag, lág gjöld þó þau hafi verið hækkuð. Stjórnin geti ekki svarað gagnrýninni á netinu. Biður um gagnrýni sé komið beint til stjórnar. Hvetur til að menn fari héðan sátt í kvöld.
Sæunn talar um hækkun og breytingar á æfingargjöldum. Íris bætir við að margir séu ósáttir við afnám systkinaafsláttar með öllu.
Gunnar: Ungmennafélagið er meira en börnin okkar, samkvæmt lögum þess eigi það að halda málfundi, sýningar o.fl. Síðasta sumar voru í fyrsta sinn sendir 4 einstaklingar á 50+ mótið, í bochia.
Æfingargjöldin höfðu ekki hækkuð í mörg ár en voru hækkuð mikið nú, um 20 – 25{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}. Áður dugðu æfingargjöld ekki fyrir nema um 67{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4} af launum þjálfara. Fleiri gjöld koma til svo sem stungugjöld o.fl.
Systkinaafsláttur var tekinn út því við breyttum kerfinu, foreldrar borga um eftir sem áður ekki mikið fyrir barni. Erum kannski ekki á pari við Grindavík enda ekki hægt að bera saman en eftir sem áður er UMFÞ t.d. mun lægri en í Hafnarfirði. Spurt um aðstöðumun hér og í Hafnarfirði. Gunnar svarar að það sé t.d. sami kostnaður við sundið hér þó laugin sé styttri.
Fundarstjóri les tillögu að ályktun: „Höfum að leiðarljósi að láta kappið aldrei bera fegurðina ofurliði, láta aldrei ófögur orð eða rifrildi skemma starfið, vinnum aldrei með röngu eða ódrengilegu bragði, munum ávallt eftir því að starfið er ekki aðeins stundargaman, heldur er það til þess að gera okkur betri, göfugri, heiðarlegri og manneskjulegri með hverju verkefni.“
Júlía Rós Atladóttir kemur í pontu og segir eitthvað á þessa leið: Ég sótti um starfið, fannst viðtalið vera þannig að ég fengi ekki starfið. Hinn var ráðin. Ég fór að meta mína hæfni og reynslu og fannst við ráðninguna ekki farið eftir því sem auglýst var eftir. Bað um rökstuðning, var ekki sátt við hann. Kærði og vildi með því fá á hreint hvort hæfasti aðilinn hefði verið ráðinn. Nú er komið svar við því. Ég ætla ekki að gera neitt meira með þetta, veit nú að það voru brotin lög, vil að við lærum af þessu. Markmiðið var ekki að bola Matta frá.
Gunnar undrast að ekki sé rætt meira um stóra stúkumálið. Undrast fésbókarskrif. Vill fá gangrýni beint, henni verði svarað þó það verði ekki strax daginn eftir. Segist ekki vera tölvumaður á fésbók.
Gunnar vitnar í fésbókarskrif í vor um meint milljónaviðskipti við fyrirtæki Gunnars. Segir sætin hafa verið keypt af félagi Gunnars sem keypti það fyrir aðeins meiri pening. Samdi við strákana þannig með því að fyrirtæki í hans eigu veitti þeim örlítinn styrk fyrir uppbyggingu stúkunnar til að hægt væri að dekka kostnað sem vantaði til að ljúka við að kaupa sæti í stúkuna.
Ætlar að taka ábendingar hér í kvöld til greina og hvetur fólk til að samþykkja ályktunina sem lesin var (sjá hér ofar).
Ályktunin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum (nema örfarra aðila sem ekki lyftu upp hönd) og lófaklappi.
Fundi slitið.
Fundargerðin send samdægurs á
throttur@throttur.net
Þorvaldur Örn Árnason.
Fundarritari biðst velvirðingar á að hafa ekki náð öllu sem sagt var og á því sem kann að vera ranghermt í fundargerðinni.
Fundur nr.112 dags 5.10.2015
kl.19:30
Mættir.
Gunnar, Ingimar, Kristján, Írís og Irma.
Varamenn. Magga Lena og Guðmann sitja einnig fundinn
Fundamál.
Formaður leitar abrigða með að taka lið undir önnur mál á dagskrá. Samþykkt
- Sambandsþing UMFÍ 17. til 18 október 2015. Haldið að Vík í Mýrdal og frkvstj. Og formaður mæta sem fulltrúar Þróttar.
- Þjálfaramál. Arnar er hættur störfum hjá UMFÞ. Vill Þróttur þakka Arnari fyrir góð störf í þágu Þróttar. Matti tók að sér þjálfun 7 fl. þar sem vantaði þjálfara og er hann með mjög mikla þjálfarareynslu og treystum við Matta vel fyrir þessum góða hópi.
- Fjármál. Íris bókar
„bókhaldi félagsins er ekki nægilega vel sinnt af hálfu framkvæmdastjóra, það vantar örfáar nótur, og skýringar við flestar nótur, þrátt fyrir að gjaldkeri hafi áður óskað eftir því að þessi mál séu í lagi“.
Gunnar bókar
„bókun Írísar er alveg út í hött og er eingöngu til þess fallin til að koma höggi á framkvæmdastjóra og er lýsandi dæmi um framkomu Írísar Pétursdóttir. Ég vil minna á að enn vantar kvittun frá Írisi eftir 3ja mánaða bið.“
- Starfsumhverfi framkvæmdastjóra. Stjórninni barst bréf frá framkvæmdastjóra um samskipti við gjaldkera . Íris yfirgefur fundinn meðan bréfið var rætt. Írisi gefinn kostur á að svara bréfi, þangað til stjórn hefur tekið það fyrir skulu samskipti gjaldkera vegna mála UMFÞ fara fram í gegnum formann. Íris mætir aftur.
Íris bókar
„ bréfið kemur mér í opna skjöldu þar sem frkvstj. hefur ekki minnst á þá hluti við mig sem þar koma fram og hefði ég kosið að hann hefði rætt beint við mig fyrst.“
- Bréf frá Kærunefnd Jafnréttismála.
Vegna niðurstöðu Kærunefndar Jafnréttísmála um að Stjórn UMFÞ hafi brotið lög þegar núverandi framkvæmdastjóri var ráðinn til starfa.
Þá leggur Gunnar fram eftirfarandi tillögu
“ Að stjórn samþykki að haldinn verði aukaaðalfundur fimmtudaginn 22.10.2015 þar sem stjórnarmeðlimir endurnýji umboð sitt“. Samþykkt samhljóða.
Íris bókar.
Það kemur fram í bréfi frá kærunefnd að það sé mat kærunefndar jafnréttismála að kærði hafi ekki fært fram málefnalegar ástæður fyrir ráðningunni. Taka skal fram að Gunnar sá alfarið um að senda inn greinagerð til kærunefndar þegar hún óskaði eftir rökstuðningi á ráðningunni. Gunnar gaf hvorki mér né öðrum stjórnarmeðlimum kost á því að koma að þeirri greinagerð. Hann hélt bréfi kærunefndar leyndu fyrir stjórn og upplýsti ekki um að stjórn ungmennafélagsins hefði verið kærð fyrr en að svarfresti loknum. Ég ein stjórnarmeðlima greiddi kæranda mitt atkvæði í ráðningarferlinu og firra mig því allri ábyrgð í máli þessu.
- Önnur mál
Íris vill bóka að
„í tvígang hafi ég óskað eftir að fundarefni yrði tekið á næsta fundi fyrir tilskilinn tímafrest, en þrátt fyrir það komst það ekki á dagskrá“. Íris bókar „að minni á að stjórn og framkvæmdastjóri vinni eftir þeim, sbr. 3,4 8 og 9 sem hljóða svo.
- Viðhefur ávallt lýðræðisleg vinnubrögð.
- Upplýsir félagsmenn og gerir þá að þátttakendum í ákvarðanatöku innan félagsins
- Rekur félagið eftir löglegum reiknisskilaaðferðum og hagar útgjöldum í samræmi við tekjur.
- Notfærir aldrei stöðu sína hjá félaginu til eigin framdráttar á kostnað félagsins.
Gunnar bókar„Formaður setur upp fundi og þar á meðal fundarboð, setur þau mál á dagskrá sem mest er þörf fyrir hverju sinni og önnur verða stundum að bíða.
Fleira ekki rætt og fundi slitið 21:45. Hvetjum alla Þróttara til að mæta á aukaaðalfund fimmtudaginn 22.10.2015. Verður nána auglýst síðar
Stjórnarfundur 111. Haldinn mánudaginn 21. September kl:20:00 á skrifstofu Þróttar.
Mættir: Gunnar, Kristján, Irma Þöll, Magga Lena og Íris
Eftirfarandi tilkynntu forföll: Ingimar
Marteinn framkvæmdastjóri situr einnig fundinn
Fundamál.
- Fjármál. Áætlanir gera ráð fyrir að Þróttur verði rekinn réttu megin við núllið fyrir áramót sem er góð niðurstaða m.v. yfir 1100 þús kr. Skerðingu á tekjum félagsins m.v. fyrra ár, þar sem skerðing var á fjárstyrk frá sveitarfélaginu um 500 þús sem og lægri styrkur frá KSÍ yfir 600 þúsund vegna færri yngri flokka á Íslandsmóti á árinu 2014 voru á sumarmótum það sumar.
- Fundarsköp. Rætt um að fylgigögn séu send fyrir fundi svo stjórn geti kynnt sér mál, það tekið til greina. Að fundargerðir verði ítarlegri. Íris vill bóka svohljóðandi að öll fundarmál frá fundarmeðlimum séu sett inn á dagskrá fundar sé þess óskað.
- Siðareglur. Íris bókar vill bóka að farið sé að siðareglum félagsins því það hafi ekki verið farið nógu vel eftir þeim að hennar mati eftir að ný stjórn tók við. Gunnar bókar eftirfarandi á fyrsta fundi nýrrar stjórnar lét formaður stjórnarmeðlimi fá eintak af siðareglum og lögum félagsins og treystir því að þeim sé fylgt eftir bestu samvisku.
- Starfsumhverfi framkvæmdastjóra. – Frestað fram á næsta eða þarnæsta fund.
- Uppgjör á Orkumóti. Farið yfir Orkumótið, einhver mínus á því UMFÞ tekur það á sig. Stefnt að því að senda á mótið á næsta ári.
- Skráningar. 70 iðkendur skráðir hjá félaginu í dag, sundið fór gríðarlega vel af stað og ekki hægt að bæta við þar, 25 iðkendur í alls 2 hópum. Júdó 8 skráningar en fleiri sem eru að mæta sem eiga enn eftir að skrá sig. Bindum vonir við að fleiri bætist við á næstu vikum og þegar fótboltinn fer í gang í byrjun október. Íris veltir fyrir sér af hverju körfuknattleikur var lagður niður hjá UMFÞ. Finnst henni miður að ekki hafi verið leitað fleiri leiða til að halda henni áfram gangandi. Á fundi stjórnar með þjálfurum í ágúst kom fram að ekki hafi verið nægur mannskapur til að halda úti flokki í körfuknattleik. Á síðustu önn var einungis eldri flokkur og útlit var fyrir ekki næðist að halda úti flokki þetta árið og var því deildin sjálflögð niður.
- Samstarf við önnur félög. Vegna eldri flokka í knattspyrnu þar sem er 7 og 11 manna lið og Þróttur ekki með nógu marga þátttakendur til að halda úti heilu liði. Það er verið að skoða möguleika á samstarfi við nágrannafélög. Málin eru í skoðun en ekki liggur fyrir nein ákvörðun að svo stöddu.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl: 21:55
Fundargerðir
Fundur nr. 110
Fundur haldinn hjá UMFÞ þriðjudaginn 26.08.2015 kl:20:00 íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Gunnar, Kristján, Irma, Íris og Magga Lena
Framkvæmdastjóri. Marteinn Ægisson situr einnig fundinn.
Forföll boðaði Ingimar,
- Þjálfarasamningar lagðir fram til samþykktar, samþykktir samhljóða
- Æfingagjöld lögð fram til samþykktar, samþykkt með 4 atkvæðum gegn einu
Fleira ekki rætt og fundi slitið 20:50
Fundargerðir
Fundur nr. 109
Fundur haldinn hjá UMFÞ þriðjudaginn 18.08.2015 kl:20:00 íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Gunnar, Kristján, Magga Lena
Framkvæmdastjóri. Marteinn Ægisson situr einnig fundinn.
Forföll boðaði Ingimar,
Formaður leitar afbrigða til að setja þriðja mál á dagskrá, bréf frá kærunefnd jafnréttismála – það samþykkt.
- Fjölskyldudagurinn. Stjórnin er mjög ánægð hvernig með til tókst og þakkar þeim fjölda sjálfboðaliða fyrir að leggja sitt af mörkum við að gera þennan dag eftirminnilegan.
- Þjálfaramál- farið yfir stöðu þjálfaramála. Málið í góðum farvegi
- Bréf frá kærunefnd jafnréttismála tekið fyrir þar sem óskað var eftir frekari gögnum. Framkvæmdastjóra falið að svara bréfinu.Fleira ekki rætt og fundi slitið 21:00
Fundargerðir
Fundur nr. 108
Fundur haldinn hjá UMFÞ miðvikudaginn 29.07.2015 kl:20:00 íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Gunnar, Kristján, Irma, Magga Lena
Framkvæmdastjóri. Marteinn Ægisson situr einnig fundinn.
Forföll boðuðu, Íris, Ingimar og Guðmann
- Farið yfir mál sem hafa komið upp í sumar
- Kæra frá kærunefnd jafnréttismála vegna ráðningu framkvæmdastjóra lögð fram til kynningar.
- Farið yfir mót sumarsins, stjórnin er ánægð með velheppnuð mót og góða frammistöðu hjá iðkendum Þróttar. Einnig er ánægjulegt hve foreldrar hafa verið virkir að fylgja börnum sínum eftir á mótum.
- Haust- og vetrarstarf.
- Framkvæmdastjóra veitt umboð til að ræða við þjálfara og hann mun leggja drög að samningum fyrir á næsta fundi.
- Farið yfir hauststarfið sem er framundan
- Fjölskyldudagurinn. Stjórnarmeðlimum gert grein fyrir störfum UMFÞ á fjölskyldudaginn og að taka daginn frá til að geta veitt aðstoð við að uppfylla verkefni UMFÞ á fjölskyldudaginn. – Næsti stjórnarfundur verður haldinn mánudaginn 17.08.2015
Fleira ekki rætt og fundi slitið 21:00
Fundur nr. 107
Fundur haldinn hjá UMFÞ fimmtudaginn 11.05.2015 kl:20:00 íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru:
Mættir eru: Gunnar, Ingimar, Íris, Kristján, Irma.
Varamenn: Magga Lena og Guðmann, boðuðu forföll
Framkvæmdastjóri, Marteinn Ægisson situr sinn fyrsta fund sem framkvæmdastjóri
- Nýr framkvæmdastjóri tók til starfa 4. maí og er að setja sig inn í starfið og hlakkar til að taka til hendinni. Marteinn er ánægður með þær móttökur sem hann hefur fengið og viðbrögð frá foreldrum, iðkendum og þjálfurum.
- Staða mála
- Mikil og góð viðbrögð við búningadegi og vill Stjórn þakka foreldrum fyrir að taka svo vel við sér sem og foreldrafélaginu fyrir gott starf og fyrir að halda vel utan um þessa vinnu.
- Skráning í Sílasund í gangi fyrir árganga 2009 – 2011 í leiksólanum, skráning fram á miðvikudag en þá hefst námskeiðið
- Fjármögnun – farið yfir fjárhagstöðu félagsins
- Sumarfrí og hauststarf
- Hauststarf – umræður
- Sumarfrí – Stjórn Þróttar er komin í sumarfrí Fleira ekki rætt og fundi slitið 21:20
Fundargerðir
Fundur nr. 106
Fundur haldinn hjá UMFÞ þriðjudaginn 28.04.2015 kl:20:00 íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru:
Mættir eru: Gunnar, Ingimar, Íris, Kristján, Irma.
Varamenn: og Magga Lena og Guðmann.
Á dagskrá voru eftirtalin atriði:
- Staða mála
- Búningamál, Formaður fundaði með foreldrafélagi sem er búið að velja búning. Líst stjórn vel á búningana og kann foreldrafélaginu bestu þakkir fyrir vinnuna.
- Mót sumarsins
- Ákveðið að hitta þjálfara á fundi í næstu viku og fara m.a. yfir mót sumarsins
- Bréf til stjórnar
- Tvö bréf berast stjórninni samhljóða með beiðni um opinn fund. Stjórn gengur til atkvæða um hvort verða eigi við ósk bréfritara og var tillaga felld.
- Stúkumál
- Íris Pétursdóttir leggur fram bókun
Til að svara bókun frá síðasta fundi nr. 105 16.apríl sl. verð ég að lýsa yfir furðu minni á þeim vinnubrögðum sem þar áttu sér stað, en þar er fullyrt að ekki séu til gögn máli mínu til stuðnings. Gjaldkeri hefur undir höndum öll þau gögn sem teljast mikilvæg í þessu máli að undanskildu símtali við starfsmann UMFÍ sem lýsti því yfir að þetta mál væri alvarlegt. Það gerir málið ekki minna alvarlegt þó að þessi ummæli hans séu ekki til skrifleg.
Þær kvittanir sem nefndar eru í síðustu bókun að séu til staðar fyrir notkun þessara peninga eru ekki löglegar samkvæmt íslenskum reikniskilaaðferðum.
Það verður einnig að teljast einkennilegt að þessir fjármunir skuli þurfa að fara í gegnum 2 íslensk fyrirtæki áður en þeir ná til framleiðanda vörunnar. Annað fyrirtækið í eigu formanns Þróttar og hitt tengt forsvarsmanni stúku.
Þegar þetta mál kom upp í lok febrúar sl. leitaði gjaldkeri eftir tilboði í samskonar sæti og flutning til landsins. Það var hvorki flókið né vandasamt verk og alls engin ástæða til að hafa þar milliliði. Það tilboð sem gjaldkeri hefur undir höndum er töluvert hagstæðara en það tilboð sem lagt hefur verið fram af forsvarsmönnum stúkunnar.
Með því að kaupa sætin milliliðalaust hefði mátt spara UMFÞ rétt tæpar 150.000.- krónur.
Sætin hefðu ekki aðeins verið ódýrari heldur heldur hefðu þau þar að auki þegar skilað sér til landsins miðað við að greiðsla fyrir þeim var innt af hendi 1.febrúar sl.
Gjaldkera er þó ljóst að líklega mun seint eða aldrei fást botn í það hvers vegna umræddur bankareikningur hafi verið tæmdur í nóvember 2014 en þó hafi greiðsla fyrir aðeins hluta þeirrar upphæðar ekki farið fram fyrr en í febrúar á þessu ári. Mismuninum hefur vissulega verið skilað inn á reikning UMFÞ en það afsakar þó með engu móti þann gjörning sem átti sér stað. Réttast hefði verið á sínum tíma að kæra þetta mál strax til lögreglu en fráfarandi stjórn ásamt gjaldkera vildi reyna að leita annara leiða til sátta og niðurstöðu í þessu máli.
Þar til önnur gögn koma fram eða uppgjör fer fram við komu sætanna til landsins mun þetta mál þó lagt að baki af hálfu gjaldkera. Ekki munu fara fram fleiri bókanir þó með þeirri undantekningu að gjaldkeri sjái sig knúinn til þess að svara fyrir fleiri ásakanir um óvönduð vinnubrögð.
-
- Gunnar, Kristján og Irma vísa í bókun fundargerðar 105 16.apríl slFundi slitið kl.21:10
Fundargerðir
Fundur nr. 105
Fundur haldinn hjá UMFÞ fimmtudaginn 16.04.2015 kl:20:00 íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru:
Mættir eru: Gunnar, Ingimar, Íris, Kristján, Irma.
Varamenn: og Magga Lena og Guðmann.
- Stúkumál tekið fyrir
- Stjórnin fer yfir gögn í málinu
Eftirfarandi er bókað
Undirrituð í stjórn UMFÞ lýsa yfir fullum stuðningi við þá aðila sem hafa séð um uppbyggingu á stúku við íþróttasvæðið í Vogum. Þeir sem að þessari framkvæmd koma hafa sýnt það í verki að það þarf ekki að hafa titil eða hlutverk til þess að virkja ungmennafélagsandann og hafa sýnt frumkvæði sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar.
Viðkomandi aðilar hafa fundað með stjórn Þróttar og skýrt sína hlið málsins hvað varðar að hafa tekið út pening í nóvember 2014 sem hugsaður var til verkefnisins án skýringa og viðurkennt yfirsjón í þeim efnum. Við viljum taka það skýrt fram að allir fjármunir tengdir verkefninu og allar kvittanir liggja fyrir og jafnframt að síðasti ársreikningur félagsins var samþykktur athugasemdalaust á einum fjölmennasta aðalfundi UMFÞ sem sögur fara af.
Það vekur því furðu okkar að þáverandi og núverandi gjaldkeri félagsins sem bar ábyrgð á því að leggja fram ársreikning fyrir árið 2014 komi með slíka bókun eins og lögð var fram á stjórnarfundi nr.101 sem haldinn var 16.03.2015. Ef gjaldkeri telur að lög hafi verið brotin þá ber honum skylda að kæra meint brot til þar til gerðra yfirvalda.
Við viljum einnig gera athugasemd við vinnubrögð viðkomandi og bókunina sjálfa þar sem vitnað er í símtöl eða samtal milli aðila en engin skrifleg gögn lögð fram máli gjaldkera til stuðnings.
Stúkubyggingin er ekki í höndum stjórnar og hún mun ekki koma nærri henni að öðru leyti en að fylgja eftir að fram séu lögð gögn, kvittanir og reikningar fyrir úttektum af reikningi félagsins sem eyrnamerktur er stúkubyggingunni. Við viljum einnig hvetja þá aðila sem sjá um framkvæmdina til þess að halda áfram með verkið og ljúka við þessa flottu framkvæmd eins og til stóð. Án þeirra framtaks og frumkvæðis hefði stúkan ekki verið annað en hugmynd í bænum á þessum tímapunkti. Við viljum að lokum hvetja þá til þess að láta hvorki títt nefndu bókun eða aðrar öfundsraddir í okkar litla samfélagi stoppa sig.
Gunnar Helgason formaður
Ingimar Jón Kristjánsson varaformaður
Kristján Árnason ritari
Irma Þöll Þorsteinsdóttir meðstjórnandi
Gunnar leggur fram eftirfarandi bókun
Þær ásakanir Írisar Pétursdóttir sem koma fram í bókun hennar í fundargerð stjórnarfundar nr. 101 16. Mars sl. vísa ég til föðurhúsanna. Ég sem formaður UMFÞ hef ekki átt í neinum viðskiptum við félagið í gegnum fyrirtæki mitt. Fyrirtæki mitt hefur hins vegar styrkt stúkubygginguna en það var gert töluvert fyrir þann tíma sem ég tók við formennsku í félaginu.
Íris Pétursdóttir veit einnig vel að undirstaða allra íþrótta og ungmennafélaga er velvild fyrirtækja að leggja málefnum þeirra lið.
Gunnar Helgason
Fleira ekki rætt og fundi slitið 19:19
Fundur nr. 104
Fundur haldinn hjá UMFÞ mánudaginn 14.2015 kl:20:00 íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru:
Mættir eru: Gunnar, Ingimar, Íris, Kristján og Guðmann, .
Varamenn: Magga Lena.
Fjarverandi: Irma boðaði forföll
Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri, situr einnig fundinn og er þetta hennar síðasti starfsdagur hjá Þrótti. Fyrir hönd UMFÞ vill stjórn félagsins þakka Tinnu fyrir frábært starf fyrir félagið. Af metnaði og fórnfýsi hefur Tinna átt mikinn þátt í því að lyfta félaginu á hærri stall og unnið vel með hagsmuni félagsins að leiðarljósi. Tinna hefur unnið sitt starf af fagmennsku og kann ungmennafélagið henni bestu þakkir fyrir og óskar henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.
- Farið yfir nýjan samning við verðandi framkvæmdastjóra sem mun hefja störf 01.05.2015 – Óverulegar breytingar frá fyrri samning. Samningur samþykktur einróma
- Kynning á fjárhagsáætlun 2015.
- Staða mála
- Júdódeild Þróttar keppti á páskamóti JR og stóð sig til fyrirmyndar og óskar stjórn Þróttar þeim til hamingju með árangurinn
- Yngri flokkar félagsins í knattspyrnu fóru á páskamót í Hveragerði og stóðu og stóð sig til fyrirmyndar og óskar stjórn Þróttar þeim til hamingju með árangurinn
- Bréf til stjórnar lagt fram og rætt. Formanni falið að svara bréfi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:20:54
Fundur nr. 103
Fundur haldinn hjá UMFÞ laugardaginn 04.04.2015 kl:11:00 íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru:
Mættir eru: Gunnar, Ingimar, Íris, Kristján, Irma.
Varamenn: og Magga Lena og Guðmann.
Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri, situr einnig fundinn.
- Fundargerð nr 101 verði frestað til næsta fundar
- Ráðning framkvæmdastjóra – farið var yfir viðtöl við umsækjendur og samþykkt að halda áfram með ferlið.
Fleira ekki rætt og fundi slitið 12:05
Fundur nr. 102
Fundur haldinn hjá UMFÞ þriðjudaginn 31. mars 2015 kl. 20:00 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru:
Mættir eru: Gunnar, Ingimar, Íris, Kristján, Irma.
Varamenn: og Magga Lena og Guðmann.
Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri, situr einnig fundinn.
1. Fundarsköp
-
- Skipulag funda – formaður leggur til að fundir séu vel skipulagðir og formlegir. Að fundir séu prentaðir út og stjórn kvitti undir.
- 2. Stúkan
- Mættir eru þeir Ingvar, Davíð og Kiddi
i. Gerðu grein fyrir sínu máli og svöruðu spurningum og kann stjórnin þeim bestu þakkir fyrir komuna.
- 3. Fundargerð síðasta fundar
- Verður kláruð á næsta fundi
- Staða mála
- Framkvæmdastjóri og formaður gerir grein fyrir stöðu mála
- 5. Umsóknir um stöðu framkvæmdastjórnar
- Tvær umsóknir bárust og verða báðir umsækjendur boðaðir í viðtal
- 6. Önnur mál
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:21:30
Fundur nr. 101
Fundur haldinn hjá UMFÞ mánudaginn 16. mars 2015 kl. 20:00 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Gunnar, Irma, Ingimar, Íris, Kristján og varamenn, Guðmann og Magga Lena. Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri, situr einnig fundinn.
Guðmann yfirgefur fundinn 21:01, mætir aftur 22:02
Irma yfirgefur fundinn 21:40
- 1. Stjórn skiptir með sér verkum
- Varaformaður Ingimar
- Gjaldkeri Íris er áfram gjaldkeri og er með prókúru
- Ritari Kristján
- Fyrsti varamaður Guðmann
- Annar varamaður Magga Lena
- 2. Rukkun félagsgjalda
- Stjórn minnir að fyrir félaga í Þrótti er eindagi félagagjalds 20.03.2015 kr. 1.500.
- 3. Staða framkvæmdastjóra
- Tinna Hallgrímsdóttir hefur ákveðið að segja upp störfum en hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri frá sumri 2012. Stjórn Þróttar vill þakka Tinnu fyrir vel unnin störf á liðnum árum og óskum henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.
- Stjórn mun auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra og verður auglýsing birt í Víkurfréttum á fimmtudaginn 19.03.2015 og skilafrestur umsóknar verður til föstudagsins 27.03.2015.
- Taekwondo
- Framkvæmdastjóra falið að boða þjálfara á fund og fara yfir stöðu mála og upplýsa stjórn um stöðu á næsta fundi
- Shellmót og önnur mót sem búið er að ákveða að Þróttur verði með þátttakendur á. Fleiri mót liggja fyrir fljótlega
- Shellmót er í júní fyrir 6.fl. drengja, 24- 27. júní í Vestmannaeyjum og Þrótti er boðið að vera með. Haldinn var fundur með foreldrum en fáir foreldrar mættu. Stjórn fagnar því að hafa fengið boð og mun senda lið í Eyjar og með þá þjálfara og 4 fararstjórum og verður haldinn fundur í vikunni með foreldrum og nánari útfærsla kynnt.
- Þróttur er skráð á Íslandsmót 6 fl. Kk og kvk, 4 fl. Kvk og 5 fl. Kk. Verður kynnt fljótlega eða þegar tilbúið er hjá KSÍ
- N1 mót fyrir 5 fl. Karla 5. Júlí
- Norðurálsmótið fyrir 7 fl karla um miðjan júní
- 4 fl. Kvenna fer á smábæjarleikana um miðjan júní
- Símamótið fyrir 6 fl. Kvenna
- Þróttur /
- Stjórn Þróttar vill reyna á samstarf við önnur félög og spila undir formerkjum Þróttar og annars félags í eldri flokkum, í dag eru hópur barna sem æfa með öðrum félögum.
- Búningamál
- Utanyfirgallar fást ennþá og eru til í Henson og eru niðurgreiddir að helming af foreldrafélaginu.
- Ákveðið að boða fund með foreldrafélaginu fyrir næsta fund
- Önnur mál
- Páskabingó mánudaginn 30.03. kl.18.00 og 20.00
- Stúkumál.
- i. Gjaldkeri fer yfir málefni varðandi stúku, les greinargerð og birtir sem bókun.
ii. Gunnar víkur af fundi 22:03.
iii. Stjórn ákvað að hafa samband við stúkustrákana og ljúka málinu á næstu dögum
Fleira ekki rætt á fundi og fundi slitið kl.22:25
Bókun Gjaldkera:
Við gerð ársreiknings Ungmennafélgsins Þróttar barst framkvæmdastjóra Ungmennafélagsins þann 23.febrúar fyrirspurn frá endurskoðanda félagsins um úttekt af bankareikningi í eiguungmennafélagsins sem átti sér stað 26.nóvember 2014 og bað um frekari útskýringar á þeirri úttekt sem nam 826.126.- krónum. En með þeirri úttekt var reikningurinn tæmdur og stóð því í 0.- kr. Og engar skýringar né reikningar til að gera nánari grein fyrir ráðstöfun þessarar upphæðar.
Umræddur reikningur var stofnaður til að halda utan um styrki sem veittir voru til stúkubyggingar við knattspyrnuvöll Þróttar og söfnuðust inn á hann allt í allt 2.300.000.- og þar af 1.500.000.- úr framkvæmdasjóði KSÍ sem Ungmennafélagið sjálft sótti um.
Þrír menn sáu algjörlega um byggingu þessarar stúku og einn þeirra var eini prókúruhafi reikningsins.
Framkvæmdastjóri hafði samband við prókúruhafa reikningsins og spurðist fyrir um úttektina. Sá hinn sami sagði úttektina hafa verið vegna sætakaupa í stúkuna en hún mætti ekki hafa hátt um þau. Framkvæmdastjóri tjáði viðkomandi að gera þyrfti grein fyrri notkun peninganna með reikningum en viðkomandi sagðist ekkert þurfa að standa frammi fyrir neinum svörum til endurskoðanda.
Hann sagðist jafnframt vera staddur erlendis og benti á annan til að standa fyrir svörum vegna málsins.
Í framhaldinu hafði Tinna samband við þann aðila sem prókúruhafi benti á og útskýrði að málið væri ekki svona einfalt og reikninga þyrfti til að sýna fram á ráðstöfun peninganna. Sá aðili kvað að ekki væri til neinn reikningur fyrir kaupunum, heldur kæmi hann við lok kaupa. Gjaldkeri hafði samband við þennan aðila og ræddi málin betur. Þá sagði viðkomandi að einungis um 300.000.- hefði þegar verið ráðstafað til sætakaupanna, að sú upphæð hefði verið greidd í reiðufé til fyrirtækis hér á íslandi sem sér um kaup á sætunum en að ekki hefði fengist neinn reikningur á móti upphæðinni. Þessi upphæð hefði verið greidd inn á sætin til að hefja framleiðsluferlið, önnur greiðsla færi fram þegar sætin færu um borð í skip og að lokagreiðsla færi fram þegar sætin kæmu til landsins, líklega í apríl og þá yrði hægt að fá reikning.
Eftirstöðvar upphæðarinnar sem tekin var út, rúmlega 500.000.- væru hins vegar í byssuskáp heima hjá prókúruhafa. Gjaldkeri benti á að þetta væri með öllu rangt og alls ekki leyfilegt. Gjaldkeri bað jafnframt um reikning fyrir þeim 300.000.- sem þegar hefðu verið greiddar og að restinni yrði skilað inn á reikning félagsins strax morguninn eftir til þess að unnt yrði að ljúka við ársreikning Ungmenanfélagsins. Aðilinn kvaðst ekki getað útvegað reikning en hann gæti nálgast peningana sem eftir væru og lagt þá inn strax næsta morgun. Gjaldkeri féllst á að prókúruhafi myndi skila greinagerð sem greindi frá notkun 300.000.- og að peningarnir færu inn á reikning félagsins fyrir kl. 10.00 miðvikudaginn 25.febrúar.
Þegar leið á kvöldið hafði sá aðili sem féllst á þessa úrlausn samband við framkvæmdastjóra og bað um reikningsnúmerið á uræddum reikningi til að hægt væri að hafa það með í greinagerðinni en sagðist ekki viss um að hann myndi leggja peningana inn þar sem það kæmi ársreikningi Ungmennafélagins ekkert við þar sem gjörningurinn hefði átt sér stað 2014 en innlögnin yrði í febrúar 2015.
Framkvæmdastjóri og stjórn voru sammála um það að þetta væri með öllu óásættanlegt og ef þeir neituðu að skila peningunum yrði að snúa sér til lögreglunnar með þetta mál.
Það fór ekki vel í viðkomandi og ákveðið að ræða málið frekar við framkvæmdastjóra daginn eftir.
Um hádegið miðvikudaginn 25.febrúar hafði ekkert heyrst, engin greinagerð komin né peningum skilað. Gjaldkeri hafði aftur samband við viðkomandi og voru málin rædd aftur og greindi viðkomandi þá frá því að ástæðan fyrir því að ekki væri hægt að útvega reikning væri sú að verið væri að nota kennitölu fyrirtækis til þess að kaupa í gegnum í þeim tilgangi að fá virðisaukann af sætakaupunum endurdreiddann og þar með spara um 170.000.- kr. Það kom þó aldrei fram um hvaða fyrirtæki væri að ræða. Sama niðurstaða og áður fékkst í lok samtals, að útbúa greinagerð og skila peningunum sem lágu í byssuskáp prókúruhafa inn á bankareikning ungmennafélagsins.
Seinna þennan miðvikudag 25.febrúar barst framkvæmdastjóra hjálögð greingagerð og tilboð í sætin. Í greinagerðinni kemur fram að 333.000.- hafi verið greddar til fyritækisins Hörguls ehf.Kt.530207-0480.
Tilboðið sem skilað var inn er frá Kína en þó gefið upp í íslenskri mynt og auðséð að við það hafði verið átt, auk þess sem upphæðin á því nemur 827.000.- kr. sem er nánast sama krónutala og sú sem til var á reikningnum umrædda. Stjórn óskaði því eftir upprunalegu tilboði í upprunalegri mynt (USD eins og venjan er að tilboð frá Kína séu gefin upp í). Svarið við þeirri fyrirspurn var að svona hefði tilboðið ekki borist þ.e. ekki í íslenskum krónum en að þeim hefði borist tilboðið svona frá því fyrirtæki sem þeir væru að versla við hér á íslandi.
Fimmtudaginn 26.febrúar hafði þáverandi formaður Þróttar samband við Gunanr Helgason framkævmdastjóra og eiganda Hörguls og óskaði eftir reikningi til móts við þær 333.000.- sem fyrirtæki hans höfðu verið greiddar. Hann kvaðst reyna að útvega hann og mætti svo til framkvæmdastjóra rétt fyrir kl. 17 þann sama dag með handskrifaða greiðslukvittun (afrit er hjálagt) upp á þessa upphæð, dagsetta 1.febrúar en ekkert ártal. Ekki var unnt að aðhafast meira í þessu máli þar sem aðlafundur félagsins hófst kl. 20.00 þetta sama kvöld og urðu bæði stjórnar og formannsskipti á þeim fundi.
Þetta mál var tekið fyrir lauslega á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar þriðjudaginn 3.mars sl. sem þó var með óformlegu sniði. Þar spurði gjaldkeri nýjan formann Ungmennafélgasins Þróttar sem jafnframt er eigandi og framkvæmdastjóri Hörguls ehf. út í þetta mál. Hann tjáði þá að þeir sem höfðu með stúkuna að gera hefðu snúið sér til hans sl. haust vegna fyrirhugaðra sætakaupa og óskað eftir aðkomu hans að þessu máli. Ástæaðan væri sú að þeir sáu ekki fram á að peningarnir sem eftir væru af styrkjum sem veittir höfðu verið til stúkubyggingarinnar myndu nægja fyrir sætakaupunum og báðu hann því um aðstoð. Formaður greindi frá því að hann hefði tekið að sér að kaupa þessi sæti og myndi taka allan umfram kostnað á sig.
Hann tjáði jafnframt að sér þætti óþarfi að aðhafast frekar í þessu máli heldur bíða eftir að sætin kæmu til landsins og framkvæmdinni allri yrði lokið og þá færi fram einhverskonar lokauppgjör í þessu máli.
Þetta er allt önnur skýring en sú sem gjaldkeri hafði áður fengið á úttekt að upphæð 826.126.- Sæmkvæmt þessu virðist þetta ekki lengur snúast um að spara krónur í virðisaukaskatt eins og áður hafði komið fram heldur vegna þess að peningarnir hefðu ekki nægt til sætakaupanna.
Gjaldkera þykir það mjög alvarlegt mál að hafi þeir sem sáu um stúkubygginguna ekki séð fram á að peningarnir sem eftir voru nægðu fyrir sætum að þeir hafi ekki snúið sér til stjórnar ungmennafélagsins og falast eftir hjálp frá þeim eða til knattspyrnudeildarinnar heldur til einkaaðila út í bæ sem á þeim tímapunkti sat í Meistarflokksráði knattspyrnudeildari Þróttar og er jafnframt núverandi formaður ungmennafélagsins.
Það liggur því ljóst að mál þetta er í meira lagi undarlegt, bæði hvað varðar þann gjörning að taka út þessa háu upphæð án samráðs við framkvæmdastjóra og stjórn sem og að greiða 333 þús í reiðufé til fyrirtækis án þess að fá fyrir því reikning eða greiðslukvittun og svo ekki sé minnst á að geyma eftirstöðvar upphæðarinnar 493.126.- í byssuskáp í heimahúsi í um 3 mánuði.
Gjaldkeri hefur haft samband við Ungmennafélag Íslands vegna málsins sem lítur málið mjög alvarlegum augum. Það kom skýrt fram frá honum að það sé skylda nýrrar stjórnar að fylgja þessu máli algjörlega eftir.
Jafnramt þykir gjaldkera sem og UMFÍ það með öllu óviðeigandi að núverandi formaður Ungmennafélagsins sé viðriðinn þetta mál með þeim hætti að eiga viðskipti við Ungmennaféagið Þrótt í gegnum sitt einkahlutafélag.
Þykir gjaldkera því mjög mikilvægt að fá frekari gögn og útskýringar í þessu annars undarlega máli.
Fundur nr. 100
Fundur haldinn hjá UMFÞ þriðjudaginn 3. febrúar 2015 kl. 19:00 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Svava Arnardóttir formaður, Íris Pétursdóttir, Guðmann Rúnar Lúðvíksson og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri.
1. Aðalfundur 2015
Aðalfundur félagsins verður fimmtudaginn 26. febrúar kl 20:00 í félagsmiðstöðinni.
2. Búningamál fyrir knattspyrnu
Búið er að slíta samstarfi við Intersport. Verið er að vinna með Errea og ætti að vera komin niðurstaða í þeim málum á næstunni.
3. Mótamál næstu mánuði
Búið er að skrá þessa flokka á eftirfarandi mót í sumar. Shellmótið, 6. fl kk. N1 mótið, 5 fl. kk. Norðurálsmótið 7. fl kk, Símamótið, 6. og 7. fl kvk. Einnig er búið að skrá alla yngri flokka á Íslandsmótið.
5. Framkvæmdastjórafundur hjá UMFÍ
Tinna fer yfir fund sem hún fór á með framkvæmdastjórum landsins hjá UMFÍ. Þar var farið yfir ferð sem UMFÍ mun standa fyrir til Danmerkur. Samþykkt að Tinna framkvæmdastjóri fari í ferðin ásamt Írisi Pétursdóttur, stjórnarmeðlim.
6. Æfingar í Hópinu í Grindavík
Framkvæmdastjóra falið að athuga með lausa tíma t.d. 1 sinni í viku fyrir alla flokka.
7. Önnur mál
Arnar þjálfari óskaði eftir því að fá að halda mót í vor fyrir kvennaflokkana sína. Tekið vel í það og Arnari falið að koma með hugmynd af dagsetningu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:15
Fundur nr. 99
Fundur haldinn hjá UMFÞ mánudaginn 5. janúar 2015 kl. 19:00 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Svava Arnardóttir formaður, Íris Pétursdóttir, Guðmann Rúnar Lúðvíksson og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri.
1. Þjálfarar kveðja
Magnús Hauksson, Rebekka Magnúsdóttir og Katrín Katrín Magnúsdóttir verða ekki áfram hjá félaginu á nýju ári. Ungmennafélagið þakkar þeim kærlega fyrir sín störf í þágu félagsins.
2. Þjálfaramál
Framkvæmdastjóra falið að auglýsa eftir nýjum júdó og sundþjálfara.
3. Undirbúningur fyrir aðalfund
Framkvæmdastjóra falið að byrja undirbúning á aðalfundi. Finna dagsetningu, bóka sal og koma reikningum til bókhaldsþjónustunnar.
4. Faxaflóamótið
Jón Ásgeir er búinn að skrá 5. Fl karla til leiks á Faxaflóamótið. Er þetta í fyrsta skipti í nokkur á sem 5. fl fer á það mót. Stjórn Þróttar fagnar því.
5. Íþróttaskólinn
Ekki hefur náðst að fá starfsmann í íþróttaskólann. Fyrir áramót sáu foreldrar um skólann. En það hefur ekki virkað nógu vel. Það þarf einhvern til þess að stýra honum. Íþróttaskólinn verður því ekki í boði á vorönn 2015. Þetta þarf að endurskoða fyrir haustið 2015.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:55
Fundur nr. 98
Fundur haldinn hjá UMFÞ fimmtudaginn 4. desember 2014 kl. 17:00 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Svava Arnardóttir formaður, Íris Pétursdóttir, Guðmann Rúnar Lúðvíksson og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri.
1. Jólafrí og jólamót
Deildir Þróttar fara í frí 17. desember og byrja æfingar aftur á nýju ári þann 7. janúar. Jólamót og önnur jólakósýheit verða í deildunum vikuna fyrir jólafrí. Framkvæmdastjóri verður í fríi frá 17. desember til 5. janúar.
2. Búningamál
Tekin var ákörðun um að slíta samstarfið við Intersport. Búningarnir frá Puma hafa því miður ekki staðið undir væntingum. Verið er að vinna í nýjum samstarfsaðila. Ætti það allt saman að koma í ljós á nýju ári.
3. Fjárhagsáætlun 2015
Farið var yfir fjárhagsáætlun 2015.
4. Aðalfundur og ársreikningar
Framkvæmdastjóra falið að setja sig í samband við bókhaldsþjónustuna sem sá um ársreikninga síðasta árs. Einnig falið að koma með tillögu að dagsetningu aðalfundar 2015.
5. Önnur mál
Framkvæmdastjóri fyrir yfir verkefni sín síðast liðinn mánuð.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:55
Fundur nr. 97
Fundur haldinn hjá UMFÞ mánudaginn 3. nóvember 2014 kl. 19:00 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Svava Arnardóttir formaður, Íris Pétursdóttir, Guðmann Rúnar Lúðvíksson og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri.
1. Aðalfundur ÍS 2015
Óskað var eftir því að aðalfundur Íþróttabandalags Suðurnesja yrði haldinn í Vogunum 2015. Stjórn tekur vel í þá hugmynd. Fundurinn verður í byrjun febrúar 2015.
2. Búningamál
Verið er að vinna í samstarfi við Intersport varðandi búningamál hjá knattspyrnunni. En mikil óánægja hefur verið með búningana frá þeim.
3. Hreyfivikan
Hreyfivikan sem var í október tókst vel til. Mikil ánægja var með vikuna, bæði iðkendur og foreldrar. Þróttur stefnir á að vera með aftur á næsta ári.
4. Önnur mál
Framkvæmdastjóri fór yfir verkefni sín síðast liðinn mánuð.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:05
Fundur nr. 96
Fundur haldinn hjá UMFÞ mánudaginn 22. september 2014 kl. 19:00 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Svava Arnardóttir formaður, Íris Pétursdóttir, Guðmann Rúnar Lúðvíksson og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri.
1. Heimasíða félagsins
Búið er að fá einstakling til þess að yfirfara heimasíðu félagsins fyrir sanngjarnt verð.
2. Taekwondo
Farið var af stað með Taekwondo námskeið í byrjun september. Mikil ánægja er á meðal iðkenda. Skoða þarf framhald Taekwondo í Vogum.
3. Uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð hjá yngri flokkum í knattspyrnu verður í byrjun október. Þjálfarar yngri flokkanna munu sjá um framkvæmd uppskeruhátíðarinnar.
4. Hreyfivika
Komin eru drög að dagskrá hreyfivikunnar sem Þróttur ætlar að taka þátt í, á vegum UMFÍ. T.d. verður boðið upp á mömmu og pabbadaga, frítt í sund, fjölskyldugöngu og fleira skemmtilegt.
5. Þjálfarasamningar
Farið var yfir þjálfarasamninga fyrir starfsárið 2014-2015.
6. Sameiginlegur fundur með KSÍ
Svava formaður og Tinna framkvæmdastjóri fóru á sameiginlegan fund með KSÍ og öllum íþróttafélögum á Suðurnesjum og sögðu þær eilítið frá því sem fór fram á þeim fundi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:50
Fundur nr. 95
Fundur haldinn hjá UMFÞ mánudaginn 25. ágúst 2014 kl. 19:00 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Svava Arnardóttir formaður, Íris Pétursdóttir, Guðmann Rúnar Lúðvíksson og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri.
1. Haust 2014
Framkvæmdastjóri tilkynnti stjórnarmeðlimum að allir þjálfarar verða áfram haustið 2014. Verið er að vinna í bækling fyrir starfsárið 2014-2015 sem dreift verður í hús á næstu dögum. Allar deildir verða áfram þ.e. júdó, sund, knattspyrna og körfubolti. Boðið verður upp á Taekwondo námskeið í 6 vikur. Skráningar munu fara fram fyrstu vikuna í september.
2. Fjölskylduhátíð 2014
Farið var yfir okkar þætti á fjölskylduhátíðinni í ár. Það má með sanni segja að vel hafi tekist. Línuhlaupið tókst stórkostlega vel. Sama má segja með Hverfaleikana, en Gula hverfið bar sigur úr bítum í ár.
3. Haustfrí framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri stefnir á haustfrí dagana 6.-15. september – samþykkt.
4. Hreyfivika
Framkvæmdastjóri upplýsti stjórnarmeðlimi um Hreyfivikuna sem haldin er um alla Evrópu dagana 29. sept – 6. okt. Þróttur mun bjóða upp á litla viðburði þá vikuna sem tengjast hreyfinug. Stjórn Þróttar fagnar því að félagið ætli að taka þátt í þessu verkefni.
5. Önnur mál
Farið var yfir fjárhagsstöðu félagsins og hvernig hún lítur út fram að áramótum
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 21:20
Fundur nr. 94
Fundur haldinn hjá UMFÞ þriðjudaginn 26. maí 2014 kl. 19:00 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Svava Arnardóttir formaður, Íris Pétursdóttir, Guðmann Rúnar Lúðvíksson og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri.
1. Heimasíða Þróttar
Verð við breytingu á heimasíðu Þróttar kostar gífurlega peninga. Var því ákveðið að bíða aðeins með það um stund.
2. Páskabingó
Páskabingóið gekk frábærlega vel. Um 140 manns voru á yngra bingóinu og um 80 manns á því eldra.
3. Vordagur Þróttar
Ákveðið var að bíða með Vordag Þróttar, sem rætt var um á síðasta fundi. Stefnan sett á að gera eitthvað því um líkt vorið 2015.
4. Fjölskyldudagar 2014
Undan farin ár hefur Þróttur komið að bæjarhátíð Sveitarfélagsins. Að sjálfsögðu gerum við slíkt hið sama í ár. Félagið mun sjá um hina árlegu Hverfaleika sem og Línuhlaupið sem byrjað var með í fyrra. Áveðið var að bjóða upp á 800m, 5km og 10km í hlaupinu.
5. Sumarfrí stjórnar og deilda
Allar deildir nema knattspyrnan eru í sumarfríi yfir sumartímann. Knattspyrnan tekur eitthvað frí í kringum verslunarmannahelgi og svo mánaðarfrí í september. Þetta er síðasti fundur stjórnar fyrir sumarfrí. Næsti fundur verður í ágúst. Framkvæmdastjóri tekur eitthvað sumarfrí í júlí og fer svo í frí í haust.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:10
Fundur nr. 93
Fundur haldinn hjá UMFÞ þriðjudaginn 31. mars 2014 kl. 19:00 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Svava Arnardóttir formaður, Íris Pétursdóttir, Guðmann Rúnar Lúðvíksson og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri.
1. Heimasíða Þróttar
Rætt var að leggja vinnu og pening í það að uppfæra heimasíðuna okkar. Framkvæmdastóra falið að fá einhvern í það verk.
2. Páskabingó
Búið er að bóka Tjarnarsalinn 14. apríl. Bingóinu verður skipt í yngri og eldri eins og undanfarin ár. Sama verð verður á spjöldnunum eins og í fyrra. Foreldrafélagi Þróttar boðið að vera með sjoppu.
3. Beiðni frá Rebekku sundþjálfara
Rebekka óskar eftir því að það verði keyptar froskalappir fyrir sunddeildina – samþykkt.
4. Vordagur Þróttar
Ákveðið að vera með Vordag fyrir iðkendur Þróttar um miðjan maí. Þá verður farið í leiki og fleira skemmtilegt og að lokum verður grillað. Auglýst síðar.
5. Samstarf við Puma hjá Interport
Knattspyrnan er komin í samstarf við Puma hjá Intersport. Búningamátun verður í næstu viku. Rætt var að aðrar deildir færu líka í samstarf. T.d. sundbolir fyrir sunddeildina. Framkvæmdastjóri mun vera í sambandi við Intersport og kanna það mál.
6. Línuhlaup Þróttar
Ákveðið að Línuhlaup Þróttar yrði aftur í ár. Stefnan sett á að gera þetta stærra. Í ár verður boðið upp á 1, 5, og 10 km hlaup. Nokkrir styrktaraðilar hafa staðfest að styrkja hlaupið.
7. Páskafrí í deildum
Síðasti dagur fyrir páska verður þriðjudagurinn 15. apríl. Æfingar hefjast svo að nýju þriðjudaginn 22. apríl.
8. Mót í ágúst.
Stefnan var sett á að vera með knattspyrnumót í ágúst sömu helgi og fjölskyldudagar. Breyta þarf þeirri dagsetningu og þarf að finna nýja sem fyrst.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:32
Fundur nr. 92
Fundur haldinn hjá UMFÞ þriðjudaginn 18. febrúar 2014 kl. 19:00 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Svava Arnardóttir formaður, Íris Pétursdóttir og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri. Guðmann Rúnar Lúðvíksson boðaði forföll.
1. Aðalfundur
Farið var yfir ársreikninginn eins og hann kom frá bókhaldsþjónustunni. Áveðið að hafa aðalfund 4. mars 2014. Framkvæmdastjóra falið að auglýsa fundinn á netinu og á ýmsum stöðum í bænum.
2. Keppnisbúningar í knattspyrnu
Rent yfir tilboð frá Puma. Ákveðið að fá sýningareintök til skoðunar.
3. Aðalfundur ÍS
Formaður og framkvæmdastjóri fóru á aðalfund ÍS. Þær upplýstu aðra stjórnarmenn um stöðu mála þar og lögðu fram ársreikning sambandsins.
4. Íþróttaskólinn
Valþór Örn Sverrisson er nýtekin við íþróttaskólanum. Við bjóðum hann velkominn til starfa. Íþróttaskólinn verður í 8 skipti þ.e. til 29. mars og verður þá tekin ákvörðun um framhaldið.
5. 5. flokkur kvenna
Í janúarbyrjun byrjuðu æfingar hjá 5. flokki kvenna. Aníta Ósk og Sædís María eru þjálfarar flokksins og gengur mjög vel. Strax er fyrirhugað að fara á eitt stórt mót í sumar.
6. Páskabingó
Hið árlega páskabingó Þróttar verður mánudaginn 14. apríl
7. Önnur mál
Huga þarf að sumrinu. Framkvæmdastjóra er falið að boða knattspyrnuþjálfara á fund þar sem farið verður yfir sumarið og þau mót sem stefnt er á að fara.
Feira ekki gert og fundi slitið kl 21:15
Fundur nr. 91
Fundur haldinn hjá UMFÞ þriðjudaginn 7. janúar 2014 kl. 19:00 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Svava Arnardóttir formaður, Guðmann Rúnar Lúðvíksson, Íris Pétursdóttir og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri.
1. Fjárhagsáætlun 2014
Farið var yfir fjárhagsáætlun 2014
2. Starfið fram að vori
Allt íþróttastarf hófst aftur í dag, nema sunddeildin sem hefst 13. janúar. Á döfinni eru ýmis mót, aðalfundur, páskabingó svo eitthvað sé nefnt.
3. Verkefni framkvæmdastjóra
Farið var yfir verkefni framkvæmdasjóra næstu vikurnar.
4. Bréf frá Marteini Ægissyni
Bréf frá Marteini Ægissyni lagt fram, þar sem hann segir sig úr stjórn Þróttar. Ungmennafélagið Þróttur þakkar Marteini kærlega fyrir hans störf.
5. Bréf frá Hildi Líf
Uppsagnarbréf frá Hildi Líf. Hildur óskar eftir því að hætta. Framkvæmdastjóra falið að finna umsjónarmann íþróttaskólans í hennar stað.
6. Önnur mál
-Fyrirspurn frá foreldri um að reyna að ná í flokk fyrir stelpur í 5. og 6 bekk. Framkvæmdastjóra falið að auglýsa tvær æfingar og sjá hver mætingin sé. Einnig hver sé tilbúinn til þess að taka þetta að sér.
-Aðalfundur verður í vikunni 24.-28. feb.
– Huga þarf að nýjum samstarfssamningi við meistaraflokk
-Ákveðinn nýr fundartími, fyrsta þriðjudag í mánuði kl 19:00
Feira ekki gert og fundi slitið kl 20:03
Fundur nr. 90
Fundur haldinn hjá UMFÞ fimmtudaginn 21. nóvember 2013 kl. 19:30 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Svava Arnardóttir formaður, Guðmann Rúnar Lúðvíksson og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri. Marteinn Ægisson boðaði forföll.
1. Verkefni framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri hefur verið að vinna í því að skoða þá kostnaðarliði sem má skera niður. Posinn mun hverfa á nýju ári.
2. Aðstaða félagsins
Taka þarf til hendinni í aðstöðu félagsins. Meðal annars að mála. Á nýju ári á að mála, kaupa glerskápa undir bikara og fleira sem legið hefur á hakanum.
3. Styrkir 2014
Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við þá sem hafa verið að styrkja félagið. Einnig komu upp hugmyndir um fleiri fyrirtæki sem verða heimsótt á nýju ári.
4. Önnur mál
Rætt var um það hvort félagið ætti að hætta með facebook síðuna og nota alfarið heimasíðuna. Eftir miklar umræður var tekin sú ákvörðun að halda áfram með facebook síðuna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:25
Fundur nr. 89
Fundur haldinn hjá UMFÞ fimmtudaginn 24. október 2013 kl. 19:00 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Svava Arnardóttir formaður, Marteinn Ægisson og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri. Guðmann boðaði forföll.
1. Sambandsþing UMFÍ
Gunnar Helgason meðlimur í meistaraflokksráði fór á þingið fyrir hönd Þróttar. Hann kom því inn á fundinn og sagði okkur hvað fór fram. Stjórn Þróttar þakkar honum kærlega fyrir hjálpina.
2. Dagskrá í deildum fram að jólum
Hið árlega fótboltamót verður í fótboltanum. Sunddeildin stefnir á að vera með heitt súkkulaði, piparkökur og kósý. Júdódeildin verður með jólamót. Körfuboltinn ætlar að fá foreldra til þess að koma og keppa við iðkendur.
3. Jóladagatöl
Stjórn Þróttar í samstarfi við foreldrafélagið ætla í sameiningu að gefa iðkendum Þróttar jóladagatöl. Framkvæmdastjóra falið að ská um innkaupin á þeim.
4. Jólahlaðborð starfsmanna
Ákveðið að jólamatur verði hjá Svövu formanni föstudaginn 13. Desember.
5. Jólafrí
Deildirnar fara í jólafrí vikuna 16.- 20. desemeber. Æfingar hejast svo á nýju ári þann 7. desember.
6. Knattspyrnuþing
Meistaraflokkur Þróttar í samstarfi við aðalstjórn ætla að halda knattpyrnuþing í nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt þing verður haldið og eru Þróttarar spenntir að sjá útkomuna.
7. Þjálfaranámskeið KSÍ
Stjórn Þróttar finnst mikilvægt að þjálfarar vinni sér inn tilskylinn réttindi séu þau ekki til staðar. Aníta Ósk og Sædís María þjálfarar 8. flokks tóku fyrsta stigið hjá KSÍ fyrr í mánuðinum.
8. Posamál
Posinn sem félagið er með, er lítið notaður af félaginu. Hann er að kosta félagið yfir 100.000kr á ári. Var því tekin sú ákvörðun, að á nýju ári yrði bara leigður posi ef þarf, en ekki vera með fasta áskrift.
Fleira ekki gert og fundi slitið 20:19
Fundur nr. 88
Fundur haldinn hjá UMFÞ þriðjudaginn 20. ágúst 2013 kl. 19:30 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Svava Arnardóttir formaður, Jakob Sigurðarson og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri og Guðmann Rúnar Lúðvíksson. Marteinn Ægisson boðaði forföll.
1. Vetrarstarfið
Farið var yfir það starf sem hefst í haust. Boðið verður upp á sund, körfu, júdó, knattspyrnu og íþróttaskóla fyrir þau yngstu. Framkvæmdastjóri lagði fram bækling sem hefur verið í vinnslu. Þar eru allar upplýsingar um starfið og fer vonandi í dreifingu um helgina, eða strax eftir helgi. Vetrarstarfið hefst 4. september.
2. Þjálfaramál
Arnar, Hákon og Baldvin verða áfram þjálfarar í knattspyrnu. Aníta Ósk og Sædís María verða þeim til aðstoðar. Rebekka Magnúsdóttir mun halda áfram með sundið. Magnús verður á sínum stað með júdóið, en honum til aðstoðar verður Katrín Magnúsdóttir. Hilmar Egill Sveinbjörnsson mun taka að sér körfubolta, en hann hefur áður þjálfað fyrir félagið. Ekki er alveg ljóst hver mun sjá um íþróttaskólann, en Tinna mun hafa samband við nokkra einstaklinga sem koma til greina.
3. Námskeið – Coerver coaching
Ákveðið var á síðasta stjórnarfundi að fá Heiðar Þorleifsson frá Coerver Coaching til þess að vera með námskeið fyrir þjálfara og iðkendur í knattspyrnu. Fer námskeið fram um næstu helgi og er stjórn Þróttar mjög ánægð og spennt að fá hann í heimsókn.
4. Æfingatöflur
Framkvæmdastjóri lagði fram drög að æfingatöflum í öllum deildum.
5. Ýmis námskeið
Síðasta vetur var haldið námskeið fyrir 16 ára og eldri í salnum í samstarfi við Lífstíl. Vakti það mikla lukku. Svava ætlar að fara í það að athuga hvort að Lífstíll hafi áhuga á að vera með annað námskeið í haust.
6. Gjaldskrá
Farið var yfir gjaldskrá fyrir veturinn og var hún samþykkt.
7. Fundur með þjálfurum
Fundað verður með öllum þjálfurum áður en vetrarstarfið hefst. Fundurinn verður 1. september og mun Tinna sjá um að boða þjálfara á þann fund.
8. Ýmis mál
Framkvæmdastjóri var beðin að senda póst á formann foreldrafélagsins varðandi þann varning sem foreldrafélagið hefur verið að láta hanna fyrir sig.
Einnig var framkvæmdastjóri beðin um að fara í það að finna nýjan stjórnarmeðlim þar sem Jakob er að flytja erlendis.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 21:15
Fundur nr. 87
Fundur haldinn hjá UMFÞ mánudaginn 23. júní 2013 kl. 19:30 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Svava Arnardóttir formaður, Marteinn Ægisson, Jakob Sigurðarson og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri. Guðmann Rúnar Lúðvíksson boðaði forföll.
1.Bréf frá Hilmari Agli
Hilmar óskar eftir því að fá að þjálfa körfubolta í haust ef næg þátttaka næst. Stjórn fagnar því að Hilmar hafi áhuga á því og er það samþykkt.
2. Fjölskyldudagar 2013 – ball
Tjarnarsalurinn er ekki laus á fjölkyldudögum vegna viðgerða. Var því tekin sú ákvörðun að sleppa því að vera með ball.
3. Þjálfarasamningar
Framkvæmdastjóra falið að útbúa nýja samninga fyrir haustið.
4. Styrkjamál
Tinna talaði við Tækniþjónustuna sem ætlar að styrkja félagið um 100.000kr. WOW air er ekki tilbúið að styrkja að þessu sinni. Svava er í sambandi við Nesfrakt. Tinna ætlar að setja sig í samband við SBK.
5. Sjálfsalinn
Hefur verið til mikilla trafala á árinu. Er endalaust að bila og það tekur óratíma fyrir viðgerðarmenn að koma og laga hann. Vörur renna bara út. Samþykkt að láta fjarlægja sjálfsalann.
6. Sumarfrí framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri verður í fríi að mestu leiti frá 21. júlí til 20. ágúst.
Önnur mál
Ákveðið að halda sameiginlegt lokahóf í september. Þróttur og meistaraflokkur.
Fleira ekki gert og fundi slitið 20:59
Fundur nr. 86
Fundur haldinn hjá UMFÞ mánudaginn 27. maí 2013 kl. 19:30 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Svava Arnardóttir formaður, Guðmann Lúðvíksson Jakob Sigurðarson og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri. Marteinn Ægisson boðaði forföll.
1.Vísmót Þróttar Reykjavík
Þrír flokkar fóru á Vísmót Þróttar síðast liðna helgi. 7. fl kvk lenti í fyrsta sæti sem eru frábærar fréttir. Þróttur Vogum ætlar að kaupa bikar til þess að verðlauna stelpurnar.
2. Smábæjarleikarnir
Smábæjarleikarnir verða á Blönduósi helgina 21.-3. júní. Ákveðið hefur verið að þjálfarar fundi með foreldrum á mánudaginn í næstu viku og fari yfir mótið og athuga með fararstjóra.
3. Þjálfaramál
Aðeins rennt yfir þjálfaramálin. Hverjir verða áfram og hvernig allt verður næsta haust. Samþykkt að Baldvin þjálfari fái frí í 2 vikur. Hákon þjálfari mun leysa hann af. Framkvæmdastjóri er að vinna í því að setja saman nýja þjálfarasamninga fyrir haustið 2013. Rebekka mun líklega ekki halda áfram þar sem hún er að fara í háskólanám í haust. Huga þarf því að finna þjálfara í sundinu fyrir haustið.
4. Lokahóf hjá sundinu
Lokahóf verður hjá sundinu miðvikudaginn 29. maí. Beiðni frá Rebekku um að kaupa pítsur frá Jóni Sterka fyrir hófið, samþykkt.
5. Önnur mál
Pælingar hafa komið upp með að bjóða upp á fimleika í vetur. Aðstaðan sem við höfum, er kannski ekki bjóðanleg. Athuga þarf hvað þyrfti að kaupa og bæta til þess að hægt sé að bjóða upp á þetta. Framkvæmdastjóri mun hafa samband við íþróttaakademíuna í Keflavík og fá einhvern til þess að meta aðstöðuna hér.
Umræða um ball á Fjölskyldudaginn. Svava er búin að vera í sambandi við einhverjar hljómsveitir sem taka um 500.000kr fyrir. Tinna ætlar að heyra í Jet Black Joe og athuga hvað þeir eru að taka fyrir.
Jakob ætlar að setja sig í samband við WOW air og athuga með styrk.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:21
Fundur nr. 85
Fundur haldinn hjá UMFÞ mánudaginn 13. maí 2013 kl. 19:30 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Marteinn Ægisson, Svava Arnardóttir, Guðmann Lúðvíksson og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri.
1. Aðalfundur
Aðalfundur gekk ágætlega. Ekki gekk að manna stjórn að fullu.
2. Þjálfaramál
Framkvæmdastjóra falið að hitta alla þjálfara og fara yfir veturinn. Hvað gekk vel og hvað mætti betur fara.
3. Sumarið
Júdódeildin og sunddeildin fara í frí yfir sumartímann. Fótboltinn heldur áfram að venju.
4. Fótboltavika
Stefnt er að því að vera með fótboltaviku, vikuna fyrir fjölskyldudaga. Marteinn í samstarfi við meistaraflokkinn munu stýra því verkefni.
5. Fjölskyldudagar 2013
Aðkoma Þróttar að fjölskyldudögum. Athuga hvort foreldrafélagið vilji vera með sjoppu. Einnig er hugmynd um að Þróttur sé með ball. Framkvæmdastjóra falið að kanna stöðu á Tjarnarsal og einnig með hljómsveitir eða dj.
6. Bréf frá foreldrafélagi
Foreldrafélagið óskaði eftir því að félagið myndi niðurgreiða utanyfirgalla í samstarfi við foreldrafélagið. Beiðni hafnað að þessu sinni.
7. Önnur mál
Meistaraflokkur komst áfram eftir fyrstu umferð í Borgunarbikarnum. Stjórn Þróttar fagnar þeim árangri. Næsti leikur, heimaleikur 14. maí.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:32
Fundur nr. 84
Fundur haldinn hjá UMFÞ fimmtudaginn 20. mars 2013 kl. 20:00 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Róbert Unnarsson, Kristján Árnason, Svava Arnardóttir og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri. Aðalfundur
Aðalfundur
- Ákveðið að halda aðalfund 11. apríl. Framkvæmdastjóra falið að auglýsa viðburðinn á heimasíðum, facebook og setja upp auglýsingar á ýmsum stöðum. Einnig að athuga með fundarstjóra. Einnig þarf að kanna áhuga á nýjum stjórnarmeðlimum. Kristján Árnason, Rebekka Magnúsdóttir og Róbert Unnarsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur.
- Sumarfrí þjálfaraJúdóið fer í sumafrí í maí. Sundið í júlí. Fótboltinn rúllar að mestu leiti allt sumarið fyrir utan vikuna fyrir verslunarmannahelgi, þá verður frí.
- SumariðFramkvæmdastjóri er að vinna í „upplýsingapésa“ sem fer í sumarbækling sveitarfélagsins. Þar kemur fram hvað er í boði í sumar, t.d. mót, fótboltavikan og sumarfrí.
- Dagatal ÞróttarFramkvæmdastjóri er að vinna í ársdagatali (líkt og skólarnir gefa út). Sem verður sett á vefinn í vor, þá geta foreldrar séð alla upplýsingar um frí og uppákomur sem Þróttur er að halda.
- Sundnámskeið fyrir börn fædd 2077-2009Rebekka er búin að skipuleggja sundnámskeið fyrir þennan aldurshóp sem verður haldið í júní. Verður það auglýst í bæklingum sem sveitarfélagið gefur út í apríl
- Þjálfari kveðurGarðar Ingvar Geirsson óskaði eftir því að fá að hætta þjálfun hjá 3. flokki kvenna þar sem hann er að flytja úr plássinu. Rætt var við Hákon Þór þjálfara 8. flokks og mun hann taka við stelpunum fram að vori.
- Fundargerð síðasta fundar lögð fram
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 20:58
Fundur nr. 83
Fundur haldinn hjá UMFÞ þriðjudaginn 5. mars 2013 kl. 19:30 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Róbert Unnarsson, Kristján Árnason, Svava Arnardóttir og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri.
- 1. Knattspyrnuþjálfarar mæta á fund
Farið var yfir þau mót sem þjálfarar stefna á með sína flokka. Arnar mun fara með stelpurnar í 6. og 7. flokki á Vísmót Þróttar, Blönduósmótið og Símamótið (jafnvel Arionbankamót Víkings). Einnig eru þær skráðar á Íslandsmótið. Baldvin mun fara með sína stráka í 6. og 7. flokki karla á Hraðmót Víkings, Smábæjaleikana á Blönduósi og Vísmót Þróttar. Þeir eru einnig skráðir á Íslandsmótið. Hákon Þór fer með 8. flokkinn á Vísmótið. Síðan fer hann á Smábæjaleikana með stelpurnar í 4. flokki og jafnvel ReyCup, en það hefur ekki verið ákveðið.
- 2. Sundnámskeið í vor
Rebekkka mun vera með sundnámskeið fyrir börn fædd 2007-2009. Henni er falið að skipuleggja þau frekar, tímasetningu og annað.
- 3. Fundargerð síðasta fundar lögð fram
- 4. Önnur mál
Boða Magnús júdóþjálfara á næsta fund
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 20:43
Fundur nr. 82
Fundur haldinn hjá UMFÞ fimmtudaginn 21. febrúar 2013 kl. 19:30 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Róbert Unnarsson, Kristján Árnason, Svava Arnardóttir og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri.
- 1. Verkefnasjóður UMFÍ
Framkvæmdastjóri sótti um í verkefnasjóð UMFÍ í tengslum við útgáfu á afmælisriti Þróttar sem gefið var út í október á síðasta ári.
- 2. Páskabingó
Mikilvægt að auglýsa það vel. Bingóið verður tvískipt (yngri og eldri). Allri krakkar sem mæta á bingóið fyrir yngri fá lítið egg þegar þau fara heim. Framkvæmdastjóra falið að athuga hvar sé hægt að fá hagstæðustu eggin.
- 3. Þjálfaramál
Garðar Ingvar Geirsson óskar eftir því að fá að hætta að þjálfa. Framkvæmdastjóri var búin að fá Hákon Þór í afleysingar, sem mun líklegast síðan taka við hópnum hans Garðars. Þróttur þakkar Garðari fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á lífsleiðinni.
- 4. Ársfundur ÍS
Svava Arnardóttir stjórnarmeðlimur og Tinna Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri fóru á ársfund ÍS sem haldinn var í Grindavík. Sögðu þær lítillega frá fundinum og sýndu stjórnarmeðlimum ársskýrslu ÍS.
- 5. Styrkur frá Landsbankanum
Landsbankinn mun styrkja barna- og unglingastarfið eins og undanfarin ár. Einar Hannesson útibússjóri Landsbankans mun koma í Vogana á næstu vikum og skrifa undir samstarfssamning við félagið.
- 6. Íslandsmótið í júdó
Íslandsmótið í júdó verður haldið um næstu helgi. Þróttur mun senda frá sér fimm keppendur, stjórnin fagnar því.
- 7. Fundargerð síðasta fundar lögð fram
- 8. Önnur mál
Nokkrar kvartanir hafa borist í garð þjálfara. Framkvæmdastjóra er falið að boða þessa þjálfara á fund.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 21:10
Fundur nr. 81
Fundur haldinn hjá UMFÞ miðvikudaginn 23. janúar 2013 kl. 19:30 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Rebekka Magnúsdóttir, Róbert Unnarsson, Kristján Árnason, Svava Arnardóttir og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri.
- 1. Páskabingó
Ákveðið að halda Páskabingó mánudaginn 18. mars. Framkvæmdastjóra falið að skipuleggja þann viðburð og framkvæmda í samstarfi við stjórn.
- 2. 6. og 7.flokkur karla
Þessir flokkar hafa verið að æfa saman. En þar sem þeir eru orðnir svo margir og plássið ekki mikið, hefur verið ákveðið að skipta hópnum í tvennt og já hvernig það kemur út, fram á sumar.
- 3. Fimleikar
Stúlka frá Keflavík sýndi því áhuga á að vera með fimleika í Vogunum. En þar sem önnin var byrjuð var tekin sú ákvörðun að bíða með það fram að hausti. Tekin var sú ákvörðun að vera með stutt fimleikanámskeið, sem kynningu þegar færi að vora.
- 4. Mannvirkjasjóður KSÍ
Þróttur sendi inn umsókn í mannvirkjasóð KSÍ til þess að klára völlinn, þar sem vantar girðingar, þjónustuhús, vallarklukku og fleira.
- 5. Fundargerð síðasta fundar lögð fram
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 20:15
Fundur nr. 80
Fundur haldinn hjá UMFÞ miðvikudaginn 9. janúar 2013 kl. 19:30 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Rebekka Magnúsdóttir, Róbert Unnarsson, Kristján Árnason, Svava Arnardóttir og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri.
- 1. Vorönn 2013
Fórum yfir þau verkefni sem eru á döfinni. Bréfi var dreift í skóla og leikskóla með upplýsingum um æfingatíma og fleira. Ákveðið var að boða þjálfara á fund fljótlega. Rebekka sundþjálfari er að fara á námskeið fyrir þjálfara 12. janúar.
- 2. Aðalfundurfundur 2013 fyrir starfsárið 2012
Huga þarf að aðalfundi. Taka saman reikninga og athuga hvort þeir stemmi við reikningsyfirlit.
- 3. Staða á utanyfirgöllum á þjálfara
Gallarnir verða komnir fyrir helgi, samkvæmt Ómari hjá Errea
- 4. Störf framkæmæmdastjóra
Framkæmdastjóri fór yfir störf sín undanfarnar vikur og næstu daga.
- 5. Fundargerð síðasta fundar lögð fram
- 6. Önnur mál
Sjálfsalinn er búinn að vera endlaus bilaður. Viðgerðarmenn hafa komið nokkuð oft undanfarið. Spurning hvað eigi að gera í þeim málum. Halda áfram með hann eða jafnvel hætta með hann. Ætlum að sjá til hvað hann lifir lengi í þetta skiptið
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 20:20
Fundur nr. 79
Fundur haldinn hjá UMFÞ miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 19:30 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Rebekka Magnúsdóttir, Róbert Unnarsson, Kristján Árnason, Svava Arnardóttir og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri.
- 1. des – uppgjör
Ballið skilað smá hagnaði og er stjórnin ánægð með útkomuna.
- Verkefni framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri sagði frá sínum störfum undanfarnar vikur, og hefur í nógu að snúast.
- Innheimta æfingagjalda í ársbyrjun 2013
Margir hafa óskað eftir því að greiða gjöldin í eingreiðslu 1. febrúar. Tekið er tillit til þess. Nokkrir einstaklingar dreifa þeim á einhverja mánuði og fá þeir senda kröfu í heimabanka.
- Fundargerð síðasta fundar lögð fram
- Önnur mál
Baldvin og Arnar hafa skipulagt jólamót fyrir 7. flokk og eldri í fótboltanum. Hákon, Aníta, Sædís og Sólrún eru að skipuleggja jólamót fyrir 8. flokkinn. Rebekka sundþjálfari ætlar einnig að vera með jólamót.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 20:38
Fundur nr. 78
Fundur haldinn hjá UMFÞ miðvikudaginn 21. nóvember 2012 kl. 19:30 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Rebekka Magnúsdóttir, Róbert Unnarsson, Kristján Árnason, Svava Arnardóttir og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri.
- 1. Undirbúningur fyrir 1.des
Undirbúningur í fullum gangi. Forsala miða verður á næstu dögum og er stjórn mjög spennt að taka þátt í þessu verkefni.
- 2. Jólfrí hjá iðkendum
Jólafrí mun hefjast fimmtudaginn 20.des. Æfingar hefjast svo á nýju ári mánudaginn 7. jan samkvæmt æfingatöflu.
- 3. Jólahlaðborð
Stjórnin tók þá ákvörðun um að bjóða þjálfurum á jólahlaðborð ásamt stjórninni
- 4. Jóladagtöl
Stjórn og foreldrafélagið ákváðu í sameiningu að gefa iðkendum jóladagatöl. Mikil ánæga var með þá hugmynd.
- 5. Gallamál
Ákvörðun var tekin að kaupa heilgalla og boli á þjálfara fyrir hluta af afmælispeningnum.
- 6. Fjárhagstaða félagsins
Fjárhagstæða félagsins er á réttu róli og til eru peningar til að bæta úr ýmissi þörf.
- 7. Afmælispeningur
Verið er að vinna í upplýsingum frá þjálfurum hvað vantar í hverja deild og að við munum reyna að koma til mót við þá eins og kostur er.
- 8. Sameiginlegur fundur i byrjun jan. Fyrir foreldrafélag, þjálfara og stjórnarinnar.
Tekin var ákvörðun um að halda sameiginlegan fund með stjórn, þjálfurum og foreldrafélagi til að fara yfir mótamál næsta vors/sumar.
- 9. Fundargerð síðasta fundar lögð fram
- 10. Önnur mál
Baddi þjálfari óskar eftir því að fá að halda árlegt jólamót í fótboltanum sem haldið hefur verið undanfarin ár fyrir 7.flokk og eldri. 8. flokkur mun vera með einhverja jólauppákomu líka.
Jólafrí hjá stjórn: Síðasti fundur á þessu ári verður 19. des. og hittumst aftur 9. janúar 2013
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:40
Fundur nr. 77
Fundur haldinn hjá UMFÞ miðvikudaginn 7. nóvember 2012 kl. 19:30 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Rebekka Magnúsdóttir, Róbert Unnarsson, Kristján Árnason, Svava Arnardóttir og Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri.
- 1. Afmælishátíðin, uppgjör, gjafir, þakkir til allra
Farið var yfir þær gjafir sem félagið fékk. Stjórn Þróttar eru verulega ánægð með sálfa hátíðina og hvernig allt gekk. Mikil ánægja er með afmælisritið. Framkvæmdastjóra falið að senda eintak á styrktaraðila og önnur félög.
- Fatnaður á þjálfara
Framkvæmdarstjóra er falið að ganga frá kaupum innanhúsgöllum og bolum á þjálfara svo að þeir séu vel merktir á mótum og æfingum.
- Des ballið
Framkvæmdastjóra falið að kynna ballið og í fullu að undirbúa það. Útbýr grófa kostnaðaráætlun og verður ákveðið að fullu á næsta fundi.
- Heimasíður, Fundargerðir
Framkvæmdarstjóra falið að setja inn fundargerðir og að uppfæra heimasíðuna reglulega.
- Fjárhagsstaða félagsins
Framkvæmdastjóri fór yfir fjárhagstöu félagsins
- Foreldrafélagið
Framkvæmdastjóri og Svava hittu gjaldkera og formann félagsins og fóru yfir reikningastöðu sundsins og þeim falin prókúra fyrir þá reikninga.
- Vinna framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri fór yfir störf sín
- Farið var yfir fundargerð síðasta fundar
- Önnur mál
Farið var yfir samstarfsamning meistara flokks og Þróttar, drögin líta vel.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:38
Fundur nr. 76
Fundur haldinn hjá UMFÞ mánudaginn 8. október 2012 kl 19:30 í íþróttahúsinu í Vogum.
Mættir eru: Kristján Árnason, Rebekka Magnúsdóttir,Róbert Unnarsson og Svava Arnardóttir nýr meðlimur í stjórn. Einnig er mætt, Tinna Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri.
- Afmælishátíðin
Nú styttist í afmælishátíðina. Afmælisritið er nánast tilbúið og fengu allir stjórnarmeðlimir að sjá ritið. Mikil ánægja er með þá vinnu sem lögð hefur verið í ritið og er stjórnin, Helga Hólm afar þakklát. Búið er að bóka tónlistaratriði, skemmtiatriði fyrir börnin og fá tilboð í kökur fyrir afmælishátíðina sem verður 27. október. Einnig kom upp sú hugmynd að vera með einhverskonar iðkenndaleik, sem framkæmdastjóri mun sjá um að útfæra betur.
- Þjálfaramál
Allir þjálfarar komu inn á fundinn og skrifuðu undir þjálfarasamninga. Ákveðið var að þjálfarar fundi reglulega með stjórn.
- Starfsemi haustsins
Starfið rúllar mjög vel af stað í öllum deildum.
- Sambandsráðsþing UMFÍ
Framkvæmdastjóri fór á sambandsráðsþing UMFÍ sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri. Þingið var bæði gagnlegt og skemmtilegt að sögn framkvæmdastjóra.
- Skýrsluskil til ÍSÍ
Íþróttafélög þurfa að skila árlega skýrslu til ÍSÍ fyrir 15. apríl. Kom í ljós að fyrverandi framkvæmdastjóri hafi ekki gegið frá þeim mál. Mikil vinna hvíldi því á núverandi framkvæmdastjóra í því að ganga frá þeim málum.
- Fundargerð síðasta fundar lögð fram
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 21:00
Fundur nr. 75
Fundur haldinn hjá UMFÞ mánudaginn 10. september 2012 kl 19:30 í íþróttahúsinu í Vogum.
Mættir eru: Kristján Árnason, Rebekka Magnúsdóttir og Róbert Unnarsson. Einnig er mætt, Tinna Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri.
- Fráfall stjórnarmeðlima
Heiða Elísdóttir og Kristinn Þór Sigurðsson hafa óskað eftir því að hætta í stjórn. Ungmennafélagið þakkar þeim fyrir vel unnin störf og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni. Framkvæmdastjóra er falið að athuga hvort einhverjr hafi áhuga á því að koma í stjórn.
- Þjálfaramál
Ljóst er að Vignir Arason, Thelma Rúnarsdóttir og Marteinn Ægissson munu ekki halda áfram að þjálfa knattspyrnu. Garðar Ingvar Geirsson, Arnar Smárason og Hákon Þór Harðarson koma nýir inn ásamt Anítu Ósk, Sólrúnu Ósk og Sædísi Maríu sem verða aðstoðarþjálfarar. Baldvin J. Baldvinsson, Magnús Hauksson og Rebekka Magnúsdóttir halda öll áfram. Við þökkum kærlega þeim þjálfurum sem unnið hafa fyrir félagið undanfarin ár og bjóðum nýja þjálfara velkomna.
- Haustbæklingur
Haustbæklingur með því framboði af íþróttum og fréttum úr starfi fer í dreifingu í vikunni.
- Afmælishátíðin
Framkvæmdastjóri hefur verið í miklu sambandi við Helga Hólm sem vinnur að afmælisritinu og hafa drög verið lögð fram. Framkvæmdastjóri segir að ritið lofi góðu og er mikil tilhlökkun fyrir útkomu þess. Skipulag að sjálfri hátíðinni er í vinnslu
- Fundargerð síðasta fundar lögð fram
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:25
Fundur nr. 74
Fundur haldinn hjá UMFÞ fimmtudaginn 9. ágúst 2012 kl 19:30 í íþróttahúsinu í Vogum.
Mættir eru: Kristján Árnason, Kristinn Þór Sigurðsson, Rebekka Magnúsdóttir og Róbert Unnarsson. Einnig er mætt, Tinna Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri.
- Haustið
Undirbúningur fyrir hauststarfsemina er komin í gang. Verið er að vinna í þjálfaramálum og ætti það að vera komið alveg á hreint fyrir næsta fund hverjir bætasta í hópinn og hverjir detta út.
- Afmælishátíð og afmælisrit
Framkvæmdastjóri setti sig í samband við Helga Hólm sem vinnur að afmælisriti Þróttar. Einnig voru umræður um það hvað yrði gert á afmælisdaginn. Hugmyndir um að bjóða bæjarbúum og öðrum velunnurum í köku og fá t.d. skemmtiatriði fyrir börnin barst í tal. Framkvæmdastjóra falið að byrja gróflega undirbúning á hátíðinni.
- Fjárhagsstaða félagsins
Þróttur á nokkrar ógreiddar kröfur sem þarf að vinna úr. Framkvæmdastjóri mun setja sig í samband við bæjarstjóra og fara yfir fjármál félagsins og hvort að Þróttur eigi inni einhvern styrk hjá bænum.
- Fjölskyldudagurinn – aðkoma Þróttar að deginum
Þróttur mun vera með sölutjald á Fjölskyldudeginum. Einnig hafði komið upp sú hugmynd að Þróttur muni stýra Hverfaleikum ásam Sápufótboltanum. Framkvæmdastjóri mun setja sig í samband við Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúa sem stýrir hátíðinni.
- Fundargerð síðasta fundar lögð fram
Ekkert fleira var rætt og fundi slitið kl 20:30
Fundur nr. 73
Fundur haldinn hjá UMFÞ miðvikudaginn 18. júlí 2012 kl 19:30 í íþróttahúsinu í Vogum.
Mættir eru: Kristján Árnason, Kristinn Þór Sigurðsson, Heiða Elísdóttir, Róbert Unnarsson og Rebekka Magnúsdóttir. Einnig er mætt Tinna S. Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri.
- Ný ráðinn framkvæmdastjóri
Kristján formaður boðar Tinnu, ný ráðinn framkvæmdastjóra velkomna á sinn fyrsta formlega fund.
- Verkefni sem eru í gangi
Farið var yfir þau verkefni, íþróttir sem eru í gangi, aðeins til þess að upplýsa Tinnu. Fótboltinn ásamt meistaraflokknum er í fullum blóma. Sundið og júdóið er búið að vera í fríi síðan í maí-júní og hefst aftur í haust.
- Afleysingar fyrir Vigni í fótboltanum
Thelma Rúnarsdóttir hefur verið að leysa Vigni þjálfara af í fótboltanum. Athuga þarf með búnað fyrir Thelmu, úlpu og galla. Framkvæmdastjóra falið að athuga það mál
- Laun fyriverandi framkvæmdastjóra
Þar sem fyrverandi framkvæmdastjóra var sagt upp störfum og þess óskað að hún myndi hætta strax, þarf félagið að greiða þriggja mánaða uppsagnarfrest. Hún fær því greidd laun til 1. september 2012.
- Fjárhagsstaða félagsins
Nokkrir reikningar eru í vanskilum. Verið er að vinna í því að nýr framkvæmdastjóri fái prókúru. Í framhaldi af því mun framkvæmdastjóri fara yfir það sem er í vanskilum og reyna að vinna úr því eins fljótt og auðið er
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 20:45
Fundargerð 62
6. september 2011
Fundur nr. 62
Fundur haldinn hjá UMFÞ þriðjudaginn 6. september 2011 kl. 19:30 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Kristján Árnason, Heiða Elísdóttir, Sandra Helgadóttir, Björn Sæbjörnsson, Sigríður Vigdís Þórðardóttir nýr framkvæmdarstjóri og Inga Sigrún Atladóttir frv. Framkvæmdastjóri.
1. Uppskeruhátíð.
Uppskeruhátíðin mun hefjast klukkan 17:30 og mun Sigríður Vigdís opna hana með stuttri ræðu. Eftir það verður boðið uppá veitingar og síðar verðlaunaafhendingu sem Vignir yfirþjálfari mun sjá um. Bæklingur þróttar mun vera tilbúinn og nokkur eintök verða á staðnum. Einnig mun Jóhanna Lovísa segja nokkur orð fyrir hönd foreldrafélagsinns.
2. Íþróttadagur.
Ákveðið að íþróttadagurinn verði haldinn þann 7. Október n.k. uppí íþróttahúsi á milli klukkan 17:00 og 19:00.
3. Fundagerð síðasta fundar.
Farið yfir fundagerð síðasta fundar og hún samþykkt.
4. Önnur mál.
Framkvæmdastjóra falið að setja sig í samband við bæjaryfirvöld varðandi leigu á tækjabúnaði í eigu Þróttar.
Heiða bauðst til að setja sig í samband við Snertu og biðja þá um stirk í formi tölvu þar sem sú gamla er ekki að skila sínu lengur.
Að lokum vill stjórnin þakka Ingu Sigrúni innilega fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.
Fleira ekki rætt og fundi slitið klukkan 20:50
Fundargerð 61
31. ágúst 2011
Fundur nr. 61
Fundur haldinn hjá UMFÞ miðvikudaginn 31. ágúst 2011 kl. 19:30 í íþróttahúsinu Vogum.
Mættir eru: Kristján Árnason, Heiða Elísdóttir, Sandra Helgadóttir, Björn Sæbjörnsson og Sigríður Vigdís Þórðardóttir framkvæmdarstjóri.
1. Nýr framkvæmdastjóri undirritar ráðningasamning
Sigríður Vigdís Þórðardóttir skrifaði undir ráðningasamning og hefur störf hjá Þrótti nú þegar.
2. Fótboltaþjálfarar undirrita ráðningasamninga.
Baldvin J. Baldvinsson, Marteinn Ægisson og Vignir Arason mættu og undirrituðu þjálfarasamning hjá Þrótti. Marteinn ætlar að athuga með áhugasama aðila sem gætu komið að rekstri meistaraflokks.
3. Uppskeruhátíð.
Uppskeruhátíðin verður haldinn þann 8.september n.k. klukkan 18:00. Mun Þróttur sjá um að útvega Kaffi, gos og svala en krakkarnir munu sjá um að útvega kökur. Einnig mun fara fram verðlaunaafending. Heiða tók að sér að hafa samband við foreldrafélagið og bjóða þeim að vera með á hátíðinni.
4. Önnur mál.
Íþróttadagurinn verður haldinn fyrstu vikuna í október, mjög líklega á föstudegi.
Fleira ekki rætt og fundi slitið klukkan 21:21
Nýlegar athugasemdir