Mánaðarlega Skjalasafn

mars 2018

Viðurkenning fyrir mætingu á flestar æfingar….

Með | UMFÞ

Á dögunum voru veittar viðurkenningar fyrir góða mætingu á tímabilinu 15. janúar til 10. mars.

Um var að ræða 4. – 7. flokk í knattspyrnu. Eldri og yngri í sundi og júdó. Var verkefnið auglýst og haldið á lofti í byrjun janúar.

Seinni hluti mætingarátaksins fer í gang strax eftir páska og gildir til 15. maí.

Því miður tókst okkur ekki að taka myndir af öllum viðurkenningarhöfum, þjálfarar munu koma þeim til skila strax eftir páska.

http://www.throttur.net/aefingatimarimage9 IMG_20180321_133218 29473096_10156054759097527_7395371566982234112_n 29497110_10215140733329457_3574283521876819968_n 29495770_10215140548524837_2476457342346985472_n 29432338_10156054759207527_5930584210610847744_o 29497931_10215140552804944_5708535750027378688_n

 

 

PÁSKABINGÓ!!!

Með | UMFÞ

páskaegg 2Mánudaginn 26. mars fer fram hið árlega Páskabingó Þróttar.

Bingóið verður haldið í Tjarnarsal og hefst það fyrir yngri kynslóðina (15 ára og yngri) kl. 17:00. Síðan hefst Bingó fyrir eldri kynslóðina (16 ára og eldri) kl. 20:00. Bingóspjaldið kostar 500kr. Sjoppa á staðnum.

Mætum öll og styrkjum gott málefni.

 

páskaegg 2

 

 

Páskafrí í barna og unglingastarfi og opnunartími skrifstofu UMFÞ.

Með | UMFÞ

Páskafrí í öllum greinum hefst 22. mars og æfingar byrja aftur 4. apríl.

Vegna árshátíðar Stóru-Vogaskóla 1 – 6 bekk 21. mars þá falla niður æfingar hjá þeim flokkum sem eru í eftirfarandi bekkjardeildum.

Foreldrar: Fylgist vel með grúppusíðum fram að páskum. Ýmislegt í gangi.

Opnunartími skrifstofu yfir páskahátíðina er eftirfarandi:

Frá og með 29.mars og til og með 2.apríl er skrifstofa lokuð. Skrifstofa opnar aftur þriðjudaginn 3.apríl.

Hvetjum alla til að mæta í páskabingó UMFÞ 26. mars Í Tjarnarsal.

 

Páska