Mánaðarlega Skjalasafn

janúar 2018

Vinavikur hjá Þrótti og hvetjum við alla til að bjóða sínum einum vini á næstu æfingu.

Með | UMFÞ

14

Hægt verður að prófa eftirfarandi daga og greinar:

Júdó 22.-26. janúar.

Knattspyrna 29.-2. feb.

Sund 5.-9. feb

VINAVIKA Barna og unglingastarf Þróttar Vogum bjóða upp á vinaviku þar sem iðkendum Þróttar Vogum er leyfilegt að bjóða vin með sér frítt á æfingar.

Tilvalið fyrir börn og unglinga að prófa þær greinar sem í boði eru hjá Þrótti Vogum.

Júdóæfingar fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum.
Sundkrakkarnir okkar geta boðið vinum sínum á æfingar.

Knattspyrnuæfingar eru í gangi alla vikuna hjá þrótti V, iðkendur geta boðið vinum sínum með á æfingar.

Við hvetjum alla til að taka þátt í þessari skemmtilegu viku og inná heimasíðu félagsins er að finna tímatöfluna, einnig er hægt að skrá iðkenda til leiks í afgreiðslu Vogabæjarhallar.

http://www.throttur.net/aefingatimar

Vegna frístundastyrks frá Sveitarfélaginu Vogum.

Með | UMFÞ

Sérstök athygli er vakin á því ef æfingagjöld standa skilum eða búið er að greiða fyrir æfingagjöld iðkenda í yngriflokkum hjá Þrótti Vogum fyrir starfsárið 2017-18. Þá sendir félagið greiðslukvittun fyrir 1. febrúar á skrifstofu sveitarfélagsins því til staðfestingar.

Hægt var að haka við á skráningarblað hvort senda átti greiðslukvittun á bæjarfélag sl. haust þegar nýtt starfsár byrjaði.

Sveitarfélagið Vogar veitir frekari upplýsingar um frístundastyrkinn og hvetjum við alla foreldra til að sækja um tímanlega og kynna sér reglurnar sem eru að finna inná heimasíðu sveitarfélagsins.

http://vogar.is/frettir/2472/default.aspx

Vogaþrek á morgnana. Nýtt hjá Þrótti árið 2018

Með | UMFÞ

Þriðjudaga og Fimmtudaga.

Klukkan: 6:30-7:20
Verð fyrir 6 vikur: 8.990 kr. Innifalið er aðgangur í sundlaugina og gufu eftir tíma.

Prufutími fyrir alla verður þriðjudaginn 9. janúar og fimmtudaginn 11. janúar. Vegna fjölda fyrirspurna þá þarf að bóka síg í prufutíma. Má bóka sig í báða.

Námskeiðið hefst mánudaginn 16. janúar og síðasti tíminn verður 15. mars.

Nú þegar eru 15. manns skráðir til leiks.

 

Danni boy 2

Mótadagskrá fyrir yngriflokka í knattspyrnu 2018.

Með | UMFÞ

BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR ! Ekki búið að loka möguleikanum á að fleiri dagsmót bætist við.

8. flokkur blandað:

Njarðvíkurmót 10. feb.
TM mót Stjönunnar 30. apríl

7. flokkur karla:

Njarðvíkurmót 20. janúar.
TM mót Stjörnunnar 29. apríl
Norðurálsmótið á Akranesi í júní.

7. flokkur kvenna:
Njarðvíkurmót 3. feb
TM mót Stjörnunnar 23. apríl
Símamótið í Kópavogi 12. – 15. júlí.

6. flokkur karla:
Njarðvíkurmót 13. janúar
TM mót Stjörnunnar 22. apríl
Orkumótið í Vestmannaeyjum 27-30. júní.
Íslandsmótið.

6. flokkur kvenna:
Njarðvíkurmót 3. feb
GeoSilica mótið 17. feb
TM mót Stjörnunnar 23. apríl
Íslandsmót
Símamótið í Kópavogi 12.-15. júlí

5. flokkur karla:
Njarðvíkurmót 27. janúar
TM mót Stjörnunnar 20. apríl.
N1 mótið Akureyri 4-7 júlí.
Íslandsmótið. Spilaðir 12. leikir frá maí til loka ágúst.

4. flokkur karla:

Æfingaleikur á Álftanesi laugardagurinn 27. janúar.
Leikur við Hamar Hveragerði 17. febrúar.
Leikur við Grindavík 4. mars.
Laugardaginn 10. mars horft á Manchester United-Liverpool og félagslegt.
Leikur við Alftanes 19. apríl.
Íslandsmót í törneringum. 1x í júní, 1x í júlí og 1x í ágúst.
Við fáum tvær æfingar á gervigrasi í febrúar og mars. Látum vita þegar dagsetningar liggja fyrir.

Erum að leita að rétta dagsmótinu mánaðarmótin ágúst/sept.

Allir flokkar fá að gera félagslegt milli 15. feb og 15. mars.

Foreldrafundur hjá öllum flokkum í knattspyrnu vegna stærri sumarmóta og annara viðburða árið 2018.

Með | UMFÞ

Þjálfarar verða með foreldrafundi fyrir alla flokka á næstu dögum. Er markmiðið að fara hefja undirbúning og skipuleggja stærri sumarmót fyrir komandi sumar í nánu samstarfi þjálfara og foreldraráðs.

Markmið foreldraráðs verður:

Fararstjórn á sumarmótum. Halda utan um iðkendur og þjálfara.
Koma að skipulagi móta og virkja aðra foreldra.

Skulum aldrei gleyma því að við erum saman í þessu.

Foreldrafundur:

7. flokkur:

Þriðjudaginn 23. jan kl. 18:00 til 18:29.

6. flokkur kvenna: Þriðjudaginn 23. jan kl. 18:30 til 18:59.

6. flokkur karla: Þriðjudaginn 23. jan kl. 19:30 til 19:59.

5. flokkur karla: Þriðjudaginn 23. jan kl. 20:00 til 20:30.

Hlökkum mikið til komandi sumar.

Skráning í Íþróttaskóla barna.

Með | UMFÞ

Íþróttaskólinn byrjar 20. janúar

Klukkan 11:30 í Vogabæjarhöllinni/Íþróttahús á laugardögum!

Íþróttaskólinn sló algjörlega í gegn fyrir áramót og ekkert sem stendur í vegi fyrir því að endurtaka leikinn.

Hófí og Bryndís Björk sjá um Íþróttaskólann á laugardögum í vetur.

Skráningar:

Við reiknum með metþátttöku og verður skólinn fyrir börn búsett í Vogum og utan Voga.

Skráningarblöð eru að finna í afgreiðslu Vogabæjarhallar og einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið throttur@throttur.net. Muna setja aldur barns og kennitölu forráðamanns. Greiðsluseðlar eru sendir í heimabanka.

Verð: 8000kr (2. ára til 5. ára)

Lágmarksþátttaka er 10. börn og hámarks 25. börn.

Síðasti tíminn fer fram laugardaginn 10. mars.

Íþróttaskólinn 2018

 

 

Íþróttaskóli barna byrjar á laugardaginn.

Með | UMFÞ

Klukkan 11:30 í Vogabæjarhöllinni/Íþróttahús á laugardögum!

Íþróttaskóli fyrir börn á leikskólaaldri hefst aftur laugardaginn 13. janúar (Verð: 8000kr (Hægt að mæta í prufutíma 13. janúar)

Íþróttaskólinn sló algjörlega í gegn fyrir áramót og ekkert sem stendur í vegi fyrir því að endurtaka leikinn.

Hófí og Bryndís Björk sjá um Íþróttaskólann á laugardögum í vetur.

Skráningar:

Við reiknum með metþátttöku og verður skólinn fyrir börn búsett í Vogum og utan Voga.

Skráningarblöð eru að finna í afgreiðslu Vogabæjarhallar og einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið throttur@throttur.net. Muna setja aldur barns og kennitölu forráðamanns. Greiðsluseðlar eru sendir í heimabanka.

Verð: 8000kr (Hægt að mæta í prufutíma 13. janúar)

Lágmarksþátttaka er 12. börn og hámarks 20. börn.

Síðasti tíminn fer fram laugardaginn 3. mars.

Barna og unglingastarfið hefst mánudaginn 8. janúar nk.

Með | UMFÞ

Með því að smella á linkinn er hægt að nálgast alla æfingatíma félagsins.

http://www.throttur.net/aefingatimar

Krílajúdó og íþróttaskóli barna verður auglýst betur í næstu viku.

Má prófa tvær til þrjár æfingar. Skráningarblöð eru að finna í afgreiðslu Vogabæjarhallar.


Þú færð brakandi fréttir af félaginu með því að vera á póstlista félagsins.

Kveðja, Ungmennafélagið Þróttur.