Vinningaskrá (Erum ennþá að uppfæra)
Jólahappdrætti meistaraflokks Þróttar 2017. Drögum föstudaginn 22. desember. „Halló 2. deild“ Göngum í hús á morgun og alla helgina!
1. Gjafabréf frá Flugfélagi Íslands og Bílaleigu Herz.
2. Canon Pixma prentari frá Omnis
3. Gjafabréf frá Hótel Keflavík
4. Marsipanterta fyrir 20, manns frá Hérastubb í Grindavík.
5. Gjafabréf á Tapaz barinn .
6. Panna frá Ormsson Reykjanesbær.
7. Gjafabréf frá Gamanferðum 20.000kr.
8. Gjafabréf frá Verslunin Vogar.
9. Gjöf frá Hársnyrtistofu Hrannar.
10. Gjafabréf Saffran fyrir tvo.
11. Bíómiðar fyrir tvo frá Sambíóum Keflavík.
12. Bíómiðar fyrir tvo frá Sambíóum Keflavík.
13. Bíómiðar fyrir tvo frá Sambíóum Keflavík.
14. Bíómiðar fyrir tvo frá Sambíóum Keflavík.
15. Bíómiðar fyrir tvo frá Sambíóum Keflavík.
16. DVD mynd frá myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó.
17. DVD mynd frá Myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó.
18. Sundkort frá Vogabæjarhöllinni.
19. Ljósakort frá Vogabæjarhöllinni.
20. Gjafakarfa frá Vogabæ (Eftir 29, des rennur vinningurinn til félagsins v/matvara)
21. Gjafabréf frá 17 í Smáralind að upphæð 10.000kr.
22. Vegleg kaffikarfa frá Kaffitár.
23. DVD myndir frá Myndform og bíómiðar fyrir tvo frá Laugarásbíó.
24. DVD myndir frá Myndform og bíómiðar fyrir tvo frá Laugarásbíó.
25. DVD myndir frá Myndform og bíómiðar fyrir tvo frá Laugarásbíó.
26. DVD myndir frá Myndform og bíómiðar fyrir tvo frá Laugarásbíó.
27. DVD myndir frá Myndform og bíómiðar fyrir tvo frá Laugarásbíó.
28. Suðurbæjarlaug 10. Skipti. Gildir í gufubaðstofu.
29. Suðurbæjarlaug 10. Skipti. Gildir í gufubaðstofu.
30. Bílapakki frá Undra.
31. Bílapakki frá Undra.
32. Vinningur frá Bláalóninu.
33. Marsipanterta fyrir 20. manns frá Hérastubb í Grindavík.
34. Glaðningur frá Markó Merki Hafnarfirði.
35. Pizza af matseðli frá Jóni Sterka.
36. kassi af kók í gleri.
37. Kassi af kók í gleri.
38. kassi af kók í gleri.
39. kassi af kók í gleri.
40. kassi af kók í gleri.
41. kassi af kók í gleri.
42. Fjölskyldupakki frá Skyggni (Hvetjum alla Vogabúa og Þróttara að versla heima um áramótin)
43. Bílapakki frá Undra.
44. Bílapakki frá Undra.
45. Bílapakki frá Undra.
46. Bílapakki frá Undra.
47. Bílapakki frá Undra.
48. Bílapakki frá Undra.
49. Bílapakki frá Undra.
50. Bílapakki frá Undra.
Við þökkum þeim fjölmögu styrktaraðilum sem styrkja okkur í okkar glæsilega jólahappdrætti og einnig langar okkur að þakka öllu því fólki sem hefur styrkt okkur með kaupum á miða í ár.
Þetta er okkar helsta fjáröflun og því erum við gríðarlega þakklátir.
Flugfélag Íslands, Hertz, Hótel Keflavík, Hérastubbur, Gamanferðir, Tapazbarinn, Ormsson, Skyggnir, Verslunin Vogar, Hársnyrtistofa Hrannar, Saffran, Sambíó, Laugarásbíó og Myndform, Vogabæjarhöllin (Íþróttamiðstöðin) Undri, Bláalónið, Markómerki, Jón Sterki, Suðurbæjarlaug, Kók á Íslandi og Vogabær.
Vinningaskráin verður birt inná throttur.net – Vogar.is og á samfélagsmiðlum. Afhending vinninga fer fram skrifstofu félagsins eftirfarandi daga: ATH bara tveir dagar fyrir áramót til að nálgast vinninga!Vinningar fást aðeins afhentir gegn framvísun vinningsmiða!!!!
Laugardaginn 23, des kl. 12 -13
Fimmtudaginn 28, des frá kl. 15:00 til 17:00.
(Frá og með 3, janúar verður hægt að nálgast vinninga á skrifstofutíma UMFÞ. Eftir 1, feb 2018, ósóttir vinningar renna til Þróttar til fjáröflunnar) Hægt að senda tölvupóst á marteinn@throttur.net
Knattspyrnudeild Þróttar Vogum og Högni Madsen hafa náð samkomulagi um að Högni leiki með Þrótti Vogum á næstu leiktíð. Högni Madsen, sem er 32 ára, er frá Færeyjum og lék síðast með Fram í Inkasso-deildinni, þar á undan með B36 frá Þórshöfn. Hann á 3 A-landsleiki fyrir Færeyjar og hafði allan sinn feril leikið í heimalandinu áður en hann fór í Fram. Högni getur bæði spilað miðvörð og miðju. Högni kemur til landsins strax í janúar.
Það er knattspyrnudeild Þróttar mikil ánægja að fá þennan geðþekka færeying til félagsins fyrir komandi átök.
Knattspyrnudeild Þróttar Vogum.
Við ætlum að endurvekja foreldrafélag Þróttar eftir tveggja ára dvala.
Stofnfundur foreldrafélags UMFÞ fer fram fimmtudaginn 30. nóvember kl. 19:00 í Vogabæjarhöllinni.
Við auglýstum á dögunum eftir fólki til að taka við þessu verkefni og nú þegar hafa fimm manns boðið sig fram í verkefnið sem er mjög svo ánægjulegt og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Eitt að helstu markmiðum foreldrafélags verður að gera gott félag betra, hlúa að yngri iðkendum og fjármagna íþróttamót.
Sjáumst hress.
Starfsmaður UMFÞ er í fríi frá 21. nóvember til 28. nóvember.
Allar upplýsingar eru að finna inná heimasíðu Þróttar varðandi skráningar og æfingatíma. Annars er alltaf hægt að setja sig í samband við formann UMFÞ ef erindið er brýnt.
Öllum tölvupósti verður svarað fyrir 1. desember.
Kveðja, skrifstofa UMFÞ
Aðrar upplýsingar:
Þjálfarar félagsins láta afgreiðslu í öllum tilfellum vita ef æfingar falla niður eða breytingar á æfingatíma.
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar: Vinsamlegast hafið beint samband við þjálfara ef einhverjar spurningar vakna varðandi æfingartíma eða annað er óljóst varðandi viðkomandi flokk.
Jólafrí í öllum greinum hefst 18. desember. Æfingar hefjast aftur 5. janúar
Páskafrí í öllum greinum hefst 22. mars og æfingar hefjast aftur 4. apríl.
Sumarfrí í knattspyrnu hefst 26. júlí og æfingar hefjast aftur 8. ágúst.
Muna grúppusíður á fb. Aðeins fyrir foreldra iðkendur Þróttar.
Heimasíða Þróttar www.throttur.net
Kynnið ykkur foreldrahandbók Þróttar. Allar upplýsingar.
Það vantaði ekki kraftinn í okkar fólk 25. árum þegar félagið fagnaði 60. ára afmæli.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5188315
Frá byrjun árs 2016 hefur ekkert foreldrafélag verið starfandi hjá Þrótti.
Þrátt fyrir það hefur Þróttur óskað eftir sjálfboðaliðum til að endurvekja félagið.
Því miður hefur verið fátt um svör og ætlum við að gera betur í þeim efnum og hefur starfsmanni félagsins verið falið að auglýsa eftir sjálfboðaliðum sem hafa áhuga á að endurvekja félagið og hvetja foreldra til að taka verkefnið að sér.
Hafir þú foreldri góður áhuga á þessu verkefni, endilega settu þig í samband við okkur.
Sími: 892-6789 throttur@throttur.net
Við stefnum á aðalfund 30. nóvember nk. Fundurinn verður auglýstur inná öllum grúppusíðum Þróttar og heimasíðu þegar nær dregur.
Nýlegar athugasemdir