Mánaðarlega Skjalasafn

september 2017

Þróttur í 2. deild eftir glæstan sigur á Reyni

Með | UMFÞ

Þróttur Vogum vann sannfærandi sigur á Reyni Sandgerði á Vogabæjarvellinum í Vogum. Með sigrinum tryggði Þróttur sér sæti í 2. deild að ári og fengu afhent silfurverðlaun Knattspyrnusambands Íslands í leikslok. Reynismenn eru hins vegar fallnir úr þriðju deildinni.

Þróttur vann leikinn gegn Reyni með fimm mörkum gegn engu. Markaskorarar Þróttar voru þeir Marteinn Pétur Urbancic með mark á 4. mínútu, Shane Haleymeð mark á 11. mínútu, Garðar Benediktsson með mark á 72. mínútu, Tómas Ingi Urbancic með mark á 88. mínútu og Anton Ingi Sigurðarson með mark á 90. mínútu leiksins.

Mikið var fagnað í leikslok, flugeldum skotið á loft og sungið hástöfum, enda Þróttur Vogum að ná sínum besta árangri og tryggja sér sæti í 2. deild að ári.

 

http://www.vf.is/ithrottir/throttur-i-2-deild-eftir-glaestan-sigur-a-reyni/80798

 

http://fotbolti.net/news/17-09-2017/flugeldum-skotid-a-loft-thegar-throttur-v-komst-upp-i-2-deild

 

 

 

IMG_1306 sigri fagnað 1 Sigri fagnað

Þróttarabolti á laugardögum í vetur 30+ og stundum -5.

Með | UMFÞ

Þróttarabolti á laugardögum í vetur 30+ og stundum -5.

Sjöunda árið í röð oldboys Þróttar kl. 10:10 til 11:00.

Innifalið í verði:
Verðum með brönz fyrir áramót.
Fyrir þá sem vilja, geta tekið þátt í 1×2 starfi Þróttar.
Ölhittingur yfir knattspyrnuleik.
Verðlaun og viðurkenningar í lokin.
Pottur og kaffi eftir bolta.

Frábær félagskapur og allir velkomnir!

IMG_0776

Tökum þátt í okkar samfélagi (Félagskaffi Þróttar 2017-2018)

Með | UMFÞ

Þróttur Vogum auglýsir opið alla laugardaga í vetur milli 11-13 í Vogabæjarhöllinni/Íþróttahúsi.

Við hjá Þrótti Vogum ætlum að efla félagsstarfið enn frekar hjá okkur í vetur og verðum með opið hús í Íþróttamiðstöðinni Vogum alla laugardaga í vetur milli kl. 11 og 13. Þangað geta allir komið í kaffi, hitt gamla félaga og kynnst nýjum úr okkar skemmtilega hópi.

Við byrjum formlega næsta laugardag 30. september. Enn fremur geta allir tekið þátt í innanfélagsleik okkar í getraunum og sýnt snilli sína á því sviði. Kunnir þú ekki að tippa þá eru sérfræðingar okkar boðnir og búnir að aðstoða þig. Hafir þú ekki áhuga á að tippa er það líka í góðu lagi svo framarlega sem þú mætir með góða skapið. Hlökkum til að sjá þig.
Einnig bjóðum við uppá innanfélagsleik hjá okkur fyrir þá sem vilja.

Hlökkum til að sjá ykkur !!!!

Þarftu að komast í grúppuna ???

Með | UMFÞ

Þróttarar eru með grúppusíður inná facebook fyrir, júdó, sund og knattspyrnu.

Hægt er að sækja um aðild að þessum síðum svo framarlega sem skráning iðkenda liggur fyrir.

Einnig er hægt að adda Ungmennafélaginu á facebook og senda tölvupóst á throttur@throttur.net og óska eftir aðgangi.

Þjálfarar leyfi til að adda og samþykkja foreldra.

Hægt er að nálgast grúppurnar á heimasíðu Þróttar.

Mánudagurinn 18. sept !

Með | UMFÞ

Frá og með mánudegi 18. sept verða þjálfarar í öllum greinum með mætingarlista skráðra iðkenda hjá Þrótti. Því er mikilvægt að foreldrar skili skráningarblaði tímanlega.

Öll börn í sveitarfélaginu fengu blað með sér heim og einnig er hægt að nálgast nýtt blað í afgreiðslu Vogabæjarhallar/Íþróttamiðstöð eða á heimasíðu UMFÞ.

 

Lokahóf Þróttar.

Með | UMFÞ

Lokahóf Þróttar auglýsingKnattspyrnudeild Þróttar hefur haft þann sið síðustu árin að halda lokahóf sitt sama dag og síðasti leikur liðsins fer fram.

Lokaumferð 3. deildar karla.

Fyrir leikinn eru liðin á ólíkum slóðum. Eftir síðustu umferð varð það ljóst að nágrannar okkar í Reyni Sandgerði myndu falla úr 3. deildinni. Það er miður, en þeir munu stíga upp fljótt aftur, vitið til.

Við Þróttarar eigum hins vegar möguleika á því að tryggja okkur annað sætið í deildinni með hagstæðum úrslitum, en til þess þurfum við stuðning, allan þann stuðning sem í ykkur býr!
Mætingin í sumar hefur verið frábær, og gladdi marga að sjá hversu margir komu að styðja liðið okkar í Egilshöllinni um síðustu helgi. Byggjum ofan á það sem komið er, og bætum í.
Þetta er síðasti leikurinn í sumar, allt eða ekkert. Komum og styðjum okkar menn til sigurs!

ÁFRAM ÞRÓTTUR!

Kæru stuðningsmenn, þið hafið verið frábærir í allt sumar. Þið eigið skilið að skemmta ykkur. Hvar? Nú hvar annars staðar en með okkur..á
Lokahófi meistaraflokks Þróttar Vogum,
sem verður haldið Laugardaginn 16. September.

Húsið opnar kl. 19:30
Borðhald hefst kl. 20:00 – Fabrikkan sér um að elda ofan í okkur eins og Fabrikkan kann best.

Veislustjórn verður í öruggum höndum Eðvalds Atla Bjarnasonar.

Vignir Már Eiðsson mun lesa fyrir okkur óútgefin ljóð, samin af honum sjálfum ásamt því að halda uppi stuði.
Hallur Ásgeirsson marka- og félagsskiptakóngur mun grípa í gítarinn.

Árlega uppboðið verður á sínum stað – Vinningar ekki af verri endanum, það er víst.

Frábær verðlaunaafhending – veitt verða verðlaun fyrir besta leikmann, markahæsta, efnilegasta, besta stuðningsmanninn/konuna o.fl.

Verð 2.500 kr.
Miðasala: senda okkur skilaboð hér á Facebook, eða með því að hafa samband við Martein í síma 865-3722 eða á netfanginu: marteinn@throttur.net
(Fyrir Gull-, Silfur- og Platínumkorthafa er nóg að sýna kortin)

Sjáumst öll á laugardaginn og gerum okkur glaðan dag!

Áfram Þróttur

Uppskeruhátíð yngri flokka Þróttar í knattspyrnu verður haldin föstudaginn 8. september næstkomandi.

Með | UMFÞ

MUNA SKRÁ BÖRNIN INNÁ GRÚPPUSÍÐUM!

Hátíðin sem hefst kl. 14:00 verður á Vogabæjarvelli. Iðkendur eru beðnir um að mæta í Þróttaralitnum og í fótboltaskóm. Knattþrautir verða fyrir alla og spilaður fótbolti.

Á eftir verða grillaðar pylsur og safi handa öllum. Iðkendur og foreldrar eru eindregið hvattir til að mæta. Ef illa viðrar verður hátíðin flutt inn í Vogabæjarhöll.

Óskum eftir tveimur sjálfboðaliðum (foreldrum) frá hverjum flokki til að halda utan um grillið.

Sjáumst hress!

Pistill frá formanni UMFÞ

Með | Pistlar

Ég heiti Baldvin Hróar, kallaður Hróar og er formaður UMFÞ í dag. Tilefni þess að vetrarstarfið er farið í gang, þá langar mig að kynna mig og segja frá tilvonandi starfsári Ungmennafélagsins Þróttar í fáeinum setningum.

Sjálfur æfði ég körfu, fótbolta, handbolta, badminton og tók þátt í allskyns starfsemi á vegum UMFÞ á mínum yngri árum. Einnig átti ég góðar stundir í skátunum og Unglingadeild Skyggnis á sama tíma. Þegar ég rifja upp bernskuna og hversu gott það var að alast upp í Vogum þá skipar Ungmennafélag Þróttar stórann þátt í þeim minningum.

Það er okkar markmið sem komum að stjórnun Ungmennafélagsins Þróttar að tryggja að börn, unglingar og aðrir í sveitarfélaginu Vogum geti stundað íþróttir og félagsstarfssemi sér til ánægju og heilsubótar. Þátttaka í íþróttum og félagsstarfi er mikilvæg forvörn og er liður í félagslegri farsæld um ókomna tíð hjá iðkendum félagsins. Krakkarnir eignast vini í félaginu og þetta verður þeirra félag. Þátttaka foreldra er ekki síður mikilvægari. Taka þátt í starfinu með barninu og styðja við bakið á UMFÞ á sama tíma. Öll félög stóla á sjálfboðaliða og eru ekkert án þeirra.

Starfið verður með hefðbundu sniði líkt og undanfarin ár. Það hefur orðið fjölgun í júdó og sundi á meðan knattspyrnan hefur staðið í stað. Okkar markmið er að vernda þessar þrjár greinar enda eru þær ákaflega brothættar og ennþá í viðkvæmri uppbyggingu. Það hefur fækkað all verulega í Stóru-Vogaskóla og spurning hve mikil áhrif það hefur á okkar starfsemi í vetur. Ætti það að liggja fyrir á næstu dögum þegar skráningum lýkur fyrir komandi starfsár.

Æfingataflan fyrir júdó og sund var gefin út á dögunum. Verið er að ráða þjálfara í knattspyrnunni, endanlegur þjálfaralisti og æfingatafla ætti að liggja fyrir í lok september. Hafa skal í huga ef allt væri fullkomið þá væri að sjálfssögðu frábært að allir iðkendur okkar gætu klárað æfingar strax eftir skóla og komið heim fyrir kvöldmat. En svo einfalt er þetta ekki, þjálfarar okkar eru flestir í hlutastarfi og þetta er aukastarf með aðalvinnu eða krefjandi námi. Einnig fer þetta eftir lausum tímum í Vogabæjarhöllinni. Það eru fleiri notendur en UMFÞ í húsinu og taka þarf tilit til þess.

Nýr þjálfari tók við sundinu á dögunum og heitir Margrét Lilja og kemur frá Keflavík. Aðstaðan er orðin betri með tilkomu stungupallana og langar mér að nota tækifærið og þakka Sveitarfélaginu Vogum fyrir framtakið.

Arnar Már verður sem fyrr þjálfari Þróttar í júdó og ætlum við að byrja með krílajúdó í október sem er nýtt hjá okkur. Æfingaaðstaðan er í kjallara Vogabæjarhallar og hefur verið griðastaður okkar sl. 12. árin. Á næstu dögum ætlum við að merkja hann með okkar félagsmerki og gera hann ennþá heimilislegri.

Brynjar Þór er yfirflokkaþjálfari Þróttar í knattspyrnunni og hóf hann störf fyrir um ári. Verið er að skipuleggja boltann fyrir komandi vetur. Verður forvitnilegt að fylgjast með sameiningarmálum og öðrum áherslum á næstu vikum. Mikilvægt er að allir geri sér grein fyrir því að við erum að gera okkar besta fyrir félagið og iðkendur Þróttar. Stærsti galli sameiningar er og verður alltaf samgöngurnar. En sjáum hvað setur á næstu dögum og vikum. Knattspyrnan fer í frí 16. september og hefst aftur mánuði seinna.

Við ætlum að byrja með Badminton í haust og hvetjum við alla til að koma og prófa. Hugsunin er að allir aldurhópar finni eitthvað við hæfi og hentar badminton mjög vel fyrir alla, óháð aldri eða formi.

Fjölmörg námskeið eru á vegum Þróttar td. leiklist og Íþróttaskóli Þrótti. Við erum alltaf að skoða aðrar leiðir og ef einhver lumar á skemmtilegum hugmyndum og vill gera eitthvað sjálfur þá um að gera hafa samband við okkur.

Á dögunum höfum við verið að skerpa á hinum ýmsu málum hjá okkur og eitt þessara mála er foreldrahandbókin. Hana verða allir foreldrar að lesa sem eru með börn í félaginu. Ef upp koma mál þá ætti foreldri eða hinn almenni félagsmaður að geta fundið réttu leiðina með því að fletta foreldrahandbókinni. Bókina er að finna inná heimasíðu Þróttar og þar er líka að finna vetrarbækling fyrir starfsárið 2017 – 2018.

Mikilvægt er að við öll kynnum okkur foreldrahandbókina. Gildir líka fyrir stjórnarmenn, þjálfara og aðra félagsmenn.

Félagið verður 85. ára í október á þessu ári. Ætlum við að minna vel á daginn og iðkendur félagsins fá tækifæri til að fagna með félaginu.

Ég þakka öllum sem gáfu sér tíma til að lesa pistilinn og minni ykkur á að við erum saman í þessu hvort sem það er stjórnarfólk, iðkendur, þjálfarar eða foreldrar.

Með Þróttarakveðju, Hróar formaður UMFÞ.