Mánaðarlega Skjalasafn

ágúst 2017

Íþróttaskóli barna í umsjón Bryndísar og Díönu…Á LAUGARDÖGUM!

Með | UMFÞ

Íþróttaskóli fyrir börn á leikskólaaldri tekur nýjum hæðum starfsárið 2017/18.

Díana Karen og Bryndís Björk sjá um Íþróttaskólann á laugardögum í vetur ( 8. vikna námskeið fyrir áramót og aftur eftir áramót )

Díana Karen er 25. ára stundaði fimleika á sínum yngri árum. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur Díana þjálfað til átta ára og lét að störfum hjá Fimleikadeild UMFG í vor.

Bryndís Björk er 26. ára stundaði sjálf fimleika á sínum yngri árum og hefur einnig verið að þjálfa síðustu árin með hléum á milli.

Skráningar hefjast í byrjun september.

Við reiknum með metþátttöku og verður skólinn fyrir börn búsett í Vogum og utan Voga.

 

Myndin er í eigu Bryndísar.

Díana og Bryndís

vinavika-throttar

Starfsárið 2017 – 2018

Með | UMFÞ

Kæru Þróttarar.

Mánudaginn 28. ágúst kemur út bæklingur á rafrænu formi fyrir starfsárið 2017 – 2018.

Við hvetjum alla forráðamenn iðkenda hjá Þrótti að kynna sér vel foreldrahandbók UMFÞ fyrir komandi starfsár.

 

Æfingar í knattspyrnu verða til 15. sept.

Með | UMFÞ

Ákveðið hefur verið að framlengja um tvær vikur þar sem Þróttarar eru með frábæra aðstöðu yfir sumarið. Frí verður frá boltanum til 16. okt. Þá hefjast knattspyrnuæfingar að nýju.

Þrátt fyrir að þjálfarasamningar renna út 31. ágúst þá samþykktu flestir þjálfarar að vinna 2. vikum lengur. Kunnum við þeim því bestu þakkir fyrir að gera þetta mögulegt.

Vegna náms gátu þjálfarar 7, flokks kvenna ekki verið lengur en 30. ágúst. Við erum að reyna leysa það mál.

 

Æfingar til 15. sept.

Strandarhlaup Þróttar 2017 (Úrslit) TAKK FYRIR OKKUR!

Með | UMFÞ

Myndir af sigurveigurum í 5. km karla og kvenna. Myndir af sigurveigurum í 10. km karla og kvenna. (ÚRSLIT AÐ FINNA INNÁ HLAUP.IS)
Þökkum Dansport ehf fyrir samstarfið.
Þökkum Vogabæ og Nesbúeggjum fyrir glæsileg verðlaun í útdráttarverðlaun. Hún var ánægð sem hreppti Icelandair-gjafabréfið og til hamingju!
Þökkum öllum sjálfboðaliðum sem komu að hlaupinu. Án þeirra væri þetta ekki mögulegt.
Næsta Strandarhlaup Þróttar fer fram 11. ágúst 2018!
Sjáumst hress að vanda.
Heildarúrslit 5 km
Röð Tími Nafn Fæð.ár Skokkhópur/Lið
1 17:18 Ingvar Hjartarson 1994 Fjölnir/Adidas/Garmin
2 19:01 Andri Már Hannesson 1999 ÍR
3 25:59 Bragi Hilmarsson 2007
4 26:18 Sandra Egilsdóttir 1992
5 26:25 Helena Ósk Jónsdóttir 1976
6 26:39 Steinunn Snorradóttir 1972 3N
7 26:48 Guðmann Rúnar Lúðvíksson 1990
8 28:48 Ásgerður Jónsdóttir
9 29:52 Sandra Helgadóttir 1986
10 31:22 Ásrún Tryggvadóttir 1983
11 31:58 Sveinbjörg Ásgeirsdóttir
12 38:46 Arnbergur Ásbjörnsson
Flokkaúrslit 5 km
Röð Tími Nafn Fæð.ár Skokkhópur/Lið
Karlar
1 17:18 Ingvar Hjartarson 1994 Fjölnir/Adidas/Garmin
2 19:01 Andri Már Hannesson 1999 ÍR
3 25:59 Bragi Hilmarsson 2007
4 26:48 Guðmann Rúnar Lúðvíksson 1990
5 38:46 Arnbergur Ásbjörnsson
Konur
1 26:18 Sandra Egilsdóttir 1992
2 26:25 Helena Ósk Jónsdóttir 1976
3 26:39 Steinunn Snorradóttir 1972 3N
4 28:48 Ásgerður Jónsdóttir
5 29:52 Sandra Helgadóttir 1986
6 31:22 Ásrún Tryggvadóttir 1983
7 31:58 Sveinbjörg Ásgeirsdóttir
Heildarúrslit 10 km
Röð Tími Nafn Fæð.ár Skokkhópur/Lið
1 32:54 Arnar Pétursson 1991 ÍR
2 34:32 Hákon Hrafn Sigurðsson 1974 Breiðablik
3 39:39 Íris Anna Skúladóttir 1989 Fjölnir
4 40:04 Klemenz Sæmundsson 1963 3N
5 40:49 Gunnar V. Gunnarsson 1969 Flandri
6 40:54 Kristinn Ingi Jónsson 1993
7 41:00 Friðrik Karl Karlsson 1992 Göngufélagið Garðar
8 42:54 Gunnlaugur Atli Kristinsson 2000
9 43:53 Guðmundur Viktorsson 1988
10 45:08 Hinrik Wöhler 1992 Göngufélagið Garðar
11 45:12 Pétur Hrafn Sigurðsson 1961 Team AP
12 45:16 Guðrún Inga Ragnarsdóttir 1983
13 45:19 Trausti Gíslason
14 47:49 Daria Luczków 1986 Maratonka
15 47:57 Ingveldur H. Ingibergsdóttir 1966 Flandri
16 50:07 Árdís Lára Gísladóttir 1963 3N
17 50:11 Hanna Rún Viðarsdóttir
18 53:19 Bjarney S. Annelsdóttir 1979 Team Auður
19 54:22 Andri Heiðar Kristinsson 1982
20 59:52 Erla Ósk Ásgeirsdóttir 1977 Snæfell
21 59:53 Ragnhildur Róbertsdóttir 1994
22 1:00:34 Sveinn Helgason 1956 Helgason
23 1:00:47 Atli Þór Annelsson 1984
24 1:01:40 Sigrún Jónsdóttir 1960 Team AP
25 1:03:12 Hulda Margrét Sigurðardóttir 1994
26 1:08:52 Valgerður Halldórsdóttir 1961 Hlaupahópur FH
27 1:11:02 Jón Óskarsson 1962 Skokkhópur Hauka
28 1:15:07 Unnur Helga Marteinsdóttir 1973 Hlaupahópur FH
29 1:15:18 Sveindís Jóhannsdóttir 1969 Hlaupahópur FH
Flokkaúrslit 10 km
Röð Tími Nafn Fæð.ár Skokkhópur/Lið
Karlar
1 32:54 Arnar Pétursson 1991 ÍR
2 34:32 Hákon Hrafn Sigurðsson 1974 Breiðablik
3 40:04 Klemenz Sæmundsson 1963 3N
4 40:49 Gunnar V. Gunnarsson 1969 Flandri
5 40:54 Kristinn Ingi Jónsson 1993
6 41:00 Friðrik Karl Karlsson 1992 Göngufélagið Garðar
7 42:54 Gunnlaugur Atli Kristinsson 2000
8 43:53 Guðmundur Viktorsson 1988
9 45:08 Hinrik Wöhler 1992 Göngufélagið Garðar
10 45:12 Pétur Hrafn Sigurðsson 1961 Team AP
11 45:19 Trausti Gíslason
12 54:22 Andri Heiðar Kristinsson 1982
13 1:00:34 Sveinn Helgason 1956 Helgason
14 1:00:47 Atli Þór Annelsson 1984
15 1:11:02 Jón Óskarsson 1962 Skokkhópur Hauka
Konur
1 39:39 Íris Anna Skúladóttir 1989 Fjölnir
2 45:16 Guðrún Inga Ragnarsdóttir 1983
3 47:49 Daria Luczków 1986 Maratonka
4 47:57 Ingveldur H. Ingibergsdóttir 1966 Flandri
5 50:07 Árdís Lára Gísladóttir 1963 3N
6 50:11 Hanna Rún Viðarsdóttir
7 53:19 Bjarney S. Annelsdóttir 1979 Team Auður
8 59:52 Erla Ósk Ásgeirsdóttir 1977 Snæfell
9 59:53 Ragnhildur Róbertsdóttir 1994
10 1:01:40 Sigrún Jónsdóttir 1960 Team AP
11 1:03:12 Hulda Margrét Sigurðardóttir 1994
12 1:08:52 Valgerður Halldórsdóttir 1961 Hlaupahópur FH
13 1:15:07 Unnur Helga Marteinsdóttir 1973 Hlaupahópur FH
14 1:15:18 Sveindís Jóhannsdóttir 1969 Hlaupahópur FH

 

1 20664954_1732497777052186_1270686310865587351_n 20707987_1732504563718174_7763819224074980346_n 20708210_1732500620385235_7160561620349992909_n 20708321_1732498053718825_8236943375412144668_n 20708438_1732500407051923_1734300959223823029_n 20708458_1732498430385454_5822338276958594019_n 20727898_1732497700385527_7671827102182533071_n 20728072_1732497850385512_3599963923939130541_n 20729201_1732497867052177_6687165076932667413_n 20729517_1732497997052164_5662094252868855584_n 20729640_1732500380385259_917393024797139652_n 20768071_1732498343718796_892071603486564503_n 20800003_1732500963718534_6172315262670577358_n FullSizeRender (2) FullSizeRender (3) IMG_6886 IMG_6886 IMG_6889

Margrét Lilja Margeirsdóttir nýr sundþjálfari hjá Þrótti Vogum.

Með | UMFÞ

Sunddeild Þróttar hefur ráðið Margréti Lilju til starfa til að sjá um þjálfun sundhópa UMFÞ í vetur.

Bjóðum við Margréti hjartanlega velkomna til starfa.

Margrét Lilja æfði sjálf sund með Keflavík frá unga aldri og á seinni árum með afreksmannahópi ÍRB. Margrét æfði með landsliðinu á sínum tíma og þekkir því mjög vel til í sundhreyfingunni á Íslandi.

Margrét útskrifaðist árið 2015 með B.S.c í umhverfisskipulagi frá LBHÍ, í vor lauk Margrét námi í stjórnun í skipulagi. Samhliða sundþjálfun sinni í Vogum ætlar hún að stunda nám frá HÍ í skipulagsfræði. Margrét starfaði í sumar sem flugfreyja hjá WOW. Margrét sem er 25. ára er einnig menntuð sem kennari í jóga fyrir börn með ofvirkni og athyglisbresti.

Margrét Lilja mun hefja störf 1. september þegar starfsárið 2017/18 hefst hjá Þrótti.
Það er mikill metnaður fyrir komandi ári og með þessari ráðningu erum við að byggja ofan á það góða starf sem hefur verið að undaförnu hjá félaginu.

ÁFRAM ÞRÓTTUR ….

 

Margrét sundþjálfari.

Það er þessi dósagámur sem allir eru að tala um …

Með | UMFÞ

Þið ykkar sem hélduð ykkur heima þessa helgina til að slaka á og jafnvel taka til í kringum ykkur. Þá er dósagámur við Vogabæjarhöllina til styrktar barna og unglingastarfi UMFÞ.

Um leið og við minnum á gáminn þá þökkum við góða umgengi að undanförnu og einnig hve vel hefur safnast í hann yfir sumarið.

 

Dósagámurinn um jól og áramót

Dósagámurinn um jólin

Strandarhlaup Þróttar 12. ágúst 2017. Glæsileg útdráttarverðlaun, m.a. 50.000 kr. gjafabréf frá Icelandair.

Með | UMFÞ

Strandarhlaupið er hluti af fjölskylduhátíð sveitarfélagsins Voga og fer fram laugardaginn 12. ágúst kl. 10:00. Allir hlauparar eru velkomnir, byrjendur sem og lengra komnir. ath Bæjarhátíð fer fram viku seinna eða 19. ágúst.

Vegalengdir
5 km og 10 km með tímatöku.

Staðsetning
Hlaupið verður ræst við Vogabæjarhöllina í Vogum, Hafnargötu 17 (áður íþróttamiðstöðin).

Verðlaun
Glæsilegir vinningar frá Dansport/Hummel verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki í báðum vegalengdum. Glæsileg útdráttarverðlaun, m.a. 50.000 kr. gjafabréf frá Icelandair.

Hlaupaleiðir
5 km hlaupið er ræst við Vogabæjarhöllina. Hlaupið er út Stapaveg þar sem komið er inn á malarveg. Eftir 3 km er stuttur utanvegakafli uns komið er inn á göngustígakerfi þar sem hlaupið er með sjónum, umhverfis Vogatjörn og að Vogabæjarhöllinni.

10 km hlaupið er ræst við Vogabæjarhöllina og liggur um Vatnsleysustrandarveg. 3 km eru á gömlum malarslóða, síðan á Vatnsleysustrandarvegi í fallegu sveitaumhverfi. Að lokum er hlaupinn einfaldur hringur á göngustígum bæjarins að Vogabæjarhöllinni.

 

Glæsileg útdráttarverðlaun, m.a. 50.000 kr. gjafabréf frá Icelandair.

 

Strandarhlaupið 2017 mynd og aug

 

 

Æfingagjöld og félagsgjöld. Til skráðra félagsmanna í Ungmennafélaginu Þrótti

Með | UMFÞ

Til skráðra félagsmanna í Ungmennafélaginu Þrótti

Nú hafa innheimtukröfur félagsgjalda fyrir árið 2017 verið send út og í samræmi við ákvörðun aðalfundar UMFÞ sem fram fór í febrúar verður félagsgjaldið áfram 1500kr OG BIRTIST SEM VALGREIÐSLA í heimabanka félagsmanna.

Hafi félagsmenn EKKI fengið kröfu í heimabanka þá er þeim bent á að hafa samband með tölvupósti á throttur@throttur.net.

Þróttur vill hvetja þá sem eiga eftir að ganga frá æfingagjöldum fyrir áramót sl, janúar, febrúar,mars, apríl og maí og í sumar að ganga frá greiðslu æfingagjalda.

Ef einhverjar spurningar vakna er alltaf hægt að hafa samband og senda tölvupóst á throttur@throttur.net.

Greiða þarf elsta greiðsluseðil.

SkinFaxi setti sig í samband við framkvæmdastjóra UMFÞ á dögunum.

Með | UMFÞ

Hægt er að nálgast nýjasta blað SkinFaxa með því að smella á link 1. eða 2.

 

http://www.umfi.is/single-post/2017/07/28/Allt-um-Unglingalandsm{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}C3{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}B3t-UMF{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}C3{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}8D-{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}C3{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}AD-n{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}C3{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}BDjasta-t{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}C3{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}B6lubla{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}C3{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}B0i-Skinfaxa

 

 

 

http://docs.wixstatic.com/ugd/15590d_82b01df7097944c0beb08961652a6dbb.pdf

 

Viðtal við framkvæmdastjóra