Strandarhlaupið er hluti af fjölskylduhátíð sveitarfélagsins Voga og fer fram laugardaginn 12. ágúst kl. 10:00. Allir hlauparar eru velkomnir, byrjendur sem og lengra komnir. ath Bæjarhátíð fer fram viku seinna eða 19. ágúst.
Vegalengdir
5 km og 10 km með tímatöku.
Staðsetning
Hlaupið verður ræst við Vogabæjarhöllina í Vogum, Hafnargötu 17 (áður íþróttamiðstöðin).
Verðlaun
Glæsilegir vinningar frá Dansport/Hummel verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki í báðum vegalengdum. Glæsileg útdráttarverðlaun, m.a. 50.000 kr. gjafabréf frá Icelandair.
Hlaupaleiðir
5 km hlaupið er ræst við Vogabæjarhöllina. Hlaupið er út Stapaveg þar sem komið er inn á malarveg. Eftir 3 km er stuttur utanvegakafli uns komið er inn á göngustígakerfi þar sem hlaupið er með sjónum, umhverfis Vogatjörn og að Vogabæjarhöllinni.
10 km hlaupið er ræst við Vogabæjarhöllina og liggur um Vatnsleysustrandarveg. 3 km eru á gömlum malarslóða, síðan á Vatnsleysustrandarvegi í fallegu sveitaumhverfi. Að lokum er hlaupinn einfaldur hringur á göngustígum bæjarins að Vogabæjarhöllinni.
Glæsileg útdráttarverðlaun, m.a. 50.000 kr. gjafabréf frá Icelandair.

Nýlegar athugasemdir