Mánaðarlega Skjalasafn

júlí 2017

Minningarmót um Gunna Hall á Kálfatjörn

Með | UMFÞ

Gunni Hall reyndist okkur Þrótturum alltaf vel og stóð vel við bakið á okkur í hinum ýmsu verkefnum.
Hvetjum alla til að heiðra minningu Gunna með þátttöku í þessu skemmtilega framtaki sem verður vonandi árlegt.
Laugardaginn 22. júlí verður haldið stórglæsilegt golfmót á Kálfatjörn til minningar um Gunnar Hallgrímsson (Gunna Hall).
Mótsgjald er 4000kr og rennur allur ágóði af mótinu til styrktar GVS.

http://kylfingur.vf.is/frettir/minningarmot-um-gunna-hall-a-kalfatjorn/40491

Atlantsolía & UMFÞ

Með | UMFÞ

Má bjóða þér að styrkja barna og unglingastarf Þróttar Vogum með þessum hætti ?

Ungmennafélagið Þróttur Vogum og Atlantsolía hafa gert samning um afsláttarkjör fyrir félaga í Þrótti.

7 kr. afsláttur pr. lítra á öllum AO stöðvum og auk þess renna 2 kr.af hverjum seldum lítra til UMFÞ.

Með því að smella á linkinn þá geturu skráð þig til leiks.

Kynntu þér málið á heimasíðu Þróttar. www.throttur.net

www.atlantsolia.is/atlantsolia/hopar/umsokn-{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}c3{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}berottur-vogum

Auðvelt að skráningarform og ef þú ert með lykil fyrir hjá AO þá þarf bara haka við á einum stað til að Þróttarar fái 2 kr. af seldum lítra.

Atlantsolia

 

 

Við erum Þróttur….

Með | UMFÞ

Norðurálsmótið á Akranesi, Orkumótið í Eyjum, N1 mótið á Akureyri og Símamótið í Kópavogi.

ÞAR VORUM VIÐ

Þræottur þakkar þjálfurum, fararstjórum og foreldrum fyrir frábært starf í kringum stærri sumarmótin í knattspyrnu. Án ykkar væri þetta ekki mögulegt. 

Það er ekki langt síðan við fórum að sækja þessi mót, við erum alltaf að læra, alltaf að reyna bæta okkur og þrátt fyrir mistök hér og þar þá er þetta farið að ganga betur hjá okkur.

Við erum öll í sama liðinu…20046800_10154700820317124_6510592851699806429_n20106753_10211807764823079_399533480734641086_n

19884490_2363071610583696_6296584991522521644_n

1

19858853_797252143783074_1771906602_n19904452_10212902599657514_930616223_n19621505_10212820300120077_906377770_n

19554210_10212845323545647_1248347061828587856_n

Elvar tók öll stóru mótin og talar um að hann hafi verið 27/28 dagar að þjálfa eða stjórna leikjum

Með | UMFÞ

ElvarNorðurálsmótið á Akranesi, Orkumótið í Eyjum, N1 mótið á Akureyri og núna um helgina kláraði hann þetta með Símamótinu í Kópavogi. Fór þetta fram fjórar helgar í röð og yfirleitt frá miðvikudegi til sunnudag.

Það þurfa öll félög að eiga einn Elvar! 🙂 Tilefni þess ætlum við að hafa myndina ekki í réttum gæðum.

 

 

Þróttarar á flugi….

Með | UMFÞ

Meistaraflokkur Þróttar tapaði síðast leik 10. júní á Ólafsfirði fyrir KF og hafa verið á miklu flugi undanfarnar vikur í 3. deildinni. Þróttarar eru komnir í toppbaráttu með 18. stig og ekki nema 3. stig í toppinn eftir góða sigra að undanförnu.

Strákarnir heimsækja næst lið Einherja á Vopnafjörð og fer leikurinn fram laugardaginn 22. júlí og hefst klukkan 14.

Við hvetjum Steina Ágústs og aðra góða Þróttara sem búa fyrir austan að fjölmenna á leikinn og styðja strákana til sigurs.

 

Meistaraflokkur

Stofnfiskur og Vogabær bjóða öllum á völlinn! FJÖLMENNUM OG STYÐJUM ÞRÓTTARA TIL SIGURS

Með | UMFÞ

Föstudaginn 14. júlí á Vogabæjarvelli kl. 20
Þróttur Vogum – Berserkir 

Þegar deildin er hálfnuð þá sitja Þróttarar í 5. sæti og ekki nema þremur stigum frá sætinu sem okkur langar að vera í 16. sept. Þriðja deildin er jöfn og sex efstu liðin eiga góða möguleika og má reikna með ótrúlegri spennu í haust.

Síðasti leikur Þróttar var á móti Reyni og endaði 2-3 og gefur góð fyrirheit fyrir næstu verkefni. Stuðningsmenn okkar fjölmenntu í Sandgerði og góð stemmning var á pöllunum.

Það er mikilvægt að Þróttarar og aðrir bæjarbúar mæti á völlinn og verði okkar tólfti maður. Berserkir eru með gott lið og eftir erfiða byrjun hafa þeir verið að safna stigum í undanförnum leikjum. Flestir leikmanna liðsins eiga feril að baki í efri deildum.

Við erum líka frábærir og verðum með okkar allra besta lið til taks á föstudaginn.

Allir á völlinn og áfram Þróttur!!!

Bt: Ársmiðahafar!

Kaffi og létt bakkelsi verður í boði fyrir ársmiðahafa frá kl.19:00 til 19:45 í félagsmiðstöð. Sýna þarf árskortið við inngang.

 

1 Vængir Júpiters 9 6 2 1 24  –  12 12 20
2 Kári 9 5 3 1 29  –    8 21 18
3 KFG 9 5 2 2 23  –  19 4 17
4 Einherji 9 5 2 2 12  –  10 2 17
5 Þróttur V. 9 4 3 2 15  –  12 3 15
6 KF 9 5 0 4 18  –  16 2 15
7 Ægir 9 1 4 4 14  –  18 -4 7
8 Dalvík/Reynir 9 2 1 6 11  –  20 -9 7
9 Berserkir 9 1 2 6 10  –  23 -13 5
10 Reynir S. 9 1 1 7   9  –  27 -18 4

 

19732210_1832451160404340_194756249118665567_n 19904941_1832451093737680_6079036556739143750_n 19884324_1832451677070955_4244385931142399546_n

Líf og fjör hjá Vonarstjörnum Þróttar (Myndaveisla frá Eyjum, Akranesi og Akureyri)

Með | UMFÞ

7. flokkur tók þátt í Norðurálsmótinu á Akranesi.
6. flokkur tók þátt í Orkumótinu í Eyjum.
5. flokkur tók þátt í N1 mótinu á Akureyri.

Án foreldra og sjálfboðaliða þá væri ekki hægt að taka þátt í þessum frábæru mótum sem eru í boði fyrir æsku þessa lands. Það er hollt að vera hluti í Þróttarafjölskyldunni á þessum aldri og þarna verða til frábærar bernskuminningar.

Fararstjórar og aðrir foreldrar fá miklar og góðar þakkir fyrir gott samstarf og frábært starf síðustu vikurnar. Einnig fær Elvar Freyr þjálfari 5, 6, og 7. flokks þakkir fyrir frábært starf.
Það vantar ekki Þróttinn í allt þetta góða fólk sem skilaði þessari gleði til strákana.
(Það koma inn fleiri myndir á næstu dögum)

Næst eru það stelpurnar okkar sem taka þátt í Símamótinu. „Fylgist með“

 

19904452_10212902599657514_930616223_n 19858853_797252143783074_1771906602_n 19420388_10213322385484210_2257381772238101923_n 19621505_10212820300120077_906377770_n 19884502_10212915696224920_2706646516439480117_n 19433437_10212746268229326_2087680385_n