Mánaðarlega Skjalasafn

júní 2017

Viltu hafa áhrif á sundið hjá UMFÞ starfsárið 2017 – 2018 ???

Með | UMFÞ

Ungmennafélagið Þróttur auglýsir eftir sundþjálfara fyrir tvo af yngri hópum félagsins fyrir n.k. vetur. Krakkarnir eru á aldrinum 6 – 12 ára. Við leitum eftir faglegum einstakling sem er tilbúinn að vinna með okkur í uppbyggilegu starfi í Vogum.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun september 2017. Starfið felst í almennri þjálfun, ásamt því að sækja sundmót með hópunum. Reynsla af sundþjálfun og þátttaka í sundi og/eða menntun í íþróttafræðum er kostur.
Umsóknarfrestur er til 25. júlí. Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra, Marteinn Ægisson í síma 892-6789 eða á netfangið throttur@throttur.net
 
Það æfa 30. börn sund hjá Þrótti í dag og hefur verið mikill uppgangur hjá félaginu síðustu árin. 
 
Það tekur ekki nema 8. mín akstur frá Reykjanesbæ í Voga og 20. mín frá höfuðborgarsvæðinu. 

 
3
1

Þróttarar skemmtu sér vel á Norðurálsmótinu.

Með | UMFÞ

Árlegt Norðurálsmót ÍA fór fram á Skipaskaga. Þrátt fyrir bleytu og smá vind þá lagaðist það á laugardegi og varð ennþá betra á sunnudegi.

Ljósmyndari félagsins var á svæðinu og smellti í nokkrar myndir.

Fararstjórar og aðrir foreldrar eiga hrós skilið fyrir frábært starf og góða samvinnu.
Fyrsta stóra sumarmót drengjanna og verður gaman að fylgjast með þessum ungu Þrótturum í framtíðinni.

Þjálfari 7. flokks er Elvar Freyr.

 

9 14 1 6 8

Þróttur – Vængirnir á föstudagskvöldið nk.

Með | UMFÞ

Þá heldur ævintýrið áfram hjá okkar ástkæra klúbbi.

Næsti andstæðingur er Vængir Júpíters og sitja þeir einir á toppi 3. deildar eftir 7. leiki.

Vængirnir eru skemmtilegt lið frá Grafarvogi og flestir leikmanna liðsins eiga leiki með Fjölni í efri deildum. Vængirnir spila heimaleiki sína í Egilshöllinni.

Við Þróttarar höfum litið vel út í undanförnu leikjum. Sitjum í 6. sætinu með 11. stig og með sigri þá getum við nartað í toppbaráttuna og því er til mikils að vinna fyrir bæði lið.

Leikur Þróttar og Vænja fer fram föstudaginn 30. júní á Vogabæjarvelli og hefst kl.20

Við minnum alla yngri iðkendur félagsins á „ykkur er velkomið að koma í 10. mín í búningsklefa meistaraflokks“ klefi opnar klukkutíma fyrir leik og fylgjast með undirbúningi liðsins. Foreldrar komið þessu til skila.

Áfram Þróttur í blíðu og stríðu.

 

_MG_0064

Vegna skráningar á námskeið yfir hvítasunnu…

Með | UMFÞ

Knattspyrnuskóli eða sundnámskeið.

Ef málið varðar skráningu í boltaskóla þá verður öllum tölvupóstum svarað þriðjudaginn 6. júní og krafa send í heimabanka sama dag. Muna setja kennitölu greiðanda (forráðamanns) og kennitölu þátttakanda) Allar upplýsingar inná heimasíðu Þróttar.

Liggi fyrir skráning frá forráðamanni í tölvupósti daganna 4. júní, 5. júní eða 6. júní. Þá er í lagi að senda barn til leiks þriðjudaginn 6. júní þrátt fyrir að staðfesting frá Þrótti hefur ekki borist til forráðamanna.

Sundnámskeiðið er að fyllast og ekki nema tvö sæti laus. Reikna má að ekki sé hægt að hleypa öllum að sem skrá sig 4, 5, eða 6. júní. Öllum tölvupóstum varðandi sundnámskeið verður svarað eftir hádegi á þriðjudaginn. Throttur@throttur.net

Kveðja, Marteinn.

Sundnámskeið fyrir börn !

Með | UMFÞ

Lýsing á námskeiði:

Eins og undanfarin ár mun Þróttur bjóða upp á sundnámskeið fyrir börn á leikskólaaldri. Námskeiðin hefjast þriðjudaginn 6. júní og verður til 23. júní (3 vikur). Markmiðið er að börn aðlagist vatni, finni fyrir öryggi í vatninu og einnig verður farið í helstu sundtök. Námskeiðið kostar 6.000kr og er það Rebekka Magnúsdóttir sundþjálfari sem verður með námskeiðið.

Námskeið fyrir:
Börn fædd 2011 og 2012

ATHUGIÐ: Námskeiðin fara eingöngu fram ef næg þátttaka næst.
Skráning á netfangið throttur@throttur.net (Muna hafa kennitölu forráðamanns og reikningur verður sendur í heimabanka)

Kennsludagar: Klukkan 17:30 -18:10
Þri 6. jún
Fö 9. jún
Mið 14. jún
Fim 15. jún
Mán 19. jún
Fö 23. jún

 

sundnám

Félagsgjöld fyrir árið 2017…

Með | UMFÞ

Til skráðra félagsmanna í Ungmennafélaginu Þrótti.

Nú hafa innheimtukröfur félagsgjalda fyrir árið 2017 verið sent út og í samræmi við ákvörðun aðalfundar UMFÞ sem fram fór í febrúar verður félagsgjaldið áfram 1500kr OG BIRTIST SEM VALGREIÐSLA í heimabanka félagsmanna.

Hafi félagsmenn EKKI fengið kröfu í heimabanka þá er þeim bent á að hafa samband með tölvupósti á throttur@throttur.net.

 

logo