Strákarnir okkar byrja sumarið með ágætum.
Þróttarar mættu liði Stjörnunnar í 32. liða úrslitum í bikarkeppni KSÍ eftir að hafa slegið út GG og KV í fyrstu tveimur umferðum bikarsins. Sýnt var frá leiknum í fréttatímum á RÚV og Stöð 2. Fékk félagið mjög svo jákvæða umfjöllun fyrir uppbygginguna síðustu árin.
Fór svo að Þróttarar töpuðu fyrir efsta liði pepsídeildar aðeins 0-1 og voru ekki langt frá því að jafna leikinn.
Íslandsmótið fór vel á stað en Þróttarar heimsóttu Berserki og unnu 0-2 með mörkum Tomma Urbancic og Elfars Freys. Næsti leikur fór ekki eins vel er Einherji heimsótti okkur. Á 94. mín skoraði Einherji sigurmarkið sem tryggði þeim 1-2 sigur.
Ljósmyndari félagsins tók nokkrar skemmtilegar myndir tilefni leikjanna og þökkum við honum kærlega fyrir þær.
Næstu leikir Þróttar eru:
fim. 25. maí. 17 | 16:00 | Kári – Þróttur V. | Akraneshöllin |
fös. 02. jún. 17 | 20:00 | Þróttur V. – Ægir | Vogabæjarvöllur |
lau. 10. jún. 17 | 14:00 | KF – Þróttur V. | Ólafsfjarðarvöllur |
lau. 17. jún. 17 | 16:00 | Þróttur V. – Dalvík/Reynir | Vogabæjarvöllur |
fös. 23. jún. 17 | 20:00 | KFG – Þróttur V. | Samsung völlurinn |
fös. 30. jún. 17 | 20:00 | Þróttur V. – Vængir Júpiters | Vogabæjarvöllur |
Nýlegar athugasemdir