Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2017

Meistaraflokkur Þróttar fer ágætlega á stað…

Með | UMFÞ

Strákarnir okkar byrja sumarið með ágætum.

Þróttarar mættu liði Stjörnunnar í 32. liða úrslitum í bikarkeppni KSÍ eftir að hafa slegið út GG og KV í fyrstu tveimur umferðum bikarsins. Sýnt var frá leiknum í fréttatímum á RÚV og Stöð 2. Fékk félagið mjög svo jákvæða umfjöllun fyrir uppbygginguna síðustu árin.

Fór svo að Þróttarar töpuðu fyrir efsta liði pepsídeildar aðeins 0-1 og voru ekki langt frá því að jafna leikinn.

Íslandsmótið fór vel á stað en Þróttarar heimsóttu Berserki og unnu 0-2 með mörkum Tomma Urbancic og Elfars Freys. Næsti leikur fór ekki eins vel er Einherji heimsótti okkur. Á 94. mín skoraði Einherji sigurmarkið sem tryggði þeim 1-2 sigur.

Ljósmyndari félagsins tók nokkrar skemmtilegar myndir tilefni leikjanna og þökkum við honum kærlega fyrir þær.

Næstu leikir Þróttar eru:

fim. 25. maí. 17 16:00 Kári – Þróttur V. Akraneshöllin
fös. 02. jún. 17 20:00 Þróttur V. – Ægir Vogabæjarvöllur
lau. 10. jún. 17 14:00 KF – Þróttur V. Ólafsfjarðarvöllur
lau. 17. jún. 17 16:00 Þróttur V. – Dalvík/Reynir Vogabæjarvöllur
fös. 23. jún. 17 20:00 KFG – Þróttur V. Samsung völlurinn
fös. 30. jún. 17 20:00 Þróttur V. – Vængir Júpiters Vogabæjarvöllur

_MG_0064 _MG_0370 _MG_0492 _MG_0512 _MG_0519

Opnunartími skrifstofu og framkvæmdastjóri.

Með | UMFÞ

Viðtalstímar framkvæmdastjóra á skrifstofu:

Mið: 15:00-17:09

Sími skrifstofu: 892-6789 eða  netfangið: throttur@throttur.net/marteinn@throttur.net

Hægt er að hringja í síma 892-6789 eða senda tölvupóst á throttur@throttur.net til að fá svör við fyrirspurnum.

Fyrirspurnum er ekki svarað á samfélagsmiðlum. Við notum samfélagsmiðla til að auglýsa viðburði og segja frá starfi félagsins.

Framkvæmdastjóri Þróttar er Marteinn Ægisson.

Æfingagjöld í vanskilum ?

Með | UMFÞ

Þróttur vill hvetja þá sem eiga eftir að ganga frá æfingagjöldum fyrir áramót sl, janúar, febrúar,mars og apríl að ganga frá greiðslu æfingagjalda.

Ef einhverjar spurningar vakna er alltaf hægt að hafa samband við framkvæmdastjóra í síma 892-6789 eða senda tölvupóst á throttur@throttur.net.

Greiða þarf elsta greiðsluseðil.