Mánaðarlega Skjalasafn

apríl 2017

Gleðilega páska

Með | UMFÞ

UMFÞ óskar öllum Þrótturum og Vogabúum gleðilegra páska. Skrifstofa Þróttar er lokuð yfir páskana. Skrifstofan opnar aftur kl.13:00 miðvikudaginn 19. apríl.

 

Framkvæmdastjóri Þróttar er Marteinn Ægisson.

Viðtalstímar framkvæmdastjóra á skrifstofu:

Mið: 15:00-17:09

Sími skrifstofu: 892-6789 eða  netfangið: throttur@throttur.net/marteinn@throttur.net

Hægt er að hringja í síma 892-6789 eða senda tölvupóst á throttur@throttur.net til að fá svör við fyrirspurnum.

Fyrirspurnum er ekki svarað á samfélagsmiðlum. Við notum samfélagsmiðla til að auglýsa viðburði og segja frá starfi félagsins.

Félagsandinn sveif yfir vötnum þegar árlegt Páskabingó Þróttar fór fram fyrir fullu húsi.

Með | UMFÞ

Ungmennafélagið Þróttur þakkar öllu því frábæra fólki sem mætti og styrkti okkar frábæra starf með þátttöku í Páskabingói félagsins. Vogabúar, brottfluttir Vogabúar, foreldar, iðkendur, félagsmenn, fyrrum félagsmenn og aðrir Þróttarar. Frábær þátttaka bæði í dag og í kvöld, við þökkum ykkur öllum kærlega fyrir komuna.

Ef það er eitthvað sem þið teljið að mætti gera betur í tengslum við bingóið þá endilega sendið okkur póst. Eins ef við erum að gera þetta það vel að það sé óþarfi að breyta eða finna uppá einhverju nýju.(throttur@throttur.net)

Páskabingó UMFÞ er stór þáttur í páskahátíð okkar Vogabúa og hefur farið fram samfleytt sl. 45. árin og ávallt vel sótt. Fyrir það erum við ákaflega þakklát enda mikilvægur þáttur í okkar starfi.

Bingóstjórar kvöldsins voru Arnar Egill og Hlynur Freyr.
Við þökkum ljósmyndara félagsins kærlega fyrir sitt innlegg (Myndirnar)

Sjáumst hress á næsta ári….

Umfjöllun Víkurfrétta http://www.vf.is/mannlif/paskabingo-samfleytt-i-45-ar-i-vogum/74320

 

unnamed (5) unnamed unnamed (8) unnamed (1) unnamed (4)

Leiklistarnámskeið Þróttar lokið!

Með | UMFÞ

Leiklistarnámskeiði Þróttar lauk á dögunum.
Þróttur Vogum hélt leiklistarnámskeið á dögunum og hélt Sandra Helgadóttur utan um verkefnið.
Gríðarlega góð þátttaka var á námskeiðinu sem lauk með leikverki í Álfagerði.
Ljósmyndari félagsins var á svæðinu og smellti í nokkrar myndir.

 

17820939_10155296535024374_1153872757_n 17857722_10155296533739374_1985398899_n17821467_10155296533564374_1857370890_n 17857724_10155296533789374_1892918484_n