Mánaðarlega Skjalasafn

mars 2017

Þróttur Vogum Æfingapeysa Sumar 2017.

Með | UMFÞ

Verð aðeins kr 4990. Með merki. Nafni og Þróttur Vogum á baki.
Stærðir 116-128-140-152-164-176.
Verð kr 5490./
Stærðir S M L XL XXL.
Verð á buxum kr 4193.-
Stærðir 116-128-140-152-164-175
Verð á buxum kr 4893.-
S M L XL XXL
Ath verð miðast við hópapöntun. Þurfum að skila pöntun í lok mars. Sýnishorn af peysu og buxum eru í anddyri skrifstofu UMFÞ í Vogabæjarhöllinni. 

Eftir það verður hægt að hafa samband við Hummel/Dansport á Íslandi og kaupa bæði keppnisgalla og utanyfirgalla af þeim. Þar er opið á daginn 11-18 alla daga.utanyfirgalli 17 umfþ

 

 

Páskabingó!!!

Með | UMFÞ

Mánudaginn 10. apríl verður hið árlega Páskabingó Þróttar.

Bingóið verður haldið í Tjarnarsal og hefst það fyrir yngri kynslóðina (15 ára og yngri) kl 17:00. Síðan hefst Bingó fyrir eldri kynslóðina (16 ára og eldri) kl 20:00. Bingóspjaldið kostar 500kr. Sjoppa á staðnum.

Mætum öll og styrkjum gott málefni.Páska

Leikmannakynning og stuðningsmannakvöld/partý laugardaginn 22. apríl í Álfagerði.

Með | UMFÞ

Aðeins 20. ára og eldri.
1000kr inn og innifalið burger að hætti Hauks, Frikka og Kidda Hjartar.
Húsið opnar klukkan 19:59 og við afgreiðum burger til 20:30.
Milli 20:30 og 21:15 verða allir gestir að hafa hljóð þar sem leikmenn og þjálfari kynna sig og segja frá því helsta sem hefur verið í gangi á undirbúningstímabilinu.
Pub quiz hefst svo stundvíslega klukkan 21:30 með brakandi Þróttaraspurningum og glæsilegum verðlaunum.
Klukkan 22:05 mætir Gítaristinn á svæðið og Vogalagið tekið í hópsöng.
Við tæmum húsið klukkan 22:35 og Strumpurinn tekur vel á móti þeim sem langar í meira…
Við verðum með árskort til sölu á staðnum. Gildir eingöngu á heimaleiki í íslandsmóti. Ekki bikar!
Við bjóðum uppá burger, pepsí, öl kaffi og vatn gegn „litlu“ gjaldi.

 

Hinrik Hinriksson í KH.

Með | UMFÞ

Okkar ástkæri leikmaður Hinrik Hinriksson hefur ákveðið að róa á önnur mið og prófa nýtt ævintýri í sumar. Hinrik spilaði 73. leiki í Íslandsmóti, bikar og deildarbikar fyrir Þrótt og skoraði í þeim 5. mörk.

Hinrik er tíundi leikjahæsti leikmaður í sögu Þróttar. Ef æfingaleikir myndu teljast með þá færi leikjafjöldinn vel yfir hundrað leiki.

Hinrik á mikinn þátt í þeim uppgangi sem hefur verið í gangi hjá Þrótti síðustu árin. Hinrik kom til okkar frá HK haustið 2012 í gegnum Steina Gunn þjálfara og var duglegur að selja vinum sínum hugmyndina að spila fyrir Þrótt Voga og fékk frábæra stráka innan sem utan vallar til Þróttar.
Haukur Hinriksson tvíburabróðir Hinriks, Kristján Steinn (Krilli) Sigurjón F. Sigurðsson (Sissi) Árni Sæm. Allt eru þetta drengir sem styrktu okkur gríðarlega á sínum tíma og tóku þátt í því að koma félaginu upp um deild í fyrsta sinn. Leikmenn sem allir stuðningsmenn Þróttar þekkja vel í dag.

Þróttur Vogum þakkar Hinrik fyrir sitt framlag til knattspyrnunnar í Vogunum og óskar honum góðs gengis.

Norðandrengir083

Hinrik

Strandarhlaup Þróttar 12. ágúst í ár.

Með | UMFÞ

Strandarhlaupið er hluti af fjölskylduhátíð sveitarfélagsins Voga og fer fram laugardaginn 12. ágúst kl 10:00. Allir hlauparar eru velkomnir, byrjendur sem og lengra komnir.

Vegalengdir
5 km og 10 km með tímatöku.

Staðsetning
Hlaupið verður ræst við Vogabæjarhöllina í Vogum, Hafnargötu 17. (áður Íþróttamiðstöðin)

Verðlaun
Glæsilegir vinningar frá Dansport/Hummel verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki í báðum vegalengdum. Glæsileg útdráttarverðlaun, m.a. 50.000 kr. gjafabréf frá Icelandair.Strandarhlaup 2017. Auglýsing

Hlaupaleiðir
5 km hlaupið er ræst við Vogabæjarhöllina. Hlaupið er út Stapaveg þar sem komið er inn á malarveg. Eftir 3 km er stuttur utanvegakafli uns komið er inn á göngustígakerfi þar sem hlaupið er með sjónum, umhverfis Vogatjörn og að Vogabæjarhöllinni.

10 km hlaupið er ræst við Vogabæjarhöllina og liggur um Vatnsleysustrandarveg. 3 km eru á gömlum malarslóða, síðan á Vatnsleysustrandarvegi í fallegu sveitaumhverfi. Að lokum er hlaupinn einfaldur hringur á göngustígum bæjarins að Vogabæjarhöllinni.

Drykkjarstöðvar

Drykkjarstöð er á miðri leið fyrir þá sem hlaupa 10 km.

Skráning
Skráning fer fram hér á hlaup.is. Athugið að skráningargjald hækkar á hlaupadegi og eru þátttakendur því hvattir til að forskrá sig. Forskráning er til kl 22:00 föstudaginn 12. ágúst 2017. Skráning á keppnisdegi verður í Vogabæjarhöllinni frá kl. 9:10 til 9:40 fyrir hlaup.

Þátttökugjald
Verð í forskráningu fyrir 5 km og 10 km hlaup er eftirfarandi:

2.000 kr. fyrir 18 ára og eldri (f. 1999 og fyrr)
1.500 kr. fyrir 17 ára og yngri (f. 2000 og síðar)
Þátttökugjald hækkar um 500 kr á keppnisdag. Hlaupagögn verða afhent í Vogabæjarhöllinni á hlaupdegi frá kl 9:10.

Almennar upplýsingar
Að hlaupi loknu gefst hlaupurum á að fara í gufu, sund eða nota heitu pottana í boði Sveitarfélagsins Voga.

Facebook síða Strandarhlaups Þróttar

Skipuleggjendur
Ungmennafélagið Þróttur stendur fyrir hlaupinu. Frekari upplýsingar fást hjá Marteini framkvæmdastjóra í síma 865-3722 eða throttur@throttur.net.

Nýju ÞRÓTTARA utanyfirgallarnir!

Með | UMFÞ

Frá og með mánudeginum 13.mars til 30. mars verður hægt að máta nýju utanyfirgalla Þróttar í Vogabæjarhöllinni. Sýnishornin verða við anddyri skrifstofu UMFÞ.
Allir sem koma geta skráð sig og við sendum pöntunina frá okkur 1. apríl. Félagasmerki Þróttar, nafn barns/iðkanda/stuðningsmanns og Þróttur Vogum verður á bakinu.
Það geta allir iðkendur Þróttar og aðrir Þróttarar (bæjarbúar) pantað galla.utanyfirgalli 17 umfþ