Nytjamarkaðurinn verður haldinn í Vogabæjarhöllinni, Hafnargötu 17, laugardaginn 3. desember kl. 12.00-14.00.
Tilgangurinn er að foreldrar/stuðningsmenn/Þróttarar/iðkendur geta keypt/selt notaðan íþróttavarning og þannig haldið kostnaði niðri.
Allir sem eiga notaðar Þróttaravörur. Dæmi: Júdógalli, skór bara hvað sem er geta komið í Vogabæjarhöllina og komið gömlum varningi í notkun aftur.
Ungmennafélagið ætlar að selja eldri treyjur, stuttbuxur og annað sem hefur safnast upp undanfarin ár og hagnaðurinn rennur óskiptur til eflingar starfinu hjá Þrótti.
Nýlegar athugasemdir