Mánaðarlega Skjalasafn

nóvember 2016

Nytjamarkaður Þróttar.

Með | UMFÞ

Nytjamarkaðurinn verður haldinn í Vogabæjarhöllinni, Hafnargötu 17, laugardaginn 3. desember kl. 12.00-14.00.

Tilgangurinn er að foreldrar/stuðningsmenn/Þróttarar/iðkendur geta keypt/selt notaðan íþróttavarning og þannig haldið kostnaði niðri.

Allir sem eiga notaðar Þróttaravörur. Dæmi: Júdógalli, skór bara hvað sem er geta komið í Vogabæjarhöllina og komið gömlum varningi í notkun aftur.

Ungmennafélagið ætlar að selja eldri treyjur, stuttbuxur og annað sem hefur safnast upp undanfarin ár og hagnaðurinn rennur óskiptur til eflingar starfinu hjá Þrótti.

logo

Sundið er alltaf að vaxa !

Með | UMFÞ

Þessar glæsilegu stelpur tilheyra Sunddeild Þróttar og tóku þær þátt í Speedo-móti ÍRB í Reykjanesbæ sem fram fór í gær.

Það kom engum á óvart að töluvert var um bætingar og stóðu allar sig frábærlega.
VEL GERT og áfram Þróttur!

 

sund-6-nov