Mánaðarlega Skjalasafn

október 2016

Grótta-Þróttur V í bikarnum.

Með | UMFÞ

Stórleikur í bikarkeppni HSÍ í fyrstu umferð.

Stuðningsmenn Þróttar ætla fjölmenna á Rauðaljónið á Eiðistorgi kl. 18:15. Þar geta fullornir fengið sér fullorðins drykki og börnin geta fengið sé burger. Leikurinn hefst klukkan 19:30.

Kæru Vogamenn. Það er algjör skyldumæting á Seltjarnarnesið eftir rúma viku og við ætlum að hjálpa strákunum okkar í næstu umferð.

Áfram Þróttur

Við erum 84. ára í dag

Með | UMFÞ

Ungmennafélagið Þróttur var stofnað 23. október 1932 en um aldamótun 1900 hafði verið starfandi ungmennafélag í Vatnsleysustrandar-hreppi en það hafði lagst af 1920.
Í fyrstu stjórn UMFÞ voru: Jakob A Sigurðsson frá Sólheimum (formaður), Helgi Magnússon frá Sjónarhóli, Einar Samúelsson frá Austurkoti í Vogum, Pétur G Jónsson frá Nýja bæ í Vogum og Guðmundur B Jónsson frá Brekku í Vogum.

Á öðru starfsári félagsins var ráðist í að byggja félagsheimili í samstarfi við Kvenfélagið Fjólu. Um jólin 1933 var nýja húsið vígt og fékk nafnið Kirkjuhvoll og stendur það húsið uppi enn í dag á Vatnsleysuströnd. Tuttugu árum síðar keypti UMFÞ, Kvenfélagið Fjóla og Vatnsleysustrandarhreppur samkomuhúsið Glaðheima í Vogum sem stóð við Vogagerði 21-23.

UMFÞ hefur frá upphafi haldið út blaði sem nefndist Vitinn. Blaðið er í bókarformi sem gengur á milli félagsmanna (ritstjóra) og þeir skrifuðu ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks. Búið er að ljósrita upp úr bókunum og binda inn þannig að þær eru aðgengilegar auk þess sem bækurnar eru varðveittar á Landsbókasafni.

Ýmis menningar- og félagsmál hafa verið á vegum UMFÞ í gegnum tíðina. Félagið hefur m.a. rekið unglingaskóla og staðið fyrir í ýmiskonar menningarviðburðum í sveitarfélaginu. Íþróttastarf er nú fyrirferðamest innan félagsins og stunda börn og unglingar innan félagsins en megináhersla er lögð á sund, knattspyrnu og júdó.

(byggt á Mannlíf og Mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Guðmund B Jónsson)

Fótboltinn fer á stað með krafti.

Með | UMFÞ

Frábær þátttaka hefur verið í fótboltanum síðustu daga. Þar hefur yngri iðkendum gefist kostur á að prófa æfingar og er síðasti dagur til að prófa á morgun (föstudag) Þá taka við skráningar og þurfa allir iðkendur að skila skráningarblaði fyrir föstudaginn 21. október.

8. flokkur blandað (8) Fjöldi á prufuæfingum.
7. flokkur kvenna (9)
7. flokkur karla (12)
6. flokkur kvenna (4)
6. flokkur karla (15)
5. flokkur kvenna (5)
5. flokkur karla (14)
4. flokkur karla (6)
3. flokkur kvenna. Æfingar hefjast á næstu dögum.

Brynjar yfirþjálfari barna og unglingastarfs Þróttar í knattspyrnu byrjaði hjá okkur 1. október sl. Það eru komnar nýjar áherslur og er Binni að teikna upp starfið og verður fundur með öllum foreldrum í byrjun nóvember. Það verða tveir þjálfarar á flestum æfingum starfsárið 2016-17. Markmið okkar verður að senda yngriflokkana á öll stærstu sumarmótin og senda sem flesta flokka á íslandsmót. Markmið Þróttar verður að þróa öflugt barna og unglingastarf þar sem vel menntaðir þjálfarar stýra starfinu.

Keflavíkurmótin eru í nóvember og ætlar Þróttur að senda eftirfarandi flokka 7, flokk kvenna og karla, 6, flokk karla, 5, flokk kvenna og karla. Þróttur ætlar að sameina 5, og 6, flokk kvenna í vetur. Einnig stendur til að heimsækja 7, og 8, bekk í næstu viku og stofna 4. flokk kvenna.

Þjálfarar í vetur verða:

Brynjar Gestsson, Elvar Freyr, Aníta og Sædís.055