Mánaðarlega Skjalasafn

ágúst 2016

Allir að kynna sér starfsárið 2016 – 17 og muna skrá fyrir 6. sept!

Með | UMFÞ

Bæklingurinn fyrir starfsárið 2016 – 2017 verður dreift í hús í dag og skráningarblaðið.

Þar verður starfsárið 2016 og 2017 kynnt fyrir Vogabúum og hvetjum við alla til að vera með okkur í vetur.

Sundið fer í gang núna á fimmtudaginn, fyrstu júdóæfingar verða þriðjudaginn 6. september.

Knattspyna fyrir þau allra yngstu 8, flokki byrja þriðjudaginn 6. september. Knattspyrna fyrir 3, til 7, flokk hefjast að nýju 1. október en hlé verður í september fyrir þessa flokka. Við bendum á að opnar æfingar eru fyrir þessa flokka í þessari viku.

Leiklistarnámskeið og skokknámskeið verða auglýst sérstaklega á næstu dögum. Íþróttaskólinn fyrir þau allra yngstu á laugardögum byrjar í október.

ALLAR UPPLÝSINGAR UM SKRÁNINGAR OG HVAÐ VERÐUR Í BOÐI ER AÐ FINNA Í PÉSANUM FRÁ OKKUR.

Munið að skila skráningarblöðum í afgreiðslu Vogabæjarhallar eða senda með tölvupósti á netfangið throttur@throttur.net fyrir 6. september.

Pésinn

Gullaldarlið Þróttar unnu í vítaspyrnukeppni

Með | UMFÞ

34 11 1 10 27 20Gullaldarlið Þróttar eru Voga Cup meistarar 2016.

Föstudaginn 12. ágúst fór fram skemmtilegur leikur milli leikmanna Þróttar frá árunum 1998 – 2002 og Vonarstjarna félagsins (Drengir 15 – 18 ára )

Leikurinn fór 1-1 eftir að þeir gömlu komust yfir með marki frá Jón Þór strax í byrjun leiks. Emil jafnaði með fallegu skoti rétt fyrir hálfleik. Spilað var 2×25 mín. Ekkert var skorað í seinni hálfleik og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Fór svo að ungu fóru á taugum á punktingum og klikkuðu af tveimur spyrnum og þeir gömlu skoruðu úr öllum sínum og þurftu ekki að taka fimmtu spyrnuna. Því er Gullaldarlið Þróttar Voga Cup meistarar 2016.

Dómari þessa leiks var Kiddi Þór.

Við þökkum þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem mættu á völlinn og tóku þátt í þessari gleði með okkur. Sérstaklega skemmtilegt þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður fyrir leik. Hvort þetta verði árlegt (Vitum það ekki)

Takk fyrir góða samveru á föstudagskvöldið.

Ljósmyndari félagsins fær miklar þakkir fyrir þessar myndir og fyrir að hafa gefið sér tíma í þetta verkefni.

Strandarhlaup Þróttar fór vel fram

Með | UMFÞ

Sigurveigarar Strandarhlaupsins 2016.

Heildarúrslit 5 km karla og kvenna.

1 16:06 Arnar Pétursson 1991 ÍR/Garmin
2 16:14 Ingvar Hjartarson 1994 Fjölnir/Adidas/Garmin
3 17:33 Arnar Ragnarsson

1 20:17 Helga Guðný Elíasdóttir 1994 Fjölnir
2 23:20 Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir 1974
3 23:51 Daria Luczków 1986 Maratonka G.

Heildarúrslit 10 km karla og kvenna.

1 35:22 Hákon Hrafn Sigurðsson 1974 Þríkó hlaup
2 36:04 Sigurjón Ernir Sturluson 1990 Dansport/ Sportvörur
3 36:18 Þórólfur Þórsson 1976 ÍR / Adidas

1 43:49 Sigrún Sigurðardóttir 1979 Frískir Flóamenn
2 48:26 Guðlaug Sveinsdóttir
3 50:32 Hanna Rún Viðarsdóttir

Kæru hlauparar takk kærlega fyrir að koma og taka þátt í Strandarhlaupi Þróttar og sjáumst aftur á næsta ári. Munið að gefa okkur einkunn inná vinsælustu hlaupasíðu landsins. Við verðum að fá gagnrýni svo við getum gert betur á næsta ári.

Þökkum öllum þeim styrktaraðilum og sérstaklega Dansport/Hummel á Íslandi fyrir þeirra stuðning!

Sjálfboðaliðar sem sinntu brautargæslu og öðrum störfum. Takk kærlega fyrir aðstoðina. Án ykkar væri þetta ekki hægt.

Myndir og myndbönd eru að finna frá hlaupinu inná facebooksíðu Strandarhlaupsins.

Kær kveðja, Þróttur Vogum.

046 049 050 056 011 017 030

Strandarhlaup Þróttar 13. ágúst.

Með | UMFÞ

Glæsilegir vinningar frá Dansport/Hummel verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki í báðum vegalengdum. Glæsileg útdráttarverðlaun, m.a. 50.000 kr. gjafabréf frá Icelandair.

Hlaupaleiðir
5 km hlaupið er ræst við Íþróttamiðstöðina. Hlaupið er út Stapaveg þar sem komið er inn á malarveg. Eftir 3 km er stuttur utanvegakafli uns komið er inn á göngustígakerfi þar sem hlaupið er með sjónum, umhverfis Vogatjörn og að Íþróttamiðstöðinni.
10 km hlaupið er ræst við Íþróttamiðstöðina og liggur um Vatnsleysustrandarveg. 3 km eru á gömlum malarslóða, síðan á Vatnsleysustrandarvegi í fallegu sveitaumhverfi. Að lokum er hlaupinn einfaldur hringur á göngustígum bæjarins að Íþróttamiðstöðinni.

Skráning
Skráning fer fram hér á hlaup.is. Athugið að skráningargjald hækkar á hlaupadegi og eru þátttakendur því hvattir til að forskrá sig. Forskráning er til kl 22:00 föstudaginn 12. ágúst 2016. Skráning á keppnisdegi verður í íþróttahúsinu frá kl. 9 til 9:40 fyrir hlaup.

Þátttökugjald
Verð í forskráningu fyrir 5 km og 10 km hlaup er eftirfarandi:
2.000 kr. fyrir 18 ára og eldri (f. 1998 og fyrr)
1.500 kr. fyrir 17 ára og yngri (f. 1999 og síðar)
Þátttökugjald hækkar um 500 kr á keppnisdag. Hlaupagögn verða afhent í Íþróttahúsinu á hlaupdegi frá kl 9:00.

Almennar upplýsingar
Að hlaupi loknu gefst hlaupurum á að fara í gufu, sund eða nota heitu pottana í boði Sveitarfélagsins Voga.
Skipuleggjendur
Ungmennafélagið Þróttur stendur fyrir hlaupinu. Frekari upplýsingar fást hjá Marteini framkvæmdastjóra í síma 865-3722 eða throttur@throttur.net.

Vegalengdir
5 km og 10 km með tímatöku.
Staðsetning
Hlaupið verður ræst við íþróttahúsið í Vogum, Hafnargötu 17.4

160

Strandarhlaupið 2016 mynd