Mánaðarlega Skjalasafn

júlí 2016

Það var góð ákvörðun hjá Petru þjálfara að taka æfingaleik við RKV.

Með | UMFÞ

þRÓTTUR 4. FL KVKÞað var í byrjun sumars sem lið Þróttar V í 4. flokki kvenna mætti liði RKV (sameiginlegt lið Reynir, Keflavík og Víðir) í æfingaleik. Eftir leik tóku þjálfarar spjall saman. Úr varð að við fengum boð um að koma og taka þátt í REY CUP með RKV.

Þróttur V og RKV gerði sér lítið fyrir og hafnaði í 3. sæti eftir æsispennandi vítaspyrnukeppni. Óskum við stelpunum innilega til hamingju með árangurinn.
Stelpurnar okkar taka einnig þátt í Íslandsmóti kvenna í 7. manna undir merkjum Þróttar. Þann 17. ágúst mæta þær Leikni, ÍA og Sindra á Leiknisvellinum í Breiðholti í lokaleikjum sínum í sumar. Hvetjum við alla Þróttara að loka sumrinu með þeim og fjölmenna í Breiðholtið.

Það vildi svo skemmtilega til að einn af ljósmyndurum félagsins var á svæðinu í Laugardalnum tók þessa fallegu mynd af bronsliðinu.

Staðan í 3. deild þegar hún er hálfnuð….

Með | UMFÞ

094Þróttarar eru í 6. sæti með 13. stig. Sigrar í fyrstu tveimur leikjunum gáfu okkur góð fyrirheit. Þrátt fyrir góða leiki og naum töp þá fékkst eitt stig af 15. mögulegum í næstu fimm leikjum. Strákarnir okkar eru komnir aftur á sigurbraut og hafa unnið tvo sigra í röð, báðir þessir sigrar komu á móti liðum sem eru fyrir ofan okkur á töflunni.

Við erum ekki nema 3. stigum frá liðinu í 3. sæti og 9. stigum frá fallsætinu. Getum vel við unað á þessum tímapunkti enda nóg eftir af mótinu.

Hilmar og Sindri eru einu leikmennirnir sem hafa spilað alla leikina til þessa. Mörkin 16 hafa tíu leikmenn skorað en Páll og Kristinn eru markahæðstir með 3. mörk hvor.

Núna þegar félagsskiptaglugginn er opinn þá reiknum við ekki með miklum breytingum og markmiðið verður að halda öllum sem fyrir eru.

Sölvi, Bjarki og Arnar Steinn yfirgefa okkur í byrjun ágúst vegna náms í Bandaríkunum. Það eru nokkrir leikmenn á láni og reiknað er með að þeir klári tímabilið hjá Þrótti nema eitthvað óvænt komi uppá. Það eru nú þegar sex leikmenn í meiðslum og flestir koma til baka á næstu dögum eða vikum. Svo má ekki gleyma gömlu brýnunum Magga og Davíð sem eru hættir en samt alltaf til taks ef það vantar uppá hjá okkur.

Góð mæting hefur verið á heimaleiki liðsins og næsti heimaleikur verður á bæjarhátíð okkar Vogabúa 13. ágúst.

Næsti leikur:

Þróttarar heimsækja Dalvík/Reynir á laugardaginn og fer leikurinn fram klukkan 14 á Dalvíkurvelli. Fyrri leik liðanna endaði með sigri Þróttar 3-0. Mörkin gerðu Raggi Val 2. og Dóri Hilmis.

Verður þetta síðasti leikur Þróttar fyrir verslunnarmannahelgina og hvetjum við alla Þróttara sem verða fyrir norðan að styðja strákana til sigurs.

Lokahóf meistaraflokks fer fram laugardaginn 17. september eða sama dag og við mætum liði Reynis í síðasta leik tímabilsins.

Myndirnir eru teknar á síðasta heimaleik Þróttar þegar Reynismenn heimsóttu okkur. Leikurinn endaði 2-0 fyrir Þrótti. Kiddi og Kári með mörkin.

 

047075090

Þróttur Vogum hafnaði í 2. sæti á N1 á Akureyri.

Með | UMFÞ

Glæsilegur árangur hjá fimmta flokki karla á N1 mótinu á Akureyri.

Þróttur hafnuði í 2. sæti eftir tap á móti Breiðablik í úrslitaleik. Leikurinn var sýndur í beinni á sjónvarpsstöðinni sporttv. Við óskum liðinu innilega til hamingju með árangurinn. Liðið hafnaði í 2. sæti riðilsins. Eftir sigur í 8. liða og undanúrslitum mættu þeir Blikum í úrslitaleik. Tap 4-1 en geta farið frá verkefninu stoltir og 2. sæti af 29. liðum er frábær árangur.

Ljósmyndari félagsins var staddur á Akureyri þegar mótið fór fram. Þökkum honum fyrir sitt framlag. Einnig foreldrum og fararstjórum fyrir frábært starf.

314 19

Sara Björk Gunnarsdóttir kom í heimsókn á lokadegi knattspyrnuskólans.

Með | UMFÞ

Það vantaði ekki gleðina síðasta daginn í boltaskólanum. Sara Björk Gunnarsdóttir ein okkar fremsta knattspyrnukona landsins mætti á svæðið og spjallaði við krakkana.

Sara varð Svíþjóðarmeistari með Malmö í vor og en á dögunum skipti hún yfir til Wolfsburg og spilar í Þýskalandi á næsta tímabili.

Krakkarnir fengu öll áritað platgat af kvennalandsliðinu og auðvitað áritað af Söru Björk.
Knattspyrnuskólinn hefur verið í gangi alla vikuna. Allir verðlaunapening, boltamyndir og bol. Einnig var pizzaveisla í lokin.

Við þökkum Jóni Ásgeiri skólastjóra, Elvari og Emil fyrir þeirra þátttöku og einnig sérstakar þakkir til Söru sem gaf sér tíma til að koma í Vogana og spjalla við krakkana.

Kvennalandsliðið okkar mætir liði Skotlands á Laugardalsvelli 20. september nk. Við hvetjum alla að sjálfsögðu að mæta og styðja landsliðið okkar.

 

242210116206070

Þróttur Vogum leitar að yfirþjálfara…

Með | UMFÞ

Þróttur Vogum leitar að metnaðarfullum yfirþjálfara fyrir barna og unglingastarf félagsins. Um 80 börn iðka knattspyrnu hjá Þrótti og félagið leitar eftir metnaðarfullum einstakling sem er tilbúin til að byggja starfsemi félagsins í knattspyrnu til framtíðar.

Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun barna og unglinga og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ.

Íþróttafræðimenntun er kostur.

Áhugsamir sendi umsókn eigi síðar en 5. ágúst til Marteins, framkvæmdastjóra Þróttar Vogum –throttur@throttur.net , sími 892-6789.

Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september.

Allar umsóknir eru trúnaðarmál.

Yfir vetrartímann eru æfingar í Vogabæjarhöllinni (íþróttamiðstöð) og á sparkvelli Vogabúa sem staðsettur er við grunnsskólann, á sumrin er æft á félagssvæði Þróttara sem er Vogabæjarvöllur. Allir þjálfarar og aðstoðaþjálfarar vinna náið með yfirþjálfara sem hefur yfirumsjón með starfi yngri flokkana.

25