Þróttarar eru í 6. sæti með 13. stig. Sigrar í fyrstu tveimur leikjunum gáfu okkur góð fyrirheit. Þrátt fyrir góða leiki og naum töp þá fékkst eitt stig af 15. mögulegum í næstu fimm leikjum. Strákarnir okkar eru komnir aftur á sigurbraut og hafa unnið tvo sigra í röð, báðir þessir sigrar komu á móti liðum sem eru fyrir ofan okkur á töflunni.
Við erum ekki nema 3. stigum frá liðinu í 3. sæti og 9. stigum frá fallsætinu. Getum vel við unað á þessum tímapunkti enda nóg eftir af mótinu.
Hilmar og Sindri eru einu leikmennirnir sem hafa spilað alla leikina til þessa. Mörkin 16 hafa tíu leikmenn skorað en Páll og Kristinn eru markahæðstir með 3. mörk hvor.
Núna þegar félagsskiptaglugginn er opinn þá reiknum við ekki með miklum breytingum og markmiðið verður að halda öllum sem fyrir eru.
Sölvi, Bjarki og Arnar Steinn yfirgefa okkur í byrjun ágúst vegna náms í Bandaríkunum. Það eru nokkrir leikmenn á láni og reiknað er með að þeir klári tímabilið hjá Þrótti nema eitthvað óvænt komi uppá. Það eru nú þegar sex leikmenn í meiðslum og flestir koma til baka á næstu dögum eða vikum. Svo má ekki gleyma gömlu brýnunum Magga og Davíð sem eru hættir en samt alltaf til taks ef það vantar uppá hjá okkur.
Góð mæting hefur verið á heimaleiki liðsins og næsti heimaleikur verður á bæjarhátíð okkar Vogabúa 13. ágúst.
Næsti leikur:
Þróttarar heimsækja Dalvík/Reynir á laugardaginn og fer leikurinn fram klukkan 14 á Dalvíkurvelli. Fyrri leik liðanna endaði með sigri Þróttar 3-0. Mörkin gerðu Raggi Val 2. og Dóri Hilmis.
Verður þetta síðasti leikur Þróttar fyrir verslunnarmannahelgina og hvetjum við alla Þróttara sem verða fyrir norðan að styðja strákana til sigurs.
Lokahóf meistaraflokks fer fram laugardaginn 17. september eða sama dag og við mætum liði Reynis í síðasta leik tímabilsins.
Myndirnir eru teknar á síðasta heimaleik Þróttar þegar Reynismenn heimsóttu okkur. Leikurinn endaði 2-0 fyrir Þrótti. Kiddi og Kári með mörkin.



Nýlegar athugasemdir