Mánaðarlega Skjalasafn

júní 2016

Orkumótið fór fram í 32. skipti í Vestmannaeyjum.

Með | UMFÞ

26 25 8 10 2 21Mótið er fyrir drengi í 6. flokki og Þróttur sendi lið til leiks í þriðja sinn.

Strákarnir stóðu sig vel og fóru heim með Háttvísis verðlaun KSÍ. Við óskum iðkendum og fulltrúum liðsins í Eyjum til hamingju. Voru drengirnir félaginu og Vogum til mikils sóma.

Fararstjórar og foreldrar sem fylgdu liðinu til Vestmannaeyja. Stórt TAKK til ykkar.

Ljósmyndari félagsins var með í för og tók nokkrar myndir tilefni dagsins. Ef foreldrar luma á góðum myndum þá má endilega senda okkur þær á netfangið throttur@throttur.net.

Fimmti flokkur karla fer í dag á N1 mótið Akureyri og við munum að sjálfssögðu leyfa vinum okkur á samfélagsmiðlunum að fylgjast með.

Júdódeildin í sumarfrí….

Með | UMFÞ

Lokahóf júdódeildar Þróttar fór fram í lok maí. Mikil fjölgun iðkenda hefur átt sér stað í vetur og farið hefur verið á fjölmörg mót. Það eru í kringum 20 krakkar sem æfa júdó hjá félaginu. Júdókapparnir slúttuðu vetrinum með innanfélagsmóti, allir voru sigurveigarar og fengu verðlaunapening fyrir þátttökuna. Ekki skemmdi fyrir pizzaveislan í lokin.
Núna er judóstarfið komið í sumarhlé rétt eins og sunddeildin. En báðar þessar deildir eiga það sameinginlegt að veruleg fjölgun iðkenda átti sér stað í vetur og gaman að sjá einstaklingsgreinarnar blómsta svona mikið hjá félaginu. Júdóstarfið hefst aftur næsta haust samhliða skólanum og Arnar Már Jónsson verður áfram þjálfari deildarinnar.
Takk fyrir veturinn og sjáumst hress aftur næsta haust.júdó 4júdó 5JúdóæfingJúdó 3Júdó 2Júdó 12

Framkvæmdastjóri í fríi til 20. júní nk.

Með | UMFÞ

Starfsmaður Þróttar á skrifstofu kemur aftur til vinnu mánudaginn 20. júní og svarar öllum fyrirspurnum eins fljótt og mögulegt er.

Sé erindið brýnt vegna leikja í Íslandsmóti yngriflokka eða N1/Orkumótsins er best að setja sig í samband við yngriflokkaþjálfara félagsins.

Jón Ásgeir 5. fl kk 857-8002

Petra 4. fl kvk 659-0738

Friðrik 6. fl kk 869-0050

Einnig er hægt að setja sig í samband við formann félagsins sé erindið afar brýnt 774-1800

UMFÞ þakkar Vogabúum fyrir stuðninginn sl. mánuði. Margt smátt gerir eitt stórt og það hefur sýnt sig í þessu verkefni.

Með | UMFÞ

Styðjum Þróttara með dósaframlögum !
Hægt er að styrkja barna og unglingastarf Þróttar með dósaframlögum. Dósagámurinn er staðsettur hjá Vogabæjarhöllinni.

Upphaflega stóð til að gámurinn yrði eingöngu í tvær vikur en vegna frábæra viðbragða bæjarbúa og annara Þróttara sem láta starf Þróttar sig varða með þessum stuðningi var ákveðið að halda áfram með verkefnið sl. sumar.

UMFÞ þakkar Vogabúum fyrir stuðninginn sl. mánuði. Margt smátt gerir eitt stórt og það hefur sýnt sig í þessu verkefni.

Nýjar merkingar komnar á gáminn….

Dósagámurinn um jól og áramótDósamerking

Viltu skrá þig barnið þitt í knattspyrnu eða í knattspyrnuskóla Þróttar í sumar ?

Með | UMFÞ

Það ríkir algjört fótboltafár á Íslandi í dag. (Allt sem þú þarft að vita)

Kvennalandsliðið er nánast með öruggt sæti inná EM á næsta ári eftir stórsigur í vikunni og karlalandslið Íslands tekur þátt í EM í Frakklandi.

Eins og venja er þegar gengur vel þá kviknar meiri áhugi hjá börnum og þær eignast fyrirmyndir. Fyrir þau börn sem eru ekki að æfa knattspyrnu í dag en langar að prófa í sumar þá er vel hægt að skrá sig.

Foreldrar þurfa senda kennitölu sína og fá þá greiðsluseðil inná heimabanka sem þarf að greiðast 1. júlí nk. Einnig þarf að senda kennitölu og nafn iðkanda. Senda þarf skráningu á throttur@throttur.net.

Þjálfarar yngriflokka í sumar eru: Hægt er að setja sig í samband við þjálfara uppá æfingatíma og aðrar upplýsingar. Athygli er vakin á því að nýir iðkendur geta ekki skráð sig á N1 né Orkumótið þar sem skráningarfrestur er útrunninn.

7. flokkur: Elvar Freyr
6. Flokkur: Friðrik
5. Flokkur karla : Jón Ásgeir
5. flokkur kvenna: Elvar Freyr
4. flokkur kvenna: Petra

Einnig minnum við á hið glæsilega knattspyrnunámskeið sem knattspyrnudeild Þróttar heldur á hverju ári. En það fer fram daganna 11-14 júlí og skráning í fullum gangi. Foreldrum verður sendur greiðsluseðill í heimbabanka sem þarf að greiðast daganna 1. júlí-10. júlí.

Muna taka fram kennitölu foreldram nafn og kennitölu iðkenda. Einnig bolastærð. Skráning fer fram á marteinn@throttur.net

Sjáumst hress í sumar og áfram ÍSLAND OG ÞRÓTTUR VOGUM.0416055086

Strandarhlaup Þróttar 13. ágúst 2016!

Með | UMFÞ

Eru ekki allir byrjaðir að æfa sig fyrir flottasta hlaupið í ágúst ????

Auglýsingaspjöldin voru að koma úr prentun og verður dreift á þessa helstu staði.

Hvetjum alla til að vera með í ár. Ekki má gleyma mikilvægi sjálfboðaliðanna í kringum hlaupið. Óskum eftir fólki í brautargæslustörf og önnur verkefni í tengslum við Strandarhlaupið.

 

207Strandarhlaup.is 2016