Það ríkir algjört fótboltafár á Íslandi í dag. (Allt sem þú þarft að vita)
Kvennalandsliðið er nánast með öruggt sæti inná EM á næsta ári eftir stórsigur í vikunni og karlalandslið Íslands tekur þátt í EM í Frakklandi.
Eins og venja er þegar gengur vel þá kviknar meiri áhugi hjá börnum og þær eignast fyrirmyndir. Fyrir þau börn sem eru ekki að æfa knattspyrnu í dag en langar að prófa í sumar þá er vel hægt að skrá sig.
Foreldrar þurfa senda kennitölu sína og fá þá greiðsluseðil inná heimabanka sem þarf að greiðast 1. júlí nk. Einnig þarf að senda kennitölu og nafn iðkanda. Senda þarf skráningu á throttur@throttur.net.
Þjálfarar yngriflokka í sumar eru: Hægt er að setja sig í samband við þjálfara uppá æfingatíma og aðrar upplýsingar. Athygli er vakin á því að nýir iðkendur geta ekki skráð sig á N1 né Orkumótið þar sem skráningarfrestur er útrunninn.
7. flokkur: Elvar Freyr
6. Flokkur: Friðrik
5. Flokkur karla : Jón Ásgeir
5. flokkur kvenna: Elvar Freyr
4. flokkur kvenna: Petra
Einnig minnum við á hið glæsilega knattspyrnunámskeið sem knattspyrnudeild Þróttar heldur á hverju ári. En það fer fram daganna 11-14 júlí og skráning í fullum gangi. Foreldrum verður sendur greiðsluseðill í heimbabanka sem þarf að greiðast daganna 1. júlí-10. júlí.
Muna taka fram kennitölu foreldram nafn og kennitölu iðkenda. Einnig bolastærð. Skráning fer fram á marteinn@throttur.net
Sjáumst hress í sumar og áfram ÍSLAND OG ÞRÓTTUR VOGUM.



Nýlegar athugasemdir