Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2016

Knattspyrnuskólinn fyrir krakkana okkar í Þrótti.

Með | UMFÞ

Knattspyrnuskóli auglýsing fyrir 2016.Knattspyrnuskóli Þróttar Vogum 2016 Fyrir stráka og stelpur !!!!

Námskeið fyrir börn í 1-3 bekk og 4-7 bekk.

Námskeið 11 – 14. Júlí (4 dagar)

• Knattspyrnuskólinn stendur yfir frá 10.00-13.00 1-3 bekkur og 13.00-16.00 4-7 bekkur. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt nesti og vera klædd eftir veðri.

• Áhersla er lögð á að þátttakendur fái verkefni við sitt hæfi. Farið verður í grunnþætti knattspyrnunnar og leikgleði höfð í fyrirrúmi. Dagskráin er brotin upp reglulega, farið í ferðir og auk þess heimsóknir frá þekktu knattspyrnufólki verða á döfinni.
• Verð fyrir námskeið: 8500 kr.
• Skráning á námskeið hefst 22. maí næstkomandi í gegnum netfangið marteinn@throttur.net
• Verðlaunapeningur, bolur og pizzaveisla í lok námskeiðs. Einnig verður glaðningur frá KSÍ.

Stjórnendur og leiðbeinendur: Leikmenn meistaraflokks í heimsókn og yngriflokkaþjálfarar félagsins.

Jón Ásgeir: Jón hefur verið þjálfari hjá félaginu síðustu árin og mun leiða námskeiðið.

Andri Steinn Birgisson: Andri Steinn er þjálfari meistaraflokks Þróttar í dag og ætlar að vera með skemmtilegar knattþrautir fyrir alla. Andri hefur spilað á sínum ferli með Fram, Keflavík og Grindavík í efstu deild.

Einnig koma gestir frá landsliðinu og leikmenn efstudeildar karla og kvenna.

Námskeiðið sló í gegn í fyrra og voru 40 börn skráð til leiks. Ákveðið hefur verið að skipta þessu upp í tvo hópa í ár. Reiknað er með góðri þátttöku og hvetjum við foreldra til að skrá börn sín tímanlega

 

Árangur Þróttar síðustu árin er ekki tilviljun heldur uppskera mikillar vinnu….. (Pistill frá formanni knd. Þróttar)

Með | UMFÞ

10Fótboltasumarið hefst formlega í dag. Þróttur Vogum tekur þátt í fyrsta sinn í sögu félagsins þátt í landsdeild og fyrsti leikur í 3. deildinni verður á móti Dalvík/Reyni í dag mánudaginn 16.maí á Vogabæjarvelli og hefst leikurinn klukkan 16.

Strákarnir hafa verið að standa sig mjög vel í æfingaleikjum í vetur og vor og hafa verið að spila betur og betur. Ljóst er að Andri Steinn og strákarnir eru að gera góða hluti og það er spennandi sumar framundan í fótboltanum.

En um leið og verið er að byggja liðið upp þá þurfa þeir stuðning, stuðning sem við Þróttarar getum sýnt með því að mæta á leiki í sumar og styðja við bakið á strákunum.
Árangur Þróttar síðustu árin er ekki tilviljun heldur uppskera mikillar vinnu.

Frá árinu 2011 hefur liðið alltaf bætt sig og gert betur frá árinu áður. Við höfum verið lánsamir með þjálfara og leikmenn í gegnum tíðina. Ekki má gleyma þætti stuðningsmanna og sjálfboðaliða sem hafa unnið þetta með okkur síðustu árin.

Fyrir samfélagið okkar í Vogum er frábært og mikilvægt að eiga íþróttalið í fremstu röð. Það er alltaf góð auglýsing fyrir bæjarfélög þegar íþróttalið bæjarins nær árangri.

Yngri kynslóðirnar eignast fyrirmyndir og er þetta hvetjandi fyrir þá sem yngri eru að fá að spila fyrir sitt félag. Á tímabilinu er gert ráð fyrir 10-12 heimaleikjum í deild og bikarkeppni með tilheyrandi umgjörð og uppistandi á Vogabæjarvelli.

Því hvet ég alla bæjarbúa til að kíkja á völlinn í sumar og taka þátt í sínu samfélagi.
Með knattspyrnukveðju, Friðrik V. Árnason formaður knattspyrnudeildar Þróttar

Uppskéruhátíð sunddeildar og Landsbankamót ÍRB.

Með | UMFÞ

Þróttur tók þátt í Landsbankamóti ÍRB á dögunum.

Liðið 2016 Landsbankamót Keflavík StuðningsmennSara Líf Þróttari gerði sér lítið fyrir og tók brons í 200m bringusundi á mótinu. Hópurinn frá Vogum stóð sig feiki vel. Sumir voru að taka þátt í 200m greinum í fyrsta skipti og mikið var um bætingar hjá okkar krökkum.
Uppskéruhátíðin fór fram á mánudaginn. Foreldrar mættu og grilluðu fyrir krakkana og sprellað var í lauginni. Allir iðkendur fengu verðlaunapening fyrir veturinn. Einnig var tekin liðsmynd af sunddeildinni.

Það hefur verið mikill kraftur í sunddeildinni í vetur og fjölgaði í deildinni. Við vorum lánsöm að finna Jónu sl. sumar. Einnig hafa foreldrar verið hjálpsamir og virkir í starfi deildarinnar sem hefur hjálpað deildinni að vaxa og dafna.

Sunddeildin hefur verið félaginu og sveitarfélaginu til mikils sóma í vetur, fjölmargir iðkendur og foreldrar fóru í það að gera boli merkta félaginu og deildinni. Fer því ekki á milli mála þegar Þróttarar eru mættir til leiks. Hvort sem það eru sundkrakkarnir eða annað stuðningsfólk á pöllunum.

Núna er komið sumarfrí hjá sunddeildinni og sundið hefst aftur í september. Við hvetjum alla til að vera tímanlega í haust að skrá í sundið því reiknað er með frekari fjölgun iðkenda og hópa í sundinu.

Takk fyrir samstarfið og til hamingju með árangurinn í vetur.
Myndirnar eru frá mótinu um helgina og uppskéruhátíðinni á mánudaginn.

Bingó í Tjarnarsalnum á fimmtudaginn !

Með | UMFÞ

Meistaraflokkur Þróttar verður með BINGÓ sér til fjáröflunnar fimmtudaginn 5. maí uppstigningardag klukkan 20:00.

Glæsilegir vinningar verða frá:

Bláalónið.
Rafa.
Altís.
Góa.
Myndform.
Rekkjan.
Smur 54.
Hress.
N1.
Gjafakot.
Sterna.
Hans & Gréta.
Bústaður í viku frá VSFK.

og fleira til …

Spjaldið á 500 krónur.

Hvetjum alla Vogabúa til að mæta og eiga góða kvöldstund saman.

Logó