Knattspyrnuskóli Þróttar Vogum 2016 Fyrir stráka og stelpur !!!!
Námskeið fyrir börn í 1-3 bekk og 4-7 bekk.
Námskeið 11 – 14. Júlí (4 dagar)
• Knattspyrnuskólinn stendur yfir frá 10.00-13.00 1-3 bekkur og 13.00-16.00 4-7 bekkur. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt nesti og vera klædd eftir veðri.
• Áhersla er lögð á að þátttakendur fái verkefni við sitt hæfi. Farið verður í grunnþætti knattspyrnunnar og leikgleði höfð í fyrirrúmi. Dagskráin er brotin upp reglulega, farið í ferðir og auk þess heimsóknir frá þekktu knattspyrnufólki verða á döfinni.
• Verð fyrir námskeið: 8500 kr.
• Skráning á námskeið hefst 22. maí næstkomandi í gegnum netfangið marteinn@throttur.net
• Verðlaunapeningur, bolur og pizzaveisla í lok námskeiðs. Einnig verður glaðningur frá KSÍ.
Stjórnendur og leiðbeinendur: Leikmenn meistaraflokks í heimsókn og yngriflokkaþjálfarar félagsins.
Jón Ásgeir: Jón hefur verið þjálfari hjá félaginu síðustu árin og mun leiða námskeiðið.
Andri Steinn Birgisson: Andri Steinn er þjálfari meistaraflokks Þróttar í dag og ætlar að vera með skemmtilegar knattþrautir fyrir alla. Andri hefur spilað á sínum ferli með Fram, Keflavík og Grindavík í efstu deild.
Einnig koma gestir frá landsliðinu og leikmenn efstudeildar karla og kvenna.
Námskeiðið sló í gegn í fyrra og voru 40 börn skráð til leiks. Ákveðið hefur verið að skipta þessu upp í tvo hópa í ár. Reiknað er með góðri þátttöku og hvetjum við foreldra til að skrá börn sín tímanlega
Nýlegar athugasemdir