Mánaðarlega Skjalasafn

apríl 2016

Árgjald 2016.

Með | UMFÞ

Á síðasta aðalfundi Ungmennafélagsins Þróttar var ákveðið að félagsgjald 1500 krónur yrði greitt fyrir árið 2016. Á næstu dögum mun Ungmennafélagið senda félagsmönnum 18. ára og eldri greiðsluseðil í heimabanka. Um valgreiðslu er að ræða.
Nánari upplýsingar: throttur@throttur.net.

Strákarnir hefja leik í Borgunarbikarnum

Með | UMFÞ

Tímabilið hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu hefst með formlegum hætti á laugardaginn kemur þegar Borgunarbikarinn hefur göngu sína.

Strákarnir fá þá lið Stál-úlfs í heimsókn á Vogabæjarvöll og hefjast leikar klukkan 14:00. Liðið hefur verið að leika vel í vetur og tapaði til að mynda einungis einum leik í lengjubikarnum og sigraði fótbolta.net mót c-liða.

Eins og fyrr segir þá er leikurinn liður í Borgunarbikarnum og verður því leikið til þrautar á laugardaginn kemur klukkan 14:00, það lið sem vinnur leikinn fer áfram í næstu umferð keppninnar og mætir 2. deildarliði Gróttu í 2. umferð.

Mætum á völlinn og hvetjum strákana áfram í næstu umferð Borgunarbikarsins.

Fótbolta.net meistarar c liða 2016

Á dögunum fór fram Heiðmerkurtvíþraut Ægis3.

Með | UMFÞ

Gunnar Helgason keppti fyrir hönd Þróttar og endaði í 11. sæti á tímanum 01:16:58. Hlaupið er 8. km og hjólað 15. km. Keppendur voru 30 og því má árangur Gunnars teljast góður sé tekið mið af því að hann var að keppa í fyrsta sinn.

Gunnar Helgason í tvíþraut 2 Gunnar Helgason Þróttari í tvíþraut

Félagsgjaldið 1500 krónur

Með | UMFÞ

Á síðasta aðalfundi Ungmennafélagsins Þróttar var ákveðið að félagsgjald 1500 krónur yrði greitt fyrir árið 2016. Á næstu dögum mun Ungmennafélagið senda félagsmönnum 18. ára og eldri greiðsluseðil í heimabanka. Um valgreiðslu er að ræða.
Nánari upplýsingar: throttur@throttur.net