Hegg eru Getraunameistarar Þróttar 2016.
Helgi og Júlía urðu tippmeistarar vorið 2016 eftir æsispennandi keppni við Blika (Kási & Stjáni) Einnig var hörku spenna í Vogaídýfudeildinni þar sem Gullgellurnar (systurnar Anna & Inga) báru sigur úr býtum. GS kompaný varð í 2. sæti en það eru þeir félagar Sverrir frá minna Knarranesi og Guðmann tengdasonur Stebba á móti. En þeir félagar voru að taka þátt í fyrsta skipti.
Rjómi ársins varð Ingó fyrir almenna fýlu og önnur leiðindi.
Það voru 25 lið sem tóku þátt í vordeild tippklúbbs Þróttar og hittist hópurinn alltaf á laugardögum til að tippa. Við minnum á að þetta er fyrir alla ekki bara þá sem eru að tippa. Heldur alla aðra Þróttara. Alltaf heitt á könnunni. Getraunastarfið er komið í sumardvala fyrir utan laugardaginn 23. apríl. Þá ætlum við að bjóða fólki að koma til okkar og taka á móti góðum hugmyndum fyrir næsta vetur. Ætlum einnig að vera með hluthafamiða. Þeir aðilar sem hafa tekið áður þátt fá tölvupóst þegar nær dregur.
Nýlegar athugasemdir