Mánaðarlega Skjalasafn

mars 2016

Lokahóf tippklúbbsins fór fram.

Með | UMFÞ

Hegg eru Getraunameistarar Þróttar 2016.

Helgi og Júlía urðu tippmeistarar vorið 2016 eftir æsispennandi keppni við Blika (Kási & Stjáni) Einnig var hörku spenna í Vogaídýfudeildinni þar sem Gullgellurnar (systurnar Anna & Inga) báru sigur úr býtum. GS kompaný varð í 2. sæti en það eru þeir félagar Sverrir frá minna Knarranesi og Guðmann tengdasonur Stebba á móti. En þeir félagar voru að taka þátt í fyrsta skipti.

Rjómi ársins varð Ingó fyrir almenna fýlu og önnur leiðindi.
Það voru 25 lið sem tóku þátt í vordeild tippklúbbs Þróttar og hittist hópurinn alltaf á laugardögum til að tippa. Við minnum á að þetta er fyrir alla ekki bara þá sem eru að tippa. Heldur alla aðra Þróttara. Alltaf heitt á könnunni. Getraunastarfið er komið í sumardvala fyrir utan laugardaginn 23. apríl. Þá ætlum við að bjóða fólki að koma til okkar og taka á móti góðum hugmyndum fyrir næsta vetur. Ætlum einnig að vera með hluthafamiða. Þeir aðilar sem hafa tekið áður þátt fá tölvupóst þegar nær dregur.

6 2 1 4

Sundnámskeið !

Með | UMFÞ

Eins og undanfarin ár mun Þróttur bjóða upp á sundnámskeið fyrir börn á leikskóla á aldrinum 4-6 ára.
Námskeið hefst þriðjudaginn 12. apríl og endar fimmtudaginn 19. maí (6 vikur)
Markmiðið er að börn aðlagist vatni, finni fyrir öryggi í vatninu og einnig verður farið í helstu sundtökin. Leiðbeinandi er Jóna Helena .
Námskeiðið verður á eftirfarandi tíma:
Þriðjudagar klukkan 16:15 og fimmtudagar klukkan 17:15. Hver tími er 40. mín.
ATHUGIÐ: Mikil aðsókn hefur verið á námskeiðin síðustu árin og því rétt að skrá börn sem fyrst. (Hámark er 12 börn á námskeiðinu) Verð: 8500 krónur.
Skráning hefst miðvikudaginn 30. mars. Helstu upplýsingar:
Skráning á netfangið throttur@throttur.net . Ganga þarf frá greiðslu við skráningu á námskeið.
Við skráningu þarf að koma fram nafn og kennitala barns og forráðamanns.

sundnám

Páskafrí hjá yngri iðkendum.

Með | UMFÞ

Styttist í páskafrí og fylgir það skólanum.
Síðasti dagur æfinga fyrir páskafrí verður föstudagurinn 18. mars og æfingar hefjast aftur miðvikudaginn 30. mars.
Æfingar falla niður sama dag og árshátíð skólans fer fram.
Gleðilega páska.

Easter-chicks

Meistaraflokkur Þróttar sigraði fótbolta.net mótið C-liða 2016.

Með | UMFÞ

Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu fótbolta.net mótið C-liða á dögunum. Þróttur vann alla sína leiki í B-riðli: Þróttur – KFR 3-1 Þróttur – Ægir 2-1 Víðir Garði – Þróttur 0-2 Kári frá Akranesi sigraði sinn riðil og mættust því liðin í úrslitaleik sem fram fór í Akraneshöllinni á dögunum. Leikurinn endaði 2-3 eftir að Vogamenn lentu undir 2-0 í upphafi leiks. Skagamenn brenndu af vítaspyrnu undir lok leiks.

 

Fótbolta.net meistarar c liða 2016

Páskabingó Þróttar sunnudaginn 20. mars

Með | UMFÞ

PÁSKABINGÓ ÞRÓTTAR

Sunnudaginn 20. mars verður hið árlega Páskabingó Þróttar.

Bingóið verður haldið í Tjarnarsal og hefst það fyrir yngri kynslóðina (15 ára og yngri) kl 17:00. Síðan hefst Bingó fyrir eldri kynslóðina (16 ára og eldri) kl 20:00. Bingóspjaldið kostar 400kr en þrjú spjöld saman á 1000kr.

Sjoppa á staðnum.

Mætum öll og styrkjum gott málefni.

páskaegg 2