Mánaðarlega Skjalasafn

febrúar 2016

Friðrik Valdimar Árnason er nýr formaður knattspyrnudeildar Þróttar.

Með | UMFÞ

Knattspyrnudeild Þróttar hélt aðalfund sinn á dögunum. Fram kom í skýrslu stjórnar að árið hefði verið gjöfult hjá deildinni. Liðið komst upp um deild sl. haust. Breytingar urðu á stjórninni. Marteinn Ægisson sem verið hefur formaður deildarinnar síðustu árin gaf ekki kost á sér til formanns. Friðrik V. Árnason var því sjálfkjörinn formaður deildarinnar. Aðrir í stjórn deildarinnar eru Veigar Örn Guðbjörnsson og Marteinn Ægisson.

Knattspyrnudeild Þróttar rekur meistaraflokk Þróttar og einnig getraunastarf félagsins.

Myndin er af Friðriki V. Árnasyni

 

10

Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar fór fram í gærkvöldi.

Með | UMFÞ

Dagskráin var samkvæmt lögum félagsins eða venjulegum aðalfundarstörfum. Magnús Björgvinsson var einróma kosinn fundarstjóri og Þorvaldur Örn Árnason fundarritari.

Gunnar Helgason bauð sig aftur fram til formanns og var sjálfkjörinn. Ingimar Kristjánsson og Guðmundur Kristinn Sveinsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Félagið þakkar þeim fyrir vel unnin störf. Kristján Árnason var kosinn til tveggja ára í fyrra, Irma Þöll Þorsteinsdóttir, Baldvin Hróar Jónsson og Helga Ágústsdóttir voru sjálfkjörin rétt eins og Hannes Smárason og Rósa Sigurjónsdóttir í varastjórn.

Fram kom í skýrslu stjórnar að barna‐ og unglingastarf Ungmennafélagsins Þróttar er fjölbreytt og rekið með blómlegum hætti. Eitt mikilvægasta verkefni Ungmennafélagsins Þróttar er að tryggja að börn og
unglingar í sveitarfélaginu Vogum geti stundað íþróttir sér til ánægju og heilsubótar.

Forgangsröðun á verkefnum næstu ára verður að halda áfram að efla starfið og stuðla að aukinni menntun þjálfara og sjá til þess að æfingar sem félagið býður uppá sé stjórnað af fagmennsku.

Mikill kraftur hefur verið í starfinu hjá Þrótti síðustu árin en félagið fór upp um deild á síðasta ári og einnig hafa yngriflokkar félagsins verið að eflast í knattspyrnunni, sundinu og júdó.

Mynd: Gunnar Helgason formaður UMFÞ.  8 Gunnar Helgason formaður Ungmennafélagsins Þróttar.

Maggi Júdó sæmdur starfsmerki UMFÍ á aðalfundi Þróttar í gærkvöldi.

Með | UMFÞ

2 4Magnús Hauksson var sæmdur starfsmerki UMFÍ í gærkvöldi á aðalfundi Ungmennafélags Þróttar.
Helgi Gunnarsson frá UMFÍ mætti á aðalfund Þróttara og fram kom í máli Helga að Magnús Hauksson oftast nær kallaður Maggi júdó hafi haustið 1997 stofnað júdódeild hjá UMFÞ og var þjálfari deildarinnar í 17. ár. Það hafa margir Íslandsmeistaratitlar farið í gegnum júdódeild Þróttar og glæsilegir sigrar unnist. Einnig hafi Magnús alið upp marga félagsmenn í röðum Þróttara. Magnús hafi unnið óeigingjarnt starf og verið fórnfús hugsjónamaður í störfum sínum fyrir Ungmennafélagið Þrótt, af því tilefni sé hann sæmdur starfsmerki UMFÍ árið 2016.

Mynd: Helgi Gunnarsson frá UMFÍ og Magnús Hauksson Þrótti Vogum.

Sunddeild Þróttar.

Með | UMFÞ

SundliðSpeedo-mót ÍRB fór fram laugardaginn 6.febrúar. Stelpurnar stóðu sig vel og voru félaginu til mikils sóma, þær bættu sig ásamt því að vera keppa í sundgreinum sem þær hafa ekki áður keppt í. Einstaklega flottur árangur hjá þessum hörkuduglegu stelpum. Til hamingju !

Aðalfundur

Með | UMFÞ

Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar verður fimmtudaginn 25. febrúar í Álfagerði kl 20:00.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1) Fundarsetning
2) Kosning fundarstjóra og fundarritara
3) Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram
4) Skýrsla aðalstjórnar lögð fram um starfsemi og framkvæmdir á liðnu ári
5) Endurskoðaðir reikningar liðins árs lagðir fram til umræðu og samþykktar
6) Inntaka nýrra félaga og úrsagnir
7) Lagabreytingar
8) Kosning formanns
9) Kosning stjórnarmanna
10) Kosning varamanns
11) Kosning endurskoðenda
12) Kosning nefnda
13) Ákveðið félagsgjald og ævifélagsgjald
14) Önnur mál

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að starfa í stjórn að senda póst á throttur@throttur.net
Kveðja,
Stjórn Ungmennafélagsins Þróttar

Um helgina fór fram afmælismót JSÍ.

Með | UMFÞ

Björn HrafnkelssonVið Þróttarar áttum okkar fulltrúa og kom Björn sterkur inn og tók annað sætið. Ungmennafélagið Þróttur óskar Birni til hamingju með árangurinn.

Dr. U13 -55 (5)
1. Tinna EINARSDOTTIR GRINDAVÍK
2. Björn HRAFNKELSSON Þróttur Vogum
3. Adrian MARINKAS NJARÐVÍK

Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum hjá júdódeild Þróttar.
Yngri: kl. 17-18
Eldri: kl. 18-19