Mánaðarlega Skjalasafn

janúar 2016

Foreldrar barna sem stunda knattspyrnu hjá Þrótti

Með | UMFÞ

N1 MEISTARARTil foreldra sem eru með börn í knattspyrnu hjá Þrótti.
Algjört frí verður vikuna 25. júlí – 1. ágúst næsta sumar. Æfingar hefjast að nýju 2. ágúst.
Mótanefnd félagsins kom saman á dögunum og ákvað stærri sumarmót fyrir hvern flokk sumarið 2016. Í febrúar stendur svo til að halda foreldrafundi til kynningar á mótum sumarsins og hefja formlega skipulagningu.
Stærri sumarmót næsta sumars verða:
4. flokkur kvk: Óákveðið, skýrist á næstu dögum.
5. flokkur kk: 29. júní-2. júlí. http://fotbolti.ka.is/n1-motid
6. flokkur kk: Orkumótið fer fram 22-26 júní http://www.orkumotid.is/
7. flokkur kk/kvk: Norðurálsmótið fer fram 9-12. júní. Opnar fyrir skráningu 1. mars og Þróttur eru með vilyrði fyrir þátttöku. http://www.kfia.is/um_kfia/norduralsmot
Ekki er verið að telja Íslandsmót né þessi hefðbundu dagsmót sem Þróttur tekur þátt í. Aðrir flokkar fara á þessi hefðbundu dagsmót og teljast ekki með stærri sumarmótunum.
Iðkendur, þjálfarar, stjórn og foreldrar. Það er við hæfi að láta myndbandið frá síðasta sumri fylgja með. Með góðu samstarfi og góðu skipulagi getum við gert sumarið 2016 að ógleymanlegu sumri fyrir börnin okkar hjá Þrótti og það er okkar sameiginlega markmið.
Áfram Þróttur.

Aðalfundur Knattspyrnudeildar 2016.

Með | UMFÞ

Jólakort knd deildar.Aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar verður haldinn föstudaginn 12. febrúar klukkan 18:00 og fer fram í Íþróttamiðstöðinni félagsmiðstöðinni.
Dagskrá fundar
1: Fundur settur og kosinn fundarstjóri.
2: Formaður flytur skýrslu stjórnar.
3: Reikningar lagðir fram til samþykktar.
4: Kosning formanns.
5: Kosning stjórnar.
6: Önnur mál.
Knattspyrnudeild Þróttar rekur meistaraflokk félagsins í knattspyrnu og einnig Getraunadeild félagsins.
Þrír eru í stjórn deildarinnar og einn varamaður.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar.

Starfið hefst aftur 7. janúar !

Með | UMFÞ

Kæru foreldrar og iðkendur.

Fyrir börn sem voru að æfa fyrir áramót. Þá þarf að skrá sig aftur á nýju ári.
Það dugar að staðfesta með tölvupósti. Skráningarblaðið er töluvert breytt frá því sem áður var. Valmöguleikar varðandi greiðslufyrirkomulag er í boði og þarf að haka við frístundastyrk. Það er hægt að senda þessar upplýsingar með tölvupósti. Gott er að vera með nýja skráningarblaðið við höndina þegar senda á skráningu í tölvupósti.

Gott er að renna í gegnum æfingatöfluna hjá félaginu en tímarnir hafa breyst lítillega hjá sumum. Hana er að finna á heimasíðu félagsins.
Hlökkum til samstarfsins með ykkur á nýju ári og hvetjum alla til að skrá sig í íþróttir hjá félaginu.

Allar upplýsingar eru að finna hér:http://www.throttur.net/aefingatimar