Mánaðarlega Skjalasafn

desember 2015

Þar sem hjarta félagsins slær ….

Með | UMFÞ

Dósagámurinn um jól og áramót Dósagámurinn um jólinStyðjum Þróttara með dósaframlögum !
Hægt er að styrkja barna og unglingastarf Þróttar með dósaframlögum. Dósagámurinn er staðsettur hjá Íþróttamiðstöðinni.

Gleðilega hátíð !!!

Með | UMFÞ

Jólakort umfþ Jólakort knd deildar.Við sendum iðkendum, foreldrum, samstarfsaðilum, og öðrum Þrótturum öllum hlýjar kveðjur með ósk um farsæld á komandi ári.

Æfingar hefjast 7. janúar

Með | UMFÞ

Vorönn mynd 1 Mynd 2 vorönnBarna og unglingastarfið hefst 7. janúar!
Við minnum alla foreldra á að fyrir jól fóru skráningarblöð í hús fyrir vorstarfið 2016. Einnig liggja skráningarblöð í afgreiðslu Íþróttamiðstöðvar. Við minnum alla á að ganga frá sínum skráningum tímanlega, lesa vel yfir skráningarblaðið og fylla það rétt út.
Hægt er að dreifa greiðslum í allt að 3 mánuði með greiðsluseðli í heimabanka. Umsjón með skráningu og innheimtu æfingagjalda er í höndum framkvæmdastjóra.
Íþróttaskóli Þróttar vorið 2016:
Íþróttaskólinn er hugsaður fyrir börn í 1-3 bekk, en markmið hans er að kynna fyrir börnunum hinar ýmsu íþróttagreinar og leiki. Þetta á að vera skemmtilegt og börnunum líði vel. Tryggja að fyrstu kynni barnana af íþróttum sé jákvæð og vekja hjá þeim áhuga á íþróttum sem endist til æviloka. Í skólanum læra börn að leika sér saman, og fylgja fyrirmælum leiðbeinanda og vinna í hópum. Skólinn verður starfræktur á fimmtudögum og sunnudögum. HEFST FIMMTUDAGINN 7. JANÚAR 2016.
Íþróttaskóli barna:
Íþróttaskólinn er fyrir börn á leikskólaaldri sem vilja læra að meðhöndla bolta, bæta hreyfigetu og jafnvægi og ekki síður styrk og sjálfstraust.
Börnin fá að kynnast ýmsum skemmtilegum æfingum. Ætlast er til að foreldrar séu virkir með börnum sínum á meðan á æfingunni stendur.
Íþróttaskólinn byrjar laugardaginn 23. janúar og er á laugardögum í vetur frá kl 11:15-12:00. Námskeiðið er í 10 skipti, síðasti tíminn verður laugardaginn 2. apríl. Verð 6.000kr. Leiðbeinandi í íþróttaskólanum er Natalía Ríkharðsdóttir.
Sund:
Mikill uppgangur hefur verið í sundinu frá því í haust. Einnig hafa iðkendatölur hækkað. Jóna Helena er þjálfari sunddeildarinnar og á mikinn þátt í þessum uppgangi sem hefur átt sér stað. Á dögunum styrktu Nesbúegg deildina með froskalöppum.
Eldri hópurinn 3-4 bekkur og eldra æfa þrisvar sinnum í viku eða klukkutíma í senn. Yngri hópurinn 1-2 bekkur æfir tvisvar sinnum í viku. Æfingar hefjast 7. janúar.
Sundnámskeið verður í apríl fyrir börn á leikskólaaldri. Verða æfingar tvisvar sinnum í viku og tveir kennarar að störfum. Namskeiðið mun standa yfir í 6. vikur og verða þetta 12. skipti. Jóna Helena verður með námskeiðið.
Júdó:
Þróttarar hafa verið þekktir fyrir sitt júdó síðstu árin. Yngri hópurinn 1-4 bekkur og eldri 5. bekkur og eldri æfa tvisvar sinnum í viku. Arnar Már er júdóþjálfari Þróttar Vogum. Arnar mun ekki eingöngu koma að þjálfun því einnig mun hann stýra í samstarfi við stjórn félagsins útbreiðslu og kynningarmálum deildarinnar. Markmið samstarfsins verður að byggja upp júdóið að nýju og koma því á þann stað sem það var fyrir nokkrum árum. Fjölga iðkendum, halda opnar æfingar og kynna júdóið fyrir öllum börnum og unglingum í sveitarfélaginu Vogum. ÆFINGAR HEFJAST 7. JANÚAR
Knattspyrna:
Skipulagðar knattspyrnuæfingar eiga sér langa sögu hjá Ungmennafélaginu Þrótti.
Yngriflokka þjálfarar hjá félaginu eru: Aníta, Friðrik, Jón Ásgeir, Petra og Sædís. Einnig eru aðrir aðstoðarþjálfarar sem vinna ýmis störf fyrir félagið þegar á þarf að halda.
Flokkarnir eru 4. flokkur (7-8 bekkur) kvk, 5. flokkur (5-6 bekkur) kk, 6. flokkur (3-4 bekkur) kk, 7. flokkur (1-2 bekkur) kvk og kk og 8. flokkur 2010 og fyrr blandað. Æfingar hefjast 7. janúar.

Vinningsnúmer í jólahappdrætti KND Þróttar.

Með | UMFÞ

12347739_10153553557320141_1349155947890254111_nKæru Vogabúar og aðrir Þróttarar.
Í hádeginu var dregið í jólahapphappdrætti meistaraflokks 2015. Við þökkum öllu því góða fólki sem styrktu okkar góða starf með kaupum á miða kærlega fyrir stuðninginn. Þetta er okkar helsta fjáröflun. Fyrirtæki og samstarfsaðilar sem gáfu vinninga eiga þakkir skilið fyrir sitt framlag.
Á næsta ári fer jólahappdrættið fram í tíunda skipti.
Hægt verður að nálgast vinninga á þessum dögum á skrifstofu félagsins:
Miðvikudaginn 30. desember frá 13 -16.
Eftir áramót verður hægt að nálgast vinningana alla fimmtudaga milli 16 -17:30 út janúar.
Vinningarnir frá Vogabæ verða eingöngu afhentir miðvikudaginn 30. desember milli 13-16.
Hægt að hafa samband ef tími hentar ekki Marteinn@throttur.net.
Vinningaskráin verður birt á næstu dögum á heimasíðu félagsins throttur.net, vogar.is, facebooksíðu félagsins og líka hengd upp á helstu stöðum í Sveitarfélaginu Vogum.

Vinningaskráin 2015.

1. Gjafabréf frá Flugfélagi Íslands og Bílaleigu Herz. —72
2. Canon Pixma prentari frá Omnis —194
3. Gjafabréf frá Hótel Keflavík —181
4. Gisting í 3. nætur á glæsilega (Black Tower Skuggahverfið 101)—326
5. Gjafabréf á Tapaz barinn —11
6. Gamla Pósthúsið. Matur fyrir tvo af matseðli. —104
7. Gjafabréf frá Gamanferðum 20.000kr.—296
8. 10.000kr gjafabréf frá N1 Vogum. —134
9. Gjöf frá Hársnyrtistofu Hrannar —312
10. Gjafabréf Saffran fyrir tvo. —135
11. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík —139
12. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík —167
13. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík —21
14. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík—225
15. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík —186
16. DVD mynd frá myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó.—44
17. DVD mynd frá Myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó.—133
18. Sundkort frá Íþróttamiðstöðinni —48
19. Ljósakort frá Íþróttamiðstöðinni —70
20. Gjafakarfa frá Vogabæ —226
21. Gjafakarfa frá Vogabæ—42
22. Vegleg kaffikarfa frá Kaffitár —93
23. DVD myndir frá Myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó.—3
24. DVD myndir frá Myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó.—242
25. DVD myndir frá Myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó._—249
26. DVD myndir frá Myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó.—350
27. DVD myndir frá Myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó.—-279
28. Jólaglaðningur og dvd myndir frá Húsasmiðjunni.—305
29. Miði á glæsilegasta lokahóf meistaraflokks frá upphafi. Haldið 17. Sept 2016—60
30. Miði á glæsilegasta lokahóf meistaraflokks frá upphafi. Haldið 17. Sept 2016—257
31. Árskort á heimaleiki Þróttar sumarið 2016 og Þróttarabolli.—-105
Takk fyrir stuðninginn og gleðileg jól

Þróttarar fara í jólafrí og æfingar hefjast aftur 7. janúar

Með | UMFÞ

Jólafrí hjá Þrótti og öðrum deildum …
Júdó: Fimmtudaginn 17. desember verður síðasta æfing fyrir jólafrí. Æfingar hefjast aftur fimmtudaginn 7. janúar.
Knattspyrna: Fimmtudaginn 17. desember fara fram síðustu æfingar fyrir jólafrí. Æfingar hefjast aftur 7. janúar.
Sundið: Mánudaginn 21. desember fara fram síðustu æfingarnar fyrir jólafrí. Æfingar hefjast aftur 7. janúar.
Íþróttaskóli barnanna: Síðasta æfing fyrir jól fer fram á laugardaginn nk. Laugardaginn 23. janúar byrjar íþróttaskólinn aftur.
Skrifstofa Þróttar:
23. desember, lokað
24. desember, lokað.
25. desember, lokað.
26. desember, lokað.
27. desember, lokað.
28. desember, opið
29. desember, opið 11:30 – 16:00.
30. desember, opið 11:30 – 16:00.
31. desember lokað.
1. janúar, lokað.
2. janúar, lokað.
3. janúar lokað
Skráningarblöð fyrir vorönn 2016 verður dreift í öll hús á næstu dögum.
Notum heimasíðu félagsins og skoðum æfingatöfluna strax í byrjun næsta árs. http://www.throttur.net/
Getaunanördarnir hittast í síðasta sinn á laugardaginn og hefst getraunastarfið aftur laugardaginn 2. janúar.
Meistaraflokkur kvenna og karla hefja æfingar í byrjun janúar.

Jólamarkaður Þróttar alla fimmtudaga fram að jólum.

Með | UMFÞ

Við erum með ýmsann Þróttaravarning til sölu í Jólaþorpinu í Iðndal 2 (N1 til húsa og áður Hrafnaflóki)

Treyjur, utanyfirgallar, vindjakkar, boltar og margt fleira. Komdu og gerðu frábær kaup fyrir jólin.

Stuðningsmenn, yngri iðkendur, vinnuhópar og vinahópar. Klæðum okkur upp í litum félagsins og þarna er kjörið tækifæri til að merkja sig félaginu.

Opið öll fimmtudagskvöld fram að jólum í jólaþorpinu frá klukkan 19:30 til 21:45.

Áfram Þróttur Vogum !12301738_904173762993907_2736354411229087576_n 12341546_904173619660588_2478908635339455569_n

Njarðvík vann Langbest jólahraðmótið

Með | UMFÞ

Njarðvík sigraði á Langbest jólahraðmótinu sem fór fram í Reykjaneshöll í kvöld. Til stóð að það væru fimm lið í mótinu en Reynismenn drógu lið sitt úr keppni. Þetta mót er alltaf góð skemmtun en leikið er með 11 manna lið 1 x 27 mínótur en í dag lékum við 1 x 35 vegna fækkunarinar.
Úrslit leikja
Grindavík – Þróttur V 1 – 2 (Raggi og Davíð)
ÍBV – Njarðvík 1 – 1
Þróttur V – Njarðvík 0 – 2 (Andri skaut slána)
ÍBV – Grindavík 0 – 0
ÍBV – Þróttur V 1 – 2 (Habbó 2)
Njarðvík – Grindavík 2 – 0
Lokastaðan
1. Njarðvík 7 stig
2. Þróttur V 6 stig
3. ÍBV 2 stig
4. Grindavík 1 stig

12347739_10153553557320141_1349155947890254111_n

Þróttarar féllu úr leik í bikarnum

Með | UMFÞ

Strákarnir okkar í handboltanum féllu úr leik á laugardaginn í 16. liða úrslitum. Framarar voru í töluvert betra standi enda kom það á daginn þegar seinni hálfleikur byrjaði þá fór þreytan að segja til sín hjá gömlu jöxlunum.
Þróttarar börðust hetjulega í fyrri hálfleik og var staðan 10-11 gestunum frá Safamýri í vil. Þróttarar jöfnuðu strax leikinn í þeim seinni 11-11 og þá skoruðu Framarar átta mörk í röð. Lokastaðan 16-27 fyrir Fram sem er í 3. sæti í Olísdeildinni og því geta Þróttarar borið höfuðið hátt þrátt fyrir tap.

Heimir Örn skoraði 8. mörk og Birkir Ívar varði 17 bolta.

Patti Jó þjálfari liðsins vildi koma til skila miklu þakklæti til allra þeirra Þróttara sem mættu á leikina í bikarnum.12295360_905117822899501_7062162672439889877_n

Nesbúegg traustur styrktaraðili barna og unglingastarfs Þróttar.

Með | UMFÞ

Nesbúegg frá Vogum færði sunddeild Þróttar veglega gjöf á dögunum sem mun styrkja starf deildarinnar. Samkvæmt Marteini Ægissyni framkvæmdastjóra Þróttar mun gjöf þessi koma sér gríðarlega vel fyrir deildina og auka ánægju iðkenda sem eru u.þ.b. 30 talsins. Nesbúegg styrkti Þróttara með froskalöppum fyrir alla.
Baldvin Hróar Jónsson markaðsstjóri hjá Nesbúeggjum segir að það sé mikilvægt að styðja við bakið á íþróttalífinu í bæjarfélaginu og Nesbúegg vildi með þessum hætti styðja við bakið á félaginu og auka ánægju yngri iðkenda. Ekki megi gleyma forvarnargildinu.
„Þróttarar hafa verið að gera frábæra hluti í knattspynunni uppá síðkastið og við viljum taka þátt í þessum uppgangi og ætlum að styðja við bakið á sundinu til að koma fleiri greinum á kortið í sveitarfélaginu,“ sagði Baldvin Hróar. Nesbúegg hafa verið ötulir við að styrkja Þrótt síðustu áratugina.Nesbús

Sundkrakkarnir okkar.

Með | UMFÞ

IMG_3758Á dögunum fór fram æfingadagur fyrir eldri hóp Sunddeildar Þróttar. Farið var í Vatnaveröldina í Reykjanesbæ. Fengu krakkarnir að synda í stórri laug, einnig var farið yfir stungur og snúninga. Eftir æfingu fengu krakkarnir leiktíma í sundlauginni og var rennibrautin vinsæl. Eftir æfingu og leiktíma fékk hópurinn sér pítsu og svo var haldið heim á leið.