Mánaðarlega Skjalasafn

október 2015

Þróttarar komnir áfram í bikarnum.

Með | UMFÞ

unnamed (4) unnamed (1)
Í gærkvöldi sigraði Þróttur lið KR 33-17 í bikarnum. Leikurinn var í 32. liða úrslitum og eru því strákarnir okkar komnir áfram í 16. liða. Heimir Örn Árna var markahæðstur með 6. mörk og Birkir Ívar varði 25 bolta. Leikurinn var spennandi til að byrja með en KR ingar komust í 2-4 en þá sögðu Vogamenn hingað og ekki lengra. Stórsigur sem var aldrei í hættu.

Fjöldi fólks lagði leið sína í fjörðinn að styðja Þróttara og félagið þakkar öllum þeim kærlega fyrir stuðninginn.

Ógreidd æfingagjöld og skráningar!

Með | UMFÞ

Þróttur vill hvetja þá sem eiga eftir að ganga frá æfingagjöldum að gera það nú þegar. Einnig hefur borið á því að börn séu að mæta á æfingar þrátt fyrir að vera ekki skráð í viðkomandi greinar. Skráningablöð eru í afgreiðslu Íþróttamiðstöðvar.

Aðalfundur 22. október

Með | UMFÞ

Auka-Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar verður haldinn fimmtudaginn 22. október í Tjarnarsalnum kl 20:00

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

-Fundarsetning
-Kosning fundarstjóra
-Kosning ritara
-Inntaka nýrra félaga og úrsagnir
-Kosning formanns
-Kosning 4 annara stjórnarmanna
-Kosning 2 varamanna
-Kosning 2 endurskoðenda
-Önnur mál
Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnarsetu að tilkynna framboð sitt til throttur@throttur.net

Knattspyrnan hefst í dag hjá yngri iðkendum !!!

Með | UMFÞ

12011170_872390642838886_3587898729076275282_nÍ dag hefst nýtt ár hjá ungu knattspyrnustjörnunum í Þrótti Vogum !
Fimmtudaginn 1. okt
4. flokkur kvk klukkan 16 (7-8 bekkur)
8. flokkur kvk&kk klukkan 17 (2010 og fyrr)
Föstudaginn 2. okt
5. flokkur kk klukkan 14 (5-6 bekkur)
4. flokkur kvenna klukkan 16
6. flokkur karla klukkan 17 (3-4 bekkur)
Fyrsta æfing hjá 7. flokki verður á mánudaginn (1-2 bekkur)
Hvetjum foreldra til að skoða vel æfingatöflu sem er að finna á heimasíðu félagsins til hliðar !