Mánaðarlega Skjalasafn

september 2015

Íþróttaskólinn byrjar á laugardaginn (Frír prufutími)

Með | UMFÞ

Íþróttaskólinn er fyrir börn á leikskólaaldri (börn fædd 2010-2012) sem vilja læra að meðhöndla bolta, bæta hreyfigetu og jafnvægi og ekki síður styrk og sjálfstraust.

Íþróttaskólinn byrjar laugardaginn 3. október (frír prufutími) og er frá kl 11:15-12:00. Námskeiðið er í 9 skipti, síðasti tíminn verður laugardaginnlaugardaginn 28. nóvember. Verð 8000kr. Leiðbeinandi í íþróttaskólanum er Natalía Ríkharðsdóttir.

Frekari upplýsingar throttur@throttur.net
Sjáumst í íþróttaskólanum !

Félagskaffið byrjar aftur á laugardaginn !!!!!!!!!

Með | UMFÞ

Getraunadeild Þróttar !Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir opið alla laugardaga í vetur milli 11-13 uppí Íþróttahúsi.
Við hjá Þrótti Vogum ætlum að efla félagsstarfið enn frekar hjá okkur í vetur og verðum með opið hús í Íþróttamiðstöðinni Vogum alla laugardaga í vetur milli kl. 11 og 13. Þangað geta allir komið í kaffi, hitt gamla félaga og kynnst nýjum úr okkar skemmtilega hópi.

Við byrjum formlega næsta laugardag. Enn fremur geta allir tekið þátt í innanfélagsleik okkar í getraunum og sýnt snilli sína á því sviði. Kunnir þú ekki að tippa þá eru sérfræðingar okkar boðnir og búnir að aðstoða þig. Hafir þú ekki áhuga á að tippa er það líka í góðu lagi svo framarlega sem þú mætir með góða skapið. Hlökkum til að sjá þig.
Einnig bjóðum við uppá innanfélagsleik hjá okkur fyrir þá sem vilja.

Hlökkum til að sjá ykkur !!!!

Lokahóf yngriflokka

Með | UMFÞ

verðlaunahafar lokahófUppskeruhátíð yngri flokka Þróttar í Vogum fyrir árið 2015 fór fram í Álfagerði á dögunum. Þar gerðu þjálfarar og iðkendur upp sumarið og var ekki annað að heyra en allir eru ánægðir með sumarið. Veittar voru viðurkenningar og verðlaun, að því loknu var boðið upp á pylsur í boði VP.

Þróttarar sendu fjóra flokka á Íslandsmótið í ár og tóku þátt í stærstu sumarmótunum. Félagið þakkar öllum iðkendum, foreldrum, þjálfurum og öðrum sjálfboðaliðum fyrir samstarfið í sumar. Knattspyrnan hefst að nýju eftir hausthlé 1. október nk.

4. flokkur kvenna
Besti leikmaður:Thelma Mist
Mestu framfarir : Hildur Björg
Besti félaginn: Rut Sigurðardóttir

5. flokkur karla
Besti leikmaður: Adrian Krawczuk
Mestu framfarir: Óðinn Þór
Besti félaginn: Finnur Valdimar
Markakóngur:Adrian Krawczuk

6. Flokkur kvenna
Besti leikmaður: Karen Lind Ingimarsdóttir
Mestu framfarir:Sara Líf Kristinsdóttir
Besti félaginn: Alexandra Ingþórsdóttir

6. Flokkur karla
Besti leikmaður: Ægir Bachmann
Mestu framfarir:Patrekur Fannar
Besti félaginn:Viktor Snær.

Páll valinn bestur á lokahófi Þróttar

Með | UMFÞ

065 086 090 094 071 12004889_10154144764889409_2305994144203797108_nVogamenn fögnuðu sæti í 3. deild í fyrsta skipti í sögu félagsins !!!

Lokahóf meistaraflokks Þróttar Vogum var haldið á laugardaginn 12. september með pomp og prakt í Tjarnarsalnum. Verðlaun voru veitt þeim leikmönnum sem þóttu skara frammúr með einum eða öðrum hætti og þá var stuðningsmaður ársins einnig heiðraður.
Mikil og góð stemmning var í hófinu og félagið að fagna því að hafa tryggt sér sæti deild ofar í fyrsta sinn í sögu félagsins á dögunum. Á meðal skemmtiatriða má nefna að Þorvaldur Örn kom og tók lagið fyrir sveitunga sína, Ari Eldjárn mætti á svæðið og tryllti liðið úr hlátri á sinn einstaka hátt og þá má ekki gleyma trúbadorunum Ívari og Magnúsi Hafdal sem mættu á svæðið og sungu fagra tóna.
Eftir verðlaunaafhendingu voru birtar myndir á risaskjá frá árunum 2008 – 2013 og var lagið „Farin“ með Skítamóral spilað undir. Voru Þróttarar að kveðja 4. deildina með formlegum hætti og um leið að þakka öllum þeim leikmönnum sem tóku þátt í þessu ferðalagi með þeim.
Hinar margfrægu grænu buxur aðstoðarþjálfara liðsins voru boðnar upp ásamt treyju fyrirliðan og þá fór á uppboð Þróttaratreyja sem Katrín Jónsdóttir fyrrverandi landsliðskona áritaði fyrir sinn síðasta landsleik á móti Sviss árið 2013. Rann allur ágóðinn til kvennaknattspyrnunnar í Vogum fyrir þá treyju.
Rúnar Arnarsson stjórnarmaður KSÍ hélt stutta tölu fyrir viðstadda og óskaði Þrótti til hamingju með árangurinn. Veislustjórn var í öruggum höndum Magnúsar Björgvinssonar sem að þótti sýna mikla lipurð.

Besti leikmaður: Páll Guðmundsson
Mikilvægasti leikmaður: Páll Guðmundsson
Markakóngur: Andri Gíslason
Fallegasta markið: Andri Gíslason
Besti félaginn: Davíð Arthur
Besti leikmaður: (Að mati stuðningsmanna) Halldór Hilmisson

Hinrik Hinriksson og Páll Guðmundsson fengu viðurkenningu fyrir 50. leiki og einnig fékk Magnús Ólafsson kveðjugjöf en hann spilaði sinn síðasta leik á ferlinum sama dag og hófið fór fram.

Reynir Brynjólfsson var valinn stuðningsmaður ársins.

Þróttarar spila í 3. deildinni árið 2016….

Með | UMFÞ

11998314_1121416811219112_483856469_n Ásgeir bæjarstjóri með fulltrúum KSÍ 12023143_1121414464552680_629569597_n 12007152_1121416777885782_538404476_nMeistaraflokkur Þróttar tryggði sér sæti deild ofar með glæsilegum 5-2 sigri á liði ÍH í undanúrslitum 4. deildar á dögunum. Fyrri leik liðanna endaði með 2-2 jafntefli í Hafnarfirði. Strákarnir mættu liði Vængum Júpiters í úrslitum og töpuðu leiknum í vítaspyrnukeppni. En staðan eftir venjulegann leiktíma og framlendingu var 1-1

Geir Þorsteinsson afhenti liðunum verðlaunin í leikslok en Þróttarar geta vel við unað eftir sumarið. Glæsilegur árangur og 2. sæti 4. deildar varð niðurstaðan eftir æsispennandi úrslitaleik.

Frístundakort haustönn 2015

Með | UMFÞ

Frestur til að sækja um frístundastyrk fyrir haustönn 2015 er til 1. október nk.
Greitt verður 15. október 2015.

Skilyrði fyrir veitingu styrkja samkvæmt Frístundakortinu
• Að iðkandi/styrkþegi eigi lögheimili í Sveitarfélaginu Vogum.
• Að styrkþegi sé á aldrinum 16 ára og yngri miðað við fæðingarár. (fæð.ár 1999 eða yngra)
• Að um skipulagt starf/kennslu/þjálfun sé að ræða í a.m.k. 10 vikur á önn, innan sem utan sv.félagsins.
• Styrkur getur aldrei orðið hærri en þátttöku- eða æfingagjald viðkomandi íþrótta- eða tómstundagreinar.

Styrkurinn er allt að 10.500 kr. á ári, ath. þeir sem nýttu allan styrkinn á vorönn 2015 geta sótt um á næsta ári 2016.

Umsókn og frumriti af reikningi skal skila á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga að Iðndal 2.

http://vogar.is/frettir/2088/default.aspx

Uppskéruhátíð yngriflokka 2015 (Álfagerði)

Með | UMFÞ

11933475_872393179505299_4390057384380317287_n 12004114_872390582838892_624963839310678567_n 12009638_872390459505571_7932540113063250829_n 12011170_872390642838886_3587898729076275282_n 12011231_872393049505312_8112083086531955270_nUppskéruhátíð yngri flokka í knattspyrnu verður haldin laugardaginn 26. september klukkan 14:00 í Álfagerði. Gengið verður inn um innganginn frá Vogagerði.

Uppskéruhátíðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Þjálfarar munu halda stutta tölu um sína flokka ásamt því að veita viðurkenningar. Að því loknu verður slegið upp heljarinnar grillveislu þar sem grillaðar verða pylsur.
Mætum og gerum okkur glaðan dag saman.

Skráningar í vetrarstarfið …

Með | UMFÞ

Skráningar í vetrarstarfið 2015-2016

Sundið og júdóið hefur farið vel á stað. Það er ekki laust í sundið og verður ekki tekið á móti fleiri skráningum fyrir áramót. Þátttakan hefur verið frábær.
Það er ennþá laust í júdóið og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að prófa. Að setja sig í samband við Davíð eða Heimi þjálfara júdódeildar. En júdóæfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:30. Einnig er hægt að hafa samband við framkvæmdastjóra til að fá upplýsingar.
Knattspyrnan fer á fullt í október og skráningar eru í fullum gangi þessa dagana.
Hægt er að nálgast skráningarblað í afgreiðslu Íþróttamiðstöðvar og einnig er hægt að senda tölvupóst á throttur@throttur.net

Þróttur – ÍH Úrslitakeppni 4. deildar

Með | UMFÞ

028Þróttarar biðla til allra Vogabúa

Stærsti leikur í sögu félagsins070

Þróttarar eiga stórleik fyrir höndum núna á miðvikudaginn kemur, þegar þeir taka á móti ÍH í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið fer upp í 3. deild karla í knattspyrnu. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli. Eins og gefur að skilja skiptir stuðningur áhorfenda öllu máli. Leikmenn meistaraflokks Þróttar úr Vogum biðja alla Þróttara, Vogabúa og Suðurnesjamenn að mæta á miðvikudaginn (MORGUN) kl.17:00 á Vogabæjarvöll og búa til þá stemningu sem þarf til að landa sigrinum.

Áfram Þróttur !!!