Mánaðarlega Skjalasafn

ágúst 2015

Barna & unglingastarfið … (Júdó & sundið)

Með | UMFÞ

Jóna sundþjálfari Davíð þjálfari Heimir þjálfariÞá er júdóið og sundið að fara í gang eftir sumardvala. Júdóið hefst þriðjudaginn 1. september og sundið fimmtudaginn 3. september.

Það stendur öllum til boða fríir prufutímar í báðum þessum greinum 1-4 september. Athygli er vakin á því að sundið byrjar fimmtudaginn 3. sept ! (strákar og stelpur æfa saman)

Júdó: Þri og fim 17:30 (6-10 ára) 18:30 (11-14 ára)
Sund: Mán og fim 16:00 (6-10 ára) Fer eftir skráningu hvort hópnum verði skipt í tvo hópa. Fari svo þá verða foreldrar látnir vita í tæka tíð og eldri hópurinn myndi byrja 17:00. Þangað til annað kemur í ljós æfir hópurinn saman kl.16:00 til 17:00.

Júdóþjálfarar verða:
Davíð Kristjánsson er 35. ára og æfði á sínum tíma með Ármanni.
Heimir Kjartansson er 29. ára og æfði á sínum tíma með Júdófélagi Reykjavíkur.

Davíð og Heimir byrjuðu hjá Þrótti í janúar sl.

Sundþjálfari:
Jóna Helena Bjarnardóttir er 23. ára og æfði í 16. ár með ÍRB. Jóna hefur verið í námi í Bandaríkjunum síðustu þrjú árin og samhliða því verið að æfa sund.

Bjóðum við Jónu velkomna í Þróttarafjölskylduna.

Skráningar verða sem hér segir:

Skráningar og greiðsla æfingagjalda fer fram miðvikudaginn 2. september frá kl 17 – 19 og mánudaginn 7. September frá kl 17-18 uppi í Íþróttamiðstöð. Einnig er hægt að skrá börnin með því að senda tölvupóst á netfangið throttur@throttur.net

Öllum frekari fyrirspurnum verður svarar á throttur@throttur.net

Þróttur í góðri stöðu fyrir seinni leikinn …

Með | UMFÞ

028 040 023 070Þróttarar mættu liði Hvíta Riddarans í fyrri leiknum í 8. liða í úrslitakeppni 4. deildar. Þróttarar hófu leikinn af miklum krafti komust strax yfir á annari mínútu með marki Kristinn Arons. Andri Gíslason sendi baneitraða sendingu innfyrir á Palla sem var felldur. Dómari leiksins dæmdi víti og rak varnarmann Hvíta af leikvelli. Palli skoraði örugglega úr vítinu og staðan því 0-2 í hálfleik. Palli skoraði sitt annað mark á 70. mín og Raggi bætti því fjórða við á 81. mín. Lokastaðan því 0-4 fyrir Vogamönnum.

Seinni leikur liðanna fer svo fram á þriðjudaginn og hefst kl. 17:30. Stuðningsmenn Þróttara eru hvattir til að mæta tímanlega og tryggja sér góð sæti.

Helgina 14-16 ágúst fóru fram Fjölskyldudagar í Vogum.

Með | UMFÞ

317 005 263 103 268 203Okkur Þrótturum langar að þakka hinum félagasamtökunum og Sveitarfélaginu Vogum fyrir gott samstarf. Okkar hlutverk var að halda utan um Hverfaleika, Strandarhlaupið, Íslandsmótið hjá 4. flokki kvenna og einnig var leikur hjá meistaraflokki félagsins á föstudagskvöldið. Félagið var með sjoppu á hátíðarsvæðinu á laugardeginum. Þökkum við þeim tugum sjálfboðaliða sem komu að þessum verkefnum með okkur kærlega fyrir þeirra framlag.
Ljósmyndari félagsins tók nokkrar myndir (Ekki margar) Njótið

Þróttarar taplausir í sumar ….

Með | UMFÞ

Haukur Hinrik Hektor og KrilliMeistaraflokkur karla lauk keppni í C-riðli 4. deildar um helgina. Hörður Ísafirði kom í heimsókn og endaði leikurinn 4-2 fyrir Þrótti. Liðið hefur verið á miklu skriði í sumar og fóru í gegnum riðilinn með tíu sigra og tvö jafntefli á bakinu. Frábær árangur. Núna tekur við nýtt mót sem kallast úrslitakeppni 4. deildar og hefja strákarnir leik á laugardaginn þegar þeir heimsækja lið Hvíta Riddarans að Varmá í Mosfellsbænum. Hefst leikurinn kl. 14. Seinni leikur liðanna fer fram þriðjudaginn 1. september á Vogabæjarvelli og hefst kl. 17:30. Sigurveigarinn úr þessum viðreignum mætir liði KH eða ÍH í undanúrslitum.

Mörkin fyrir Þróttara í gær skoruðu:

Kiddi Aron
Maggi Óla
Haukur Hinriks
Dóri Hilmis

Strandarhlaupið (áður Línuhlaup Þróttar Vogum) fór fram um helgina.

Með | UMFÞ

149 212 156 207 160 4 8 Nordic DeliÞriðja árið í röð sem Strandarhlaupið var haldið og var metþátttaka. Langar Ungmennafélaginu Þrótti að þakka Landsnet, Sveitarfélaginu Vogum, Brooks, Intersport, hlaup.is og Nordic Deli sem gáfu öllum hlaupurum samlokur að hlaupi loknu kærlega fyrir þeirra aðstoð. Einnig þökkum við öllum þeim sjálfboðaliðum sem sinntu brautargæslu, tímagæslu og öðrum störfum fyrir þeirra aðstoð. Án þeirra hefði þetta ekki verið hægt. Okkur reiknast það til að í kringum 18 sjálfboðaliðar voru að vinna í kringum hlaupið. Hægt er að nálgast öll úrslitin inná hlaup.is. Ungmennafélagið Þróttur þakkar öllum þeim 56 hlaupurum sem tóku þátt í Strandarhlaupinu. Sjáumst hress og kát aftur á næsta ári.
Sigurveigarar helgarinnar voru:
5. km kvenna Kolbrún Georgsdóttir 23:53
5. km karla Þórólfur Ingi Þórsson 17:10
10.km kvenna Anna Konráðsdóttir 47:10
10.km karla Arnar Pétursson 35:19

Hægt er að nálgast öll úrslit inná hlaup.is og einnig að sjá myndir inná Facebook-síðu Ungmennafélagsins Þróttar.

Strandarhlaupið 2015 …

Með | UMFÞ

Strandarhlaupið hlaupaleið 1 hlaupaleið 2Strandarhlaupið (áður Línuhlaup Þróttar Vogum) er hluti af fjölskylduhátíð sveitarfélagsins Voga og fer fram laugardaginn 15. ágúst kl 11:00. Allir hlauparar eru velkomnir, byrjendur sem og lengra komnir.

Vegalengdir
5 km og 10 km með tímatöku.

Staðsetning
Hlaupið verður ræst við íþróttahúsið í Vogum, Hafnargötu 17.

Hlaupaleiðir
5 km hlaupið er ræst við Íþróttamiðstöðina. Hlaupið er út Stapaveg þar sem komið er inná malarveg. Eftir 3 km er stuttur utanvegakafli uns komið er inná göngustígakerfi þar sem hlaupið er með sjónum, umhverfis Vogatjörn og að Íþróttamiðstöðinni.

10 km hlaupið er ræst við Íþróttamiðstöðina og liggur um Vatnsleysustrandarveg. 3 km eru á gömlum malarslóða, síðan á Vatnsleysustrandarvegi í fallegu sveitaumhverfi. Að lokum er hlaupinn einfaldur hringur á göngustígum bæjarins að Íþróttamiðstöðinni.

Drykkjarstöðvar
Drykkjarstöð er á miðri leið fyrir þá sem hlaupa 10 km.

Skráning
Skráning fer fram hér á hlaup.is. Athugið að skráningargjald hækkar á hlaupadegi og eru þátttakendur því hvattir til að forskrá sig. Forskráning er til miðnættis föstudaginn 14. ágúst 2015. Skráning á keppnisdegi verður í íþróttahúsinu frá kl. 10 til 10:40 fyrir hlaup.

Þátttökugjald
Verð í forskráningu fyrir 5 km og 10 km hlaup er eftirfarandi:

1.500 kr. fyrir 18 ára og eldri (f. 1997 og fyrr)
1.000 kr. fyrir 17 ára og yngri (f. 1998 og síðar)
Þátttökugjald hækkar um 500 kr á keppnisdag. Hlaupagögn verða afhent í Íþróttahúsinu á hlaupdegi frá kl 10:00.

Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki í báðum vegalengdum.

Almennar upplýsingar
Að hlaupi loknu er þátttakendum boðið upp á hressingu og veitingar í Íþróttamiðstöðinni þar sem verðlaunaafhendingin fer fram.

Skipuleggjendur
Ungmennafélagið Þróttur stendur fyrir hlaupinu. Frekari upplýsingar fást hjá Marteini framkvæmdastjóra í síma 865-3722 eða throttur@throttur.net.

Áhorfendur risu úr sætum sínum þeim til heiðurs …

Með | UMFÞ

2 1 3Fimmti flokkur karla ….
Á síðasta heimaleik meistaraflokks Þróttar sem fram fór fyrir nokkru var 5. flokkur karla heiðraður sérstaklega fyrir sigurinn á N1mótinu á Akureyri.
Ljósmyndari félagsins smellti í nokkrar myndir tilefni dagsins. Drengirnir fengu liðsmynd með hópnum sem fylgdi þeim norður og upplifði þetta ævintýri með þeim.