Mánaðarlega Skjalasafn

júlí 2015

Sigur á fánadegi félagsins

Með | UMFÞ

013 018 014Í gær héldu Þróttarar í Vogum uppá fánadag félagsins. Félagsmenn gerðu sér glaðann dag saman. Grillaðar voru pylsur af bæjarfulltrúum sveitarfélagsins, Þróttaravarningur var seldur til styrktar yngriflokka starfsemi félagsins. Þróttarar mættu – Stál-úlfi í 4. deildinni seinna um kvöldið og börn úr yngriflokkastarfi félagsins leiddu leikmenn inná völlinn fyrir leik. Fjölmenni var á hátíðinni. Var þetta í þriðja skipti sem Þróttarar héldu uppá fánadag félagsins. Þróttarar unnu leikinn 5-3 í skemmtilegum leik.
Einnig var 5. flokkur félagsins heiðraður fyrir sigur í N1 mótinu á Akureyri.N1 MEISTARAR

Fánadagur Þróttar 2015 á morgun !!!!

Með | UMFÞ

Fánadagur Þróttar VogumÁ morgun (mánudag) halda Þróttarar í Vogum upp á árlegan fánadag félagsins en af því tilefni verður tónlist og frábær stemning á knattspyrnusvæði Vogamanna.

Þróttarafánar til sölu. Grillaðar verða pylsur en lið Þróttar mun svo mæta liði Stál-úlfs í 9. umferð 4. deildar klukkan 20:00.

Þróttarar vilja hvetja alla til að mæta og taka góða skapið með sér, þar sem dagurinn hefur fengið nafnið fánadagur félagsins þá eru allir hvattir til að mæta og vera appelsínugulir en einnig verður stúkan vel appelsínugul þegar leikurinn hefst um kvöldið.

Er þetta þriðja árið í röð sem Þróttarar halda uppá fánadaginn og í fyrra heppnaðist þetta mjög vel. Þróttarar hafa gengið mjög vel í sumar og með sigri eru Vogamenn á góðri leið með að tryggja sig í úrslitakeppnina.

Toppslagur á Samsung-velli

Með | UMFÞ

KFG-Þróttur Vogum ...Meistaraflokkur Þróttar heimsækir lið KFG annað kvöld (fimmtudagskvöldið) á Samsung-völlinn. Er þetta gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið sem eru í harði baráttu um að komast í úrslitakeppni 4. deildar. Leikurinn hefst klukkan 20 og hvetjum við alla sanna Þróttara til að fjölmenna í Garðabæinn og styðja við bakið á liðinu.

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 Þróttur V. 7 5 2 0 27  –    8 19 17
2 KFG 8 4 2 2 28  –  10 18 14
3 Hörður Í. 8 4 2 2 18  –  16 2 14
4 Stál-úlfur 8 4 1 3 15  –  14 1 13
5 Örninn 7 3 1 3 14  –  16 -2 10
6 Skínandi 8 2 2 4 22  –  15 7 8
7 Ísbjörninn 8 0 0 8   6  –  51 -45 0

 

Hilmar fór Laugavegshlaupið …

Með | UMFÞ

1 4 3 5 2Að sjálfssögðu áttum við Þróttarar okkar fulltrúa í Laugavegshlaupinu í ár …
Hilmar Egill Sveinbjörnsson ætlar ekki bara taka þátt í Línuhlaupi Þróttar í ágúst. Hann hafði verið á fullu að undirbúa sig fyrir Laugarvegshlaupið sem fram fór í 19. sinn núna á laugardaginn. Laugavegshlaupið er 55 kílómetra langt utanvegahlaup. Félagið óskar þessum mikla Þróttara innilega til hamingju því hann kom í mark á frábærum tíma 6:47 ….. ÁFRAM Hilmar !!!!!

Þróttur tók þátt í Símamótinu ….

Með | UMFÞ

11737165_10153493795177287_465935204_n 11758920_866153743460223_949506402_nSjötti flokkur kvenna tók þátt í Símamótinu þessa helgina.
Stelpurnar stóðu sig eins og hetjur og voru félaginu til sóma. Sigrar og töp til skiptis. En leikgleðin var allsráðandi. Foreldrar Arnars þjálfara buðu þeim heim í ísveislu og að horfa á mynd á föstudagskvöldið.
Ljósmyndari félagsins var með í för og tók myndir: Fyrri myndin er frá videó-kvöldinu áðan og sú seinni var tekin á milli leikja í dag.

Þróttarar á góðu skriði í 4. deildinni…

Með | UMFÞ

JökulsárlóniðÞróttarar hafa verið á ágætis flugi í 4. deildinni að undanförnu. Mættu liði Arnarins 8. júlí og fóru leikar 1-2 fyrir okkar mönnum. Krilli og Einar Helgi með mörkin.

Síðustu helgi heimsóttu þeir lið Harðarins frá Ísafirði og endaði leikurinn 3-3. Palli með tvö mörk og Einar Helgi eitt. Næsti leikur verður fimmtudaginn 23. júlí þegar við förum í Garðabæinn og heimsækjum lið KFG !

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 Þróttur V. 7 5 2 0 27 – 8 19 17
2 KFG 7 3 2 2 25 – 8 17 11
3 Hörður Í. 6 3 2 1 16 – 13 3 11
4 Stál-úlfur 7 3 1 3 13 – 14 -1 10
5 Örninn 7 3 1 3 14 – 16 -2 10
6 Skínandi 7 2 2 3 20 – 12 8 8
7 Ísbjörninn 7 0 0 7 5 – 49 -44 0

Grindavíkingar æfðu á Vogabæjarvelli …

Með | UMFÞ

003 014 007 005 008Meistaraflokkur Grindavíkur tóku æfingu í Vogunum á dögunum. Grindavíkurvöllur var einn af keppnisvöllunum í lokakeppni U-17 landsliða kvenna. Þurftu Grindvíkingar að leita annað og að sjálfsögðu voru þeir velkomnir til okkar á Vogabæjarvöll.

Virkilega gaman að fá nágranna okkar og vini í heimsókn. Var þetta síðasta æfing fyrir leik og má segja að heimsóknin hafi gert þeim gott því þeir sigurðu HK menn kvöldið eftir. Grindavík eru um miðja deild í 1. deildinni.

Þróttarar á toppnum eftir sigur á móti KFG 2-1

Með | UMFÞ

6 8 stefán 3Þróttarar mættu sterku liði KFG í síðustu viku. Upphaflega átti þessi leikur að fara fram 4. júní en varð að fresta. Leikir þessara liða hafa alltaf verið stórkostleg skemmtun og á því verð engin breyting á. Þróttarar byrjuðu leikinn betur og fengu strax færi. KFG sóttu í sig veðrið og áttu skot í stöngina úr sannkölluðu dauðafæri. Það var svo á 45. mínútu sem Andri Gíslason stakk sér í gegnum vörn Garðbæinga eftir sendingu frá Palla og setti hann undir markvörð KFG. 1-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði með látum. KFG áttu strax frábæra sókn sem endaði með skallamarki Bjarna Pálmasonar. Vel gert hjá þeim 1-1 eftir 50. mínútur. Eftir það einkenndist þetta af stöðu baráttu og bæði lið fengu hálffæri án þess að geta nýtt sér þau. Það var svo á 94. mínútu sem Einar Helgi sprengdi upp vörn KFG og sendi boltann á Dóra Hilmis sem fleytti honum á fjær þar sem Palli Gumm lagði hann fyrir sig og setti hann snyrtilega í netið. Stuðningsmenn Þróttara hreinlega ærðust úr fögnuði. Dómari leiksins flautaði leikinn af um leið og KFG tóku miðjuna.

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 Þróttur V. 5 4 1 0 22 – 4 18 13
2 Hörður Í. 5 3 1 1 13 – 10 3 10
3 Örninn 6 3 1 2 13 – 14 -1 10
4 Skínandi 6 2 2 2 19 – 9 10 8
5 KFG 6 2 2 2 12 – 8 4 8
6 Stál-úlfur 6 2 1 3 10 – 13 -3 7
7 Ísbjörninn 6 0 0 6 5 – 36 -31 0

Þróttarar sigruðu á N1 mótinu í 5. flokki.

Með | UMFÞ

3 75 30 48 73N1 mótið á Akureyri er stærsta mótið hjá 5. flokki karla yfir sumartímann. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1986. Í ár var þetta fjölmennasta mótið frá upphafi. Það hefur oft verið talað um að það sér erfiðara að vinna N1-mótið heldur en að verða Íslandsmeistari. Einnig eru mörg lið sem hafa tekið þátt í mörg ár án þess að vinna til verðlauna. Þessa helgina gekk allt upp. Við unnum fimm leiki í riðlinum og töpuðum einum leik á móti liði Keflavíkur sem við áttum eftir að mæta aftur í úrslitaleiknum. Enduðum í öðru sæti riðilsins á eftir Keflavík.

8-liða

HK-Þróttur V … 1-3 (0-2

Undanúrslit

Þróttur – Grótta … 2-0 (0-0)

Úrslit:

Keflavík – Þróttur … 1-1 (1-0) 1-3 í vítakeppni. Keflavík þurfti ekki að taka síðasta vítið.

Það var margt í gangi fyrir utan boltann fyrir norðan, farið í bíó, keilu, ísferðir og margt fleira. Þjálfari strákana er Jón Ásgeir og óskum við honum, foreldrum, strákunum og félaginu öllu innilega til hamingju með sigurinn á mótinu. Þetta er stórsigur fyrir félagið og mikið afrek að vinna mótið. En 28. lið voru skráð í þeirra styrkleikaflokki.

Okkur langar okkur að þakka fararstjórunum Friðriki Valdimar og Möggu Lenu fyrir óeigingjarnt starf. Fjöldi foreldra mætti norður þessa helgina og tóku að sér verkefni í kringum liðið. Kunnum við öllum þeim bestu þakkir fyrir. Þetta var ein stór liðsheild (Þróttarafjölskyldan) innan vallar sem utan sem skóp þennan glæsilega árangur um helgina.

Roberto Piano tók þessar frábæru myndir og kunnum við honum bestu þakkir fyrir að fá að deila þeim með öðrum Þrótturum.

Þróttarar tóku þátt í Landsmóti 50 ára og eldri …

Með | UMFÞ

IMG_8250 IMG_8325 IMG_8344 IMG_8226Núna um helgina fór fram Landsmót UMFÍ 50+. Þróttarar áttu að sjálfssögðu sína fulltrúa á mótinu. Tók félagið þátt í boccia og liðið var þannig skipað: Örn Pálsson, Birna Jónsdóttir, Jórunn G Stefánsdóttir og Ragnar J Henriksson. Um 400 keppendur voru skráðir til leiks.
Félagsheimilið á Blönduósi var fullt út að dyrum þegar 5. Landsmót UMFÍ var sett. Yfir 400 manns voru á setningunni og mikil og góð stemning. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, setti mótið og meðal annarra sem fluttu ávörp voru Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Einar Kristján Jónsson, formaður landsmótsnefndar, og Haukur Ingibergsson formaður Landssambands eldri borgara.

Boccia sveitin okkar stóð sig vel. Vann tvo leiki og tapaði þremur. Varð í þriðja sæti í sínum riðli af fimm liðum. Fóru því ekki áfram í úrslitin sem voru spiluð daginn eftir. Félagið þakkar þeim fjórum kærlega fyrir þátttökuna og óskum þeim til hamingju með árangurinn.
Þróttarar ætla setja markið hátt þegar landsmót 50+ fer næst fram og stefnt er að fjölga í hópnum og taka þátt í fleiri greinum.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, flutti ávarp við setningu 5. Landsmóts UMFÍ 50+ á Blönduósi og sagði m.a. óumdeilt að þessi mót hefðu heilmikið gildi.

,,Það er engin ástæða til að hætta að hreyfa sig eða taka þátt í íþróttum eftir að maður er kominn yfir fimmtugt. Heilsa er almennt betri og fólk er í góðu ásigkomulagi einmitt vegna þess kannski að við stundum íþróttir og hreyfum okkur meira en áður og gerum síðan áfram fram eftir aldri. Þetta snýst ekki eingöngu um keppni í íþróttum heldur líka að njóta félagsskaparins. Hitta fólk hvaðanæva af landinu, efla gömul vináttutengsl sem byggð eru á í gegnum íþróttirnar. Allt er þetta mjög mikilvægt og hluti að því að eiga gott líf,“ sagði Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra.

Myndirnar eru frá Ragnari og þökkum við honum kærlega fyrir að fá að nota þær.