Mánaðarlega Skjalasafn

júní 2015

Fjórði flokkur kvenna vann Þór 4-3 í spennandi leik

Með | UMFÞ

021Glæsilegur karakter hjá stelpunum…

Fjórði flokkur kvenna keyrði hringinn í kringum Ísland í gær ef svo má segja. Lögðu á stað eldsnemma um morgunin og var ferðinni heitið á Dalvík að taka þátt í Íslandsmótinu. Fyrsti leikur var á móti KF/Dalvík og tapaðist sá leikur sannfærandi. Greinilegt að ferðalagið hafði tekið sinn toll enda búnar að keyra 700 km frá því eldsnemma um morgunin.

Það er oft erfitt að koma til baka eftir tapleiki en Aníta og Sædís voru ekki lengi að hrista þetta úr stelpunum. Því þær komu tvíefldar til leiks í næsta leik.

Sýndu frábærann karakter þegar þær mættu Þórsstelpum frá Akureyri. Hentu sér fyrir alla bolta og fórnuðu sér fyrir málstaðinn. Komust í 4-1 með mörkum frá Kolbrúnu sem gerði tvö mörk, Thelma og Rut skoruðu hin mörkin.

Þórsarar sóttu mikið í seinni hálfleik og uppskáru tvö mörk og þegar lítið var eftir stóðu leikar 4-3 fyrir Vogastelpum. Stelpurnar fórnuðu sér sem fyrr segir í alla bolta og börðust fyrir punktunum þremur sem voru í boði og héldu út stórhríðaárás Þórsstelpna.

Sigur liðsheildarinnar staðreynd og þær stóðu sig allar eins og hetjur. Fyrstu stigin í hús á Íslandsmótinu.

Næsti leikur verður hjá stelpunum á móti Val á Hlíðarenda sunnudaginn 12. júlí. Hvetjum alla sanna Þróttara að gera sér ferð á völlinn þann daginn.

Þær spila svo á Íslandsmótinu á Vogabæjarvelli á fjölskyldudaginn 15. ágúst.

Liðið kom svo heim rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi eftir rúmlega 16 tíma ferðalag. Þreyttar en sáttar enda annað ekki hægt eftir þessa frægðarför.

Til hamingju Þróttur !

Frábæru Orkumóti lokið (áður Shellmóti)

Með | UMFÞ

2 15 6Orkumótinu lauk í gærdag og Þróttarar tóku þátt að nýju eftir 15. ára hlé. Mótið og ferðin tókst mjög vel, allir komu ánægðir heim og reynslunni ríkari.
Myndirnar frá mótinu tóku Oddur, Íris og Sverrir.
Samkvæmt þjálfara liðsins eru menn farnir að telja niður í næsta Orkumót.
Félagið þakkar einnig þeim foreldrum sem lögðu leið sína til Eyja til að hvetja strákana, þjálfari og fararstjórar fá þúsund þakkir fyrir að stjana við vonarstjörnurnar og um leið að gera þessa ferð ógleymanlega fyrir strákana. Einnig fá allir sem komu með einhverjum hætti að þessari ferð þakkir fyrir.
Úrslit dagur 1
ÍBV – Þróttur 3-1
Hamar – Þróttur 4-3
Þróttur – Fjölnir 3-2
Dagur 2
Þróttur 1 ÍA 2
Höttur 2 Þróttur 5
ÍBV 5 Þróttur 2
Dagur 3
Þróttur – HK 0-1
Þróttur – Njarðvík 4-1
Þróttur – Dalvík 2-0

Árni varði víti í lokin

Með | UMFÞ

Þróttarar heimsóttu Skínanda í gærkvöldi á Samsungvöllinn.

Skínandi voru sterkari aðilinn í leiknum og komust yfir á 39. mín og leiddu í hálfleik 1-0. Það svo Andri Gíslason sem jafnaði leikinn á 73. mín með glæsilegu marki eftir sendingu frá Hafþór Ægi. Skínandi fengu vítaspyrnu á 81. mín og Árni Ásbjarnarson gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Niðurstaðan jafntefli og Þróttarar áfram á toppnum í riðlinum.

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 Þróttur V. 4 3 1 0 20  –    3 17 10
2 Skínandi 5 2 2 1 18  –    7 11 8
3 KFG 4 2 2 0 11  –    5 6 8
4 Örninn 5 2 1 2 11  –  13 -2 7
5 Hörður Í. 3 2 0 1 10  –    8 2 6
6 Stál-úlfur 4 1 0 3   4  –  11 -7 3
7 Ísbjörninn 5 0 0 5   5  –  32 -27 0

 

Þróttarar mættu á smábæjarleikana !

Með | UMFÞ

arnar og stelpurnar 7. flokkur karla ... 4-5 flokkur kvk 8 flokkurÁrlega fara fram smábæjarleikar sem er knattspyrnumót fyrir yngri flokka smærri félaga. Íþróttafélagið Hvöt heldur mótið. Við Þróttarar áttum fulltrúa í 4. flokki kvenna, 6. flokki kvenna, 7. flokki karla og 8. flokki blandað. Það fór ekki á milli mála að við Þróttarar eigum efnilegt knattspyrnufólk bæði stelpur og stráka. Fór svo að 6. flokkur kvenna og 7. flokkur karla sigruðu í sínum flokkum. Við þetta má bæta að 4. flokkur kvenna og 8. flokkur stóðu sig einnig feiki vel.
Góð þátttaka var frá okkur Þrótturum og okkur reiknast til að í kringum 50 – 60 manns hafi verið á svæðinu frá okkar félagi. Þjálfarar, fararstjórar, foreldrar og leikmenn eiga hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu og vera félagi sínu til mikils sóma þannig eftir var tekið. Takk til ykkar einnig sem aðstoðuðu okkur með einhverjum hætti.
Ljósmyndarar félagsins voru á svæðinu sem endra nær og þökkum við þeim kærlega fyrir lánið á myndunum.

Heimir Hallgríms landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands heimsótti knattspyrnuskóla Þróttar !

Með | UMFÞ

060 038 068Á dögunum hélt Knattspyrnudeild Þróttar knattspyrnuskóla fyrir stelpur og stráka 6 til 12 ára. Gríðarleg þátttaka var og skráðu sig 43 börn í skólann. Fjöldi góðra gesta mætti á svæðið og ber helst að nefna Heimi Hallgríms landsliðsþjálfara, Ólínu Viðarsdóttir knattspyrnukona, Andri Steinn, Palli Guðmunds, Hinrik Hinriks leikmenn Þróttar og Arnar Smárason. Það var Jón Ásgeir Þorvaldsson yngriflokkaþjálfari hjá Þrótti sem var stjórnaði námskeiðinu. Námskeiðið stóð yfir í fjóra daga.

Knattspyrnudeild Þróttar þakkar öllu því fólki sem kom að þessu námskeiði með einhverjum hætti kærlega fyrir. Án ykkar hefði þetta ekki heppnast svona gríðarlega vel.014055

086

Vogabúar standa með félaginu sínu …

Með | UMFÞ

Fyrir viku var settur upp dósagámur svo bæjabúar gætu styrkt barna og unglingastarfið með dósaframlögum. Til stóð að tæma hann eftir tvær vikur og gámurinn fjarlægður í kjölfarið. Í kvöld þurfti að tæma hann viku fyrr þar sem hann var orðinn fullur og rúmaði ekki fleiri poka. Um leið og við þökkum kærlega fyrir stuðninginn þá minnum við á að gámurinn verður eina viku í viðbót.

Áfram Þróttur !!!!!051

Þróttur hélt fund með með foreldrum …

Með | UMFÞ

Þróttur hélt fund á vormánuðum með foreldrum barna sem æfa knattspyrnu utan Voga. Fundurinn var virkilega jákvæður og margir góðir punktar komu fram á fundinum. Rætt var um að kanna hvort vilji sé til samstarfs með öðrum liðum á svæðinu. Tímasetningar æfinga, samgöngur og hvert á að stefna í þessum málum. Góð mæting var á fundinn og fjörlegar umræður.

Ólína Viðarsdóttir landsliðskona hitti 4/5 flokk kvenna hjá Þrótti.

Með | UMFÞ

092Knattspyrnudeild Þróttar bauð öllum stelpum 13. ára og eldri á fyrirlestur hjá Ólínu Viðarsdóttur á dögunum. Ólína á glæstan feril að baki. Hefur spilað með Íslandi á tveimur stórmótum, einnig hefur hún orðið Íslands og bikarmeistari. Ekki má gleyma Chelsea ævintýrinu þar sem hún lauk glæstum atvinnumannaferli sínum.

Ólína Viðarsdóttir hitti stúlkur í 4.og 5. flokk kvenna. Ólína fór yfir þau atriði sem hún telur að séu lykillinn að árangri fyrir stelpur sem vilja ná lengra í fótbolta.
•Andlegur undirbúningur og sjálfstraust.
•Líkamlegt form og lykilatriði fyrir hverja stöðu á vellinum.
•Liðsheild og gleði.
Dagskrá:
Fyrirlesturinn var uppbyggilegur, skemmtilegur og fræðandi og á að opna augu stelpna fyrir þeim endalausu tækifærum sem fylgja því að vera í fótbolta.

Meistaraflokkur Þróttar unnu þriðja leikinn í röð.

Með | UMFÞ

041017Í 4. deildinni er ekkert lát á velgengni Þróttara sem að unnu sinn þriðja leik í röð þegar þeir sigruðu Ísbjörninn 9-1 á Vogabæjarvelli í gærkvöldi. Þróttur var yfir í hálfleik 3-0 og rigndi mörkunum svo inn í þeim síðari.

Mörk Þróttar skoruðu þeir Árni Sæmundsson, Ragnar Valberg Sigurjónsson, Kristján Steinn Magnússon (2), Magnús Ólafsson (2) og Andri Gíslason (3).
Þróttur er í efsta sæti C-riðils 4. deildar með 9 stig.043

Knattspyrnudeild Þróttar með knattspyrnuskóla !

Með | UMFÞ

námskeið myndKnattspyrnudeild félagsins sem rekur meistaraflokkinn og einnig getraunastarfið á laugardögum verður með knattspyrnuskóla sem hefst á morgun (þriðjudaginn 9. júní)

Margir góðir gestir koma í heimsókn. Jón Ásgeir yngriflokkaþjálfari hjá Þrótti leiðir námskeiðið. Mæting er við búningsklefana sem snúa að knattspyrnuvellinum (bakvið íþróttahús) kl.13 !