Glæsilegur karakter hjá stelpunum…
Fjórði flokkur kvenna keyrði hringinn í kringum Ísland í gær ef svo má segja. Lögðu á stað eldsnemma um morgunin og var ferðinni heitið á Dalvík að taka þátt í Íslandsmótinu. Fyrsti leikur var á móti KF/Dalvík og tapaðist sá leikur sannfærandi. Greinilegt að ferðalagið hafði tekið sinn toll enda búnar að keyra 700 km frá því eldsnemma um morgunin.
Það er oft erfitt að koma til baka eftir tapleiki en Aníta og Sædís voru ekki lengi að hrista þetta úr stelpunum. Því þær komu tvíefldar til leiks í næsta leik.
Sýndu frábærann karakter þegar þær mættu Þórsstelpum frá Akureyri. Hentu sér fyrir alla bolta og fórnuðu sér fyrir málstaðinn. Komust í 4-1 með mörkum frá Kolbrúnu sem gerði tvö mörk, Thelma og Rut skoruðu hin mörkin.
Þórsarar sóttu mikið í seinni hálfleik og uppskáru tvö mörk og þegar lítið var eftir stóðu leikar 4-3 fyrir Vogastelpum. Stelpurnar fórnuðu sér sem fyrr segir í alla bolta og börðust fyrir punktunum þremur sem voru í boði og héldu út stórhríðaárás Þórsstelpna.
Sigur liðsheildarinnar staðreynd og þær stóðu sig allar eins og hetjur. Fyrstu stigin í hús á Íslandsmótinu.
Næsti leikur verður hjá stelpunum á móti Val á Hlíðarenda sunnudaginn 12. júlí. Hvetjum alla sanna Þróttara að gera sér ferð á völlinn þann daginn.
Þær spila svo á Íslandsmótinu á Vogabæjarvelli á fjölskyldudaginn 15. ágúst.
Liðið kom svo heim rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi eftir rúmlega 16 tíma ferðalag. Þreyttar en sáttar enda annað ekki hægt eftir þessa frægðarför.
Til hamingju Þróttur !
Nýlegar athugasemdir