Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2015

1-0 tap á móti Grindavík

Með | UMFÞ

Meistaraflokkur Þróttar stóð sig feiki vel í gærkvöldi þegar þeir heimsóttu lið Grindavík. Grindvíkingar leika í 1. deildinni og okkar menn spila í 4. deildinni. Flestir reiknuðu með auðveldum sigri Grindvíkinga en annað kom á daginn. Með öflugum stuðningi Vogabúa og annara Þróttara tókst Þrótti að gefa Grindavík alvöru leik og eina mark leiksins kom á 83. mín leiksins. Frikki markvörður varði erfitt skot og leikmaður Grindavíkur Ólafur Baldur Bjarnason fylgdi á eftir. Það var á 92. mín þegar Kristján Steinn Magnússon slapp einn innfyrir og leikmaður Grindavíkur braut illa á honum og dómarinn sleppti augljósri v

Sundnámskeið

Með | UMFÞ

Eins og undanfarin ár mun Þróttur bjóða upp á sundnámskeið fyrir börn á leikskólaaldri. Námskeiðin hefjast miðvikudaginn 13. maí og verða til 10. júní (4 vikur). Markmiðið er að börn aðlagist vatni, finni fyrir öryggi í vatninu og einnig verður farið í helstu sundtökin. Námskeiðið kostar 6.000kr og er það Sveinn Ólafur Lúðvíksson leiðbeinandi og sundmaður hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar sem verður með námskeiðið.

Námskeiðin verða á eftirfarandi tímum:
Börn fædd 2011 mánudaga og miðvikudaga 17:00-17:30 (Síli 1)
Börn fædd 2009 og 2010 mánudaga og miðvikudaga kl 17:30-18:15 (Síli 2)
ATHUGIÐ: Námskeiðin fara eingöngu fram ef næg þátttaka næst.
Skráning hjá framkvæmdastjóra í síma 865-3722 eða á netfangið throttur@throttur.net